Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 22
06 6 + 8 + $ !,9*  :7 +,9*     * +,9*   !8& -  ;4 ! +%8,   !"   #$  %$$ "   $ 5 -+ "  ( "&7"%" $ !+ 3  6 6 , "( 8( &  3"9-(   + < / *,9* : " ,3& $ + +<, + +<,  ,=  + =! *'+,-./0,12*/3 #    1450678(89 &  '()'* ) +   . 0      0  ( NÝ risaþota, stærsta far-þegaþota heims, var af-hjúpuð með mikilli við-höfn í höfuðstöðvum evrópska flugvélaframleiðandans Airbus í gær. Leiðtogar Frakklands, Bretlands og Þýskalands fluttu ávörp og lýstu risaþotunni sem „evr- ópskum sigri“ með skírskotun til samkeppninnar milli Airbus og bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing. Nýja risaþotan Airbus A380 er með 555 sæti fyrir farþega og er stærri en breiðþotan Boeing 747. Airbus-þotan er þriggja hæða og á neðstu hæðinni er rými fyrir veit- ingastofur, setustofur og fleira, auk farmrýmis. Gólfrými nýju risaþotunnar er 49% meira en þotna af gerðinni Boeing 747. Lággjaldaflugfélög gætu komið allt að 840 sætum fyrir í þotunni. Önnur flugfélög, þeirra á meðal Virgin Atlantic, ætla hins veg- ar að nota aukarýmið til að bjóða upp á ýmis þægindi, svo sem líkams- ræktartæki, snyrtistofu, barnaher- bergi og bari. Virgin Atlantic hyggst jafnvel koma upp spilavíti og hjóna- rúmum í sex risaþotum sem flug- félagið hefur pantað. Tákn um evrópska samvinnu Nýju þotunni var lýst sem tákni um evrópska samvinnu eins og hún gerist best. „Gamla, góða Evrópa hefur gert þetta mögulegt,“ sagði Gerhard Schröder, kanslari Þýska- lands. Hann skírskotaði til þess að bandarískir ráðamenn töluðu um Frakkland, Þýskaland og fleiri Evr- ópuríki sem „gömlu Evrópu“ vegna andstöðu þeirra við innrásina í Írak. Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, lýsti risaþotunni sem „miklum evrópskum sigri“ og Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, tók í sama streng. „Þetta er mest spennandi nýja flugvélin í heiminum, tákn um efnahagslegan styrk og tækninýj- ungar,“ sagði Blair. Airbus hefur nú tvö ár í röð selt fleiri farþegaþotur en Boeing og stjórnendur evrópska flugvélafram- leiðandans telja að nýja risaþotan verði til þess að hann nái enn meiri forystu á næstu árum. Ætla að selja 750 þotur Hönnun og þróun risaþotunnar kostaði 10,7 milljarða evra, sem sam- svarar 870 milljörðum króna. Stjórn- endur Airbus segja að selja þurfi 250 þotur til að standa undir kostnaðin- um og hafa sett sér það markmið að selja svo margar þotur á þremur ár- um. Þeir telja að hægt verði að selja alls um 750 risaþotur. Stjórnendur Boeing telja hins vegar að á næstu tveimur áratugum verði aðeins þörf fyrir um 4 sem eru stærri en Boeing telja að meiri spurn verði e og langdrægum þotum ein Dreamliner sem Boeing hyg á markað á næstu árum. Þrettán flugfélög hafa þe að 139 Airbus A380-þotur Jacques Chirac Frakklandsforseti, Gerhard Schröder Þýskalandskanslari og Jose Luis Rodriguez Zapa Blair, forsætisráðherra Bretlands, þegar hin nýja risaþota Airbus-flugvélaverksmiðjanna var afhjúpuð Airbus fagnar „gömlu, góðu E Stærsta far- þegaþota heims afhjúpuð í Frakklandi Toulouse. AFP, AP. Hlutar Airbus A380 eru framleiddir í verksmiðjum í Frakklandi, landi, Bretlandi og á Spáni. Risaþotan er sett saman í Frakkland 22 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. RÉTTUR FORELDRA LANGVEIKRA BARNA Ífréttaskýringu í Morgunblaðinuí gær kemur fram að nefnd ummálefni langveikra barna vinn- ur um þessar mundir að því að móta tillögur sem ætlað er að „tryggja betur en nú er rétt foreldra til launa í fjarveru frá vinnu og rétt til sjúkra- dagpeninga vegna veikinda barns,“ eins og segir á vef félagsmálaráðu- neytisins. Full ástæða er til að taka undir með Rögnu K. Marinósdóttur, framkvæmdastjóra Umhyggju – fé- lags til stuðnings langveikum börn- um, um að þetta sé mjög brýnt mál sem löngu tímabært er að lausn verði fundin á. Stefnt er að því að nefndin skili til- lögum sínum um mánaðamótin. Starf hennar hefur að miklu leyti byggst á niðurstöðum könnunar sem gerð var á síðasta ári á fjölskyldu- högum foreldra með langveik börn. Meðal þess sem rannsóknin leiddi í ljós er að margir þessara