Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ ER ljóst að tækninýjungar og framþróun þykja eðlilegur og oft jákvæður hluti af lífi okkar þar sem í flestum tilfellum er um að ræða þekkingu sem auðveldar okkur lífið og gerir það þægilegra. Við getum líklega verið sammála um að framþróun í læknavísindum, um- hverfisvernd og í verk- fræði skilar okkur meiri lífsgæðum og öruggara umhverfi. En tækninýjungar og framþróun eiga sér aðra hlið sem vert er að hafa áhyggjur af, því áhrifamáttur þeirra er sífellt að aukast. Við hreyfum okkur minna, við erum áreitt og hvött til óþarflegrar neyslu, við einangrumst frá samfélaginu og eigum auðveldan aðgang að siðlaus- um og jafnvel ólöglegum upplýs- ingum á Internetinu. En hvers vegna ættum við að ótt- ast framfarir og tækninýjungar? Er það okkur ekki eðlislægt að þroskast og þróast sem mannverur og verða þannig tæknivæddari og lifa við betri lífsskilyrði? Það eru vissulega for- sendur fyrir slíkum rökum en þegar lífsmynstur barna og unglinga taka neikvæðum breytingum vegna áhrifa tækninnar finnst manni eðlilegt að stoppa aðeins við og spyrja spurn- inga. En hvernig hefur tæknivæðing neikvæð áhrif á börn og unglinga? Börn og þá sérstaklega unglingar eru á því lífsskeiði þar sem ein- staklingurinn er hvað mest að upp- götva sjálfan sig. Eitt það mikilvæg- asta við þessa uppgötvun snýr að samfélaginu og það í tvennum skiln- ingi. Annars vegar leitar einstakling- urinn út í samfélagið eftir fyrirmynd sem endurspeglar og hefur áhrif á hans innri persónuleika. Hins vegar uppgötvar einstaklingurinn mik- ilvægi samskipta í samfélaginu; hann þarf að læra að lifa og hrærast í heimi sem er fullur af öðrum ein- staklingum. Hvort tveggja byggist á samskiptum við aðra en í nútíma tæknisamfélagi hefur þetta sam- skiptamynstur breyst gífurlega á ör- fáum árum. Samskiptamátinn fer í sífellt meira mæli fram með skrif- uðum texta í formi sms-skilaboða og með einkatölvunni og hvað varðar fyrirmyndirnar, þá eru þær yfirleitt uppfegraðar Hollywoodstjörnur. Vissulega er ekki allt slæmt við þessa nýju sam- skiptatækni. Til eru þeir sem eru líkamlega bundnir einum stað eða aðrir sem haldnir eru alvarlegri félagsfælni og geta þeir því átt í samskiptum við annað fólk með aðstoð tækn- innar. En viljum við al- mennt að einstakling- urinn einangrist með þessum hætti? Er það jákvæð þróun að börn og unglingar læri mannleg samskipti við annað fólk fyrir framan upplýstan skjá án nærveru viðmælanda? Æskulýðsstarf ÍTR hefur það yf- irlýsta markmið að vinna að því að efla félagsþroska barna og unglinga. Og vissulega erum við tæknivædd! Við erum með heimasíðu og notum m.a. msn og sms til að koma upplýs- ingum til unglinganna. En tæknin er ekki tæki sem við notum til að kenna félagsþroska og samskiptahæfni. Okkar helstu tæki eru leikir og sam- vera. Í leiknum getur einstakling- urinn þurft að takast á við ögrandi aðstæður. Hann upplifir sigra og ósigra og lærir þannig inn á eigin takmarkanir og styrkleika. Með samverunni upplifir hann sönn lík- amleg viðbrögð hjá öðrum (hlátur eða grát) og lærir að flestir þurfa að glíma við mjög sambærileg vanda- mál í lífinu. Þannig styrkist smám saman hæfni einstaklingsins til að setja sig í fótspor annarra. Í þessari samveru verður einnig til vinátta sem flestir eru sammála um að sé öll- um nauðsynleg. Við hjá félagsmið- stöðvum ÍTR erum sannfærð um að okkar starf hafi uppbyggjandi og já- kvæð áhrif á þroska og persónu- einkenni unglinga, meira en mann skyldi gruna. En til þess að geta haft áhrif á