Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ,,Er Jón Kristinn í tíma hjá þér? Meistari er að leita að honum og þarf að tala við hann,“ sagði Sigríður ritari í kallkerfi skól- ans. – Við vorum sagðir stjórna MK, ég og meistari. Hann sá um sam- skipti við kennarana og stjórnvöld, ég sá um nemendurna og samskiptin við foreldra þeirra. Hann skóla- meistari, ég formaður nemenda- félagsins. Kynni mín af meistara hóf- ust þó frekar á neikvæðu nótunum þegar ég, þá busi nýkominn í skólann haustið 1983, ásamt öðrum antí- sportistum neitaði að mæta í leik- fimi. Leikfimi í okkar augum var lág- kúra og ekki virðulegum mennta- skólanemum bjóðandi. Meistari sýndi þessu skilning en til að fá okk- ur til að mæta í svitann þá bauð hann okkur upp á bóklega leikfimi þar sem okkur yrði kennd heilsu- og lík- amsþjálfun upp á bókina. Flestir antí-sportistarnir nenntu ekki að skrifa um fótbolta og handbolta og fóru í leikfimina en ég ásamt tveimur hörðustu antí-sportistunum þáði boðið og við námum bóklega leikfimi þann vetur. Meistari hafði mikinn metnað fyr- ir MK. Svo mikinn að hann lét hvorki verkföll né miður jákvæða bæjar- stjórn Kópavogs hindra vöxt skól- ans. Þannig tókst honum að vinna bug á húsnæðiseklu skólans 1983 með því að fá hann færðan í þáver- andi Víghólaskóla úr lítilli álmu í Kópavogsskóla og MK var eini skól- inn á landinu sem kenndi í BHMR- verkfallinu 1984. Flutningur MK í Víghólaskóla var grundvöllur fyrir stækkun skólans sem nú hefur gert MK að einu framsæknasta og stærsta skólasetri í landinu. Í Kópa- vogi er nú menntamiðstöð hótel- og ferðamálafræða, nemendur um og yfir þúsund talsins og komast færri að en vilja. Meistari var búinn að sjá INGÓLFUR ARNAR ÞORKELSSON ✝ Ingólfur ArnarÞorkelsson fæddist á Háreks- stöðum á Jökuldals- heiði 23. janúar 1925. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni 3. janúar síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Kópa- vogskirkju 11. jan- úar. framrás MK fyrir og ræddum við möguleika skólans oft. Oft þegar ég var einmitt kallaður á áríðandi fund meist- ara úr tíma við lítinn fögnuð kennara. Meist- ari setti línuna og ég átti að fara í þennan eða hinn ráðamanninn til að vinna MK gagn. Hann vildi fá stjórn- unarálmu við skólann, svo átti að taka yfir Hótel- og veitingaskóla Íslands, ferðamálaskól- ann og hefja öldunga- deildarnám sem fyrst. Menntamála- ráðuneytið var í höndum Sjálfstæðisflokksins á þessum tíma og ég sem einn af forystumönnum ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi átti að opna dyrnar til ráðherra, fyrst Ragnhildar Helgadóttur og svo Sverris Hermannssonar, ég aðeins 17–18 ára gamall. Nokkrir urðu fundir okkar með ráðamönnum ís- lenskra menntamála um málefni MK og þótt ekki væri þá sýnilegur ár- angur af þeim fundarsetum þá end- aði meistari skólameistaratíð sína með MK nálægt því sem hann hafði lýst fyrir mér áratug á undan. Þegar formennskutíð minni lauk vorum við meistari orðnir meira en samstarfsmenn, við vorum orðnir nánir vinir. Sagt var, að þrátt fyrir að himinn og haf hafi skilið okkur að í stjórnmálum þá hafi MK og sameig- inlegur metnaður okkar fyrir hans hönd skapað náið bandalag fyrir lífs- tíð. Eftir útskrift gat ég ekki sagt al- farið skilið við meistara og MK og sneri aftur til skyldustarfa sem af- leysingakennari um skamma hríð og svo sem nefndarmaður í skólanefnd MK í sex ár, þar af sem formaður tvö síðustu árin. Það var því ég sem fékk að kveðja hann og þakka honum fyr- ir frábært starf í þágu menntamála í landinu, þá sérstaklega