Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 13 ERLENT ÚR VERINU AFLI línuskipa útgerðarfélagsins Vísis hf. í Grindavík og dótturfélags þess, Búlandstinds á Djúpavogi, í fyrra var um 16.600 tonn eða um þúsund tonnum meiri en árið 2003 og aflaverðmæti upp úr sjó var um 1,7 milljarðar króna. Afli á úthaldsdag var að meðaltali rúm tíu tonn og verðmætið á úthaldsdag liðlega ein milljón króna. Guðjón Þorbjörnsson hjá Vísi seg- ir að þetta sé nokkru meiri afli en ár- ið 2003 auk þess sem segja megi að hann deilist nú í reynd á sex skip í stað sjö árið 2003 þannig að afli á hvert skip hafi aukist töluvert. Öll útgerð og vinnsla í nafni Vísis Guðjón segir engin stór áföll hafa verið í rekstri félagsins og veiðiþátt- urinn hafi reyndar gengið með ein- dæmum vel í fyrra. Spurður um frekari fækkun skipa hjá félaginu segir hann að það sé svona frekar stefnt að því að fimm skip hefji veið- ar í upphafi næsta fiskveiðiárs, þ.e. 1. september 2005. Menn séu einfald- lega að reyna að keyra skipin meira. Guðjón segir að nú hafi verið ákveðið að Búlandstindur á Djúpa- vogi og Vísir hf. í Grindavík samein- ist undir nafni Vísis. Með þessari sameiningu verði öll vinnsla og út- gerð á vegum Vísis undir nafni Vísis en í fyrra var Fiskvinnslan Fjölnir á Þingeyri, Útgerðarfélagið Garðey á Hornafirði, Fiskiðjusamlag Húsa- víkur sameinuð Búlandstindi. Öll þessi félög voru að fullu í eigu Vísis. Þá hefur Vísir keypt rækjuveiði- skipið Seley af Íshafi á Húsavík en Vísir á 40% hlut í fyrirtækinu. Skip- inu var lagt síðastliðið sumar vegna hás olíuverðs og tregafiskirís á rækju. Pétur H. Pálsson, fram- kvæmdastjóri Vísis, segir að Seleyin verði fyrst um sinn notuð við loðnu- flutninga en svo ætli menn að sjá til hvað gert verði við skipið. Nokkrir kostir séu í stöðunni, t.d. að breyta skipinu í línuveiðiskip en hugsanlega verði það úrelt. Páll Jónsson GK með mestan afla Aflahæst Vísisskipanna var Páll Jónsson GK sem veiddi tæplega 3.600 tonn í fyrra og var einnig með mestan afla á hvern úthaldsdag, þá kom Sighvatur GK með tæp 3.200 tonn, Hrungnir GK með rúm 2.800 tonn og Freyr GK með um 2.600 og Fjölnir ÍS með liðlega 2.100 tonn en þessi línuskip voru með flesta út- haldsdaga af skipum Vísis. Sem fyrr segir er Vísir með starf- semi í Grindavík, á Þingeyri, á Húsa- vík og á Djúpavogi. Félagið er nær eingöngu í bolfiski og er þorskur og ýsa um 85% af afla skipa félagsins en skip Vísis fengu úthlutað 16.691 tonni af bolfiski á yfirstandandi fisk- veiðiári. Í Grindavík er saltfiskvinnsla þar sem unnin eru um sex þúsund tonn af þorski, bolfiskvinnsla á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi þar sem einn- ig er unnin síld á haustin. Vísir hefur til þessa selt langmest í gegnum SÍF en einnig ferskan fisk inn á Bret- landsmarkað í gegnum dótturfyrir- tæki Samherja þar, Seagold. Mikill afli hjá Vísisbátunum Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Útgerð Vísir hefur keypt Seleyna sem nú er notuð í loðnuflutningum. CONDOLEEZZA Rice, þjóðarör- yggisráðgjafi Bandaríkjanna, hét því í gær að vinna að því að græða sárin í samskiptum Bandaríkjanna og hefð- bundinna bandamanna þeirra í Evr- ópu sem komu upp í tengslum við innrásina í Írak í mars 2003. „Stund samráðs er runnin upp,“ sagði Rice fyrir þingnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem