Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 21 UMRÆÐAN Útsala • Útsala • Útsala Klappastíg 44 - sími 562 3614 Innleggsnótur og gjafakort í fullu gildi á útsölunni FYRIR nokkru skrifaði ég grein með þessari fyrirsögn þar sem ég færði rök fyrir samlíkingunni. Við- brögð hafa verið ótrúlega jákvæð utan nokkurra aðilja sem virðast misskilja hvað málið snýst um. Einn þessara, í nafni „Samtaka um betri byggð“, eyðir löngu máli í að bera saman hvernig Reykjavíkurflugvöllur eins og hann er í dag myndi líta út í mið- borg Kaupmannahafn- ar og hvaða hverfi þar yrðu fyrir ónæði af flugumferð og áhrif á hæð húsa þar. Sú um- fjöllun er byggð á mis- skilningi því ekki er verið hér að ráðgera óbreyttan fugvöll. Einnig er verið að bera saman ólík sam- göngumannvirki sem þjóna sama tilgangi, flutningi á fólki. Aðstoðarmaður landbún- aðarráðherra býr í Keflavík og sækir vinnu til Reykjavíkur og finnst ekkert tiltökumál að aka á milli utan umferðaröngþveitis þegar til borgarinnar er komið. Sá hefur einnig áhyggjur af landnýtingu í Vatnsmýrinni. Víðast hvar í heim- inum mundi hann taka lestina í stað þess að nota bílinn og taka þátt í að mynda umferðaröngþveitið, geta jafnvel unnið á leiðinni og undirbúið sig undir daginn. Fyrir seinni heimsstyrjöld var tekin um það ákvörðun að leggja ekki lestarkerfi um landið heldur veðja á flugið. Hvort sem sú ákvörðun var rétt eða röng er það staðreynd sem við verðum að horf- ast í augu við. Í Evrópu hafa samgöngur með sí- fellt hraðskreiðari og þægilegri járnbrautarlestum aukist jafnt og þétt á kostnað flugs vegna þeirra kosta að stíga inn í lest í einhverri miðborginni og út úr lestinni í ann- arri miðborg. Semsagt engar tíma- frekar ferðir út á fjarlægan fugvöll. Skömmu fyrir heimsstyrjöld voru uppi ráðagerðir um lítinn flugvöll í Vatnsmýrinni en ekkert varð af framkvæmdum, en skömmu eftir að Bretar hernámu landið hófust þeir handa um gerð vall- arins. Hann er óþarf- lega stór fyrir innan- landsflugið enda varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll. Það er ótækt. Nægilegt er að Akureyrarflugvöllur og Egilsstaðaflugvöllur sinni því hlutverki. Í þessu járnbraut- arleysi er heppni að hafa flugvöll nánast við miðborgina þar sem hægt er að aka upp að annarri hlið húss og ganga út í flugvél hin- um megin alveg eins og á járn- brautarstöð. Þetta er sama hugsun og byggt var á þegar hin glæsilega Tempelhofflugstöð í miðborg Berl- ínar var byggð árið 1938 (sjá grein í Morgunblaðinu 9. janúar sl.) Temp- elhofflugvöllurinn er með elstu flug- völlum í heimi, var tekinn í notkun 1923 og hefur verið lengi í notkun. Í Berlín eru tveir aðrir flugvellir. Nú stendur til að leggja annan þeirra niður ásamt þeim gamla sem er e.t.v skiljanlegt þar sem í Berlín eru járnbrautarstöðvar. Eigi að síð- ur hefur einn virtasti núlifandi arki- tekt, sir Norman Foster, haldið því fram að Tempelhofflugvöllur og -flugstöð sé móðir allra nútíma- flugvalla og lokun orki því tvímælis. Við að minnka Reykjavík- urflugvöll niður í eina flugbraut, vestur-austur-braut (með e.t.v. lengingu), fæst byggingarland á stærð við gamla vesturbæinn norð- an megin og nálægt annað eins sunnan til. Ekki er úr vegi að eiga síðan landið undir flugbrautinni til framtíðarnota því loftför framtíð- arinnar munu sennilega koma lóð- rétt niður. Flytja