foreldra, einkum mæður, missa um sex mán- uði úr vinnu á ári. Þá sé ákveðinn hópur sem komist alls ekki út á vinnumarkaðinn. Í íslensku lagaumhverfi eru engin ákvæði til staðar sem tryggja for- eldrum laun vegna langvinnra veik- inda barna þeirra. Veikindaréttur vinnandi fólks vegna barna er mis- jafn eftir stéttarfélögum, en al- mennt á bilinu 7-14 dagar á ári. Ingi- björg Georgsdóttir, barnalæknir hjá Tryggingastofnun, segir að síðan reyni á velvild vinnuveitanda. Hún bendir á að miðað við aðrar þjóðir Evrópu vinni Íslendingar bæði mik- ið og eigi hlutfallslega mörg börn, en séu hinsvegar réttindalitlir þegar komi að veikindum barna. Fram kemur í fréttaskýringunni að sum stéttarfélög, þar á meðal VR og Efling, hafi reynt að koma til móts við foreldra sem þurfi að vera frá vinnu vegna langvinnra veikinda barna. Til dæmis geti félagsmenn í VR haldið 80% launum í 270 daga á ári. Það er lofsvert, en engu að síður er brýnt að viðunandi veikindaréttur verði tryggður öllum foreldrum langveikra barna. Ekki er unnt að treysta eingöngu á samninga eða sjúkrasjóði stéttarfélaga í því efni. Þar er ekki fyrst og fremst um hags- muni launþeganna að ræða heldur hagsmuni barnanna. Þá bendir Ragna K. Marinósdóttir á að einnig þurfi að huga að veik- indaréttindum foreldra almennt, enda einkennist fyrstu tvö árin í lífi barna oft á tíðum af sýkingum og öðrum veikindum, sem geti valdið töluverðum fjarvistum foreldra frá vinnu. Það komi niður á stórum hópi fólks, og einna helst einstæðum for- eldrum. Enginn vafi leikur á því að foreldr- ar langveikra barna þurfa að takast á við mikla erfiðleika. Leifur Bárð- arson, barnaskurðlæknir og varafor- maður Umhyggju, lýsti því í viðtali við Morgunblaðið fyrir skömmu að það að eignast langveikt barn jafn- gilti nánast því að veröldin hryndi. Það hefði gríðarleg áhrif á alla fjöl- skylduna, sem ætti nóg með að glíma við tilfinningalegar hliðar málsins þó að fjárhagsáhyggjur bættust ekki við. Ljóst er að bót á réttindum for- eldra langveikra barna mun hafa einhvern kostnaðarauka í för með sér fyrir ríkissjóð. En ef einhvers- staðar er brýnt að öryggisnet sam- félagsins sé tryggilega strengt er það þegar kemur að hagsmunum veikra barna. Um það getur ekki verið ágreiningur. EVRÓPA ÓGNAR Ekki er langt síðan Bandaríkja-menn voru allsráðandi í heim- inum í framleiðslu farþegaflugvéla. Um tíma voru þrír framleiðendur farþegaflugvéla starfandi þar vestra, auk Boeing-verksmiðjanna, voru bæði Douglas-verksmiðjurnar sögufrægu og Lockheed í fram- leiðslu farþegavéla. Nú er Boeing eini framleiðandi stórra farþega- flugvéla, sem máli skiptir vestan hafs. Á síðustu áratugum hafa Evrópu- þjóðir smátt og smátt byggt upp myndarlega flugvélaframleiðslu. Nú er svo komið að þær standa a.m.k. jafnfætis Bandaríkjamönn- um á þessu sviði. Og vel má vera, að þær séu komnar með forskot á Boeing-verksmiðjurnar eftir að stærsta farþegaþota heims var kynnt í Evrópu í gær. Þetta snýst ekki eingöngu um flugvélaframleiðslu. Þetta snýst um það að Evrópusambandsríkin eru óðum að ná jafnstöðu við Bandaríkin, sem efnahagsveldi. Það er hollt fyrir alþjóðasamfélag- ið. Á hinn bóginn er langt frá því að Evrópuþjóðirnar standi jafnfætis Bandaríkjunum pólitískt og hern- aðarlega. Þrátt fyrir augljóst ríki- dæmi þeirra eru þær ekki reiðu- búnar að verja jafn miklum hluta þjóðartekna sinna til þess að byggja upp herveldi eins og Banda- ríkjamenn gera. Á meðan svo er geta þær ekki keppt við Bandaríkin um pólitísk áhrif á heimsbyggðinni. Evrópuþjóðirnar hafa náð þess- um áfanga í flugvélaframleiðslu með gífurlegum ríkisstyrkjum. Í rauninni skiptir það engu máli, þótt Boeing-verksmiðjurnar haldi uppi stöðugum klögumálum af þessum sökum. Það sem máli skiptir fyrir Evrópuþjóðirnar er að þær hafa náð þessum árangri. Bandaríkjamenn eru líka sér- fræðingar í að veita fyrirtækjum ríkisstyrki án þess að það sjáist og augljóst, að þeir styðja við bakið á Boeing-verksmiðjunum með ýms- um hætti. Nýja Airbus-þotan er tákn þess, að Evrópuríkin eru byrjuð að ógna efnahagsveldi Bandaríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.