Morgunblaðið - 25.01.2005, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Bílar á
föstudögum
á föstudaginn
Sérblaðið Bílar sem
fylgt hefur Morgunblaðinu
á miðvikudögum mun eftirleiðis
fylgja blaðinu á föstudögum.
HALLDÓR Ásgrímsson forsætis-
ráðherra ítrekaði í umræðum á Al-
þingi í gær að ríkisstjórnin hefði
ákveðið að Ísland sæktist eftir sæti í
öryggisráði Sameinuðu þjóðanna
fyrir árin 2009 og 2010, með fram-
boði árið 2008. Hann sagði jafnframt
að kostnaðurinn vegna framboðsins,
sem nefndur hefði verið í fjölmiðlum
síðustu daga, væri fjarri lagi. Hann
nefndi þó engar tölur í þessu sam-
bandi.
Einar Oddur Kristjánsson, vara-
formaður fjárlaganefndar Alþingis
og þingmaður Sjálfstæðisflokks,
sagði í fjölmiðlum um helgina að
bara áróðurinn fyrir því að fá menn
til að kjósa Ísland í öryggisráðið
kostaði um 800 til 1000 milljónir
króna.
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, tók þetta mál upp í fyr-
irspurnartíma á Alþingi í gær. „Nú
er það svo að tölur hafa verið að
koma fram – og ekki kannski allar
sem áreiðanlegastar – um kostnað
sem þessu kunni að vera samfara.“
Sagði hann þó eðlilegt að mönnum
brygði í brún ef kostnaðurinn mæld-
ist í milljörðum króna.
Steingrímur tók skýrt fram að
Vinstri grænir hefðu ekki hafnað því
að Ísland sæktist eftir sætinu í ör-
yggisráðinu „enda [væri] kostnaður
innan viðráðanlegra marka og
ástæða til að ætla að sá leiðangur
hefði eitthvað upp á sig“, sagði hann.
Steingrímur sagði síðan að nú
hefði það gerst að varaformaður fjár-
laganefndar og talsmaður Sjálfstæð-
isflokksins hefði lýst því yfir hann
teldi að það ætti að falla frá framboð-
inu. Einar Oddur hefði jafnframt
skorað á formann sinn, Davíð Odds-
son utanríkisráðherra, að draga
framboðið til baka. „Það má ráða af
ummælum bæði formanns utanríkis-
málanefndar og aðstoðarmanns ut-
anríkisráðherra að ýmsir í Sjálfstæð-
isflokknum séu ekki fráhverfir því að
það verði hætt við þetta framboð,“
sagði Steingrímur og spurði Halldór
m.a. að því hvort stefna ríkisstjórn-
arinnar í málinu væri enn óbreytt.
Samstaða í utanríkismálanefnd
Forsætisráðherra svaraði því til,
eins og áður sagði, að ríkisstjórnin
hefði ákveðið að Ísland sæktist eftir
sæti í öryggisráðinu. „Þetta er í sam-
ráði við öll hin Norðurlöndin,“ sagði
hann. „Norðurlöndin hafa skipst á í
þessum efnum mjög lengi, en Ísland
hefur aldrei gefið kost á því áður.“
Ráðherra kvaðst telja að gerð hefði
verið grein fyrir kostnaði vegna
framboðsins í utanríkismálanefnd
þingsins. „Mér vitanlega hefur verið
um það góð samstaða innan utanrík-
ismálanefndar að sækjast eftir því að
við færum í öryggisráðið. Við getum
að sjálfsögðu ráðið miklu um það
hvað við leggjum í mikinn kostnað
vegna þessa. Aðalkostnaðurinn sem
til myndi falla er vegna starfsmanna
í New York. Að sjálfsögðu eru ýmsir
möguleikar til að færa til í utanrík-
isþjónustunni frá öðrum verkefnum
meðan á þessu stendur, þannig að ég
er þeirrar skoðunar að sá kostnaður
sem hefur verið talað um í fjölmiðl-
um núna síðustu daga sé fjarri lagi.“
Steingrímur kom aftur í pontu og
spurði m.a. hverju það sætti að Einar
Oddur beitti sér gegn málinu eins og
raun bæri vitni. Halldór svaraði því
ekki beint en sagði að framboðið til
öryggisráðsins hefði verið margrætt
á Alþingi. Talsmenn flokkanna hefðu
tjáð sig í þeirri umræðu. „Það er al-
veg ljóst að talsmenn flokkanna í ut-
anríkismálum hafa almennt tel ég –
og ég leyfi mér að segja undantekn-
ingalaust – stutt þessa fyrirætlun.“
Halldór ítrekaði undir lok umræð-
unnar að það væri ríkisstjórnarinnar
að taka ákvörðun um mál eins og
þetta. Það væri á hennar valdi. „Ef
Alþingi neitar síðan að veita nauð-
synlegt fé til málsins á seinni stigum
fellur það um sjálft sig.“
Halldór Ásgrímsson um umsókn um sæti í öryggisráði SÞ
Kostnaður sem
nefndur hefur verið í
fjölmiðlum fjarri lagi
HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráð-
herra sagði á Alþingi í gær að skv.
