Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 7 FRÉTTIR 9:30 Ávarp menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur 9:40 Reikningsskil þekkingar Hvernig eflir og samræmir fyrirtæki þekkingu og færni starfsfólks? Beita má þekkingarreikningsskilum til að rækta og varðveita mannauð og þekkingarauð. Eggert Claessen, framkvæmdastjóri hjá Tölvumiðlun hf 10:15 Kaffihlé 10:30 Starfsmenn læra og kenna Magna Fríður Birnir, starfsþróunarstjóri SKÝRR Skóli í fyrirtæki Auður Þórhallsdóttir, fræðslustjóri Alcan á Íslandi Mannauður skili arði (ROI) Leifur Geir Hafsteinsson, lektor við viðskiptadeild HR Að nýta leynda og ljósa þekkingu, framlag háskóla og fyrirtækja Ingi Rúnar Eðvarðsson, prófessor við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri 11:30 Pallborðsumræður Þátttakendur: Framsögumenn. Stjórnandi pallborðs: Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs RÚV Fundarstjóri: Vilmundur Jósefsson, formaður SI Ölfusi, og þar voru aldar upp um 3.000 risarækjur í tveimur tjörn- um, á mismunandi tíma. ?Með því sýndum við fram á það að þetta væri alveg hægt, og við teljum okkur hafa sýnt fram á það með útreikningum að í þessu felist arð- vænlegt tækifæri,? segir Bergþór. Þar með er tilrauninni sem lagt var upp með í raun lokið, þó að- staðan á Bakka verði rekin eitt- hvað áfram. Áframhaldandi til- raunir verða gerðar, m.a. til að reyna að hafa fleiri einstaklinga í sama plássi. Bergþór segir koma vel til greina að leigja stöðina, enda hafi hún bara verið ætluð til þessarar tilraunar. Heildarkostnaðurinn við tilraun- ina var um 15 milljónir króna. Bergþór segir það stefnu OR að koma taplaust út úr þessu verk- efni, ekki sé farið út í verkefni af þessu tagi til þess að græða bein- línis á tilraunaverkefninu sjálfu. Í raun gætu tvenns konar fyr- irtæki sprottið úr tilraunum OR með risarækjueldi. Annars vegar rekstur klakstöðvarinnar, og hins vegar eldisstöðvar sem kaupa myndu nýklaktar rækjur af klak- stöðinni, og gæti ein klakstöð ann- að fjölmörgum eldisstöðvum. Tals- vert flókinn tæknibúnað þarf í klakstöðinni, og ekki hagkvæmt fyrir hverja eldisstöð að eiga slík- an búnað. Því segir Bergþór að ekkert sé því til fyrirstöðu að nokkrir aðilar á landinu taki upp eldi á risarækjum, og kaupi til þess nýklaktar rækjur af einni klakstöð. Nægur markaður hér á landi Hvað varðar áhuga á risarækjum á markaðinum segir Bergþór að nægur markaður ætti að vera hér á landi til að byrja með, enda séu t.d. þeir matreiðslumeistarar sem rætt hafi verið við áhugasamir um að hafa stöðugt framboð af fersk- um risarækjum til að bjóða upp á á matseðlum veitingahúsa. ?Einnig er vaxandi áhugi á þessari vöru er- lendis, en við erum nú meira að einblína á að koma þessari vöru á heimamarkað áður en við förum að ætla okkur að fara til útlanda.? Bergþór segir þó alveg ljóst að OR muni ekki standa í neinni markaðssetningu eða sölu á risa- rækjum, það verði einkaaðilar sem taki við sem sjái um það. OR hafi sýnt fram á að hægt sé að nota heitt vatn sem ekki nýtist í annað í þess konar eldi, og þar með sé hlutverki þeirra lokið. ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan mann í hlíðar Esju seinnipart laugardags. Maðurinn, sem er um sextugt, mun hafa hrapað þegar hann var á leiðinni niður af Þverfellshorni rétt upp úr hádegi og féll hann um tuttugu metra. Í fallinu brotnaði farsími mannsins og hann gat því ekki lát- ið vita af sér. Laust fyrir kl. tvö tókst honum að ganga í veg fyrir göngumenn á fjallinu og létu þeir Neyðarlínuna vita. Fjallabjörgunarsveit Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fór á stað- inn en einnig var reynt að aka jeppa sveitarinnar á staðinn en sóttist seint og illa. Var síðan ósk- að eftir því að þyrla Landhelg- isgæslunnar færi á vettvang til að flytja manninn og koma honum undir læknishendur. Maðurinn var lagður inn á gjör- gæsludeild Landspítalans í Foss- vogi en hefur verið útskrifaður þaðan. Meiðsl hans voru þó talsverð að sögn lækna LSH. Þyrla sótti slasað- an mann í Esjuna Björgunarmenn í Esjunni: Kristinn Haraldsson björgunarsveitarmaður, Ingvar R. Rögnvaldsson, sem rakst á manninn, og Kristján Sigfússon og Rúnar Helgason frá SHS. síma, en auk þess gengu sjálfboðalið- ar með söfnunarbauka í verslunar- miðstöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Elín telur að um 400 til 500 sjálf- boðaliðar hafi verið að störfum á laugardag. Þar af hafi um 120 manns setið í þjónustuveri Landssíma Ís- lands og tekið á móti framlögum í gegnum beina söfnunarsímann. ?Mörg dæmi er um að litlir krakk- ar hafi hringt inn og gefið úr spari- bauknum sínum eða af afmælispen- ingunum sínum,? segir Elín. Áður en landssöfnunin hófst höfðu mannúðarsamtökin fimm safnað um 115 milljónum hér á landi vegna hamfaranna í Asíu. Auk þess sam- þykkti ríkisstjórn Íslands fyrr í mán- uðinum að verja samtals 150 millj- ónum til hjálparstarfa á flóða- svæðunum. Sé þetta lagt saman er framlag Íslendinga til hjálparstarfa á hamfarasvæðunum um 375 millj- ónir króna. Fjölmargir aðilar komu að söfn- uninni, auk mannúðarsamtakanna sem hér hafa verið nefnd. Þeirra á meðal eru m.a. níu útvarpsstöðvar, þrjár sjónvarpsstöðvar, þrjú dag- blöð, þrjár verslunarmiðstöðvar, listamenn og fyrirtæki. Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.