Morgunblaðið - 25.01.2005, Side 23

Morgunblaðið - 25.01.2005, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2005 23 UMRÆÐAN Smiðjuvegi 14 • Kópavogi • www.veislusmidjan.is • Pantanir og uppl. í símum 587 3800 og 899 2959. Þorramaturinn eins og þú vilt hafa hann Meira af þessu og minna af hinu Hafðu samband eins oft og þú vilt! Þorrablótið í sal Ferðafélagsins í Mörkinni Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu á skíði til Austurríkis 12. febrúar Flug og hótel frá aðeins kr. 59.990 Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Verð kr. 29.990 Flugsæti með sköttum til Salzburg, 12. febrúar. Netverð. Heimsferðir bjóða þér að stökkva á skíði til eins vinsælasta skíða- bæjar Austurrísku alpanna, Zell am See. Beint flug til Salzburg og um klst. akstur til Zell. Í boði eru góð þriggja og fjögurra stjörnu hótel í hjarta Zell, rétt við skíðalyfturnar, veitingastaði, verslanir og kvöldlífið. Frábær aðstaða, 56 lyftur og allar tegundir af brekkum, einnig fyrir snjóbretti og gönguskíði. Verð kr. 59.990 Flug, skattar og hótel án nafns, Zell am See/Schuttdorf, í tvíbýli með morgunverði. 12. febrúar. Vikuferð. Netverð. Síðasti skiladagur á skráningum í Símaskrá 2005 er mánudagurinn 31. janúar. Skráning í Símaskrá 2005 E N N E M M / S ÍA / N M 14 9 4 6 INDRIÐI bóndi á Skjaldfönn við Djúp hellir úr sér mikilli fúl- mennsku í pistli í Mbl. þ. 23. þ.m. Pistillinn er reyndar svo ómerkilegur m.a. vegna beinna lyga, sem þar eru á borð bornar, að hann er ekki svaraverður. En vegna ásakana á skot- veiðimenn og félag þeirra, sem þar eru settar fram, er óhjá- kvæmilegt að mót- mæla og leiðrétta þótt ekki sé óskað orða- skipta við Indriða þennan. Hann þyrfti fyrst að læra lág- marks mannasiði s.s. að leitast við að hafa það sem sannara reynist, áður en hann gefur sig í opinbera umræðu. Í pistlinum segir að forysta Skotveiði- félagsins berjist gegn lágmarksfriðun rjúp- unnar, hún ,,bakki upp veiðiþjófa“ og vilji fá að skjóta hrossagauk og fleiri friðaða fugla! Þessi ummæli eru einfaldlega lygi og rógburður, svo talað sé umbúða- laust. Það eru mörg ár síðan farið var að ræða innan félagsins hugs- anlegar aðferðir til að takmarka og stýra rjúpnaveiði. Forysta Skotvís hefur lagt fram tillögur um tak- markanir á veiðum og frekari stytt- ingu veiðitíma rjúpu. Þannig er nú barátta Skotvís á þeim vettvangi. Það liggja ekki fyrir neinar óskir Skotvís um veiðar á hrossagauk eða öðrum friðuðum fuglum. Þótt eðlilegt sé að ræða á hverjum tíma hugsanlega nýtingu fuglastofna, m.a. til að kanna viðhorf almenn- ings, þá eru engar líkur á að Skotv- ís sæki slík mál gegn vilja almenn- ings. Einn liður í siðareglum skotveiðimanna er nefnilega sá að fara þannig fram að ekki særi þá sem viðkvæmir eru eða á móti veið- um. Ásökunin um að Skotvís styðji veiðiþjófa er náttúrlega saknæmur rógur, meiðyrði sem rétt væri að sækja höfund pistilsins til ábyrgðar fyrir ef hægt er þá að líta á hann sem ábyrgan mann. Í pistlinum eru sagðar ljótar sög- ur af ruddaskap og lögbrotum við veiðar, sem höfundurinn segist hafa orðið vitni að í Kaldalóni. Í því sambandi vitnar hann til 8.gr. veiði- laganna, sem kveður á um einka- rétt landeiganda til fuglaveiða á landi sínu. Skotvís- menn hafa árum sam- an annast hluta af kennslu þeirra sem sækja um byssuleyfi í Reykjavík og víðar. Ákvæði 8. greinarinnar hafa þá alltaf verið rækilega kynnt – enda grundvallaratriði – og mönnum gert ljóst að fráleitt sé að fara í leyfisleysi til veiða á eignarlöndum. Um þetta geta hundruð nemenda okkar vitnað. Tilraun Indriða til að tengja þessar hörm- ungar í Kaldalóni við Skotvís er klámhögg í samræmi við annað í pistli hans. En innan um bull og ósannindin um Skotvís glittir í það sem senni- lega veldur mestu um sálarkveisu Skjald- fannarbóndans. Hann kallar það ,,þjóðlend- uránskap ríkisins“ og á sýnilega við það merka verkefni sem nú er í gangi og felst í því að á grundvelli laga um þjóð- lendur er nú með formlegum hætti skorið úr um mörk milli eign- arlanda og almenninga. Það fer þannig fram að á vegum fjár- málaráðherra er gögnum safnað um landmerki býla o.fl. til að finna mörk milli þeirra og almenninga, sem fjármálaráðherra gerir svo kröfu til f.h. ríkisins. Óbyggða- nefnd, skipuð fólki með hæfi til dómarastarfa, sker úr um mörkin. Úrskurði nefndarinnar má að sjálf- sögðu vísa til Hæstaréttar sem reyndar hefur þegar skorið úr mál- um. Þessu unir allt skynsamt fólk enda vinnubrögðin vönduð. Af þeim úrskurðum sem þegar hafa fallið verður ekki annað séð en að land- eigendur megi vel við una. Þó kallar Indriði þetta ferli rán- skap. Hvernig ber að skilja þau ummæli? Virðir Indriði ekki lög- formlegar aðferðir og Hæstarétt landsins? Telur hann sig búa fyrir norðan lög og rétt? Skætingur úr Skjaldfönn Haukur Brynjólfsson svarar Indriða á Skjaldfönn Haukur Brynjólfsson ’Tilraun Indr-iða til að tengja þessar hörm- ungar í Kalda- lóni við Skotvís er klámhögg í samræmi við annað í pistli hans.‘ Höfundur er rafvirki og fyrrv. stjórnarm. í Skotvís.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.