Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING D anir hafa lagt deilur og krytur um nýtt óperu- hús Konunglega leik- hússins á Dokøen til hliðar eftir ákaflega vel heppnaða vígsluathöfn í fyrrakvöld. 1.150 manns úr dönsku menningar- og athafnalífi, þingmönnum og stjórn- málamönnum var boðið til athafn- arinnar auk 300 heppinna óperuunn- enda, fulltrúa almennings, sem voru valdir af handahófi úr stórum hópi umsækjenda. Dagskráin var sér- staklega glæsileg, dans, leikur og söngur langt fram á kvöld með hálf- tíma hléi. Allir fastráðnir söngvarar, dansarar og leikarar Konunglega leikhússins tóku þátt í herlegheit- unum auk Óperukórsins, Konunglegu hljómsveitarinnar, söngnemenda við Konunglegu akademíuna og barna úr ballettskóla leikhússins, um 400 manns alls undir stjórn hljómsveit- arstjóra Konunglegu óperunnar, Michaels Schønwandt. Margrét Þór- hildur drottning var að sjálfsögðu meðal gesta, ásamt eiginmanni sín- um, sonum, tengdadætrum, báðum systrum og mágum. Meðal heið- ursgesta voru einnig Henning Larsen, arkitekt hússins, og iðn- og viðskiptajöfurinn A.P. Møller og Chastine eiginkona hans, en þau eru aðaleigendur Mærsk samsteypunnar og Mc-Kinney Møller sjóðsins, sem kostaði byggingu hússins. Hjónin gáfu dönsku þjóðinni nýja óperuhúsið til eignar í minningu föður Møllers, en gamla óperan á Kongens Nytorv verður starfrækt samhliða þeirri nýju. Umdeilt útlit Nýja óperuhúsið hefur hlotið nafnið Óperan, og stendur andspænis Amal- ienborgarhöll handan sundsins. Útlit hússins hefur verið umdeilt, og jafn- vel svo að gefandinn A.P. Møller vildi fá að hafa sitt að segja um endanlega ásýnd þess. Við vígsluna í fyrrakvöld voru gestir þó sammála um að ein- staklega vel hefði til tekist og húsið væri að líkindum það glæsilegasta sinnar tegundar í heiminum. Víst er að hvergi hefur verið til sparað. Þótt sumum hafi þótt útlit hússins full hversdagslegt og lítt afgerandi – í það minnsta í samanburði við Sydn- eyjaróperuna, eitt kunnasta kennileiti heims, líka hannað af dönskum arki- tekt, þá virtist fólk sammála um að fegurð þess væri mikil; – húsið hefði heilsteypta og fallega ásýnd, og inn- viðir þess væru sérdeilis glæsilegir. Bestu listamenn á öllum sviðum voru fengnir til hönnunar listaverka og innanstokksmuna; hvort sem það eru kristalsglösin í veitingasalnum eða sætin í salnum, sem hvert um sig er stillt sérstaklega með tilliti til sjónlínu við sviðið. Það sem mest hefur verið um rætt og dásamað eru þó þrír ljósa- skúlptúrar Ólafs Elíassonar í forsal Óperunnar, en þeir þykja fádæma fagrir og setja sterkan svip á sal- arkynnin. Segja má að verk Ólafs sé strax orðið að nokkurs konar tákni fyrir Óperuna, því í beinni sjónvarps- útsendingu frá athöfninni í fyrra- kvöld, voru ljósin óspart notuð sem fókus, í upphafi, í hléi, og að útsend- ingu lokinni. Það er heldur engin venjuleg dyrabjalla sem hringir gesti inn úr forsalnum til sýningar. Eitt af höfuðtónskáldum Dana, Poul Ruders, var fenginn til að semja sérstaka bjölluhringingu til þess. Kostnaður við bygginguna nemur nú um tveimur og hálfum milljarði danskra króna, eða tæpum 29 millj- örðum íslenskra króna. En allir eru glaðir og sáttir. „Auðvitað átti húsið að verða eins stórt, dýrt og glæsilegt og kostur var, því höfuðborg sem