Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 1
Viðburður í listalífinu Lofsamlegir dómar um sýningu í Gerðubergi | Menning Bílar og Íþróttir í dag Bílar | Á göddum á gaddfreðnu  Reynsluakstur á Mazda3 og Skoda Fabia Íþróttir | Bjartsýnn á bata Einars Þórey Edda best á Norðurlöndum  Þrumufleygur Jóhannesar STARFSMENN Airbus-flugvélaverksmiðjanna við stærstu farþegaþotu heims, Airbus A380, sem kynnt var með mikilli viðhöfn í Toulouse Frakklandi í gær. Nýja þotan getur tekið 555 manns í sæti og reyndar er talið að lággjaldaflugfélög muni breyta innréttingunni til að koma fleiri sætum fyrir. Þá gæti farþegafjöldinn orðið vel á níunda hundrað. Airbus A380 er talsvert stærri en breiðþotan Boeing 747 sem er banda- rísk og gerð fyrir 416 farþega, einnig er flugþolið nokkru meira. Gert er ráð fyrir að nýja risaþotan verði tekin í notkun á næsta ári. Fyrirtækið Airbus er í eigu nokkurra Evrópuríkja og voru leiðtogar Frakklands, Bretlands, Þýskalands og Spánar viðstaddir athöfnina./22 Reuters Stærsta farþegaþota í heimi desember sl. eignuðust Baugur og meðfjárfestar meirihluta í fyr- irtækinu með yfirtökutilboði í Big Food Group. Skv. upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur Iceland Plc. m.a. sótt um skrán- ingu í Bretlandi á vörumerkinu www.iceland.co.uk og á heitinu Iceland í ýmsum nýjum flokkum mat- og drykkjarvöru. Í umsókn fyrirtækisins til OHIM er sótt um skráningu á nafninu Iceland. Í báðum tilvikum er sótt um vegna nafnsins eingöngu og eru um- sóknirnar ekki tengdar vöru- merki eða tákni fyrirtækisins eins og núverandi skráning fyrirtæk- isins frá 1973 er bundin við. Þetta UMSÓKN verslunarkeðjunnar Iceland Plc. um útvíkkun á einka- leyfi fyrirtækisins til að nota vöruheitið Iceland er nú til með- ferðar hjá bresku einkaleyfa- stofnuninni og hjá Vörumerkja- stofnun Evrópusambandsins (OHIM). Utanríkisráðuneytið hefur mótmælt umsóknunum, og telur að verði þær samþykktar muni það trufla markaðsstarf ís- lenskra fyrirtækja og kynning- arstarf á vegum ríkisstjórnar- innar erlendis. Iceland Plc. lagði umsóknirnar fram á árunum 2000 og 2002 og þær voru auglýstar í Bretlandi í ágúst og í nóvember hjá OHIM. Í veldur því að enn meiri hömlur verða á notkun annarra á vöru- heitinu Iceland, verði umsókn- irnar samþykktar. Að sögn Martins Eyjólfssonar, sendifulltrúa á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, var þess- um umsóknum mótmælt eftir að ábendingar og kvartanir bárust frá íslenskum fyrirtækjum, Sam- tökum ferðaþjónustunnar og Út- flutningsráði, sem hafa áhyggjur af því að slík skráning gæti trufl- að verulega markaðsstarf þeirra í löndum sem umsóknirnar taka til, þ.e. í öllum ríkjum ESB. Aðspurður segist hann ekki þekkja önnur dæmi um að heiti lands sé skráð sem vörumerki og séu heilmiklar hömlur á að slíkt fáist samþykkt. Verslunarkeðjan Iceland hafi fengið rétt á heitinu sem tengdist vörumerki í appels- ínugulum litum í Bretlandi á átt- unda áratugnum í tilteknum vöruflokkum. Vitað er til þess, að sögn Martins, að íslenskir útflytj- endur hafi lent í vandræðum með skráningu á sínum vöruheitum í Bretlandi. Hafi m.a. framleið- endur Iceland Spring-vatns ekki getað skráð vöruheitið þar. Þá bendir hann á að óheppilegt sé að einn aðili geti skráð nafnið á land- inu sem vörumerki umfram það sem þegar er orðið. Utanríkisráðuneytið mótmælir einkaleyfisumsókn Iceland Plc. Gæti truflað markaðsstarf í ESB SAMKVÆMT upplýsingum frá Vinnumála- stofnun verða engin atvinnuleyfi fyrir erlenda starfsmenn Impregilo utan Evrópska efnahags- svæðisins gefin út fyrr en í næstu viku í fyrsta lagi, eða eftir að niðurstaða hefur fengist í við- ræðum félagsmálaráðuneytisins og verkalýðs- hreyfingarinnar um starfsmannamál við Kára- hnjúka. Til stóð að