Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 11
FRÉTTIR
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali.
La gavegur 182 • 105 Rvík • Fax 53 481 • i r idborg.is
Höfum kaupanda að 120-180 fm hæð eða hæð og risi í Hlíðun-
um, sunnan Miklubrautar. Íbúðin þarf að hafa a.m.k. fjögur svefn-
herbergi. Bein kaup eða skipti á fallegri 102 fm 4ra herbergja efri
hæð við Drápuhlíð.
Nánari upplýsingar veitir Sigurður.
Drápuhlíð – skipti á hæð
eða hæð og risi
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali.
La gavegur 182 • 105 Rvík • Fax 53 481 • i r idborg.is
186,7 fm glæsilegt raðhús á tveimur hæðum, þar af 19,3 fm bíl-
skúr. Húsið skiptist í forstofu, hol, nýtt glæsilegt eldhús með borð-
krók, sjónvarpshol, þrjú baðherbergi, tvær samliggjandi stofur
með stórum suðursvölum og frábæru útsýni, fimm svefnherbergi,
þvottahús og geymslur. Nýtt gegnheilt eikarparket á gólfi. 5258.
Verð 34,8 millj.
Hulduland
Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 - Ægir Breiðfjörð löggiltur fasteignasali
Glæslilegt ca 200 fm einbýli á tveimur hæðum, þar af innbyggður
bílskúr ca 28 fm. Húsið er glæslilega innréttað með arinn í stofu,
náttúrustein og fallegu parketi á gólfum. Fjögur svefnherbergi (2 uppi
og 2 niðri). Úti er stór verönd, frágengnar stéttar og fallegur garður.
Mikið útsýni. Sjá myndir á netinu. Verð 43,0 millj. 6561
ÓLAFSGEISLI - GLÆSIEIGN
Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17
BLÓÐBANKINN hefur hafið
skráningu á sjálfboðaliðum í stofn-
frumugjafaskrá hér landi sem
verður hluti af norsku stofn-
frumugjafaskránni. Stefnt er að
því að um 2.500 sjálfboðaliðar
verði skráðir í íslensku stofn-
frumugjafaskránni að fimm árum
liðnum. Upplýsingar um þá verða
sendar til Noregs og jafnvel í al-
þjóðlega stofnfrumugjafaskrá
(Bone Marrow Donors Worldwide)
þar sem um níu og hálf milljón
sjálfboðaliða er skráð.
„Íslenska stofnfrumugjafaskráin
gerir Íslendingum kleift að gefa
stofnfrumur til einstaklinga með
hvítblæði eða aðra illkynja sjúk-
dóma, hvar sem er í heiminum,“
segir Sveinn Guðmundsson, yf-
irlæknir Blóðbankans. Hann segir
að íslenskir sjúklingar hafi fengið
stofnfrumur erlendis frá, en með
íslensku stofnfrumugjafaskránni
verði Íslendingar ekki einasta
þiggjendur heldur einnig gef-
endur.
Sveinn segir að lyfjafyrirtækið
Actavis, Kristínarsjóður Krabba-
meinsfélags Íslands og Norræna
ráðherranefndin hafi styrkt stofn-
un íslensku stofnfrumugjafaskrár-
innar.
En hvað þarf til að vera sjálf-
boðaliði í stofnfrumugjafaskránni?
„Viðkomandi þarf að vera blóð-
gjafi á Íslandi og heimila nákvæma
vefjaflokkun úr blóðsýni,“ útskýrir
Sveinn. Upplýsingarnar verða svo,
eins og áður sagði, sendar til Nor-
egs og jafnvel áfram á alþjóðlega
skrá. Ef íslenskur sjálfboðaliði get-
ur gefið stofnfrumur, þ.e. ef hann
er með sama eða mjög svipaðan
vefjaflokk og þiggjandinn, þarf að
senda hann til Noregs. Þar fer
stofnfrumusöfnunin fram. Spurður
hvernig hún fari fram segir
Sveinn. „Sjálfboðaliðinn leggst á
bekk og er tengdur við litla vél
eins og þegar hann gefur blóð.“
Stofnfrumur eru aðskildar frá
blóðinu, segir Sveinn. Alls tekur
þetta ferli um fjóra tíma.
Blóðbankinn skráir sjálfboða-
liða í stofnfrumugjafaskrá
Ljósmynd/Hreinn M.
Stofnfrumugjafaskráin var kynnt í bási Actavis á Læknadögum á Nordica
Hotel í gær. Frá hægri: Torstein Egeland, yfirlæknir norsku stofn-
frumugjafaskrárinnar, Harpa Leifsdóttir, markaðsstjóri Actavis á Íslandi,
og Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans.
TENGLAR
.....................................................
blodbankinn.is
STÆRSTI styrkur sem ESB hefur
úthlutað til íslenskrar vísindarann-
sóknar hefur fallið Íslenskri erfða-
greiningu í skaut, að fjárhæð 330
milljónir króna. Styrkurinn er til
rannsókna á erfðafræði áfengissýki
og fíknar og mun ÍE vinna að rann-
sókninni í samstarfi við SÁÁ. Sam-
starfssamningur þeirra var undirrit-
aður í gær af Kára Stefánssyni
forstjóra ÍE og Þórarni Tyrfingssyni
yfirlækni á Vogi.
