Morgunblaðið - 25.01.2005, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
HVARVETNA má sjá myndir af
honum á auglýsingaspjöldum stjórn-
málaflokka á veggjum, öryggismúr-
um, gluggum verslana og bílrúðum.
Nafn hans ber nánast alltaf á góma
þegar Írakar ræða kosningarnar á
sunnudaginn kemur. Margir lands-
menn segjast ætla að kjósa vegna
þess eins að hann hefur sagt að þeim
beri að gera það.
Samt er hann ekki í framboði.
Ali al-Sistani erkiklerkur, trúar-
legur leiðtogi íraskra sjíta, er lang-
áhrifamesti maðurinn í kosningabar-
áttunni og líklegt er að þeim, sem
njóta stuðnings hans, vegni best.
Þetta endurspeglar þau miklu áhrif
sem Sistani hefur öðlast frá því að
stjórn Saddams Husseins var steypt
fyrir 21 mánuði en vekur einnig
spurningar um afleiðingar þess að
einn maður sé svo áhrifamikill í landi
sem skortir lýðræðislegar hefðir.
Uggur í súnnítum
Þeir sem gagnrýnt hafa afskipti
Sistanis af kosningabaráttunni segja
að þau hafi kynt undir ásökunum
súnní-araba um að sjítar sækist eftir
því að einoka pólitísku völdin í land-
inu, með stuðningi erkiklerksins.
„Þátttaka trúarleiðtoga í stjórn-
málunum hefur gefið hryðjuverka-
mönnum tylliástæðu til að beita sjíta
ofbeldi,“ sagði Ali Yasseri, sjíti og
ingar,“ sagði Hussain al-Shahristani,
frambjóðandi á lista sem nýtur
stuðnings Sistanis og kjarnorkuvís-
indamaður sem sat í fangelsi á valda-
tíma Saddams Husseins. „Þingið á
að semja stjórnarskrá sem tryggir
framtíð Íraks. Hann hefði ekki gert
þetta stæðu venjulegar kosningar
fyrir dyrum.“
Búist er við að Sistani láti að sér
kveða aftur í stjórnmálunum þegar
þingið semur stjórnarskrána sem á
að bera undir þjóðaratkvæði ekki
síðar en 15. október. Gert er ráð fyrir
því að nýtt þing verði kosið fyrir 15.
desember.
Líklegt er að einkum verði deilt
um hlutverk íslams og hversu mikil
sjálfstjórnarréttindi eigi að veita
Kúrdum. Sistani hefur ekki gefið út
afdráttarlausar yfirlýsingar um
þessi tvö mál. Hann hefur þó gefið til
kynna að hann vilji að Írak verði
áfram eitt ríki og hann vill að íslam
verði lýst opinber trú landsins.
„Trúarleiðtogarnir hafa ítrekað
lýst því yfir að þeir hafi ekki hug á að
taka þátt í pólitíska starfinu og vilji
ekki að klerkar gegni opinberum
embættum,“ sagði Sistani í trúar-
legri tilskipun, fatwa, til að kveða
niður orðróm um að hann vildi að
mynduð yrði klerkastjórn eins og í
fæðingarlandi hans, Íran.
Svarar spurningum á Netinu
Sistani, sem er talinn vera hálf-
áttræður og þjást af hjartakvilla,
hefur þegar sýnt hvers hann er
megnugur. Hann hefur knúið
Bandaríkjastjórn að minnsta kosti
tvisvar til að breyta eða falla frá
áformum um stjórnarfyrirkomulagið
eftir fall Saddams til að laga þau að
kröfum hans um kosningar.
„Vegna ítrekaðra krafna hans um
kosningar er Sistani orðinn að tákni
fyrir alla írösku þjóðina,“ sagði Sal-
ama Khafaji, stjórnmálakona úr röð-
um sjíta og þingmannsefni.
Sistani fór frá Íran árið 1952 og
settist að í Najaf, helgri borg sjíta í
Írak. Hann varð æðsti klerkur íra-
skra sjíta þegar óþekktir menn réðu
klerkinn Mohammed Sadiq al-Sadr
af dögum árið 1999. Sistani fer sjald-
an frá heimili sínu í Najaf þar sem
hann tekur á móti stjórnmálamönn-
um, ættflokkahöfðingjum og öðrum
sem leita ráða hjá honum. Hann veit-
ir ekki fjölmiðlaviðtöl en svarar
spurningum um trúmál á vefsetri
sínu.
ingunum vegna þess að meginverk-
efni þingsins yrði að semja varan-
lega stjórnarskrá.
„Þetta eru mjög mikilvægar kosn-
stjórnmálafræðingur í Bagdad.
Sjítar binda miklar vonir við að
kosningarnar á sunnudag verði til
þess að þeir fái þau pólitísku völd
sem súnní-arabar meinuðu þeim í
áratugi. Búist er við að kjörsóknin
verði lítil meðal súnní-araba, sem
eru í minnihluta í landinu, vegna
þess að þeir óttast árásir uppreisn-
armanna eða vilja mótmæla hernám-
inu með því að mæta ekki á kjörstað.