lífsmynstur barna og ung- linga verðum við að geta talað við þau út frá þeirra eigin tilveru og það getur oft reynst erfitt því fullorðnir eru jú eins og allir vita ?geðveikt hallærislegir?. Þá komum við að vandamáli sem tengist vankunnáttu okkar á tæki og tól nútímans. Foreldrar átta sig yf- irleitt ekki á tölvukunnáttu barna sinna né hvernig þau fara með hana. Margir foreldrar kannast við að þurfa að læra á tölvuna (eða nýja gsm-símann með myndavélinni) frá börnum sínum og ef það eru keyptar nýjar græjur fyrir heimilið er það oft yngsti meðlimur fjölskyldunnar sem tengir allt saman. Eigum við sem uppalendur að veita börnum okkar óskiptan aðgang að þessum tækjum án þess að hafa grundvallarþekkingu á möguleikum sem þeim fylgja? Er það ekki ábyrgðarhlutverk okkar, rétt eins og að vita hvar þau eru eða með hverjum, að fylgjast með því hvað í ósköpunum þau eru alltaf að gera í tölvunni? Það er ekki svo að tilgangurinn með þessum vangaveltum sé að finna að tæknivæddum nýjungum, heldur viljum við hjá ÍTR hvetja uppal- endur barna og unglinga til að afla sér upplýsinga um hana. Einnig vild- um við vekja upp umræðu um breytt samskiptamynstur yngri kynslóð- arinnar og hvernig félagsfærni (eða ófærni) hennar þróast við hlið tækn- innar. Að lokum er vert að benda á þá staðreynd að þrátt fyrir ýmiss konar misnotkun barna og unglinga á nútíma tækni þá eru þau einnig stærsti neytendahópurinn í hinum vestræna heimi og miskunnarlaust skotmark allra þeirra sem starfa við að framleiða og selja nýjustu tæknina. Leyfum börnum að leika sér lengur ? hvetjum börn til að leika sér saman. Nútímatækni og breytt lífs- mynstur barna og unglinga Ottó Tynes fjallar um ÍTR ? Æskulýðsstarf ÍTR hefur það yfirlýsta markmið að vinna að því að efla félagsþroska barna og unglinga. ? Ottó Tynes Höfundur er kynningarstjóri æskulýðssviðs ÍTR. UNDANFARNA daga hefur ver- ið mikið rætt meðal framsóknar- manna í Reykjavík að flokkurinn væri í sögulegu lágmarki og það þyrfti að hreinsa til, fá nýja forystu og nýtt blóð í borgarmál Fram- sóknar. Það kann að vera að nýja forystu þurfi í Framsókn- arflokkinn og nýja að- ila sem vinna eiga traust og virðingu borgarbúa. Mín skoðun er sú að Alfreð Þor- steinsson, borgar- fulltrúi Framsókn- arflokksins í R-lista samstafinu, hafi staðið sig ágætlega, en annað mál finnst mér með R-listann sjálfan. Al- freð hefur verið lengi í borgarmálum. Hann hefur þurft að falla með sinni skoð- un, sannfæringu, ákvörðunum, og ekki síður samvisku sinni, því nóg er af pólítískum aðilum sem fara eftir straumnum og hafa aldrei kjark að standa á sannfæringu sinni og það í þágu flokksins. Guðjón Ólafur hefur verið óspar á að skjóta í loftið skoðunum sínum en er samt ekki viss. En ég held að oft megi hann frekar hugsa sig um áður en hann slær þessi vindhögg því með tímanum hættir fólk að taka mark á honum. Gestur Kr. Gestsson kemur fram með sína skoðun sem er ámæl- isverð að mínu mati. Það er ótrúlegt að heyra Gest fara með svona mál og þá sérstaklega í fjölmiðlum. Þetta er mál sem á heima í borgarmálaráði flokksins og á að leys- ast þar! Það hvort hvítasunnumenn séu að taka völdin veit ég ekki, en það er þá bara gott mál. Kraftur Drottins er sá sem enginn fær staðist og væri þá bara til að auka þrótt fram- sóknarmanna um þetta mál. Ég held að menn ættu að halda kjafti núna, koma sér í hús Framsóknar við Hverf- isgötu og ræða þessi mál á málefnalegan hátt svo árangur náist. Það er framsóknarmönnum til skammar að vera að skjóta svona bulli á flokksmenn og reyna op- inbera