Morgunblaðið - 25.01.2005, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2005 19
MINNSTAÐUR
Skútuvogi 6 Sími 568 6755 www.alfaborg.is
Hornbaðker m/ nudd
i og framhlið 140 x 1
40 kr. 115.000
20% afsláttur af Nordsjö málningu
Filtteppi kr. 295 m
2
Sturtuhorn 80 x 80 gler kr. 12.900
RÝMINGARSALA
Þúsundir fermetra af flísum
á lækkuðu verðiFlísar frá kr. 790 m2
LANDIÐ
Félagsheimili seld | Skoða á kosti og
galla þess að selja félagsheimilin í
Fjarðabyggð og hefur bæjarstjórn
skipað þriggja manna starfshóp sem
fjalla á um málið. Nú á Fjarðabyggð
þrjú félagsheimili sem leigð hafa
verið út til rekstraraðila að und-
angengnum útboðum á rekstri
þeirra. Þrátt fyrir það leggur sveit-
arfélagið félagsheimilunum til um-
talsvert fjármagn til viðhalds og
rekstrar fasteignanna. Þá verða á
næstunni verulegar breytingar á
nýtingu húsnæðis félagsheimilanna
á Eskifirði og í Neskaupstað þegar
bæjarskrifstofunni á Eskifirði verð-
ur lokað og í Neskaupstað flyst
skrifstofan að Hafnarbraut 2.
Starfshópinn eiga að skipa fulltrú-
ar meiri- og minnihluta ásamt emb-
ættismanni og hópurinn á að skila
greinargerð sinn fyrir 1. mars nk.
UNDANFARNA mánuði hafa stað-
ið yfir viðræður við forsvarsmenn
flugfélagsins Iceland Express, um
möguleika á beinu flugi frá Akur-
eyri til Evrópu. Hefur helst verið
horft til Kaupmannahafnar og
London en félagið heldur uppi áætl-
unarflugi til þeirra borga frá Kefla-
vík. Njáll Trausti Friðbertsson flug-
umferðarstjóri og viðskiptafræðing-
ur á Akureyri hefur verið að skoða
málefni ferðaþjónustunnar á svæð-
inu fyrir Kaupfélag Eyfirðinga.
Hann er að kanna þá möguleika sem
í boði eru og vinna að gerð skýrslu
en verkefnið er unnið undir merkj-
um Rannsóknarstofnunar Háskól-
ans á Akureyri.
„Það hafa staðið yfir þreifingar
við Iceland Express frá því í haust
og er niðurstöðu að vænta í næsta
mánuði. Menn eru þarna að hugsa
til lengri tíma með uppbyggingu á
beinu flugi frá Akureyri og forsvars-
menn félagsins sjá þarna ákveðna
möguleika. Þetta er forgangsmál-
efni í ferðaþjónustu hér á svæðinu.
Menn sem hafa verið að skoða töl-
fræðina sjá t.d. að Norðurland var
eina svæðið á landinu þar sem ekki
varð fjölgun gistinátta á síðasta ári.
Og menn eru heldur ekki að sjá þá
framþróun sem þeir vildu sjá í þess-
ari atvinnugrein,“ sagði Njáll. „Yfir
vetrartímann er hér mikið af ónýttu
gistirými og þar kenna menn helst
þessum þætti um.“
Njáll sagði þetta jafnframt snúa
að því að styrkja byggðina, þannig
að íbúar svæðisins geti komist utan
með beinum hætti og að hingað geti
komið erlendir ferðamenn. „Einnig
snýr þetta að fraktflutningum en
það hafa orðið gríðarlegar breyting-
ar á síðustu 2–3 árum í flutningi á
ferskum fiski erlendis. Stór hluti
þeirra flutninga kemur frá þessu
svæði.“
Lengja þarf Akureyrarflugvöll
Njáll sagði að grundvallar for-
senda fyrir því að þetta beina flug
erlendis geti náð sér á strik, sé leng-
ing Akureyrarflugvallar. Flugbraut-
in er 1.940 metrar í dag en Njáll
sagði nauðsynlegt að lengja braut-
ina um 400 metra til suðurs, þar
sem lengd hennar í dag væri tak-
markandi varðandi ýmsa þætti.
Auglýst hefur verið breyting á deili-
skipulagi við flugvöllinn en Njáll
sagði engar ákvarðanir hafa verið
teknar varðandi framkvæmdir.
„Kostnaður við lengingu brautar-
innar gæti verið um 300 milljónir
króna en sú tala er birt án ábyrgð-
ar,“ sagði Njáll.
Hann sagði að með beinu flugi
Grændlandsflugs milli Akureyrar
og Kaupmannahafnar fyrir tæpum
tveimur árum hefði áhugi manna á
þessum möguleika vaknað. Því flugi
var hætt um mánaðamótin nóvem-
ber/desember 2003. Alls voru farnar
60 flugferðir og voru farþegar á
tímabilinu 6.640 talsins.
