Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 27 MINNINGAR ? Sigríður Sigurð- ardóttir fæddist í Görðum við Skerja- fjörð 2. ágúst 1922. Hún andaðist á gjör- gæsludeild LSH við Hringbraut 6. jan- úar. Foreldrar henn- ar voru hjónin í Görðum við Ægisíðu, þau Guðrún Péturs- dóttir frá Hrólfsskála á Seltjarnarnesi, f. 18. mars 1878, d. 25. maí 1962, og Sigurð- ur Jónsson útvegs- bóndi fæddur í Skild- inganesi við Skerjafjörð 11. mars 1865, d. 15. september 1956. Sig- ríður var yngst ellefu systkina. Systkini Sigríðar eru: 1) Pétur, f. 1902, d. 1904. 2) Jón skipstjóri, f. 1906, d. 1995. 3) Pétur sjómaður, f. 1907, d. 1991. 4) Ólöf Kristín, f. 1908, d. 2002. 5) Ásta hjúkrunar- kona, f. 1910, d. 1971. 6) Ólafur sjómaður, f. 1912, d. 1943. 7) Guð- ríður kaupkona, f. 1913, d. 1980. 8) Hjálmar bílaviðgerðamaður, f. 1914, d. 1999. 9) Guðrún húsmóð- ir, f. 1916. 10) Vilhelm stýrimað- ur, f. 1918. Hálfbróðir Erlendur skipstjóri, f. 1894, d. 1975, sem Sigurður faðir hennar átti með fyrri konu sinni Ólöfu Kristínu Guðmundsdóttur sem lést 1901. Sigríður giftist 1961 Sigurði Erlendssyni, f. 1909, d. 1991. Þau slitu samvistir. Hún eignaðist tvö börn, þau Ólaf Rún- ar Jónsson og Ólöfu Kristínu Sigurðar- dóttur. Ólafur Rún- ar, f. 1947, er kvænt- ur Steinunni Maríu Valdimarsdóttur, f. 1948. Börn þeirra eru Dóra Ragnheið- ur, f. 1967, Sigríður, f. 1970, Ólafur Már, f. 1972, og Kolbrún Hrund, f. 1975. Fyrir átti Ólafur dótturina Ingibjörgu, f. 1967. Ólöf Kristín, f. 1961, er gift Sigurþóri Al- bert Heimissyni, f. 1962. Börn þeirra eru Sigríður Regína, f. 1989, og Ólafur Gísli, f. 1999. Sig- ríður á átta barnabarnabörn. Sigríður ólst upp og bjó við Ægisíðuna í vesturbæ Reykjavík- ur alla ævi. Hún lauk barnaskóla- prófi, stundaði síðan nám við Hús- mæðraskólann í Reykjavík og vann við verslunarrekstur og af- greiðslustörf um árabil. Hún átti og rak m.a. verslunina Chic á Vesturgötu 2. Hún hafði síðan, til margra ára, umsjón með mötu- neyti Hafrannsóknastofnunar. Þá er ótalið ötult starf í sóknarnefnd og kvenfélagi Neskirkju, þar sem hún meðal annars sá um kaffi- stofu safnaðarheimilisins. Útför Sigríðar fer fram frá Nes- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Í dag kveðjum við elskulega tengdamóður mína, Sigríði Sigurðar- dóttur. Hún ólst upp í stórum systk- inahóp í Görðum við Ægisíðu, við sjó- inn fæddist hún og á þessum slóðum bjó hún æ síðan. Ég kynntist Siggu um miðjan sjöunda áratuginn og í nærri 40 ár höfum við verið samferða í gegnum lífið. Þegar við kynntumst tók hún mér af mikilli hlýju og vin- skap og á þann vinskap bar aldrei skugga síðan. Enn nánara varð sam- band okkar þegar við Óli giftum okk- ur því þá fluttum við í húsið sem þær systur Sigga og Lóa höfðu reist sér á Ægisíðu 52. Það að ráðast í að byggja fjögurra hæða hús árið 1954 lýsir þeim systrum vel, því þó þær ynnu úti fullan vinnudag þá stóðu þær í því um kvöld og helgar að skafa timbur, ein- angra veggi og bera hleðslugrjót upp á hæðir og með harðfylgi og bjartsýni tókst þeim að koma upp þessu reisu- lega húsi, sem svo sannarlega var tal- ið stórhýsi á þessum tímum. Þangað fluttu þær Lóa og Sigga ásamt Óla árið 1957 og þarna bjuggu þær systur æ síðan. Þarna bjó síðan stórfjölskyld- an, Lóa systir Siggu