þarf alla aðstöðu einka- og kennsluflugs suður fyrir flugbraut- ina til að fá samfellt bygging- arsvæði. Nýja flugstöð/umferð- armiðstöð mætti tengja við Hótel Loftleiðir eða nýta sjálfa hótelbygg- inguna undir flugstöð með viðbygg- ingum. Þar væru hjóla- og bílaleig- ur. Flugfargjöld þyrftu að lækka heilmikið, sömuleiðis bílaleigubílar, þannig að verulegt hagræði væri að því að taka flug og bílaleigubíl fyrir utanbæjarfólk. Sama ætti við um Reykvíkinga á leið út á land. Með flutningi innanlandsflugs til Keflavíkur mundi innanlandsflugið nánast leggjast af og umferð til og frá höfuðstaðnum aukast ennfrekar með tilheyrandi aukningu á slysum. Nógu slæmt er ástandið nú þar sem alltof þungir flutningabílar eyðileggja okkar veikbyggðu þjóð- vegi og greiða ekki nema brot af þeim kostnaði sem af því hlýst. Heyrt hef ég tölur um að einn flutningabíll slíti vegi á við 400– 1.600 fólksbíla. Þá tekur jeppafarg- anið á alnegldum túttum sinn toll af vegunum. Fram kom hjá hinum dönsku ráðgjöfum um staðarval Landspít- ala til framtíðar, að Hringbraut og nálægð við flugvöllinn væri hag- stæður valkostur vegna vegna þeirra fjölmörgu sjúklinga sem koma með flugi utan af landi. Það yrði verulegt óhagræði fyrir þann hóp, en stór hluti hans kemst með venjulegu farþegaflugi nú vegna nálægðar spítalans. Land- spítalinn er nefnilega spítali allra landsmanna. Sama er um Reykja- víkurflugvöll. Hann er ekki einka- mál Reykvíkinga heldur allra lands- manna. Reykjavík er verulegur hagur að flugvellinum bæði hvað varðar at- vinnu tengda beint og óbeint við flugreksturinn ásamt öllum þeim ferðamönnum sem fara þar um. Þeim myndi fækka verulega ef flug- völlurinn yrði lagður niður, en fjölga verulega ef hann yrði lag- færður og gerð vegleg samgöngu- miðstöð. Samtímis fengist nægilegt landrými til uppbyggingar miðborg- arinnar. Reykjavíkurflugvöllur – aðaljárnbrautarstöð Reykjavíkur Magnús Skúlason fjallar um samgöngur ’Í þessu járnbraut-arleysi er heppni að hafa flugvöll nánast við miðborgina þar sem hægt er að aka upp að annarri hlið húss og ganga út í flugvél hinum megin alveg eins og á járnbrautarstöð.‘ Magnús Skúlason Höfundur er fv. formaður Bygginganefndar Reykjavíkur.              #  , &    01$2 "  3&" 01$2 "  3&"  &4 ( & / ("& & 5" 4    4  6- MIKIL ánægja ríkti við opnun nýrrar yfirbyggðrar 50 metra sundlaugar sem vígð var við hátíð- legt tækifæri í Laugardalnum 2. janúar sl. Þar lýstu forráðamenn sundhreyfingarinnar yfir að með opnun þessarar laugar væri nýr kafli hafinn í sundsögu landins. Allt frá árinu 1998, þegar tillaga um byggingu þessa mannvirkis var samþykkt og í framhaldi þegar efnt var til samkeppni um hönnun mannvirkisins, ríkti mikil tilhlökkun meðal sundmanna. Nið- urstaða dómnefnd- arinnar lá síðan fyrir í janúarmánuði 1999 og nú tæpum sex árum síðar er þetta glæsi- lega mannvirki fullbú- ið tilbúið til notkunar. Þessi nýja laug er án efa skrautfjöður fyrir Reykvíkinga og er sjö- unda almennings- sundlaugin sem rekin er í borginni. Fjárhagsáætlun stóðst Heildarkostnaður vegna nýju laug- arinnar og viðbygg- ingarinnar nemur 1.130 milljónum króna og er það fagnaðar- efni að framkvæmdin stóðst þá fjárhags- áætlun sem lagt var af stað með í upphafi. Þetta glæsilega mann- virki er bylting fyrir sundíþróttina í landinu og almenn- ing í