Möguleikar á
beinu flugi frá
Akureyri til
skoðunar
Oddsskarð opnað | Á föstudag var
skíðasvæðið í Oddsskarði opnað en
það er í fyrsta skipti í vetur. Nokkur
snjór er kominn í Sólskinsbrekku en
þar er barnalyftan. Beðið er eftir
meiri snjó til að hægt sé að opna
stærri brautirnar sem eru austan
Norðfjarðarvegar. Að sögn stað-
arhaldara, Rúnars Jóhannssonar, er
hann bjartsýnn á framhaldið að
venju og reiknar með nægum snjó
fram í maí.
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
og tól, skóflur, gröfuleikfangabíla
og trukka af minni gerðinni.
Eyjamenn hafa gaman af slíkum
prakkaraskap en öllu gamni fylgir
nokkur alvara og hafa hugmyndir
um gangagerð milli lands og Eyja
aftur skotið upp kollinum.
Borgarafundir um jarðgöng
haldnir í vikunni
Borgarafundir um jarðgöng milli
lands og Eyja verða haldnir í
Eyjar | Þessar myndir tók Sig-
urgeir Jónasson, ljósmyndari
Morgunblaðsins í Vestmannaeyjum,
fyrir 15 árum þegar Hrekkjalóm-
arnir svonefndu í Eyjum gerðu sér
ferð upp á Landeyjasand í kjölfar
þess að Árni Johnsen, þá þingmað-
ur Sjálfstæðisflokks, lagði fram til-
lögu á Alþingi um rannsóknir og
undirbúning að gerð jarðganga milli
lands og Eyja. Mættu Hrekkjalóm-
arnir galvaskir á sandinn með tæki
Vestmannaeyjum, á Hvolsvelli og
í Reykjavík í vikunni jafnframt því
sem ræða á um aðra þætti sam-
gangna og valkosti í þeim efnum.
Árni Johnsen boðar til fundanna.
Fundurinn í Vestmannaeyjum
verður í Höllinni í Eyjum kl. 20 nk.
miðvikudagskvöld, fundurinn á
Hvolsvelli verður á Hlíðarenda kl.
20.30 nk. fimmtudagskvöld og fund-
urinn í Reykjavík verður á Grand
Hóteli á föstudagskvöld kl. 20.30.
Byrjuðu á Eyjagöngum fyrir 15 árum
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Byrjað á munnanum Sá sem er lengst til vinstri kom til að fylgjast með vinnunni af forvitni, en síðan koma Hall-
grímur Tryggvason, Sigurður Guðmundsson, Magnús Kristinsson og Georg Þór Kristjánsson með „stórvirk tæki“.
Hrekkjalómarnir í Vestmannaeyjum
Fljót | Fjölmennur björgunarleið-
angur var gerður út til Héðins-
fjarðar á sunnudag og var mark-
miðið að sækja 22 kindur sem vitað
var að voru á hagleysu í firðinum.
Náðist að bjarga þeim öllum og
þremur til viðbótar sem fundust í
ferðinni. Kindurnar voru 10 frá sama
heimili í Ólafsfirði og 15 úr Fljótum,
frá fjórum bæjum. Héðinsfjörður
heyrir hinsvegar undir Siglufjörð
hvað smalamennsku varðar, en
seinni göngur þar misheppnuðust í
haust.
Leiðangurinn í Héðinsfjörð var í
raun þrískiptur. Þrettán, þar af lið-
lega helmingur bændur úr Fljótum,
fóru á 50 tonna bát frá Siglufirði.
Tveir fóru á snjósleðum úr Siglufirði
og þrír fóru á snjósleðum frá Ólafs-
firði og raunar var einn þeirra úr
Fljótum. Útilokað var að fara með
féð úr firðinum nema sjóleiðis því
fjöllin umhverfis fjörðinn eru brött
og ekki mögulegt að draga fé á snjó-
sleðum yfir.
Mannskapurinn var ferjaður á
land í gúmbát og þegar búið var að
ná fénu var það ferjað í stórum
sekkjum út í bátinn. Um helmingur
kindanna var við eyðibýlið Vík og
hafði hafst við í gamla bænum í ill-
viðrum. Sá hópur var þokkalega á
sig kominn enda haft einhverja beit
og jafnvel þara í fjörunni. Hinsvegar
var vitað um tvo fjárhópa framarlega
í firðinum, nánast á hagleysu. Var
ferð þeirra sem komu úr Ólafsfirði í
þeim tilgangi að aka kindunum á þar
til gerðum sleða niður að sjó. Gekk
það að óskum og komu þeir auk þess
auga á þrjár kindur til viðbótar. Allt
féð var borið út í gúmbát, sett niður í
lest á stóra bátnum og gefið hey.
Morgunblaðið/Örn Þórarinsson
Björgun Fjölmennur leiðangur sótti 25 kindur í Héðinsfjörð.
Björgunar-
leiðangur
eftir sauðfé í
Héðinsfjörð