Súnní-arabar líta einnig á kosn-
ingarnar sem staðfestingu á því að
þeir hafi misst völdin. Kúrdar hafa
hins vegar mikinn hug á að taka þátt
í kosningunum þar sem þeir vonast
til að komast í oddaaðstöðu og verða
nógu áhrifamiklir til að geta knúið
næstu stjórn í Bagdad til að verða
við kröfum þeirra um sjálfstjórn.
Vill hafa áhrif á stjórnarskrána
Bandalög klerka og leikmanna eru
talin hafa náð miklu meiri árangri í
kosningabaráttunni en stjórnmála-
flokkarnir sem njóta ekki stuðnings
trúarleiðtoganna. Sistani hefur borið
höfuð og herðar yfir alla aðra í þessu
nýja, pólitíska andrúmslofti.
Líklegt er að áhrif Sistanis aukist
eftir kosningarnar þar sem búist er
við að sjítar fái langflest þingsæt-
anna. Náinn samstarfsmaður Sistan-
is viðurkenndi að trúarleiðtoginn
hefði haft svo mikil afskipti af kosn-
Ber höfuð og
herðar yfir
aðra stjórn-
málaleiðtoga
Fréttaskýring | Erkiklerkurinn Ali al-Sistani er
ekki í framboði í Írak en hann er samt talinn áhrifa-
mesti maðurinn í stjórnmálum landsins.
1#=%# "# *
'!*#,
* "*
#
&<2!<7=4"&&"->1"=&?2"
8
!T-G*.*8+*
!U.,*-
=
*< '
2 $! !
+.*
/2.',*-
'(F4G/
8
&@; 0:;
$%<M
9; &
&0E
&
, J $%L
>
* "*
*& !MB
<
K
!$
K
'M
K
.
+
4
")&
&9
?
',
.
/9 9
%"&:: . F "&"9;@ :
O@
")&&;0
2 3
45!55
6 5754
%
= =%@
A A%@ @
AP
Veggspjald í Bagdad með stórri mynd af Ali al-Sistani erkiklerki, öflugasta
trúarleiðtoga íraskra sjía-araba, sem eru minnst 60% landsmanna.
Meira á mbl.is/itarefni
VIKTOR Jústsjenko, hinn nýkjörni
forseti Úkraínu, útnefndi í gær Júlíu
Tímosjenko forsætisráðherra lands-
ins. Tók hún þegar til starfa en þing
landsins þarf að samþykkja þessa
ákvörðun. Jústsjenko hélt í gær í sína
fyrstu opinberu heimsókn og lá leiðin
til Moskvu en víst þykir að ráðamenn í
Kreml taki því þunglega að Tímosj-
enko hafi verið skipuð forsætisráð-
herra.
Tímosjenko hefur á síðustu árum
verið einn helsti leiðtogi stjórnarand-
stöðunnar í Úkraínu og í hópi nánustu
samstarfsmanna Jústsjenkos. Hún fór
ásamt forsetanum nýkjörna fyrir
fjöldahreyfingunni sem nú hefur getið
af sér söguleg valdaskipti í landinu,
„appelsínugulu byltinguna“ svonefndu.
Víst þykir að þing Úkraínu leggi bless-
un sína yfir val forsetans.
Tímosjenko nýtur gríðarlegra vinsælda í vest-
urhluta Úkraínu. Þar hefur enda stjórnarand-
staðan átt langmestu fylgi að fagna og þar liggja
rætur úkraínskrar þjóðernishyggju sem einnig
hefur verið að verki á undanliðnum mánuðum.
Í austurhluta landsins, þar sem rússnesk áhrif
eru ráðandi, er Tímosjenko hins vegar í litlum
metum ef ekki beinlínis hötuð af alþýðu manna.
Ráðamenn í Kreml hafa á henni litlar mætur
enda hefur hún látið stór orð falla um stjórn
Vladímírs Pútíns forseta í eldræðum þeim sem
hún hefur flutt á undanförnum mánuðum til að
blása baráttuanda í stuðningsmenn „appelsínu-
gulu byltingarinnar“. Ráðamenn í Kreml líta al-
mennt svo á að Úkraína falli nú líkt og áður undir
áhrifasvæði Rússlands. Tímosjenko og Jústsj-
enko boða nú uppgjör við þessa arfleifð og nán-
ari samskipti við Evrópusambandi og Atlants-
hafsbandalagið. Rússar telja málflutning hennar
um starfa sinna í orkugeiranum auk
þess sem hún þykir hafa útlitið með sér.
Hún var forstjóri eins stærsta orkufyr-
irtækis Úkraínu frá 1995 til 1997 og var
kjörin á þing ári síðar.
Fjendur hennar fullyrða að hún hafi
misnotað aðstöðu sína og hagnast gíf-
urlega í starfi forstjóra orkufyrirtækis-
ins. Hermt er að árið 1996 hafi hagnaður
sem svaraði til eins milljarðs Banda-
ríkjadala, um 63 milljarða ísl. kr., „horf-
ið“. Tímosjenko hefur jafnan vísað ásök-
unum þessum á bug og andstæðingar
hennar hafa ekki getað lagt fram óyggj-
andi sönnunargögn í þessu efni.
