Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 41 INCREDIBLES ER VINSÆLASTA JÓLAMYNDIN, YFIR 32.000 ÁHORFENDUR FRÁ ÖÐRUM DEGI JÓLA TIL DAGSINS Í DAG Hvað er málið með Alfie? Pottþétt rómantísk gamanmynd með JudeLaw sem nýlega var kosinn kynþokkafyllsti karlmaðurinn. Frábær tónlist. ÁLFABAKKI 4, 6.15, 8.30 og 10.40. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. KRINGLAN kl. 4.30, 6.45, 9 og 10.10. Ein vinsælasta myndin í USA í 4 vikur samfleytt l l Furðulega frábær og spennandi fjörug ævintýramynd með hinum einu sönnu, Jim Carrey, Jim Carrey og Jim Carrey. ÁLFABAKKI kl. 3.30 og 6. Ísl.tal. kl. 5.30, 8 og 10.30. Enskt tal. YFIR 32.000 ÁHORFENDUR  Ó.H.T. Rás 2. .T. ás 2  H.L. Mbl. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8.30 og 10.40. KRINGLAN kl. 5. Ísl.tal. kl. 5 og 7.30. Enskt tal. Ein vinsælasta myndin í USA í 4 vikur samfleytt l l Furðulega frábær og spennandi fjörug ævintýramynd með hinum einu sönnu, Jim Carrey, Jim Carrey og Jim Carrey. AKUREYRI Sýnd kl. 6 og 8. HINIR ELLEFU ERU ORÐIN TÓLF. OCEAN´S TWELVE  S.V. Mbl. „Algert augnayndi“ Mbl.  Kvikmyndir.com „Hressir ræningjar“ Fréttablaðið GEORGE CLOONEY BRAD PITT ANDY GARCIA andJULIA ROBERTS BERNIE MAC DON CHEADLE MATT DAMON CATHERINE ZETA-JONES  H.L. Mbl..L. bl.  DV  S.V. Mbl.  S.V. Mbl.  Rás 2ás 2  Kvikmyndir.comvik yndir.co Kvikmyndir.is fyrir besta frumsamda lagið. fyrir besta fru sa da lagið. LEIKSTJÓRINN Jean-Pierre Jeunet heillaði flesta bíófara með seinustu mynd sinni Le fabuleux destin d’Amélie Poulain, og bræddi m.a.s hjörtu þeirra sem ekki hafði líkað fyrri myndir hans Delicatessen og La Cité des Enfants Perdus. Löngu trúlofunarinnar hefur því verið beðið með mikilli eftirvænt- ingu, og ekki síst fyrir þær sakir að Audrey Tautou sem túlkaði Amélie á svo eftirminnilegan hátt, er hér í að- alhlutverkinu. Í stað þess að leika sér með fant- asíu, absúrdisma og skemmtilegan uppspuna, hafa Jeunet og Laurant gert handrit eftir þekktri skáldsögu sem gerist í heimsstyrjöldinni fyrri. Sagan hefst í skotgröfinni Bingó- rökkur, þar sem fimm menn eru sendir á einskinsmannsland á svæði mitt á milli Frakka og Þjóðverja eft- ir að hafa skotið sig í höndina, og þannig vonast til að sleppa úr því helvíti sem vistin í Bingórökkrinu er. Sagt er að enginn þeirra hafi komist af. Manech er einn þeirra og unn- usta hans Mathilde hlustar á innsæi sitt sem segir henni að hann sé á lífi og fer hún að leita hans. Ásamt ástarsögu Manechs og Mathilde og hryllingslýsinga úr skotgröfinni, byggist myndin að- allega á þessari leit, og framvindan er ekki ólíkog í rannsóknarlöggu- mynd. Þar er brugðið upp myndum af öðrum konum sem einnig áttu Mikil orka fór í að melta að hér væri í raun Jodie Foster á ferð, bandarísk stórstjarna í litlu hlutverki í franskri mynd. Furðulegt en gaman. Tautou er sannfærandi og heillandi sem Mathilde, þótt hlutverkið sé ekki jafnskemmtilegt og Amélie. Það er samt ekki hægt að segja annað en að stundum séu þær svolítið líkar, sér- staklega í örlagatrú sinni. Það er alltaf virðingavert og þakk- látt þegar leikstjórar fara út á nýjar brautir og reyna eitthvað annað en þeir eru þekktastir fyrir. Hins vegar tekst Jeunet ekki nógu vel upp í þetta sinn. Það er spurning hvort hann ráði ekki við raunveruleikann og eigi frekar að halda sig við upp- spunnar fantasíurnar. Hins vegar voru það einungis mistök í handrit- inu sem eyðilögðu fyrir Löngu trú- lofuninni, og ef því hefði verið kippt í liðinn hefði hún orðið bæði skemmti- leg og falleg mynd. ið ruglingsleg