Morgunblaðið - 25.01.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.01.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 23. TBL. 93. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Vín skal til vinar drekka Hitchcock og Burton fengu aldrei verðlaunin eftirsóttu | Menning Óskarslausir meistarar Þúsund rauðvínsflöskur við kjör- aðstæður í kjallaranum | Daglegt líf Íþróttir L50776 Sterkt lið Slóvena L50776 Verðum að vinna, segir Viggó L50776 Verður Heiðar á skotskónum gegn Liverpool? METHÆKKANIR urðu á íbúða- verði í sérbýli á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2004. Vísitala sem Fasteigna- mat ríkisins reiknar út og byggist á kaupsamningum um íbúðarhúsnæði hækkaði hvað sérbýlið varðaði úr 173,7 í desember árið 2003 í 234,5 í desember síðastliðnum sem jafngildir 35% hækkun á einu ári. Hækkunin síðustu sex mánuðina er 20%. Að stærstum hluta er um raun- hækkun að ræða, þar sem vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 2,6% á sama tímabili. Verðið hefur því hækkað um nær þriðjung að raungildi á þessu tólf mánaða tímabili. Íbúða- verð hefur ekki áður hækkað svo mik- ið á einu ári eftir því sem best er vitað, samkvæmt upplýsingum Fasteigna- mats ríkisins, að minnsta kosti ekki á tímum stöðugs verðlags frá því í byrj- un tíunda áratugar síðustu aldar. Verð á íbúðum í fjölbýli á höfuð- borgarsvæðinu hækkaði einnig veru- lega, en þó mun minna en íbúðir í sér- býli. Hækkunin á síðasta ári nemur 19,9% og þegar það er lagt saman við hækkun sérbýlisins kemur fram að verð á húsnæði á höfuðborgarsvæð- inu hækkaði að meðaltali um 23,3% samkvæmt vísitölu fasteignaverðs. Tvöfaldast í verði frá 1999 Meðaltalshækkun á húsnæði hefur aðeins einu sinni orðið meiri ef litið er til seinustu tíu ára, en það var frá febrúar árið 1999 til febrúar 2000, en þá hækkaði vísitala íbúðaverðs um 24,2% á því tólf mánaða tímabili. Frá ársbyrjun 1999 og til loka árs 2004 eða á sex ára tímabili hefur verð á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæð- inu um það bil tvöfaldast. Jón Guðmundsson, fasteignasali hjá Fasteignamarkaðnum, segir að enn sé mikil eftirspurn eftir húsnæði og framboð ekki samsvarandi þannig að verðið sé ennþá stígandi fremur en hitt. Hann sagði að ástæðurnar fyrir mikilli hækkun íbúðaverðs væru margþættar. Auðvitað réði aukið lánaframboð miklu, því þá kæmi fleira fólk inn á markaðinn en áður að leita eftir eignum. Framboð á eignum svaraði ekki til aukinnar eftirspurnar og því hækkaði verðið. Jón sagði að það sem héldi nokkuð aftur af hækkunum væri að mikið væri byggt af nýju húsnæði. Verð- hækkanir hefðu orðið enn meiri, ef ekki hefði verið mikið um eignir í smíðum. Hann bætti því við aðspurð- ur að hann sæi ekki fyrir endann á þessum verðhækkunum eins og sakir stæðu og sér fyndist að verðið ætti eftir að hækka enn um sinn. Hækkun á verði fyrir sérbýli var 35% í fyrra MT50MT48MT48MT51 Sér ekki enn fyrir endann á verðhækkunum á fasteignamarkaði VIKTOR Jústsjenko, nýr forseti Úkraínu, hét Vla- dímír Pútín Rússlandsforseta því í gær að löndin tvö yrðu bandamenn ?að eilífu? en bæði tilheyrðu þau í eina tíð Sovétríkjunum sálugu. Jústsjenko kvaðst vilja undirstrika, er hann hitti Pútín í Kreml í gær, að för hans til Moskvu væri fyrsta för hans utan eftir að hann var svarinn í embætti í Kíev á sunnudag. ?