niðri, við á mið- hæðinni og Sigga amma, Siggi afi og Lóa systir Óla á efstu hæðinni. Þarna slitu börnin okkar Óla barnsskónum og það var ekki lítils virði fyrir þau að geta hlaupið upp á næstu hæð, í faðm ömmu, þegar þeim hentaði. Stuttu eftir að við Óli fluttum með börnin í Breiðholtið, fluttu þær systur saman í íbúð Lóu, þar áttu þær sín hvora stofuna, ömmustofa hlaðin út- saumi, púðum og stólum og Lóu stofa full af málverkum sem hún málaði í frítíma sínum. Þarna bjuggu þær saman í tæp 20 ár, eða þar til Lóa fór á elliheimili árið 2000, þá rúmlega ní- ræð. Þær áttu til að þrasa og þrefa eins og gömul hjón, enda mjög ólíkir persónuleikar, en þó var við brugðið hvað þær báru mikla umhyggju hvor fyrir annarri. Sigga varð snemma virk í starfi með kvenfélagi Neskirkju, þau störf undu upp á sig eftir því sem árin liðu, hún var lengi gjaldkeri kvenfélagsins, sat í safnaðarstjórn kirkjunnar svo ár- um skipti og starfaði í mörg ár með öldruðum í sókninni, sá um kaffi og með því á laugardögum og helgaði safnaðarstarfinu mestan sinn tíma hin síðari ár. Sigga var ákveðin kona og hún fór aldrei með veggjum.Hún kom til dyr- anna eins og hún var klædd og var óhrædd við að segja skoðanir sínar á mönnum og málefnum. Oft urðu fjör- ugar umræður þegar safnast var saman, sérstaklega þegar landsmálin bar á góma, því Sigga hafði mjög ákveðnar stjórnmálaskoðanir og var mikil sjálfstæðiskona alla tíð. En framar öllu öðru bar hún hag fjöl- skyldu sinnar fyrir brjósti og börnin okkar áttu svo sannarlega hauk í horni þar sem amma Sigga var. Sigga var vesturbæingur í húð og hár. Hún fæddist, ólst upp og bjó alla tíð á sömu þúfunni og það hvarflaði aldrei að henni að flytjast úr sínu hverfi. Það er því vel við hæfi að henn- ar legstaður verður í Hólavallakirkju- garði við Suðurgötu. Nú að ferðalokum er okkur ofar- lega í hug stundin sem við áttum með henni á jóladagskvöld. Þá kom öll fjöl- skyldan saman á Ægisíðunni og við áttum saman ógleymanlega stund. Nú er komið að kveðjustund. Ég minnist hennar með þakklæti fyrir elsku hennar í minn garð öll árin okk- ar saman. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) St. María Valdimarsdóttir. Ólíkt því sem margir halda þá er nú ekki alltaf logn við Ægisíðuna. Það var heldur engin lognmolla í kringum frú Sigríði. Hún var ósjaldan með storminn í fangið en stóð af sér veðr- ið. Það átti líka til að fjúka í hana en það rauk yfirleitt úr henni jafnskjótt. Tengdamamma var ákaflega föst fyrir en að sama skapi réttsýn og heiðarleg. Hún hafði gaman af skemmtunum, dansi og leikhúsi og unni sinni kirkju. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Siggu og veit að hennar verður sárt saknað, ekki sýst af ömmu- og langömmu- börnum sem heimsóttu hana og nutu samvista við hana á heimili hennar við Ægisíðuna. Þar vildi hún vera og var staðráðin í að búa þar eins lengi og kostur var. Með góðri hjálp fékk hún sínu framgengt. Ég vil nota tæki- færið og þakka þeim sem sinntu Siggu í heimilishjálp og heimahjúkr- un og læknum og hjúkrunarfólki Gjörgæsludeildar. Það var kaldur vetrardagur þegar ég kvaddi þig grár himinn eins og gamall húsgafl í vesturbænum. (Matthías Johannessen.) Sigurþór Albert Heimisson. Það er erfitt að hugsa til þess að amma er ekki lengur