Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 17 MINNSTAÐUR Selfoss | Málflutningsskrifstofan ehf. á Selfossi og Momentum ehf. hafa gert með sér samstarfssamn- ing um greiðslumiðlun og innheimtuþjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir á Suðurlandi. Um er að ræða samstarf sem felur í sér sameiginlega frum- og milliinnheimtu en löginn- heimtan verður á vegum Málflutningsskrifstofunn- ar. Markmið með samstarfinu er, samkvæmt upp- lýsingum frá fyrirtækjunum, að bjóða bestu mögu- legu innheimtulausnir og veita góða þjónustu. Sam- starfið felur í sér aukna þjónustu á Suðurlandi. Hjá Momentum starfa 10 manns. Fyrirtækið býður viðskiptavinum innheimtukerfi þar sem nýj- asta tækni er nýtt til að tryggja öryggi, áreiðan- leika og skilvirkni. Með slíku innheimtukerfi ná Málflutningsskrifstofan og Momentum að skapa sér sérstöðu hvað varðar sveigjanleika og aðlög- unarhæfni fyrir hvern og einn viðskiptavin. Enginn kostnaður leggst á innheimtuaðila. Kröfuhafi fær við greiðslu krafna ávallt höfuðstól og dráttarvexti óskerta í sinn hlut. Eigendur Málflutningsskrifstofunnar eru Guð- jón Ægir Sigurjónsson og Óskar Sigurðsson hér- aðsdómslögmenn. Hingað til hefur skrifstofan ann- ast almenna löginnheimtu fyrir einstaklinga, fyrirtæki, banka og sveitarfélög. Með þessu sam- stafi getur viðskiptavinurinn jafnframt notið sér- hæfðrar þjónustu Momentum á sviði frum- og milli- innheimtu. Eftir að milliinnheimtuferli lýkur tekur við löginnheimta á vegum Málflutningsskrifstof- unnar. Samstarf Guðjón Sigurjónsson, Guðmundur Þ. Guðjónsson og Óskar Sigurðsson vinna saman. Taka upp samstarf um innheimtu Húsavík | Þrátt fyrir að þorrinn sé ekki genginn í garð hélt Kvenfélag Húsavíkur sitt árlega þorrablót á Fosshóteli Húsavík um síðustu helgi. Hefð er komin á að þær kven- félagskonur þjófstarti þorranum á þennan hátt og í kjölfarið fylgja blót í flestum ef ekki Að vanda var fullt út úr dyrum og sá Guð- rún Jónína Magnúsdóttir um að stjórna blótinu. Skemmtiatriði voru heimafengin og fór þar fremstur í flokki flytjenda Oddur Bjarni Þorkelsson. Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar lék fyrir dansi frameftir nóttu. öllum félagsheimilum Þingeyinga. Þorrablótsnefndin bauð gesti velkomna með söng, en þær eru frá vinstri Rannveig Jónsdóttir, Halldóra Hólmgrímsdóttir, Helga Kristinsdóttir, Sigurlína Jónsdóttir, Emilía Harðardóttir og Sigrún Erlingsdóttir. Morgunblaðið/Hafþór Kvenfélagskonur þjófstarta þorranum LANDIÐ SUÐURNES Blönduós | Lögreglustöðin á Blönduósi hefur verið endurnýj- uð frá grunni og var hún form- lega tekin í notkun í fyrradag að viðstöddum dómsmálaráðherra, Birni Bjarnasyni. Jafnframt var formlega tekið í notkun lyftuhús við sýsluskrifstofuna en hún er á hæðinni fyrir ofan lögreglustöð- ina. Bjarni Stefánsson, sýslumaður á Blönduósi, rifjaði upp bygging- arsögu hússins í stórum dráttum og taldi aðstöðu lögreglunnar á Blönduósi til mikillar fyrirmynd- ar. Með tilkomu lyftuhússins svo og upphitaðs bílastæðis fyrir ut- an aðaldyr hefur aðgengi hreyfi- hamlaðra verið tryggt sem kost- ur er, sagði sýslumaður. Bygging lyftuhúss var samstarfsverkefni Blönduósbæjar, ríkissjóðs og framkvæmdasjóðs fatlaðra og kostaði um 20 milljónir. Fyrirhugað er í nánustu fram- tíð að Blönduósbær færi skrif- stofu sína á efstu hæð þessa húss en hún hefur