Þetta er til marks um að við metum sam- band okkar mikils. Rúss- land er strateg- ískur sam- starfsmaður að eilífu,? sagði hann. Pútín fagnaði ummælunum og vel virtist fara á með þeim Júst- sjenko í gær en eins og menn muna þá studdu rússnesk stjórn- völd Viktor Jan- úkóvítsj, keppinaut Jústsjenkos, með ráðum og dáð í úkraínsku forsetakosningunum og sakaði Jústsjenko þá Rússa um ósæmilega íhlutun í úkra- ínsk innanríkismál. Tímosjenko forsætisráðherra Athygli vakti þó að á sama tíma og Jústsjenko hitti Pútín í Moskvu voru talsmenn hans í Kíev að greina opinberlega frá því að forsetinn hefði skip- að Júlíu Tímosjenko sem forsætisráðherra en hún hefur á síðustu árum verið einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Úkraínu og í hópi nánustu samstarfsmanna Jústsjenkos. Var talið öruggt að ráðamenn í Kreml tækju því þunglega að Tímosjenko yrði forsætisráðherra en hún er m.a. eftirlýst í Rússlandi í tengslum við rannsókn á mútumálum er upp komu á síðasta áratug. Bandamenn ?að eilífu? Moskvu. AFP. L52159 Tímosjenko/14 Viktor Jústsjenko og Vladímír Pútín í Kreml í gær. FORYSTUMENN í kosningabandalagi helstu flokka sjíta sögðust í gær ekki hafa uppi nein áform um að koma á klerkastjórn í Írak í líkingu við þá sem fer með völdin í ná- grannaríkinu Íran, fari svo að bandalagið beri sigur úr býtum í kosningunum í Írak nk. sunnudag. Þeir hétu jafnframt að láta ekki draga sig út í borgarastríð með því að svara árásum skæruliða, sem flestir eru taldir af kvísl súnníta, á sjíta í Írak undanfarnar vikur. Bandalag sameinaðra Íraka er kosninga- bandalag fjölda flokka, þ.á m. stærstu flokka Íraks, Íslamska byltingarráðsins (SCIRI) og Dawa-flokksins, auk þess sem það nýtur blessunar Ajatollah Ali Sistanis, helsta trúar- leiðtoga sjíta. Mohammad Said al-Jaf, sem einnig gengur undir nafninu Abu Omar al-Kurdi, er sagður ?hættulegasti? bandamaður al-Zarqawis. Er hann sagður bera ábyrgð á 32 árásum, þar á meðal árás á höfuðstöðvar Sameinuðu þjóð- anna í Bagdad í ágúst 2003 þar sem 22 létu líf- ið. Sagði í yfirlýsingu bráðabirgðastjórnarinn- ar að al-Jaf hefði þegar játað að hafa búið til 75% allra bílsprengna sem sprungið hefðu í Bagdad frá því í mars 2003. Á fréttavef BBC er haft eftir embættis- manni að ekki eigi að gera of mikið með þessa yfirlýsingu, hafa beri í huga að hún hafi verið gefin í aðdraganda kosninga. Klerkurinn Humam Hammoudi, háttsettur fulltrúi SCIRI, benti hins vegar á í gær að margir flokkanna sem aðild ættu að kosninga- bandalaginu væru frjálslyndir flokkar er ekki vilja að trúin hafi bein áhrif á stjórnmálin. ?Ef við hefðum stefnt að klerkastjórn þá hefðum við ekki leyft þeim aðild að bandalaginu,? sagði hann. Nokkrir aðrir fulltrúar banda- lagsins létu svipuð ummæli falla í samtölum við Associated Press. Sprengjugerðarmaður handtekinn Talsmenn írösku bráðabirgðastjórnarinnar sögðu í gær að tveir liðsmenn hryðjuverka- hóps Jórdanans Abu Musab al-Zarqawis hefðu verið handteknir en annar þeirra, Sami Reuters Kosið verður í Írak nk. sunnudag. Tugir flokka bjóða fram en menn hafa áhyggjur af því að kjósendur þori ekki á kjörstað á kjördag. Hafa ekki í hyggju að koma á klerkastjórn L52159 Ber höfuð/14 Bagdad. AP. STJÓRNVÖLD í Norður-Kóreu hafa minnkað matarskammta sem milljónum manna er úthlutað í landinu. Eru skammtarnir nú að- eins um helmingurinn af því sem Matvælaáætlun Sameinuðu þjóð- anna (WFP) telur nauðsynlegt. Embættismenn WFP segja að kornskammtarnir hafi verið minnk- aðir úr 300 grömmum á dag í 250 grömm. Hefur BBC eftir talsmanni WFP að verðið á matvælum hafi hækkað svo mikið að margir lands- menn hafi ekki efni á að kaupa kjöt, grænmeti og önnur matvæli. Þeir lifi því aðeins á korni, hrísgrjónum og kartöflum sem stjórnvöld út- hluti. Norður-Kóreustjórn kom á efna- hagslegum umbótum árið 2002 til að stuðla að auknu einkaframtaki í landbúnaði en í stað þess að draga úr vannæringunni hafa nýju mark- aðirnir orðið til þess að mat- vælaverðið hefur snarhækkað. Á sama tíma hafa launin lækkað. Fá enn minni mat en áður