í húsinu sínu á Ægisíðunni. Amma var mikill áhrifa- valdur í lífi okkar. Hún bjó í risinu og við kölluðum hana því oftast ömmu uppi, líka eftir að við fluttum í annan bæjarhluta. Ófá kvöldin sátum við við eldhúsborðið hennar og spiluðum manna eða marías og borðuðum hrökkbrauð með osti. Hún var fagurkeri, vildi alltaf vera fín og vel tilhöfð og heimili hennar endurspeglaði það. Hún vildi hafa hlutina vandaða og góða og kenndi okkur að fara vel með eigur okkar og bera virðingu fyrir öðrum. Hún gat látið allt eftir okkur og oft borðuðum við hjá henni ef okkur leist betur á matinn þar en niðri hjá okkur. Pönnukökurnar hennar og marengs- tertan voru líka ómissandi í öllum af- mælum. Svo breytist lífið, fjölskyldan á neðri hæðinni þurfti meira pláss og flutti af Ægisíðunni og upp í Breið- holt. Það fannst ömmu ofboðslega langt í burtu, en hún sagði gjarnan að við værum flutt upp í fjöllin. Við eyddum samt miklum tíma á æsku- slóðunum og gistum oft hjá ömmu sem dekraði við okkur. Þannig tókum við áfram þátt í hennar daglega lífi. Amma var mjög félagslynd kona og allar stundir með fjölskyldu og vinum voru henni mjög mikilvægar. Heilsu ömmu hrakaði ört síðastlið- ið ár, en með góðri hjálp ættingja og heimahjúkrunar gat hún verið heima fram á síðasta dag eins og hún óskaði sér. Elsku amma, við eigum öll eftir að sakna þín svo mikið. Við viljum þakka þér samfylgdina og allt það góða sem þú skilur eftir þig í okkur, þú varst og verður áfram hluti af því sem við er- um og verðum. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Dóra Ragnheiður, Sigríður, Ólafur Már og Kolbrún Hrund Ólafsbörn. Fyrir hönd sóknarnefndar Nes- kirkju, safnaðar, starfsfólks og presta minnist ég Sigríðar Sigurðar- dóttur af djúpri virðingu og þökk fyr- ir hennar trúfesti við söfnuð sinn, fórnfúst starf í áratugi, hressilegt viðmót og ærleg samskipti. Guð blessi minningu Sigríðar og varðveiti ástvini hennar um ókomna tíð. Sr. Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur. Kveðja frá Ellimálaráði Reykjavíkurprófastsdæma Þegar góður vinur fellur frá er margs að minnast og margt að þakka. Sigríður var frá upphafi ein af sterku stoðunum í kirkjustarfi aldr- aðra í Reykjavíkurprófastsdæmum, en reglulegt kirkjustarf fyrir eldri borgara hófst í Neskirkju sem var hennar sóknarkirkja. Hún var ákveð- in í skoðunum og samskiptum við aðra og var ávallt fús að gefa góð ráð þegar leitað var til hennar. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Um leið og við kveðjum Sigríði og þökkum gott og farsælt samstarf biðjum við Guð að blessa minningu hennar og vottum fjölskyldu hennar dýpstu samúð. Hún var stórveldi hún Sigríður Sigurðardóttir. Þar sem hún fór urðu tíðindi. Þar sem hún var ríkti gleði. Þegar Sigríður vann eitthvað verk var til þess vandað og vel að verki staðið. Neskirkja naut hennar og starfa hennar í marga áratugi. Sigríð- ur var helsti máttarstólpi kvenfélags kirkjunnar og lagði á sig ómælda vinnu í þágu kirkjunnar, við að þjóna bæði ungum og gömlum, auka búnað kirkjunnar og fegra hana. Sigríður var skemmtileg kona, hreinskiptin og skýrmælt. Krakkarn- ir í hverfinu þekktu hana og vissu um kraft hennar. Hún lagði samstarfs- fólki sínu gott til. Alltaf mátti treysta að hún vildi efla þroska okkar