vill vera metin sem menningarborg, má ekki vera smásálarleg,“ segir Søren Kassebeer í grein í Berlingske Tid- ende í gær. Í grein sinni minnir hann á að Hollendingar hafi seilst djúpt í vasa sína árið 1986 til að koma sér upp nýju óperuhúsi, Frakkar hafi fylgt í kjölfarið árið 1989 með bygg- ingu Bastilluóperunnar, Finnar hafi vígt glæsilegt óperuhús sitt árið 1993 og Norðmenn ætli að ljúka byggingu síns óperuhúss árið 2007. Kassebeer segir enn fremur að tilgangur bygg- ingar slíkra húsa sé ekki einvörðungu sá að skapa tónlistinni betra um- hverfi, heldur ekki síður sá að skapa þeim sem njóta, áheyrendum, betri aðstöðu og jafnari, því með nýju óperuhúsunum séu aflagðar gamal- dags hugmyndir um stéttskipt sam- félag – nú fái allir jafn góð sæti, og jafn góð tækifæri til að njóta list- arinnar, hvort sem þeir eigi mikla peninga eða litla, þannig sé einfald- lega búið um hnútana að hljómburður sé alls staðar jafn góður í salnum og sætin og yfirsýn til sviðs, séu jafn góð á efstu svölum og í stúkum. Einstakur hljómburður Listamennirnir sem fram komu við vígsluna voru líka hæstánægðir. Þekktasti dansari Dana, Nikolaj Hübbe, sem um árabil hefur verið einn af aðaldönsurum New York- ballettsins dásamaði húsið eftir vígsl- una, og sagði sviðið einstaklega gott til að dansa á, hátt væri til lofts, og sérstakur gúmmídúkur undir gólfinu gerði hreyfingar og stökk sérlega auðveld. Kunnasta söngkona Dana, Inga Nielsen, sem ber heiðurs- nafnbótina Konungleg kammer- söngkona, sagði hljómburðinn ein- stakan, og að söngvarinn heyrði eigin söng enduróma úr öllum áttum, en oft væri það vandamál í óperuhúsum hvað söngvarar heyrðu illa hvernig söngur þeirra hljómaði út í salinn. Hübbe kvaðst viss um að húsið sjálft ætti eftir að verða öllum þeim sem þar ynnu uppspretta andagiftar til listrænna afreka. Það fór ekki svo að Íslendingar ættu ekki sinn fulltrúa á sviðinu, Magnús Gíslason tenórsöngvara, sem sungið hefur í óperukórnum danska í 14 ár. „Þetta var alveg stórkostleg upplifun,“ sagði Magnús í samtali við Morgunblaðið í gær, þar sem hann var staddur með samstarfsmönnum sínum úr Óperunni á Jótlandi í tón- leikaferð með óperuna Öskubusku eftir Rossini. „Við fengum ekki mikl- ar æfingar fyrir vígsluathöfnina, enda erum við bæði búin að vera á ferð og flugi með tónleika og að æfa fyrir frumsýninguna á Aidu. Vænting- arnar voru miklar og taugarnar bak- sviðs í toppi, allt kvöldið. Allt gekk þetta þó vel. Það var gaman að sjá all- ar listgreinarnar saman á sviðinu, dans, leiklist og söng – við vorum eins og ein stór fjölskylda og auðvitað var þetta mikil skemmtun líka. Svo var haldið heljarmikið partí fram eftir allri nóttu, og mikil gleði og hamingja með húsið og vígsluna.“ Magnús syngur ekki aðeins í óperukórnum, því hann kemur líka fram sem ein- söngvari á tónleikum og óperusviði, í Danmörku, Þýskalandi, Japan og víð- ar. Hann hefur meðal annar sungið hlutverk Don José í Carmen í Ham- borgaróperunni, og var eftir það beð- inn að syngja hlutverkið í Japan með japönsku óperuhúsi. Þá hefur hann tvö síðustu sumur ferðast með tveim- ur félögum sínum, tenórum, um Bandaríkin með þriggja tenóra pró- gramm, en þeim hefur nú verið boðið að syngja það líka í Kína. Söngfólk væntir mikils Magnús segir að söngfólk