fjallar um út- nefningu hennar sem næsti utanrík- isráðherra Bandaríkjanna. „Sam- skipti okkar við umheiminn þurfa að vera í formi samræðu, ekki ein- ræðu,“ sagði hún ennfremur. Rice kom fyrir nefndina í fyrsta sinn í gær en gert er ráð fyrir því að þingið leggi fljótt og örugglega blessun sína yfir skipan hennar. Rice fékk þó nokkra ofanígjöf frá þing- mönnum sem sitja í staðfestingar- nefndinni, enda ekki allir hrifnir af verkum stjórnar George W. Bush Bandaríkjaforseta. „Stund samráðs rann upp fyrir löngu,“ sagði til að mynda Joseph Biden, áhrifamesti demókratinn í utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar, í kjölfar um- mæla Rice. Sagði hann Bandaríkin nú greiða gjörðir Bush-stjórnarinn- ar í Írak dýru verði. Biden hrósaði Rice en benti á að samband Bandaríkjanna við ýmis ríki, sem áður voru meðal helstu bandamanna þeirra, væru um þessar mundir „satt best að segja við frost- mark“. Biden notaði tækifærið og sendi Evrópumönnum tóninn. „Ég hef einföld skilaboð til þeirra: sættið ykkur við það. Bush verður forseti okkar næstu fjögur árin. Sættið ykk- ur við það, Evrópumenn, og byrjið að haga málum þannig að það þjóni hagsmunum ykkar.“ Rétt brugðist við 11. september Rice hélt fast við það í vitnisburði sínum að ákvarðanir Bandaríkja- stjórnar í kjölfar hryðjuverkanna 11. september 2001, þ.m.t. innrásir í bæði Afganistan og Írak, hefðu verið „erfiðar, nauðsynlegar og réttar“. Mikilvægasta verkefnið væri „að blása bandarísku þjóðinni eld í brjóst, sem og íbúum allra frjálsra landa, í því skyni að sameinast um að leysa sameiginleg vandamál“. „Ef ég hlýt staðfestingu mun ég leggja höfuðáherslu á pólitískt sam- ráð [við bandamenn] og hið sama munu undirmenn mínir gera,“ sagði Rice en ummæli hennar eru túlkuð sem viðleitni til að sefa ótta margra sem telja Bush forseta hafa stigið of fast til jarðar á fyrra kjörtímabili sínu og vera gjarn á að hunsa skoð- anir og sjónarmið annarra ríkja. Biden krafði Rice svara um stefnu Bush-stjórnarinnar í Írak og sagði hana verða að „segja bandarískum almenningi sannleikann“ um hvenær og hvernig menn hyggist kalla Bandaríkjaher heim frá Írak og greina satt og rétt frá því hvort her- aflinn í Írak væri nægilega vel skip- aður til að ráða við það verkefni sem honum hefði verið falið þar. Sagði Rice að ekkert skorti upp á að forsetinn fengi góða ráðgjöf á sviði hermála. Viðurkenndi hún þó að ýmislegt hefði gerst í Írak sem komið hefði Bandaríkjamönnum í opna skjöldu. Hljóti Rice staðfestingu verður hún fyrsta blökkukonan til að gegna embætti utanríkisráðherra Banda- ríkjanna. Reuters Condoleezza Rice við upphaf vitnisburðar síns fyrir þingnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær. „Stund samráðs er runnin upp“ Bandaríkjaþing líklegt til að staðfesta Condoleezzu Rice fljótt og örugglega sem næsta utanríkisráðherra Washington. AP. ÞINGKOSNINGAR fara fram í Dan- mörku 8. febrúar, tæpum níu mán- uðum áður en núverandi kjör- tímabili á að ljúka. Anders Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, greindi frá þessu í gær. Ákvörðun hans kom ekki á óvart. Skoðanakannanir hafa reynst forsætisráðherranum og flokki hans sérlega hagstæðar að undanförnu og höfðu sérfróðir spáð því að Fogh Rasmussen myndi efna til kosninga áður en kjörtímabilinu lyki. Flokkur forsætisráðherrans, Venstre, sem er