aftöku flokksbræðra sinna. Ég held að Gestur Kr. ætti að vita hvað Jóhannesarguðspjall 8:7 og Rómverjabréfið 12:10 segja! Er ekki viturlegra að ræða við málsaðila frekar en að gera tilraun til aftöku opinberlega? Það næst ekki árangur með því að taka Alfreð af lífi eða henda þessum reynslumikla manni frá í Framsóknarflokknum. Ég legg til að framsóknarmenn eigi að ein- setja sér það að hætta samstarfi með öðrum aðilum í R-listanum. Þeir sem kosnir voru til forystu R-listans á sínum tíma hafa að mínu mati tapað markmiði sínu og notað ?vinsældir? sínar í þágu annars flokks. Mér fannst R-listinn setja síðasta nagl- ann í kistuna þegar Þórólfur Árna- son var látinn víkja. Það eitt var skömm og ég tel að Þórólfur hefði verið verðugur fulltrúi nýrra leið- togasýnar, nýrrar vonar fyrir R-list- ann. Ég hef tekið eftir því að Sjálfstæð- isflokkurinn hefur staðið sig vel að halda eldinum lifandi hjá sér og ver- ið mjög duglegur og vakandi allan þann tíma sem þeir horfðu fram á það að borgarstjórastóllinn væri far- inn frá þeim. Ég hef þá skoðun, að ef framsóknarmenn og -konur fari ekki að koma sér í hús og myndast við að hugsa nýja sýn og halda stefnu sinni áfram um borgarmálin, þá verður skrifað X-D á minn kjörseðil og eld- ur eljunnar færður í ráðhúsið af sjálfstæðismönnum en ekki fram- sóknarmönnum. Aftaka í Fram- sóknarflokknum Sveinn Hjörtur Guðfinnsson fjallar um Framsóknarflokkinn og framboðsmálin í Reykjavík ? Þetta er mál sem á heima í borgarmála- ráði flokksins og á að leysast þar! ? Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Höfundur er aðstoðarvarðstjóri og er annt um borgina. LAUGARDAGINN 18. desem- ber birtist í Morgunblaðinu grein eftir Guðmund Arnar Guðmunds- son, sem bar titilinn ?Á að fara að setja á okkur enn eitt bannið?. Mig langar að gagnrýna hugs- unarhátt hans dálítið þar sem mér finnst hann ekki hafa hugsað þetta mál til enda. Það sem Guð- mundur er að tala um í greininni er í stuttu máli að hann sjái engin rök fyrir því að banna reyk- ingar á veit- ingastöðum. Hann bendir á að það sé enginn neyddur til að fara á veit- ingastaði, enginn neyddur til að vinna á veitingastöðum, og að þeir sem ekki þoli reykinn geti bara farið eitthvert annað. Þessi röksemda- færsla stenst auðvit- að ekki nánari at- hugun. Samkvæmt þessum þankagangi ætti fólki t.d. að vera frjálst að gera þarfir sínar í sundlaugar, reykja og blaðra í bíó, og vera með há- vaða á bókasöfnum. Það hlýtur að vera frjálst val hvers og eins; þeir sem ekki þola þetta geta bara farið! Hann færir fleiri rök fyrir máli sínu sem ég ætla ekki að eyða mínum takmarkaða orðafjölda í að þylja frekar. Ég fann hjá mér þörf til að svara þessari grein, en lét ekki verða af því strax vegna þess hve langt var síðan ég hafði farið á veitingastað og þurft að þola þennan óhjákvæmilega reyk sem því fylgir. Ég tók mig þó til í gær og skellti mér á minningartón- leikana sem haldnir voru á Broadway Pétri heitnum Krist- jánssyni til heiðurs, og þá bloss- aði upp í mér þörfin fyrir að láta í mér heyra. Þetta var í alla staði frábær skemmtun og sérlega hugljúf og falleg stund, ef horft er fram hjá reyknum. Þegar kvöldið var á að giska hálfnað, var ég orðinn svo pirraður að ég var farinn að íhuga það að nýta mér mitt frjálsa val og flýja út. Ég lét mig þó hafa það að horfa á sýninguna til enda, þar sem ég var í félagsskap með öðrum. Mér virðist Guðmundur ekki al- veg skilja tilganginn með hugs- anlegu banni við reykingum á veitingastöðum. Hann tönglast á því í greininni að reykingamönn- um