Morgunblaðið - 25.01.2005, Qupperneq 16
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Nú er að hefjast hin árlega vertíð þorra-
blóta og árshátíða. Á bóndadag riðu á vaðið
íbúar Dvalarheimilisins Kirkjuhvols og
héldu sitt árlega þorrablót. Þangað er boðið
valinkunnum gestum og eiga menn þar
saman notalega kvöldstund yfir mat og
drykk og hlýða á skemmtiatriði. Austur-
Landeyingar voru svo númer tvö í röðinni
að þessu sinni. Það er ungmennafélagið
sem stendur fyrir þorrablótinu í Gunn-
arhólma og er þar rík hefð fyrir því að færa
á svið atburði síðasta árs, að þessu sinni var
gert góðlátlegt grín af bílakaupum sveit-
unganna, Edinborgarferð kvenfélagsins og
mörgu fleiru. Ætíð er gamansemin í þeim
anda að allir fara ósárir heim en þeir sem
ekki fá neitt á sig, eins og sagt er, verða
e.t.v. ögn spældir.
Draumurinn um að eignast sanna skíða-
paradís er ofarlega í hugum allra Íslend-
inga. Lengi hafa menn hér um slóðir látið
sig dreyma um að Tindfjallasvæðið gæti
orðið að slíkri paradís. Vandinn er hins veg-
ar sá að undanfarin ár hefur snjósöfnun á
vetrum verið afar lítil og síðasta sumar var
svo komið að Hekluvikurinn frá 1947 var
það sem helst mátti skíða á. Nú hafa menn
hins vegar fengið kjarkinn aftur og er í bí-
gerð að setja upp sjálfvirka veðurathug-
unarstöð þarna uppi til að kanna veðurfars-
legar aðstæður allt árið. Þegar því er lokið
geta menn farið að huga að vegagerð og
lyftukaupum. Víst er hér um spennandi
verkefni að ræða sem verður samt vonandi
ekki jafn dýrt og göngin til Eyja. Sennilega
verður best að fá Árna í málið …
Talandi um göng til Vestmannaeyja þá
var samþykkt byggingarleyfi fyrir nýja 245
fermetra flugstöð á Bakkaflugvelli á síðasta
fundi skipulags- og byggingarnefndar
Rangárþings eystra. Reiknað er með að
framkvæmdir hefjist einmitt í dag. Annars
virðist vera mikill byggingarhugur almennt
hér um slóðir því einnig var sótt um 18
byggingarlóðir fyrir einbýlishús á Hvols-
velli. Þá er einnig í lokavinnslu nýtt að-
alskipulag fyrir sveitarfélagið og einnig er
miðbæjarskipulag í fæðingu en þar er m.a.
gert ráð fyrir skýjakljúfum á rangæskan
mælikvarða. Það verða því næg tækifæri
fyrir þá sem ekki ná að festa sér íbúð á Sel-
fossi eða Hveragerði.
Úr
bæjarlífinu
RANGÁRÞING EYSTRA
EFTIR STEINUNNI ÓSK KOLBEINSDÓTTUR
Færri komust að envildu þegar boðiðvar upp á ókeypis
mælingu á blóðfitu og
blóðþrýstingi í Borg-
arnesi á dögunum.
Að mælingunni stóðu
Félag hjartasjúklinga á
Vesturlandi, lyfjafyr-
irtækið AstraZeneca og
HjartaHeill í samvinnu
við heilsugæsluna í
Borgarnesi. Áætlað er að
um 250 manns hafi mætt
á svæðið en um 170
fengu mælingu. Þótti
sumum biðin of löng og
fóru.
Margir þeirra sem
mættir voru í mælingu
höfðu aldrei verið mæld-
ir áður en mikilvægt
þykir að ná til þessa
hóps, því ómeðhöndlaður
hár blóðþrýstingur skap-
ar mikla hættu og getur
getur hæglega valdið
heilablóðfalli, eins og
rannsóknir hafa raunar
bent til.
Margir mældir
Rúnar Alexand-ersson, fim-leikamaður úr
Gerplu, og Elísabet Sif
Haraldsdóttir, dansari úr
Hvönn, voru kjörin
íþróttamaður og -kona
ársins 2004 í Kópavogi á
íþróttahátíð sem fram fór
í Félagsheimili Kópavogs
um helgina.
Rúnar náði glæsilegum
árangri á Ólympíu-
leikunum í Aþenu þar
sem hann varð í 7. sæti í
keppni á bogahesti.
Elísabet Sif er marg-
faldur Íslands- og bik-
armeistari í dansi. Hún
varð ásamt nýjum dans-
félaga sínum, Max Pedr-
ov, í 19. sæti á heims-
meistaramótinu í
suður-amerískum döns-
um á árinu.
Rúnar og Elísabet Sif
voru valin úr hópi 40
íþróttamanna sem fengu
viðurkenningu ÍTK um
helgina.