þessir aðilar funduðu í vikunni en að sögn Árna Magnússonar félagsmálaráð- herra getur ekki orðið af því fyrr en eftir næstu helgi. Impregilo átti von á 43 kínverskum starfs- mönnum til landsins á morgun og níu frá Pak- istan eftir rúma viku. Eru þeir komnir með í hendur vegabréfsáritun og að sögn Ómars R. Valdimarssonar, talsmanns Impregilo, stóð fyr- irtækið í þeirri trú að dvalar- og atvinnuleyfi væru einnig í höfn. Því hafi verið pantað flugfar fyrir þá í Kína og voru sumir lagðir af stað til Ís- lands. Ómar segir að þeim starfsmönnum hafi verið snúið við. „Svo virðist sem um óheppilegan mis- skilning hafi verið að ræða milli aðila sem nú er búið að leiðrétta,“ segir Ómar. Síðdegis í gær fékk Impregilo tilkynningu frá Útlendingastofnun um að atvinnuleyfi væru ekki komin fyrir þessa starfsmenn og því væru þeir ekki með heimild til að koma inn í landið. Hildur Dungal hjá Útlendingastofnun staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið. „Við viljum ekki að starfsmenn komi hingað í óþökk stjórnvalda. Við munum gera allt sem við getum til að snúa mönnunum við og bíðum áfram eftir afgreiðslu atvinnuleyfa,“ segir Ómar. Imp- regilo hefur sent inn umsóknir fyrir um 150 kín- verska verkamenn til viðbótar og segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, að all- ar umsóknirnar, um 200 talsins, verði teknar fyr- ir í einu. Að auki sé forsenda fyrir dvalarleyfi frá Útlendingastofnun að atvinnuleyfi hafi fengist. Kínverskum starfsmönnum Impregilo var snúið við  Rætt um breytingar/10 ZAKARIAH Zubeidi, yfirmaður palest- ínsku vígasamtakanna Al-Aqsa í Jenin á Vesturbakkanum, sagði í gærkvöldi að sam- tökin myndu hætta árásum á Ísrael. Sagði Zubeidi að viðræður stæðu yfir við fangels- aða leiðtoga um það hvort einnig yrði hætt árásum á Ísraela á hernumdu svæðunum. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hét því á mánudag að liðsmenn Al-Aqsa yrðu skipaðir í palestínsku öryggislögregluna. Talsmaður Hamas, annarra samtaka her- skárra Palestínumanna, sagði að samtökin myndu ekki verða við tilmælum Abbas um að láta af aðgerðum gegn Ísraelum. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær að Abbas fengi ekki langan tíma til að standa við fyrirheit um að stöðva árás- ir á Ísraela. „Abu Mazen [Abbas] þarf ekki aðlögunartíma, það er ekki eins og hann viti ekki hvað er að gerast. Hann þekkir leiðtog- ana og hann þekkir þjóðina,“ sagði Sharon. Heita því að stöðva árásir á Ísrael Ramallah, Gazaborg. AFP, AP. VÆNTANLEGUR utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, hét því í gær að bæta samskipti við bandamenn í Evrópu og auka samráð. Kom þetta fram er Rice sat fyrir svörum hjá öldungadeild- arþingmönnum í Washington. Hún segist munu beita sér mjög fyrir lausn á deilum Palestínumanna og Ísraela. Búist er við að Rice taki við embættinu á morgun. Reuters Rice á fundi með þingnefnd í gær. Rice vill græða sárin Washington. AP.  Stund samráðs/13 KÍNVERSK stjórnvöld tóku rétta ákvörð- un vorið 1989 þegar beitt var hervaldi til að bæla niður mótmæli stúdenta á Torgi hins himneska friðar í Peking, að sögn talsmanns kínverska utanríkisráðuneytisins, Kongs Quans, í gær. Eftir atburðina 1989 var umbótasinninn Zhao Ziyang, þáverandi flokksleiðtogi, lát- inn víkja. Zhao lést um helgina og var sagt frá láti hans í einni línu aftast í Dagblaði al- þýðunnar í gær en ekki í ljósvakamiðlum. Ritskoðun fjarlægði fljótlega af vefsíðu um- mæli þeirra sem syrgðu Zhao í skjóli nafn- leysisins. „Fólkið mun aldrei gleyma þér,“ sagði einn. Annar spurði: „Af hverju getur Xhinhua [kínverska ríkisfréttastofan] tjáð sig þótt við megum hvergi syrgja?“/23 Verja blóð- baðið 1989 Peking. AP. STOFNAÐ 1913 17. TBL. 93. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.