prest- anna! Þegar hún var búin að brýna okkur hló hún. Mér er það þakkarefni að hafa fengið að vinna með Sigríði í áratugi. Samvinna okkar hófst er ég var unglingur og hún hélt í fjölda þráða í kirkjustarfinu. Síðan unnum við hlið við hlið að fundum og sam- verum eldri borgara. Þó aldur og minnkað þrek hægði lítillega á Sigríði var hugur hennar óbugaður og óbrenglaður til hinsta dags. Það var undursamlegt að fylgj- ast með henni þegar hún gekk fram á vígsludegi safnaðarheimilis 12. sept- ember síðastliðinn og f.h. kvenfélags- ins afhenti sóknarnefnd eina milljón króna til listaverkakaupa! Það geisl- aði af henni þegar hún kom í hinsta sinn í Neskirkju. Þá gladdist hún yfir kaffihúsinu og ekki dugði annað en að dúka borð þegar Sigríður kom. Þökk sé Sigríði Sigurðardóttur í Görðum, sem notaði mátt sinn og vald til að efla starf Neskirkju og gera líf okkar hinna skemmtilegra. Guð geymi ástvini hennar og vanda- menn. Sigurður Árni Þórðarson, Neskirkjuprestur. Sigríður vinkona mín Sigurðar- dóttir, frá Görðum við Ægisíðu, hefur kvatt þessa jarðvist. Ég ætla mér ekki að skrifa einhverja langloku um þessa vinkonu og samverkakonu síð- astliðin rúmlega fimmtíu ár, enda líka ekki í hennar anda að vilja tíunda eitthvað um sitt lífshlaup. Samt sækir það að mér að kveðja hana með nokkrum orðum. Kynni okkar Siggu í Görðum hóf- ust er ég fluttist að Þormóðsstöðum og hóf þar búskap með eiginmanni mínum, Friðriki Kristensen, en Sigga var mjög náin vinkona mágkvenna minna og líkaði mér strax vel við þessa hressu, ákveðnu og hreinskiptu konu. Samgangur var milli heimila okkar alla tíð og góður vinskapur. Sigríður bar alla tíð hag og heill kirkju sinnar, Neskirkju, fyrir brjósti og störfuðum við þar saman í mörg ár. Í huga og hjarta myndast mikið tómarúm við fráfall góðrar vinkonu. Í huga mínum hafa hvað eftir annað komið hendingar úr uppáhaldssöng- lagi Siggu, sem hún söng oft á góðri stundu: Ég elska hafið æst er stormur hvín. Einhvern veginn fannst mér þess- ar línur passa vel við hana, það var aldrei nein lognmolla í kringum hana og þannig vildi hún hafa það. Blessi hana sá sem öllu ræður og stýrir og greiði götu hennar um eilíft ríki sitt. Ingunn K. Kristensen. Að eignast vinkonu þegar maður er kominn yfir miðjan aldur gerist ekki á hverjum degi. Sigríði eignaðist ég sem hollvin fyr- ir þremur árum. Við Valgeir fluttum með börn okkar inn í uppvaxtarreit hennar og sköpunarverk á Ægisíðu 52. Fundum okkar bar fyrst saman aftan við húsið þar sem hún stóð með garðverkfærin og tók til hendinni í trjábeði sem hún hafði sjálf stofnað til 50 árum áður. Það var enginn vafi í mínum huga að að formóðurinni skyldi ég fara með gát, því inn í húsið langaði mig til að flytja með fjölskyldu mína. Gátin var ekki ástæðulaus því frú Sigríður eins og ég kalla hana, hvort sem í hennar nærveru eða fjar- veru, skóf ekki af hlutunum og lagði þau spil á borðið sem þurfti. Það var viðmælandans að taka afleiðingunum. Hún gerði strax grein fyrir því að fólki skipti hún í tvennt; þá sem treystandi væri og þá sem ekki væri hægt að treysta. Sönnunarbyrðin var mín og á þessum tíma hafði ég brotið ýmsar brýr og átti því í örlitlum vanda. En traust hefur á sér margar myndir og af heiðarleika og hlýju spratt traustið sem