frjálslyndur flokk- ur þrátt fyrir nafnið, hefur verið við völd ásamt Íhaldsflokknum frá í nóvembermánuði árið 2001. Þjóð- arflokkurinn, sem er lengst til hægri í dönskum stjórnmálum, styð- ur og stjórnina. Fogh Rasmussen og Bendt Bendt- sen, fjármálaráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins, lögðu á það áherslu á blaðamannafundi síðdegis í gær að flokkarnir gengju saman til þess- ara kosninga. Markmið þeirra væri að viðhalda ríkisstjórnarsamstarf- inu. Flokkarnir munu leggja fram sameiginlega stefnuskrá þar sem áhersla verður lögð á sjö mála- flokka m.a. menntun og rannsóknir, barnafjölskyldur, skattamál og sjúkrastofnanir. Forsætisráð- herrann tók fram að hvor flokkur fyrir sig myndi jafnframt kynna sérstök kosningamál og áherslu- atriði. Sterk staða stjórnar og forsætisráðherra Í könnun sem danska ríkissjón- varpið birti í gær kváðust 75% að- spurðra telja ólíklegt eða mjög ólík- legt að stjórnarskipti yrðu eftir kosningarnar. Aðeins 19% voru á annarri skoðun. Skoðanakönnun sem Gallup- fyrirtækið gerði um liðna helgi skil- aði svipaðri nið- urstöðu. Sam- kvæmt henni munu stjórn- arflokkarnir og Þjóðarflokkurinn styrkja stöðu sína á þingi. Þessir flokkar fá 92 sæti á þingi reynist sú könnun rétt og auka meirihluta sinn um tvö sæti. Miðju og vinstri flokkar fá 83 sæti í könnun þessari. Fjögur sæti skiptast á milli Færeyinga og Græn- lendinga. 179 menn sitja á þingi Dana. Samkvæmt könnun sem birt var í gær og gerð var fyrir Ritzau- fréttastofuna fá stjórnarflokkarnir 95 menn og stjórnarandstaðan 80. Samkvæmt þessari könnun tapa stjórnarflokkarnir þremur mönnum en halda traustum meirihluta með aðstoð Þjóðarflokksins. Und- anskildir í þessum útreikningi eru þingmenn Færeyja og Grænlands. Auk velferðarmála og málefna barna og fjölskyldufólks er búist við að málefni innflytjenda og aðlögun þeirra að samfélagi Dana verði efst á baugi í kosningabaráttunni. Þar í landi hefur verið deilt um hversu langt eigi að ganga í að þvinga fram félagslega aðlögun þeirra sem til Danmerkur flytjast. Ágreiningur er áberandi í röðum stjórnarandstöð- unnar hvað þetta varðar einkum á milli jafnaðarmanna og Radikale Venstre. Þing kosið í Dan- mörku 8. febrúar Anders Fogh Rasmussen TALSMAÐUR dómsmálaráðuneyt- is Írans sagði í gær að „mistök“ hefðu átt sér stað þegar Shirin Ebadi, handhafi friðarverðlauna Nóbels, var köll- uð fyrir bylting- ardómstól. Ebadi greindi frá því í liðinni viku að hún hefði verið kölluð fyrir byltingardómstól í Íran en það dómstig fer að öllu jöfnu með kærur er varða stjórnmál eða þjóðaröryggi. Í stefn- unni var ekki greint frá því hvers vegna hún væri kölluð fyrir dómstól- inn en sagt að hún þyrfti að svara „tilteknum spurningum“. Ebadi hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2003 fyrir störf sín í þágu mann- úðar og mannréttinda í Íran en hún er þekktasti lögmaður landsins. Hef- ur hún löngum haldið uppi vörnum fyrir andófsmenn gagnvart klerka- stjórninni sem fer með völdin í land- inu. Talsmaður dómsmálaráðuneytis- ins sagði að fram hefði verið lögð „kvörtun“ vegna „móðgunar“ af hálfu Ebadi. Um einkamál væri því að ræða og það ætti heima hjá al- mennum dómsstóli. Engar líkur væru á því að Ebadi yrði handtekin. „Mistök“ í máli Shirin Ebadi Teheran. AFP. Shirin Ebadi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.