Samstarfssamningurinn er liður í
viðamiklu evrópsku samstarfsverk-
efni átta rannsóknastofa um rann-
sóknir á líffræðilegum orsökum fíkn-
ar sem hlotið hefur 8,1 milljónar evra
styrk frá ESB. ÍE fær helming
styrksins, um 330 milljónir íslenskra
króna, en hinar rannsóknastofurnar
skipta afganginum á milli sín. Styrk-
urinn er ætlaður til rannsókna á sviði
mannerfðafræði sem ÍE mun ann-
ast. Um klínískan hluta rannsókn-
anna sér SÁÁ. Kári Stefánsson sagði
í samtali við Morgunblaðið að hug-
myndin með rannsókninni væri að
öðlast nýjan skilning og þekkingu á
tilurð áfengissýki og hvernig sjúk-
dómurinn flyst á milli kynslóða.
Framhaldið réðist af því til hvaða
þekkingar rannsóknin mundi leiða.
Mikil rannsóknarvinna
„Ef sú þekking býður upp á þróun
lyfja þá komum við til með að reyna
það. Það yrði gott ef sú þekking
leiddi til nýrra aðferða til að fyrir-
byggja og lækna þennan slæma
sjúkdóm,“ sagði Kári. Lögð verður
mikil vinna í að rannsaka svipgerð
áfengissýki þ.e. hvernig sjúkdómur-
inn lýsir sér í einstaklingi og tengslin
milli þess og breytileika í erfða-
mengi.
Að sögn Þórarins Tyrfingssonar
þarf um 2-3000 áfengissjúklinga til
að taka þátt í rannsókninni auk að-
standenda þeirra. „Það er hagur
okkar að afla upplýsinga um áfeng-
issjúklinga og við höfum haft það
fyrir satt að erfðir skipti máli fyrir
þróun sjúkdómsins,“ sagði hann við
undirritun samningsins. „Við höfum
ekki komist nákvæmlega að því hvað
það er í erfðunum sem gerir menn
veikari, en ef við komumst nær um
það, þá mun það auðvitað nýtast okk-
ur í forvörnum og meðferð. Jafnvel
munum við fá tæki í hendurnar til að
vinna gegn áfengissýkinni, hugsan-
lega lyf, ekki endilega til að koma al-
veg í veg fyrir sjúkdóminn, heldur
gætum við hjálpað mönnum til að
komast aftur til eðlilegs lífs.“
Þórarinn lagði áherslu á að enginn
áfengissjúklingur yrði rannsakaður
nema að fengnu skriflegu samþykki
og leyfi. Kári Stefánsson sagði við
undirritun samningsins að ÍE væri í
einstaklega góðri aðstöðu til að rann-
saka erfðir áfengissýki á Íslandi þar
sem SÁÁ og sjúkrahúsið Vogur
hefðu hlúð að stórum hópi áfengis-
sjúklinga hér á landi. Þar af leiðandi
væri um að ræða einstakan sam-
starfsaðila til að skoða sjúkdóminn.
„Ein ástæða þess að menn vilja
rannsaka erfðir alkóhólisma er sú að
menn vilja reyna að skilja þennan
sjúkdóm sem er einhver alvarlegasti
og algengasti sjúkdómur sem leggst
á fólk á miðjum aldri á Íslandi. Sú
von er alltaf fyrir hendi að aukinn
skilningur leiði til betri aðferða til að
lækna sjúkdóm af þessari gerð.“
Um samstarf SÁÁ og ÍE sagði
Kári að um væri að ræða tvo íslenska
og mjög sérstaka aðila í hinu alþjóð-
lega umhverfi enda væri óvíða í
heiminum jafngóð aðstaða til leitar
að meingenum og hjá ÍE. „Og ég
held að leita verði grannt og lengi að
stofnun erlendis sem sér um að
höndla eins stóran hluta þeirra sem
leita sér hjálpar við alkóhólisma og
SÁÁ og Vogur.“
Verkefnisstjóri er Þorgeir Þor-
geirsson hjá ÍE.
Sameiginleg rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar og SÁÁ um erfðir áfengissýki
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, og Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi,
undirrita samninginn. Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi, er yst.
Rannsókn á áfengissýki
gæti leitt til lyfjaþróunar
ÍE með 330 milljóna kr. styrk til verkefnisins
RÍKISSTJÓRNIN hefur sam-
þykkt að haldin verði hönnunar-
samkeppni um deiliskipulag á
svæði Landspítala-háskólasjúkra-
húss við Hringbraut. Segir Jón
Kristjánsson heilbrigðis- og
tryggingaráðherra að keppnin
verði auglýst á næstunni. „Þarna
er um langtímaskipulag að ræða
og gert ráð fyrir að undirbúningur
taki um fjögur ár.“
Í undirbúningsvinnunni er gert
ráð fyrir að 5-7 hönnunarhópar
hefji samkeppni í febrúar en nið-
urstöðurnar verði kynntar í sept-
ember. Búist er við að bæði inn-
lendir og erlendir hönnuðir taki
þátt en gerðar verða kröfur um
þekkingu á starfsemi sjúkrahúsa
og reynslu af sambærilegum
verkefnum. Kostnaður við vinnu
við deiliskipulagið verður 25 millj-
ónir.
Samkvæmt frumathugun
sænsku arkitektastofunnar White
þarf að reisa um 85 þúsund fer-
metra af nýbyggingum og endur-
gera 26 þúsund fm af eldra hús-
næði. Þá þurfi að byggja
bílastæðahús. Kostnaður við
þessa framkvæmd er áætlaður
36,9 milljarðar króna.
Samkeppni um
hönnun á lóð LSH