áliti Eiríks Tómassonar, lagaprófess-
ors við Háskóla Íslands, hefðu for-
ystumenn ríkisstjórnarinnar farið að
réttum lögum þegar ákvarðanir voru
teknar um stuðning við innrásina í
Írak. „Það liggur alveg ljóst fyrir að
það var farið að réttum lögum,“ sagði
Halldór m.a. í svari sínu við fyrir-
spurn Össurar Skarphéðinssonar,
formanns Samfylkingarinnar, um
málefni Íraks.
Forsætisráðherra kvaðst ekki vera
ósannindamaður, eins og Össur héldi
fram. „Ég er ekki ósannindamaður í
þessu máli og það liggur alveg ljóst
fyrir, allan tímann, að ég hef upplýst
um þetta mál bæði í utanríkismála-
nefnd, hér á Alþingi og í fjölmiðlum
eins og eðlilegt er.“
Össur spurði m.a. hvort það væri
ekki í allra þágu ef leynd yrði létt af
ummælum forsætisráðherra í utan-
ríkismálanefnd og í ríkisstjórninni,
sem tengdust stuðningi hans og Dav-
íðs Oddssonar við innrásina í Írak.
Sagði hann að Halldór væri í óþægi-
legri stöðu, því hann hefði tvisvar orð-
ið tvísaga um lykilþætti málsins. „Var
ákvörðunin rædd í ríkisstjórn eða
ekki? Var ákvörðunin rædd í utanrík-
ismálanefnd eða ekki? Það er auðvelt
að ganga úr skugga um það með því
að hæstvirtur forsætisráðherra birti
þær upplýsingar sem málinu tengj-
ast,“ sagði Össur. Lagði hann til að
leynd yrði aflétt af ummælum ráð-
herra á utanríkismálanefndarfundi
hinn 19. febrúar 2003 og á ríkisstjórn-
arfundi hinn 18. mars sama ár.
Halldór sagði m.a. í andsvari sínu
að það væri að sjálfsögðu utanríkis-
málanefndar að ákveða hvort hún af-
létti trúnaði af sínum gögnum. Hann
tók þó fram að nefndin væri reyndar í
stórkostlegum vanda því upplýsing-
um um fundinn í febrúar 2003 hefði
þegar verið lekið til fjölmiðla. „Ég
held það sé nauðsynlegt að utanrík-
ismálanefnd komi saman út af því,“
sagði Halldór. „Mín vegna getur ut-
anríkismálanefnd birt það sem hún
vill í þessu máli. En utanríkismála-
nefnd er búin að því. Það væri
kannski ástæða til að rannsaka með
hvaða hætti það hefði verið gert og af
hvaða hvötum.“
Um ríkisstjórnarfundinn 18. mars
sagði Halldór:
„Í fundargerð ríkisstjórnar frá 18.
mars stendur að málið hafi verið rætt.
Það er ekki venjan að bóka orðaskipti
í ríkisstjórn. En það liggur fyrir að
málið var þar á dagskrá og ég hef
margupplýst að málefni Íraks voru
þar á dagskrá. Þar stendur að málið
var rætt. Þannig að það liggur allt
fyrir í þessu máli.“
Forsætisráðherra svaraði Össuri Skarphéðinssyni
Enginn ósannindamaður
ÞRÍR varaþingmenn tóku sæti
á Alþingi á fyrsta fundi þingsins
eftir jólahlé í gær.
Ásta Möller, varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins, tók sæti í
fjarveru Davíðs Oddssonar ut-
anríkisráðherra; Herdís Á. Sæ-
mundsdóttir, varaþingmaður
Framsóknarflokksins, tók sæti í
fjarveru Magnúsar Stefánsson-
ar; og Hjördís Þóra Sigurþórs-
dóttir, varaþingmaður Samfylk-
ingarinnar, tók sæti í fjarveru
Margrétar Frímannsdóttur.
Tvær þær síðastnefndu hafa
ekki áður tekið sæti á Alþingi.
Þrír vara-
þingmenn
tóku sæti
ALÞINGI kom saman að nýju í gær eftir sex vikna jólahlé. Þrír varaþing-
menn tóku sæti á Alþingi í upphafi þingfundar. Þeirra á meðal er Herdís Á.
Sæmundsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins. Þingkonur Vinstri
grænna, Kolbrún Halldórsdóttir og Þuríður Backman, taka hér vel á móti
henni og bjóða hana velkomna til starfa.
Morgunblaðið/Jim Smart
Alþingi kom saman í gær