í þágu Kópa- vogs, í miklu hófi sem haldið var hon- um til heiðurs þegar hann lét af emb- ætti skólameistara MK. En meistari var ekki hættur. Hann sagði við mig að enn ætti eftir að skrifa sögu MK fyrstu tuttugu árin og fékk hann styrk til þess frá bæjaryfirvöldum og menntamálaráðuneyti. Saga MK kom út í tveimur áföngum og eru frá- bært vitni um nákvæm vinnubrögð meistara sem fræðimanns og faglegs stjórnanda menntastofnunar á borð við MK. Það verður alltaf bara einn meist- ari. Sem leiðbeinandi og lærifaðir var meistari sá sem tók forystu, setti kúrsinn og hélt sjó þrátt fyrir mót- bárur og andstreymi. Hann gat verið harður í horn að taka en sanngjarn var hann alltaf bæði við kennara, nemendur og starfsfólk MK. Sem vinur var meistari passasamur upp á vinskapinn og áhugasamur um vel- ferð mína og fjölskyldu minnar. Ógleymanleg er sú stund sem fjöl- skylda mín eyddi með þeim Rann- veigu og meistara á Seyðisfirði í júlí 1998 en þar var meistari á heimavelli og sýndi okkur sinn gamla heimabæ. Við hjónin sendum Rannveigu Jónsdóttur, eiginkonu meistara, börnum hans og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur, minning um góðan dreng lifir. Það er með miklum söknuði en jafnframt djúpri virðingu sem ég kveð nú minn vin og félaga meistara Ingólf A. Þorkelsson. Hans verður minnst sem eins af brautryðjendun- um í íslenskum menntamálum. Minnisvarði meistara stendur stór og glæsilegur við Digranesveginn. Menntaskólinn í Kópavogi. Jón Kristinn Snæhólm, formaður nemendafélagsins 1985–1986. Það kom mér ekki á óvart, þegar Rannveig, eiginkona Ingólfs, hringdi til mín í Ósló og tjáði mér að Ing- ólfur, kær vinur minn til margra ára, væri látinn. Síðustu árin hefur Ing- ólfur háð harða baráttu, andlega og líkamlega, við erfiðan sjúkdóm, Parkinsonsjúkdóminn. Í þeirri bar- áttu hefur hann notið framúrskar- andi stuðnings Rannveigar. Hún hefur staðið við hlið hans og gert allt sem mögulegt var til þess að létta honum þá þungu byrði, sem á hann hefur verið lögð og hans fjölskyldu. Við Ingólfur höfum verið góðir vinir í áraraðir. Sú vinátta hófst þeg- ar við báðir hófum kennslustörf í Kópavogi. Það kom fljótt í ljós að Ingólfur hafði til að bera flest það sem prýða má farsælan kennara. Hann gerði kröfur til nemenda sinna og samkennara á réttlátan hátt. Mestar voru þó þær kröfur, sem hann gerði til sín sjálfs. Hann var sí- fellt leitandi meiri þekkingar til að auka kennslufræðilega menntun sína og aflaði sér bestu menntunar í sínum kennslugreinum, bæði hér heima og erlendis. Ingólfur var rökfastur og ræðu- maður góður og naut þess að standa fyrir framan hóp nemenda og miðla af þekkingu sinni. Það var bæði lær- dómsríkt og gefandi að starfa sem samkennari Ingólfs og ekki hvað síst að vera í hópi þeirra sem hann kall- aði félaga sína og vini. Ingólfur hafði góða söngrödd og söng í kórum og einnig einsöng við hin ýmsu tæki- færi. Ingólfur var mikill félagsmála- maður og starfaði mikið að fé- lagsmálum kennara og á fleiri sviðum. Bæði í stjórnmálafélögum og átthagafélagi Seyðfirðinga. Þegar litið er yfir farinn veg og starfsferil Ingólfs, þá ber þar hæst störf hans sem skólameistari Menntaskólans í Kópavogi. Undir- ritaður var einn úr forystusveit þeirra manna, sem beittu sér fyrir stofnun Menntaskólans í Kópavogi. Ég tel að það hafi verið mikil gæfa fyrir okkur, sem þá störfuðum að skólamálum í Kópavogi að þáverandi menntamálaráðherra, Magnús Torfi Ólafsson, skipaði Ingólf sem skóla- meistara MK, hins nýstofnaða skóla. Af atorku og miklum dugnaði og