á köflum og erfitt að fylgja. Skotgrafarkaflarnir eru mjög vel gerðir, óhuggulegir, raunsæis- legir og áhrifaríkir, vel leiknir og eftirminnilegir. En það ríkir ójafn- vægi á milli kaflanna, frásögnin er laus í sér og heildarmyndin er brengluð. En einsog við mátti búast er myndræn útfærsla sögunnar alger- lega framúrskarandi. Jeunet greini- lega elskar lífið, hann sér það og sýnir á svo skemmtilegan og lifandi hátt að allt verður fallegt, sama hvað er. Maður horfir á bæði hundafret og sjálfsfróun með bros á vör og barnslega væntumþykju í hjarta. Og þótt frásagnarlega vanti jafnvægi í heildarmyndina finnst mér algjör samhljómur ríkja myndlega á milli ólíkra kafla frásögunnar, milli arg- asta raunsæis og fantasíu, hryllings og fegurðar. Margir frábærir leikarar prýða myndina og marga þeirra höfum við séð í fyrri myndum leikstjórans. menn í skotgröfinni, einsog gleði- konunni Tinu Lombardi sem leitar hefnda og Élodie Gordes (Jodie Foster) sem missir í raun tvo menn. Því miður er stærsti galli þessarar metnaðarfullu myndar sá að hand- ritið virkar ekki nógu vel. Þá ber fyrst að nefna að ekki er nægu púðri eytt í ástarsöguna sem er forsendan fyrir leitinni. Við kynnumst Manech og Mathilde í sitt hvoru lagi, og byrj- um ekki að hafa tilfinningu fyrir þeim sem pari fyrr en í seinni helm- ing myndarinnar, eftir að saga þeirra hefur verið rifjuð upp. Hvern- ig á maður að geta lifað sig inn í leit- ina ef manni er nokk sama um hvort þau hittist aftur eða ekki? Og þótt hún finni hann í lokin, er þá alveg víst að það sé sá maður sem hún elskaði? Ef ekki, fann hún þá Ma- nech? Það fær maður ekki að vita. Þótt rannsóknin sjálf sé uppfull af skemmtilegum uppákomum, frá- bærum persónum og oft hjartnæm- um frásögnum, þá er hún líka svolít- Ást í stríði KVIKMYNDIR Háskólabíói - Frönsk kvikmyndahátíð Leikstjórn: Jean-Pierre Jeunet. Handrit: Jean-Pierre Jeunet og Guillaume Laurant eftir skáldsögu Sébastien Japrisot. Kvik- myndataka: Bruno Delbonnel. Aðal- hlutverk: Audrey Tautou, Gaspard Ulliel, Chantal Neuwirth, Dominique Pinon, Ticky Holgado og Jodie Foster. 130 mín. Frakkland. Warner Bros 2004. Trúlofunin langa (Un long dimanche de fiancailles)  Hildur Loftsdóttir Án þess að maður hafi beinansamanburð við fyrri tímaer auðvelt að ímynda sér að aldrei hafi verið jafnerfitt, en um leið gaman, að vera tónlistar- áhugamaður. Framboðið er hreint gríðarlegt; eiginlega of mikið. Ef maður hlustaði vel á hvern einasta tónlistarmann og hljómsveit sem er að reyna að koma efni sínu á framfæri yrði maður líklega fljótt veill á sinni. Þess vegna gerir maður það ekki. Maður hlustar lauslega á tóndæmi frá hundruðum eða þús- undum tónlistarmanna á ári hverju og ef þau grípa mann gefur maður viðkomandi alvöru mögu- leika með því að kaupa plötuna. Það sem gerir manni þetta kleift er hið alræmda og víðfræga Net. Tengingar eru núorðið svo öflugar að það tekur ekki nema nokkra tugi sekúndna, í mesta lagi nokkrar mínútur, að hlaða eins og einu lagi inn á tölvuna sína. Þann- ig notar maður tæknina til að kanna markaðinn og reyna að finna eitthvað sem er við sitt hæfi. Tónlist af Netinu kemur ekki í staðinn fyrir tónlistina út úr búð. Hún leiðir jafnvel til þess að mað- ur kaupir meiri tónlist en áður. Það er ekkert skemmtilegt að eiga heilu plöturnar bara á tölvunni sinni, eða á brenndum diskum. Til að mynda er ekki hægt að líkja því saman að eiga plötuna The Rise and Fall of Ziggy Stardust and the Spiders from Mars á geislaplötu, að maður tali ekki um vínylplötu, og sem