Kon- unglegu óperunnar vænti mikils af nýju Óperunni. „Það hefur alltaf verið mjög erfitt að koma stórum upp- færslum fyrir á sviði gamla leikhúss- ins, og hreinlega ekkert pláss til hlið- ar við aðalsviðið. Þar hafa söngvarar hreinlega þurft að troðast. En í nýja húsinu er mikið pláss og frábær tækni í öllu. Hljómburðurinn er mjög góður – það tók tíma að venjast hon- um, en það er allt að koma. Hér er að- staða og allt annað algjörlega fyrsta flokks, eins og Møller gamli sagði að allt í hans eigin fyrirtækjarekstri hefði verið. Þannig vildi hann hafa það í nýju Óperunni. Hér er allt sér- hannað til að þjóna húsinu sem best, og allt úr úrvalsefnum. Útsýnið úr húsinu er svo alveg stórkostlegt, enda stendur það á besta stað gegnt Amal- ienborg og frábær sýn yfir alla borg- ina. Það sem enn þarf að laga er að- koman að húsinu, því enn er engin greið leið úr miðbænum að því. Þar þurfa borgaryfirvöld í Kaupmanna- höfn að taka sig á. Það er í um- ræðunni að grafa göng undir sundið, en fljótlegasta leiðin að húsinu núna, er með bátum,“ segir Magnús Gísla- son óperusöngvari. Dagskrá vígslukvöldsins var glæsi- leg, og mest bar á verkum danskra tónskálda og danshöfunda. Atriði úr Elverhøj eftir Kuhlau og Makerade eftir Carl Nielsen voru nokkur, en einnig voru á dagskránni atriði úr sí- gildum ítölskum óperum. Þá voru tvö ný verk frumflutt af tilefninu, Sonet eftir Ruders og dans eftir Peter Martins við tangóinn kunna Jalousie eftir Jacob Gade. Mikla lukku vakti er einn af aðaldönsurum hússins, Gudrun Bojesen, stökk fram á sviðið með saxófón í hönd og lék með hljóm- sveitinni Liebertango eftir Piazzolla. Það var táknrænt að sviðsmynd kvöldsins var sviðsmynd úr gömlu óperunni, frá sýningu á Maskarade árið 1965 – hún virtist lítil og ein- manaleg á nýja sviðinu og gátu gestir því auðveldlega séð hve miklu stærra og rýmra nýja óperusviðið er. Í lok dagskrárinnar hvarf svo gamla fal- lega sviðsmyndin niður í sviðsgólfið á augabragði, og sýndi gestum hve tækniþáttum hússins er vel fyrir komið. Aida fyrsta frumsýningin Fyrsta óperufrumsýning í Óperunni verður 26. janúar, þegar Aida eftir Verdi verður sýnd. Þar deila sænsku söngkonurnar Gitta-Maria Sjöberg og Iréne Theorin með sér titilhlut- verkinu. Það verður hins vegar hinn heimskunni fransk-ítalski tenór, Ro- berto Alagna, sem syngur hlutverk Radamesar prins á tveimur fyrstu sýningunum, en eftir það tekur okkar maður, Kolbeinn Jón Ketilsson, við hlutverkinu og syngur það fram í mars, er hinn enski David Rendall tekur við. Það vekur athygli að eng- inn Dani skuli hafa hreppt þetta hlut- verk og hlýtur að teljast heiður fyrir Íslendinga að eiga þann tenórsöngv- ara sem Danir kjósa að beri uppi fyrstu sýningu þeirra í nýju Óperunni eftir að stórstjarnan Alagna stígur af sviðinu. Húsið átti að verða stórt, dýrt og glæsilegt Nýtt óperuhús Kon- unglega leikhússins í Kaupmannahöfn var vígt um helgina. Bergþóra Jónsdóttir er í Kaupmannahöfn og segir frá húsinu. AP Friðrik krónprins Danmerkur og kona hans, Mary, virða hér bygginguna umdeildu fyrir sér að innan við vígsluathöfnina á laugardagskvöldið. AP Nýja óperuhúsið hefur hlotið nafnið Óperan og stendur andspænis Amalienborgarhöll handan sundsins. begga@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.