fag- mennsku vann Ingólfur að mótun hins nýja skóla, bæði hvað varðaði húsnæðismál og innra starf skólans. Honum heppnaðist að ráða til skól- ans hina hæfustu kennara á hinum ýmsu sérsviðum. Ásamt samkennur- um sínum og nemendum skólans tókst Ingólfi að móta skóla sem nýt- ur virðingar. Skóla sem um ókomin ár mun veita ungu fólki í Kópavogi og víða að hagnýta menntun. Það er virðulegur minnisvarði um farsæl störf Ingólfs. Ég votta Rannveigu og fjölskyldu innilega samúð og bið Guð að blessa minningu Ingólfs. Sigurjón Ingi Hilaríusson. Þegar kær vinur kveður eftir langa samfylgd leita á hugann marg- ar minningar. Það var undir miðbik nýliðinnar aldar sem fundum okkar Ingólfs Þorkelssonar bar fyrst sam- an hér í Reykjavík. Bæði voru ættuð að austan, hann frá Seyðisfirði en ég hafði slitið barnsskónum á Vopna- firði. Á þeim tíma, sem og jafnan síð- an, hópaðist ungt fólk af öllum lands- hornum til höfuðstaðarins í leit að menntun og starfsvettvangi. Það fór í Kennaraskólann, Stýrimannaskól- ann, Kvennaskólann eða Háskólann og nokkrar stúlkur í hinn nýstofnaða Húsmæðrakennaraskóla. Þarna kynntust aðkomnu ungmennin inn- byrðis og einnig bæjarbúum á sama reki og vinahópar urðu til sem marg- ir entust lengi. Svo sem vera ber ríkti glaðværð, bjartsýni og fram- farahugur hjá þessu unga fólki og löngun til að láta gott af sér leiða fyr- ir land og þjóð. Ingólfur og Óskar Halldórsson út- skrifuðust úr Kennaraskólanum og hófu strax kennslustörf en nýttu sér síðar kærkomið tækifæri sem kenn- urum bauðst til að taka stúdentspróf í áföngum. Þeim auðnaðist báðum að láta þann draum sinn rætast að ljúka háskólaprófi, sem þá lá ekki jafn beint við og nú, og það átti fyrir þeim að liggja að helga ævistarf sitt skóla- málum og menntun. Sömu sögu er að segja um hina félagana tvo í vinahópi okkar, Flosa Sigurbjörnsson og Hörð Bergmann. Og Ingólfur kynntist Rannveigu, þessari vitru og víðsýnu konu og hjartahlýju manneskju sem sífellt hlúir að og uppörvar og leysir sér- hvern vanda eins og við höfum marg- oft orðið vitni að, en ekki síst eftir að heilsan tók að bila hjá Ingólfi. Þvílíkt gæfuspor þegar þau bundust tryggðum. Um leið eignuðumst við stöllurnar, Jóna, Sigrún og Dóra, okkar allra bestu vinkonu. Við fráfall Ingólfs er mér efst í huga innilegt þakklæti fyrir hálfrar aldar vináttu, ógleymanlegar sam- verustundir í gleði og sorg, söng, ljóðalestur, rökræður um allt milli himins og jarðar, glettni, gamanmál og spakvitringahjal. Rannveigu, börnum hennar, tengdasyni og barnabörnum sendi ég samúðarkveðjur. Sigrún Árnadóttir. Þegar kær vinur er fallinn frá eftir langa baráttu við erfiðan sjúkdóm, er margs að minnast í gegn um tíð- ina. Við erum fæddir sama ár og vor- um því í barnaskóla á sama tíma. Það var árið 1936 sem Ingólfur varð að leggjast inn á spítalann á Seyðisfirði vegna lungnabólgu og í kjölfarið fleira. Það voru langir dagar og mán- uðir en hann dvaldi þar ca 9 mánuði og var það erfiður tími fyrir 11 ára dreng, móðir mín vann á spítalanum á þessum tíma og myndaðist góð tengsl á milli þeirra og kom ég því oft til að heimsækja hann og færa hon- um dönsku blöðin, aðallega Hjemm- et, því þar voru þeir kappar Bob og Frank í Afríku. Þessar myndasögur teiknaði Ingólfur upp í margar stíla- bækur og er ég viss um að dönsk tunga og mállýskur sem hann lærði af þessum blöðum hafi orðið kveikj- an af því dönskunámi er síðar varð. Eftir grunnskólann á Seyðisfirði lá leið okkar í Eiðaskóla tvo vetur og saman fórum við tvö sumur í vinnu á Þórshöfn, oft áttum við