staðið auð í nokkurn tíma. Aðalverktaki við endurbæt- ur á lögreglustöð og lyftuhús var trésmiðjan Stígandi hf. á Blöndu- ósi. Við sama tækifæri undirrituðu Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra og Bjarni Stefánsson sýslu- maður árangursstjórnunarsamn- ing milli ráðuneytis og sýslu- mannsembættisins. Endurnýjuð lög- reglustöð opnuð Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Gjöf Bjarni Stefánsson sýslumaður færði Birni Bjarnasyni dóms- málaráðherra að gjöf bókina Héraðsstjórn í Húnaþingi við form- lega opnun lögreglustöðvarinnar á Blönduósi. Garður | Uppsigling er nafn á sönghópi sem hef- ur það að markmiði að skemmta sjálfum sér og öðrum án nokkurs tilkostnaðar fyrir þann sem á hlýðir. Blaðamaður Morgunblaðsins slóst í för með hópnum á elli- og hjúkrunarheimilið Garð- vang í Garði og komst að því að ánægjan sem hópurinn hefur af þessum uppákomum smitast mjög auðveldlega til þeirra sem njóta. „Hér eru engir stórsöngvarar á ferð, heldur syngur hver með sínu nefi og hefur gaman af,“ sagði einn af forsprökkum hópsins, Þorvaldur Örn Árnason, sem kom Uppsiglingu á laggirnar fyrir tæpum tíu árum. Þorvaldur Örn Árnason og eiginkona hans, Ragnheiður Elísabet Jónsdóttir, fluttu til Suð- urnesja frá höfuðborgarsvæðinu fyrir um tíu ár- um og búa nú í Vogum. Þau höfðu þá verið í söng- hópnum Samstillingu í Reykjavík í fimmtán ár en hópurinn kom reglulega saman og skemmti sér með söng og hljóðfæraslætti. Hugmyndin að Uppsiglingu er komin þaðan. „Þegar við hjónin fluttum hingað suður þótti okkur óhentugt að keyra alltaf inneftir til þess að halda áfram að syngja með Samstillingu, sér- staklega í ljósi þess að fædd var lítil stúlka. Það var því ekkert annað að gera en stofna hóp hér suðurfrá, ekki vildum við hætta,“ sagði Þorvald- ur Örn í samtali við blaðamann. Ár hjónanna í þess konar félagsskap spanna því aldarfjórðung. Hópurinn fór hægt af stað, þau hjónin höfðu samband við vini og kunningja á svæðinu til að kanna áhuga þeirra á þátttöku og annað slagið koma tilkynningar í staðarblöðunum um hvar og hvenær hópurinn hittist. Að sögn Þorvaldar Arn- ar er fastur kjarni í kringum 15 til 20 manns, sumir hafa verið með frá upphafi en aðrir dvelja í styttri tíma og nýir koma í staðinn. Allir eru vel- komnir og þegar litið er yfir hópinn sést að með- limir eru á ýmsum aldri. Yngsti hljóðfæraleik- arinn er 10 ára dóttir Þorvaldar og Ragnheiðar, Eyþrúður, sem minnst var á hér að ofan og má segja að eigi heiðurinn af stofnun hópsins og er að auki hálfvegis alin upp í honum. „Ég var alltaf með þegar ég var yngri, svaf þó mest,“ sagði Ey- þrúður í samtali við blaðamann, en hún spilaði listafallega á fiðluna sína í nokkrum laganna og söng með í öðrum. Þess á milli gluggaði hún í bók um Kaftein Ofurbrók og félaga. „Núna kem ég stundum með og spila kannski á fiðluna.“ Sönggleði smitast auðveldlega Uppsigling kemur saman annað hvert föstudags- kvöld og syngur lög úr möppu sem safnast hefur í á undanförnum árum. „Meðlimir hópsins leggja gjarnan til lög og ef þau öðlast náð fyrir augum hópsins fara þau í möppuna. Heiðurinn af þessari möppu eiga ein hjónin í hópnum, Sigurður og Svanhildur, sem fóru í gegnum allt lagasafnið okkar í fyrra og reyndu að finna höfund laga og texta en við höfðum komist að því að margir textar breytast í meðförum fólks og við vildum hafa þá rétta,“ sagði Þorvaldur Örn, sem jafnan leiðir sönginn og hljóðfæraleikinn. „Þetta er sko það sem gefur föstudagskvöld- unum gildi,“ sagði Ólafur Sigurðsson, einn af meðlimum Uppsiglingar frá upphafi. „Hér syng ég úr mér stressið eftir vikuna.