Ásakanirnar urðu til þess að Leoníd
Kútsma, sem lét af hendi forsetaemb-
ættið á sunnudag, svipti hana embætti
aðstoðarforsætisráðherra árið 2001. Þá
myndaði Tímosjenko flokk á þingi
landsins og tók að beina spjótum sínum
mjög að forsetanum. Fullyrt er að á milli þeirra
tveggja ríki fullkomið hatur.
Tímosjenko hefur frá því þetta var mjög beint
spjótum sínum að Kútsjma og stjórn hans sem
hún vændi um spillingu og undirlægjuhátt gagn-
vart ráðamönnum í Moskvu. Þetta hefur ekki
orðið til þess að auka vinsældir hennar þar
eystra. Á óvart kom því í gær þegar Jústsjenko
skýrði frá því að hann hefði skipað Tímosjenko
forsætisráðherra. Forsetinn hafði gefið til kynna
að hann hygðist taka sér meiri tíma til að hug-
leiða málið en svo fór að greint var frá ákvörðun
hans er hann var staddur í Moskvu. Þótti frétta-
skýrendum ýmsum tímasetningin undarleg í
ljósi þess að Pútín Rússlandsforseti og undirsát-
ar hans fylla seint gríðarstóran aðdáendahóp
Júlíu Tímosjenko.
fallinn til að kljúfa úkraínsku þjóðina og skapa
andúð á Rússum.
Aðdáendur Tímosjenko lofa hana fyrir hug-
rekki og stjórnunarhæfileika. Gagnrýnendur
hennar segja hana spillta og halla undir lýð-
skrum.
„Gas-prinsessan“
Júlía Tímosjenko er 44 ára, fædd í Dnépropet-
rovsk í austurhluta Úkraínu og er hagfræðingur
að mennt. Hún er ekki nýgræðingur á stjórn-
málasviðinu í heimalandi sínu. Hún varð aðstoð-
arforsætisráðherra á árunum 1999–2001 þegar
Jústsjenko var forsætisráðherra. Henni var þá
falið, á grundvelli reynslu sinnar, að blása til her-
farar gegn hagsmunavörslu auðjöfra sem lagt
höfðu undir sig gjörvallan og gjörspilltan orku-
geirann í Úkraínu.
Hún er gjarnan kölluð „gas-prinsessan“ sök-
Tímosjenko útnefnd
forsætisráðherra Úkraínu
AP
Júlía Tímosjenko heilsar aðdáendum sínum í miðborg Kíev í gær
þegar sú fregn barst að hún hefði verið skipuð forsætisráðherra
Úkraínu. Hún þykir afar hrífandi ræðumaður á útifundum.
Meira á mbl.is/itarefni
FRAKKINN Jean-Luc Josuat-Verges lifði af
dvöl í neðanjarðarhvelfingu í 35 daga þótt
hann hefði ekki annað matarkyns en fúinn
við og leir. Verges-Josuat, sem er 48 ára og
frá bæ við rætur Pýrenea-fjalla, fór að heim-
an 18. desember og sagði fjölskyldunni að
hann væri dapur og vildi vera einn um hríð.
Hann tók með sér viskíflösku, fann yfirgefinn
sveppabúgarð en villtist
síðan í hvelfingunum þar
sem sveppirnir höfðu ver-
ið ræktaðir í kolamyrkri
og fann ekki innganginn.
„Ég hélt áfram að leita í
viku,“ sagði hann. „Það
var svo sannarlega hræði-
legt að fálma sig áfram og
hafa ekkert að borða,“
segir hann. „Til allrar
hamingju seytlaði stöðugt
vatn úr veggjunum svo að
ég hafði nóg að drekka.“
Verges-Josuat segist hafa haldið ró sinni.
„Ég söng meira að segja dálítið. Ég fann
gamalt plast sem ég vafði utan um mig og fór
síðan inn í horn þar sem ég hélt mig síðan. Ég
hafði ekkert að borða en saug kalksteinsmola
til að ná mér þannig í steinefni, líka fúinn við
og leir. Hungur var aldrei vandamálið heldur
kuldinn og rakinn,“ segir hann.
Eins og múmía risi upp
Nokkrir unglingar sáu bíl Josuat-Verges
fyrir utan og létu lögregluna vita. Hann
fannst í um 200 metra fjarlægð frá inngang-
inum og var við furðu góða heilsu. „Þetta var
eins og að sjá múmíu rísa upp frá dauðum,“
sagði einn lögreglumaðurinn. Verges-Josiat
var fluttur á spítala en fékk að fara heim eft-
ir nokkrar stundir. Eiginkonan og synirnir
töldu sig hafa heimt hann úr helju.
Upp á vatn
og grjót
Toulouse. AFP.
Jean-Luc
Verges-Josuat