eftir að orna okkur við minningar frá Þórshafn- arverunni. Árið 1944 fór Ingólfur í Kennaraskólann og ég í Iðnskólann, svo áfram lágu leiðir okkar saman, við keyptum fæði hjá mikilli ágæt- iskonu, Ósk Jósepsdóttur, á Vestur- götu 22. Það voru mikil húsnæðis- vandræði í Reykjavík á þessum tíma og kom okkur þá því skemmtilega á óvart þegar Ósk bauð okkur 4 her- bergja íbúð á leigu í sama húsi, hún sagði, ég set þá upp að þið verðið nokkurs konar lífverðir mínir ef eitt- hvað kemur upp á, en maður hennar var langdvölum á sjónum. Þessari íbúð deildum við saman í sátt og samlyndi allt þar til að ég gifti mig 1947 og flutti burt, en að sjálfsögðu höfðum við ekki ráð á því að vera ein- ir í þessari íbúð og leigðum því vin- um okkar með okkur. Ingólfur stefndi á meira nám eftir Kennaraskólann og tók stúdentspróf utanskóla og áfram var haldið þar til BA-prófi í sögu og dönsku frá Há- skóla Íslands var náð og alltaf var hann að kenna með. Hann var skip- aður skólameistari nýstofnaðs Menntaskóla í Kópavogi árið 1973 og gegndi því starfi í 20 ár. Ingólfur var góður kennari og stjórnaði skólanum með miklum myndarbrag. Þau hitt- ust í veislu hjá mömmu, Ingólfur og Bryndís Jónsdóttir, skólasystir okk- ar frá Seyðisfirði, og þar kviknaði sú hugmynd að gaman væri að stofna Seyðfirðingafélag og hafa sólarkaffi sem við hrintum í framkvæmd árið 1980 og vorum við saman í stjórninni í 15 ár. Við vorum svo bjartsýnir að kaupa gamalt hús á Seyðisfirði og nú hófust miklar framkvæmdir. Var það vaskur hópur fólks sem lagði hönd á plóginn að betrumbæta húsið og var farið austur á hverju ári, oftast Ing- ólfur í fararbroddi, og er þar sann- arlega stolt burtfluttra Seyðfirðinga hvernig til hefur tekist. Ingólfur kvæntist mikilli ágætis- konu, Rannveigu Jónsdóttur cand. mag., og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn, sem voru miklir sólar- geislar hans. Við Inga vottum Rannveigu og fjölskyldu okkar innilegustu samúð, góður vinur er genginn. Guðmundur Jónsson. Ástkær vinur okkar, RAGNAR ÖRN, Fellsmúla 11, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðju- daginn 11. janúar. Minningarathöfn fer fram í Grensáskirkju, Reykjavík, fimmtudaginn 20. janúar kl. 15.00. Jarðsett verður frá Sauðárkrókskirkju laugar- daginn 22. janúar kl. 14.00. Aðstandendur. STEINUNN JÓHANNSDÓTTIR frá Glæsibæ í Sléttuhlíð, síðast til heimilis á Háaleitisbraut 101, lést á Hornbrekku í Ólafsfirði föstudaginn 14. janúar. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstu- daginn 28. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Hornbrekku, nr. 1127-26-550180, kt. 460184 0109. Hanna Níelsdóttir og fjölskylda. Eiginmaður minn, HJÖRLEIFUR TRYGGVASON bóndi á Ytra-Laugalandi í Eyjafjarðarsveit, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 13. janúar síðastliðinn. Hann verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 21. janúar kl. 13.30 og jarðsettur að Munkaþverá. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Vilborg Guðrún Þórðardóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN MARÍA MAGNÚSDÓTTIR, Háaleitisbraut 14, Reykjavík, lést á Landssptítalanum við Hringbraut föstu- daginn 14. janúar. Jarðsungið verður frá Háteigskirkju mánu- daginn 24. janúar kl. 15:00. Sævar Óskarsson, Elín Ósk Óskarsdóttir, Arngrímur Þorgrímsson, Anna Maggý Óskarsdóttir, Pálmar Þór Snjólfsson, Óskar Þór Arngrímsson, Eygló Björk Pálmarsdóttir, Arnar Már Pálmarsson, María Rós Arngrímsdóttir, Lilja María Pálmarsdóttir,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.