“ Alla jafna hittist sönghópurinn í skátaheimili Heiðarbúa í Keflavík en reglulega ákveða þátt- takendurnir að heimsækja vistheimili og félags- heimili til að skemmta öðrum um leið og þeir skemmta sér sjálfir. Fyrir þessu framtaki tekur blaðamaður ofan. „Það er nú alveg nauðsynlegt fyrir okkur að fara svona meðal fólks annað slagið til þess að fá tilbreytingu. Það yrði leiðigjarnt til lengdar að vera alltaf á sama stað,“ sagði Þor- valdur Örn og með því að slást í för með hópnum varð blaðamanni ljóst að þetta er ekki bara góð tilbreyting fyrir hópinn, heldur ekki síður fyrir þá sem njóta. Allir fá sönghefti lánað meðan á flutn- ingi stendur til að syngja með við undirspil gítara, mandólíns, banjós og fiðlu. Undir lokin var svo harmonikkan tekin úr töskunni og þá færðist heldur betur fjör í hópinn. Slegið var upp dans- leik á Garðvangi og þótt blaðamaður hafi ekki dansað með hafði gleðin svo snnarlega náð að smitast frá hópnum. Næsti áfangastaður er Hlévangur í Reykja- nesbæ. „Syng úr mér stressið“ Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Uppsigling Þorvaldur Örn Árnason, sem hér spilar á gítar, er einn af forsprökkum sönghópsins Uppsiglingar. Dóttir hans Eyþrúður hefur verið tekin með frá fæðingu og hún grípur gjarnan í fiðluna á söngkvöldunum. Reykjanesbær | Atvinnu- og hafnarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að Reykja- neshöfn selji Fram food Ísland hf. frystihús Sjöstjörnunnar í Njarðvík og leigi fyrirtæk- inu frystihúsið í Innri-Njarðvík. Fram food Ísland hf. var stofnað um matvælafram- leiðslu sem áður var undir merkjum Bakka- varar hf., meðal annars í Reykjanesbæ. Fram food Ísland greiðir 34 milljónir kr. fyrir frystihús Sjöstjörnunnar á Hafnar- bakka 11 og staðgreiðir. Fyrirtækið var áður með meginhluta hússins á leigu. Jafnframt var samþykkt að selja sambyggða verkstæð- isbyggingu til Magnels ehf. fyrir 7 milljónir staðgreitt. Atvinnu- og hafnarráð hafnaði því að leigja Hauki Guðmundssyni frystihúsið á Njarðar- braut 51–55 í Innri-Njarðvík en samþykkti að leigja það til Fram food Ísland ehf. frá 1. febrúar næstkomandi. Pétur Jóhannsson hafnarstjóri vonast til að leiga húsnæðisins efli starfsemi Fram food Ísland ehf. á svæð- inu.    Fram food bætir við frystiplássi Áætlanir um símenntun | Fulltrúar sveitarfélaga á Suðurnesjum hafa gert samning við Miðstöð símenntunar á Suð- urnesjum um samstarf við gerð tveggja ára símenntunaráætlunar fyrir nokkrar af starfsstéttunum sem hjá þeim vinna. Á vef Reykjanesbæjar kemur fram að undirbúningsvinna mun hefjast í lok mán- aðarins og gert er ráð fyrir að áætlunin verði tilbúin á næstu mánuðum. Stofnaðir verða fimm vinnuhópar sem skiptast eftir starfssviðum. Í þeim verða fulltrúar starfs- fólks og sveitarfélaganna. Starfsmenn MSS vinna með hópunum og verður símenntun- aráætlun gerð fyrir hvert starfssvið eftir hugmyndum hópanna. „Með þessu móti fáum við tækifæri að vinna markvissara að uppbyggingu starfs- manna okkar, þjálfun þeirra og menntun,“ segir á vef Reykjanesbæjar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.