sé alveg ljós hættan við reyk- ingar og að þeir hljóti að vera frjálsir að því að taka sína áhættu; það sé alger óþarfi að vera að hafa vit fyrir þeim. Hann ber reykingar saman við súkku- laðiát, skíðaiðkun og áfeng- isneyslu, og virðist álíta að ef banna eigi reykingar á veit- ingastöðum, þá beri með sömu rökum að banna súkkulaðineyslu þar sem hún sé neytandanum óholl og jafnvel hættuleg. Ég hef aldrei orðið fyrir því að einhver sem er að borða súkkulaði eyði- leggi umhverfi mitt fyrir mér í leiðinni. Bann við reykingum á veit- ingastöðum og öðrum stöðum þar sem fólk safnast saman, er fyrst og fremst til þess ætlað að vernda saklaust fólk fyrir reyk- ingamönnum. Því er ætlað tryggja venjulegu fólki það sjálf- sagða frjálsa val að anda að sér hreinu lofti. Það er nefnilega vit- að mál, að jafnvel þó að flestum reykingamönnum sé alveg ljós hættan sem felst í því að reykja, þá sjá þeir enga ástæðu til að hlífa þeim sem ekki reykja við þeirri hættu. Þeir draga bara upp tóbakið þeg- ar þeim sýnist og púa reyknum framan í hvern sem er ? nema þeim sé bannað það. Nú veit ég að mér verður mótmælt. Það eru margir reyk- ingamenn farnir að sýna öðrum tillits- semi. Það þykir t.d. ekki lengur sjálfsagt að reykja þar sem maður er gestkom- andi, eins og þótti eðlilegt í mínu ung- dæmi. En krár og skemmtistaðir og margir matsölustaðir eru enn einskis- mannsland. Þar þarf ekki að sýna tillits- semi. Ég vil benda á að það er mikill minni- hluti þjóðarinnar sem reykir. Sem stendur reykja daglega eitt- hvað nálægt 25 af hundraði fullorðinna á Íslandi. Mér finnst það mjög óréttlátt, að þessi fjórðungur hafi vald til að ýmist hindra hinn hlutann í að geta notið þess að fara út að gera sér glaðan dag á veitingahúsum, eða að minnsta kosti gera þá upplifun að pirringi og leiðindum. Ég vil líka benda á að það eru margir að reykja á þessum stöðum sem einungis reykja við þessar kringumstæður. Sú menning sem skapast hefur á þessum stöðum hvetur til reykinga og það er við þessar aðstæður sem margur maðurinn og konan hafa ánetjast þessu trú- lega mest ávanabindandi fíkniefni sem fyrirfinnst. Ég held að við getum öll verið sammála um að það sé fögur framtíðarsýn að þessi bjánalegi ósiður leggist af, og ég er sannfærður um að þetta skref verður mikilvægur áfangi í þá átt. Að lokum vil ég benda á að ég er Guðmundi alveg sammála um að það beri að fara rólega í að banna eitt og annað. Málið er að hér er ekki verið að banna reyk- ingar, heldur verið að banna reykingamönnum að troða ólofti sínu upp á þá sem ekki reykja. Þeim er áfram frjálst að reykja, en bara ekki við hvaða kring- umstæður sem vera skal. Satt að segja get ég alveg séð aðrar að- stæður en þessar þar sem ríkja ættu höft þegar reykingar eru annars vegar. T.d. eru börn mjög berskjölduð gagnvart fullorðnu fólki, og þá sérstaklega foreldrum sínum. Hve oft er maður ekki búinn að sjá foreldra keðjureykja í bílnum með börnin í aftur- sætinu? Þetta ætti að banna, því að börnin geta ekki varið sig sjálf. Ef það skyldi hafa farið fram hjá nokkrum, þá styð ég heils- hugar bann við reykingum al- staðar þar sem fólk hópast sam- an. Um bann við reykingum á veitingastöðum Theodór Gunnarsson fjallar um reyningar og bann við þeim Theodór Gunnarsson ? Hann tönglast á því í greininni að reykinga- mönnum sé al- veg ljós hættan við reykingar og að þeir hljóti að vera frjálsir að því að taka sína áhættu; það sé alger óþarfi að vera að hafa vit fyrir þeim. ? Höfundur er tæknimaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.