Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 32
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes HVAÐ MEÐ ÞAÐ ÞÓ AÐ ÞÚ SÉRT ORÐINN 26 ÁRA? TÍMINN FER SÍNA LEIÐ KOMDU AFTUR! BÍDDU AÐEINS ÞJÁLFARI! FYRST ÉG ÞARF HV0RT EÐ ER AÐ VERA ÚTI Á VELLI ÞÁ ÆTLA ÉG AÐ VERA BERFÆTT. ERTU TIL Í AÐ HAFA AUGA MEÐ SKÓNUM MÍNUM? VILTU EKKI BARA AÐ ÉG BRONSHÚÐI ÞÁ LÍKA?!! EN KALDHÆÐINN ÞJÁLFARI! SAMKVÆMT ÞESSARI GREIN ÞÁ HAFA SEX ÁRA BÖRN HORFT Á AÐ MEÐALTALI 5000 KLUKKUSTUNDIR AF SJÓNVARPI. ÞRJÁ FJÓRÐU AF LÍFI SÍNU ÉG ER EKKI BÚINN AÐ HORFA Á NÆRRI ÞVÍ SVONA MIKIÐ! AÐ ÉG SKULI HAFA VERIÐ SVIPTUR RÉTTI MÍNUM TIL ÞESS AÐ FYLLA MIG NAUÐSYNLEGRI VITNESKJU . ALLAR ÞÆR VÖRUR SEM HAFA VERIÐ AUGLÝSTAR OG ÉG VEIT EKKI AÐ ERU TIL! FLÝTTU ÞÉR!! EF VIÐ NÁUM AÐ HORFA Á SJÓNVARPIÐ FRAM AÐ HÁTTATÍMA ÞÁ GET ÉG BÆTT UPP FYRIR GLATAÐAR KLUKKUSTUNDIR HANN BÆTIR SÉR UPP SLJÓVGUNINA ÞÚ VERÐUR AÐ HJÁLPA MÉR AÐ LÆRA ÞESSA AUGLÝSINGU Svínið mitt © DARGAUD SUÐUR-AFRÍKA... ADDA VERÐUR ÁNÆGÐ ELSA SKRIFAÐI OKKUR JIBBÍ! SVALT! GROIN! ÞAÐ ER EINS OG ELSA SKIPTI MEIRA MÁLI EN FORLEDRAR ÞÍNIR AUGLJÓST! GROIN! GÓÐAR FRÉTTIR? MEIRI HÁTTAR! LÁTTU MIG SJÁ HVAÐ SEGIR HÚN SVONA SNIÐUGT? MAGDAG MABAB DUGÍ MINBANABADANGA TUKÚKÍDÚK BINAMBA BÚDUNUKUN DAM DIMIBAMBA DIMIBAMBA ER ÞORPIÐ HENNAR! OG SÍÐAN ENDAR HÚN Á ÞVÍ AÐ SEGJA... DIMABAND DUNIM RIGAMDIMBADA OBUNDUM SIMBADANDA FRÁBÆRT! ER ÞAÐ EKKI? HVAÐ ERTU AÐ GERA? SKRÁ MIG Á AFRÍSKU-NÁMSKEIÐ ÉG VERÐ AÐ VITA HVAÐ BARNIÐ ER AÐ LESA TRALALA LALA GROIN! Dagbók Í dag er miðvikudagur 19. janúar, 19. dagur ársins 2005 Eigum við að fara íbíó í dag? sagði Víkverji við litla dótt- ur sína sem hefur bara kynnst bíó- húsum af afspurn þegar eldri og reynd- ari systkini hennar tala fjálglega um fyr- irbærið. Já sagði hún og rauk strax til að láta alla á heimilinu vita hvað stæði til. Og þá var að athuga hvaða myndir væru í boði í bíó. Jú Búi og Símon í Smárabíói og í Laug- arásbíói og The Incredibles í Há- skólabíói og í Sambíóunum í Álfa- bakka og Kringlunni. Nú voru góð ráð dýr. Hvað var við hæfi þriggja ára prinsessu sem hefur gaman af Barbí, Gosa og Línu langsokk? Hefði hún gaman af þessu sem í boði var? Veðjað var á Búa og Sím- on. Tilhlökkunin leyndi sér ekki þegar hún gekk í prinsessudressinu í bíósalinn. Tilhlökkunin vék hins vegar fyrir vonbrigðunum þegar myndin byrjaði. Víkverji hefði alls ekki átt að velja þessa mynd. Myndin átti alls ekki við barnið, sem var til skiptis hrætt og von- svikið. Eftir tuttugu mínútur leiddi Víkverji hnátuna út og fór í heim- sókn til ömmu sem á margar spólur til að horfa á. Hún sagði systkinum sínum um kvöldið að þetta hefði verið ljót mynd og hún ætlaði aldrei aft- ur í bíó. Bara í leikhús að sjá Línu sem verð- ur þá í annað sinn á skömmum tíma. Í kjölfarið á þessari reynslu fór Víkverji að velta fyrir sér bíó- myndunum sem í boði eru. Hvers vegna er verið að sýna tvær myndir sem henta litlum börnum á höfuðborgarsvæð- inu? Eru barnamyndir í bíó að detta upp fyrir? x x x Í hálkunni undanfarna daga hefurVíkverji rekist á roskið fólk sem reynir að fóta sig á ísnum við illan leik. Víkverji hvetur húseigendur til að moka líka gangstéttirnar fyrir framan húsin þegar þeir eru að moka gangstígana að húsum sínum og sanda eða salta þar sem hálkan er mjög mikil. Hjálpsamir ungling- ar ættu svo endilega að bjóðast til að fara út í búð fyrir gamalt fólk og ná í þær nauðsynjar sem það van- hagar um. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is        Hafnarfjörður | Vinnuvélar sveitarfélaga víða um land hafa undanfarna daga staðið í baráttu við að halda götunum hreinum af snjó og ís. Beinasta lausnin er gjarnan að veita snjónum upp á gangstéttar þar sem hann er ekki fyrir bíl- unum og vegfarendur geta kæst við að klöngrast yfir hann á leið sinni á áfangastað. Þá er honum stundum mokað í stórar hrúgur. Stundum, þegar veður breytast ört snjórinn bráðnar og frýs aftur, verða til stórskemmtileg ísfjöll sem ungu fólki þykir óviðjafnanlegt að príla yfir. Morgunblaðið/Golli Klöngrast á klakahrúgu MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Vakið, standið stöðugir í trúnni, verið karlmannlegir og styrkir. Allt sé hjá yður í kærleika gjört. Náðin Drottins Jesú sé með yður. (Kor.16,13-14.23.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.