Afreksfólk
Nú er runnin upptíð þorrablót-anna og það
verður Pétri Þorsteins-
syni á Kópaskeri yrk-
isefni:
Ég hef óbeit á ýldni og kæsni
og ástunda gikksku og kræsni.
Á þorrum og góum
þykir mér nóg um
þjóðlega íslenska hræsni.
Rúnar Kristjánsson á
Skagaströnd orti þrjár
vísur um Jón leikara Sig-
urbjörnsson eftir að hafa
séð tilþrif hans í bíómynd:
Mjög ég kann að meta Jón,
mál hans allt og róminn.
Vel hann leikur fyrir Frón,
fær þar góðan dóminn.
Jón má standa fremst í flokki,
flestum öðrum keikari.
Honum fylgir hæfnisþokki,
hann er góður leikari!
Röddin finnst mér
einstök alveg,
önnur slík er varla til.
Í henni er eins og
kalsi á Kjalveg
kveði í bland við sólaryl!
Ýldni og kæsni
pebl@mbl.is
Strandir | Þær eru undurfal-
legar mæðgurnar Ugla, sem er 6
ára, og dóttir hennar, Hneta, 6
mánaða, þar sem þær leika sér í
snjónum sem kyngt hefur niður á
Ströndum síðustu vikur. Labra-
dor-hundar eru eins og flestir
hundar ótrúlega skemmtilegir,
gáfaðir, elskir að eigendum sín-
um og miklir vinnuþjarkar.
Fyrstu æviárin hjálpaði Ugla til
við útburð Morgunblaðsins til
áskrifenda í Innri-Njarðvík og
þekkti öll húsin þar sem blaðið
var keypt og hljóp alltaf fyrst að
dyrunum. Núna leikur hún sér
ásamt dóttur sinni við kindurnar
í fjárhúsunum. Síðan reyna þær
án árangurs að ná til krumma og
smáfuglanna sem koma að vitja
matar síns á þessum árstíma og
finnst þær einar eigi að sitja að
öllum mat sem gefinn er á bæn-
um.
Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir
Bar út Morgunblaðið fyrstu æviárin
Vinnu-
þjarkar
Hvanneyri | Skipaðir hafa verið náms-
brautastjórar við Landbúnaðarháskóla Ís-
lands. Hlutverk þeirra er að annast faglega
umsjón námsbrautanna, stuðla að þróun
þeirra og annast gæðastarf í samstarfi við
deildarstjóra og aðstoðarrektor kennslu-
mála.
Námsbrautastjórnar í háskólanámi eru
Ríkharð Brynjólfsson fyrir búvísinda-
braut, Anna Guðrún Þórhallsdóttir fyrir
landnýtingarbraut, Auður Sveinsdóttir á
umhverfisskipulagsbraut og Ólafur Mel-
sted í diplomanámi.
Í starfsmenntanáminu er Júlíana
Sveinsdóttir brautarstjóri á blómaskreyt-
ingabraut, Sverrir Heiðar Júlíuisson á bú-
fræðibraut, Guðríður Helgadóttir á garð-
og skógarplöntubraut, Baldur Gunnlaugs-
son á skrúðgarðyrkjubraut og Björn
Gunnlaugsson á ylræktarbraut.
Fram kemur á vef Landbúnaðarháskól-
ans að ekki verður skipaður brautarstjóri
að sinni í skógfræði á háskólastigi sem og
starfsmenntabrautum í skógrækt og um-
hverfisfræði. Umsjón þeirra verður í hönd-
um kennslustjóra og aðstoðarrektors
kennslumála.
Skipaðir
brautastjórar
Seltjarnarnes | Álagningarprósenta fast-
eignaskatts íbúðarhúsnæðis á Seltjarnar-
nesi lækkar úr 0,36% í 0,32% í ár, og er
lækkunin um 11%. Þetta er gert vegna
mikilla hækkana á fasteignamati íbúðar-
húsnæðis, sem hefði leitt til meiri tekna af
skattinum en gert var ráð fyrir í fjárhags-
áætlun fyrir árið 2005.
Auk þessa lækkar álagningarprósenta
lóðarleigu úr 0,75% í 0,35%, og álagning-
arprósenta vatnsskatts lækkar úr 0,15% í
0,13%. Bæjarstjórn samþykkti þessa lækk-
un á fundi sínum í síðustu viku, og segir
Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri að
eftir lækkunina verði tekjuaukning bæjar-
ins af fasteignagjöldum um 5% milli ára,
eins og gert var ráð fyrir í fjárhagsáætl-
uninni.
Eftir þessa lækkun munu gjöld á sérbýli
hækka að jafnaði um 14%, en hefðu hækk-
að um 30% hefðu álögur ekki verið lækk-
aðar. Gjöld á íbúðir í sameignarhúsum eru
að jafnaði þau sömu og árið 2004. Gjöld á
íbúðir með lóðaleigu lækka að jafnaði um
5-7% frá síðasta ári. Reiknað er með því að
tekjur bæjarins lækki um tæpar 25 millj-
ónir króna við þessa breytingu.
Lækka fasteigna-
skatt um 11%
♦♦♦