óáþreifanlegar tölvuskrár í My Music möppunni á tölvunni. Svona kemur þetta fyrirbæri mér fyrir sjónir og svona nota ég það. Þar með er auðvitað ekki sagt að allir hugsi á þennan hátt. Væntanlega eru til þeir tónlistar- áhugamenn sem láta sér skrárnar duga og vissulega er það vanda- mál þar sem listamaðurinn fær ekki krónu í vasann þegar afurðar hans er „neytt“. Spurningin er hins vegar hvort nokkru sinni verði hægt að koma í veg fyrir þessa ólöglegu dreifingu á tónlist á Netinu. Um leið og útgáfufyr- irtækin finna upp nýja tækni til að vernda hugverkin finnur einhver sniðugur fimmtán ára náungi upp lausn á því „vandamáli“ í tölvunni inni hjá sér. Svo er ljóst að Netið er ómet- anlegt fyrir upprennandi lista- menn, því betra kynningartól er ekki til. Reyndar eru dæmi um að listamenn sem náð hafi langt hafi gefið heilu plöturnar á Netinu, til að kynna þær og ná aukinni út- breiðslu. Hljómsveitin Wilco er gott dæmi um þetta, en hún sendi plötuna Yankee Hotel Foxtrot frá sér á Netinu nokkru áður en hún var opinberlega gefin út. Það kom síður en svo niður á sölunni. Eigendur höfundarréttar verða þess vegna að velta því fyrir sér, hvort það sé yfir höfuð þess virði að grípa til aðgerða gegn ólög- legri dreifingu tónlistar. Að sjálf- sögðu hafa þeir þó réttinn sín megin. Netið sem leitartól ’Tónlist af Netinu kem-ur ekki í staðinn fyrir tónlistina út úr búð. Hún leiðir jafnvel til þess að maður kaupir meiri tónlist en áður.‘AF LISTUM Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is Það jafnast ekkert á við það að eiga góða plötu eins og The Rise and Fall of Ziggy Stardust and the Spid- ers from Mars á plötu, með kápunni og öllu tilheyrandi. HOLLYWOOD-leikkonan Virginia Mayo er látin 84 ára að aldri. Mayo var stjarnan í mörgum af stærstu og þekktustu myndum 5. og 6. áratugar síðustu aldar og lék á móti þekktum karlpeningi á borð við Ronald Reag- an, Bob Hope, Gregory Peck og James Cagney. Mayo hóf feril sinn sem sem söng- leikjadansari en stóra tækifærið kom 1944 þegar hún lék á móti Hope í The Princess and the Pirate. Fimm árum síðar lék hún á móti Cagney í glæpamyndinni margfrægu, White Heat. Virginia Clara Jones fæddist í St. Louis í Missouri-ríki árið 1920. Sviðsnafnið fékk hún að láni frá eig- anda fjölleikahúss sem hún vann fyr- ir áður en hún gerðist kvikmynda- leikkona. „Mig langaði helst að verða dansari, en endaði á því að verða leikkona og fékk tækifæri til að leika á móti nokkrum af stærstu leikurum okkar tíma,“ sagði Mayo í viðtali árið 2001. Fyrsta myndin sem Mayo lék í og fékk nafnið sitt á hlutverkalista í var myndin Jack London, árið 1943. Hún lék í fimm myndum á móti Danny Kaye á 5. áratugnum, þ. á m. The Secret Life of Walter Mitty. Frægust er hún þó trúlega fyrir hlutverk eiginkonu stríðshetjunnar (James Cagney) í seinni heimstyrj- aldarmyndinni The Best Days Of Our Lives sem fékk Óskarsverðlaun sem besta myndin árið 1947. Mayo lék í á sjötta tug mynda á ferli sínum. Á seinni hluta ferilsins lék hún aðallega í B-myndum og sjónvarpsmyndum. Síðasta myndin sem hún fór með hlutverk í var The Man Next Door frá 1997. Mayo kynntist eiginmanni sínum, leikaranum Michael O’Shea, við tök- ur á myndinni Jack London. Þau giftu sig árið 1947 og eignuðust eina dótt- ur. Hann féll frá árið 1973. Kvikmyndir | Hollywood-stjarnan Virginia Mayo látin Mótleikkona Cagney, Peck, Hope og Reagan AP Mayo á mynd sem tekin var 1999 þegar frímerki með mótleikara hennar, James Cagney, var af- hjúpað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.