borginni. Það er fyrst og fremst hannað með tilliti til fjöl- breytileika í notkun laugarinnar. Þannig er brú sem skiptir 50 metra lauginni, þannig að hún skiptist í tvær 25 metra laugar. Hægt er að hækka og lækka hluta af botninum, og jafnvel að hækka hitastigið aðeins í hluta laug- arinnar. Boðið verður upp á að- stöðu til ungbarnasunds, skóla- sunds, æfinga fyrir sundfélögin og almenningssunds. Staðsetning laugarinnar býður einnig upp á glæsilega tengingu við útilaug, heita potta og eina bestu líkams- ræktaraðstöðu á landinu svo og annað íþrótta- og útivistarsvæði í dalnum. Þetta er fyrsta sundlaugin hér á landi, sem stenst kröfur sem gerðar eru vegna alþjóðlegs móta- halds. Mannvirkið er sérstaklega hannað með það í huga að hér verði hægt að halda alþjóðleg sundmót og stenst bæði þær kröf- ur sem gerðar eru til keppni í sundíþróttum og sundknattleik. Reykjavíkurborg og sveitarfélögin hér á höfuðborgarsvæðinu eru sammála um, að þessi laug sé í raun þjóðarleikvangur fyrir sundí- þróttina. Sjö sundlaugar í borginni Eins og áður sagði eru nú frá ára- mótum sjö almenningssundlaugar í rekstri í hverfum borgarinnar, Vesturbæjarlaug, Sundhöllin, Laugardalslaug, Árbæjarlaug, Breiðholtslaug, Grafarvogslaug, sundlaug við Íþróttamiðstöðina á Kjalarnesi og nú ný yfirbyggð laug í Laugardal. Á síðasta ári sóttu um 2 milljónir gesta sundlaugar borg- arinnar og sýnir það e.t.v. best þann mikla áhuga sem er á þessari góðu og ódýru heilsurækt í borg- inni. Þessi aðsókn er einhver sú mesta í heimi pr. íbúa, enda laug- arnar einstakar, þ.e. að það skuli vera hægt að synda í heitu vatni allt árið um kring sama hvernig viðrar. Rekstrarkostnaður borg- innar vegna þessara sjö sundlauga var á síðasta ári tæpar 179 milljónir. Þessum skatttekjum borg- arinnar er vel varið út frá því mikla heilsufarslega for- varnargildi sem sund- ið hefur. Sundlaugarnar eru fyrir alla Allir aldurshópar stunda sund. Fyrst er þar að nefna ung- barna- og síðar skóla- sundið sem öll börn í grunnskólum borg- arinnar stunda. Aldr- aðir eru fjölmennur hópur þeirra sem stunda sundið og sundleikfimi hluti af þeirri þjónustu sem eldri borgarar njóta í laugunum. Sá hópur nýtir sér sundlaugar borgarinnar án endur- gjalds og er það ekki síst vegna þess hversu jákvæð heilsufarsleg áhrif sundið hefur. Ekki má gleyma andlegum og félagslegum hliðum því sund er ekki bara sund. Sundið er jafn- framt því að vera líkamsrækt tæki til slökunar og vellíðunar auk þess sem nota má það til leikja og skemmtunar. Og sundið er ekki bara vinsælt meðal Íslendinga. Þannig hefur könnun Rannsóknar og ráðgjafar ferðaþjónustunnar ehf., sem framkvæmd var á sl. ári við brottför 1.792 ferðamanna í Leifsstöð á tímabilinu janúar til maí, sýnt fram á að sund er ein allra vinsælasta afþreying ferða- manna á Íslandi. Alls höfðu 57% þeirra farið í sund meðan áheim- sókn þeirra stóð. Sundlaugarnar í borginni eru þannig fyrir alla borgarbúa og gesti þeirra. Sundlaugarn- ar í borginni Anna Kristinsdóttir fjallar um sundlaugar Anna Kristinsdóttir ’Þessi nýjalaug er án efa skrautfjöður fyrir Reykvík- inga og er sjö- unda almenn- ingssundlaugin sem rekin er í borginni.‘ Höfundur er borgarfulltrúi og formaður íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur. mbl.is smáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.