myndaðist okkar á milli og gerði vináttu okkar að tilfinn- ingu sem ég mun varðveita líf mitt á enda. Ekki dró það úr ánægju okkar hvorrar með aðra þegar í ljós kom að langafi minn Ellert Schram skipstjóri og faðir frú Sigríðar höfðu verið miklir mátar. Hún minntist glöggt heim- sókna langafa míns í Garða, sér í lagi þegar hann kom á hverju ári alltaf degi eftir afmæli föður hennar til að fagna með honum tímamótunum í næði og nánd. Sigríður var sterkur persónuleiki sem ég tengi þétt við uppruna hennar og uppvöxt í landi foreldra hennar, Görðum við Ægisíðu. Persónuleiki hennar endurómaði á svo skýran og eftirtektarverðan hátt hafið og til- brigði þess. Festu, kraft, dugnað og hugvit greindi ég í söguþræði flestra frásagna hennar úr þátíð og nútíð. Einhvern veginn skynjaði ég þann tíma sem við deildum saman að Sig- ríður væri að fara í gegnum ferli upp- gjörs, þar sem þrá hennar og trú á mátt mannkærleikans réð úrslitum um framtíðarmöguleika komandi kyn- slóða. Þannig finnst mér að þessi síð- ustu ár hennar hafi dregið dám af hljóðlátum bylgjum hafsins þar sem láréttir geislar sólar varpa myndum sínum á þátíð og framtíð. Af hispursleysi frú Sigríðar, sem ég kunni að meta, stafaði stálpuðum börnum okkar aftur á móti nokkur ógn um tíma. Skilaboð eldri kynslóða til barna eru umbúðalausari en uppal- enda dagsins í dag. Hvað ber að virða og hvað ber að gera og ekki gera er sagt af festu þannig að brot á þeim lögmálum framkallar innri ógnvald. Í fyrstu geta slík skilaboð reynst óþægi- leg, en þegar til langs tíma er litið veita þau öryggi og leiða af sér skýr mörk, aga og traust. Garðurinn hennar frú Sigríðar var kærkominn vettvangur til að kynna ungviðið fyrir slíkum umbúðalausum skilaboðum og þar með siðum og venj- um landeigandans. Vatnsböðin í úðabunum garðslöng- unnar og ískur og ýlfur í hlaupandi börnum hring eftir hring ógnaði ekki frú Sigríði, en allt hafði sinn tíma. Hún gat setið á svölunum á sólríkum degi og fylgst með ærslunum hvort sem hún var ein eða með vinkonum sínum og ef ég hafði orð á því við þau eða hana að þetta væri nú einum of svar- aði hún um hæl: ?O ætli þetta sé þeim of gott, börn þurfa að leika sér.? Það sama gilti um snjóhúsin en til þeirra byggingarframkvæmda var safnað liði víða að úr Vesturbænum. Stærsta snjóhúsið var einmitt byggt þessi jól í miðjum skrúðgarði frú Sig- ríðar. Með jöfnu millibili tjáði hún mér hve börnin mín væru yndisleg og kurteis um leið og hún gat um ólíka persónugerð þeirra. Hún náði að greina að hina manneskjulegu þræði mannfólksins af stöku innsæi og mannkærleika sem hún flíkaði annars ekki á yfirborðinu í dagsins önn. Það var blæbrigðamunur á inni- haldi umræðna, þegar Valgeir bóndi minn heimsótti frú Sigríði á neðri hæðina. Menning og pólitík og at- vinnulífssaga sem endurkastaði sam- félagsvitund hennar voru skeggrædd- ar og skoðaðar. Sjóndeildarhringur- inn var víður og skoðanir afdráttar- lausar. Svipmyndirnar eru margar frá sambúðinni á Ægisíðu. Hver og ein gefandi og þær leggja sannarlega já- kvæða orku á lóð vogarskálar okkar og barnanna sem fengu að kynnast frú Sigríði, virða hana og elska. Við Valgeir kveðjum frú Sigríði í Guðs friði. Ásta Kristrún Ragnarsdóttir. SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.