Morgunblaðið - 25.01.2005, Page 30

Morgunblaðið - 25.01.2005, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jóna SvanhvítHannesdóttir fæddist í Reykjavík 14. nóvember 1911. Hún lést á Landspít- ala – Háskólasjúkra- húsi, Fossvogi, föstudaginn 14. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristrún Einarsdóttir hús- móðir, f. 8. septem- ber 1887, d. 9. októ- ber 1964 og Hannes Eyjólfur Ólafsson kaupmaður í Reykjavík, f. 20. júní 1877, d. 18. maí 1961. Systkini Jónu voru: Gunnar Ísberg, f. 1915, d. 1976, Gunnlaugur Einar Ísberg, f. 1919, d. 1920, Gunnlaug, f. 1920 og Ólafur Ísberg, f. 1924, d. 1998. Eva Kristín, María Björk og Axel Þór. d) Óskar Þór, f. 1973, kvænt- ur Huldu Þórisdóttur. 2) Gerður G. fræðslustjóri Reykjavíkur, f. 5. september 1943, gift Bjarna Ólafssyni framhaldsskólakennara, f. 15. febrúar 1943. Þau skildu. Börn þeirra eru: a) Óskar, f. 1966, kvæntur Michelle Massonnat. b) Ásta, f. 1969, gift Árna Sigurjóns- syni, börn þeirra eru Ólafur Kjar- an, Soffía Svanhvít og Gunnar Sigurjón. Jóna lauk námi frá Kvennaskól- anum í Reykjavík. Jóna og Óskar áttu heimili sitt í Reykjavík. Um 1940 fengu þau hjónin sér land á Vatnsenda við Elliðavatn og reistu þar sumarbústað. Þar hófu þau mikil ræktunarstörf sem Jóna sinnti fram á síðustu ár. Hún var heiðursfélagi Garðyrkjufélags Ís- lands. Þegar Óskar lést tók Jóna við rekstri almanaksútgáfu sem hann hafði rekið frá árinu 1938 og annaðist hana um 20 ára skeið. Útför Jónu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Jóna giftist 5. ágúst 1932 Óskari Gunnars- syni kaupsýslumanni, f. í Reykjavík 9. apríl 1902, d. 23. júní 1970. Dætur þeirra eru: 1) Unnur útgefandi, f. 17. nóvember 1932, gift Axel Einarssyni hæstaréttarlögmanni, f. 15. ágúst 1931, d. 19. desember 1986. Börn þeirra eru: a) Kristín, f. 1958, gift Einari Guðjónssyni, börn þeirra eru Berg- lind Ósk, Axel og Alexandra. b) Svanhvít, f. 1960, gift Arnari Gíslasyni, börn þeirra eru Unnur Eva, Jóhanna Jórunn og Margrét Halldóra. c) Einar Baldvin, f. 1965, kvæntur Ingu Þórólfsdóttur, börn þeirra eru: Sá eiginleiki ömmu Jónu sem stendur upp úr í mínum huga er hve hún var alltaf jákvæð og sátt við lífið. Hún var ekkja í næstum 35 ár en undi alltaf vel sínum hag og lifði innihaldsríku lífi. Hún var dugleg að ferðast, og á þessum ferðalögum fannst henni allt skemmtilegt; hvort sem hún var um borð í snjóbíl austur á landi eða að snorkla með systur sinni á Bahamaeyjum. Það þurfti samt ekki ferðalag til að amma væri ánægð; hún var líka sátt þótt hún væri ein heima, með hugsanir sín- ar, útvarpið og kaffibollann. Annað sem einkenndi ömmu var að hún var mikill fagurkeri. Þetta kom skýrt fram í því að hún hafði alltaf fallegt í kringum sig, hvort sem það voru yndisleg litrík blóm- in sem hún ræktaði í sveitinni; eða póleruð húsgögn, útsaumur og kristall á heimilum hennar í Reykjavík. Einnig var hún alltaf vel klædd, með fallega skartgripi og vandlega lagt hár. Með því fannst mér hún sýna sjálfri sér og öðrum ákveðna virðingu. Sumarhúsið við Elliðavatn og landið þar í kring eru þó líklega stærsti minnisvarðinn um smekk- vísi og hjartalag ömmu. Þar skap- aði hún fallegt umhverfi þar sem fólki leið vel og þar sem því fannst það vera velkomið. Hún hafði líka afskaplega gaman af að fá gesti í sveitina, og þeir eru raunar ófáir Íslendingarnir sem hafa notið gest- risni hennar þar, og haft ánægju af að skoða blómin og trén sem hún hafði ræktað af svo mikilli natni. Skemmtileg þversögn í ömmu var sú, að þótt hún nyti mjög útiver- unnar og náttúrunnar í sveitinni var hún líka mikið borgarbarn, og mikill Reykvíkingur. Henni þótti sérstaklega vænt um miðborgina og hún naut þess að ganga þar um, heimsækja veitingastaði og leik- hús. Hún og vinkonur hennar sóttu raunar kaffihúsin í Reykjavík reglulega alveg fram á síðustu ár, og fengu sér þá kaffibolla og væna tertusneið og spjölluðu saman. Slíkar stundir verða í framtíðinni eitt af ótalmörgu sem mun minna mig á ömmu Jónu og hennar bjarta og skemmtilega lífsviðhorf. Ég kveð hana með þakklæti í huga og bið Guð að blessa minningu henn- ar. Ásta Bjarnadóttir. Elsku amma, kveðjustundir okk- ar á undanförnum árum eru marg- ar. Þú vissir að hver fundur okkar meðan á heimsóknum mínum til landsins stóð, gæti verið sá hinsti. Og nú ertu loks komin á leiðar- enda, a.m.k. í þessu lífi sem við þekkjum. Þú varst eina foreldri foreldra minna sem ég kynntist og nánast öll uppvaxtarár mín bjuggum við undir sama þaki. Frá þeim tíma er einkum tvennt minnisstætt. Ann- ars vegar sú óþrjótandi þolinmæði sem þú sýndir með því að spila við mig daginn út og inn, yfirleitt rommí. Og hins vegar óbilandi áhugi á þjóðmálum og pólitík. Ég man t.d. þegar þú vaktir mig að morgni dags síðla hausts 1980 og spurðir Hver heldurðu að hafi unn- ið? og ég svaraði Carter. Þú hristir höfuðið og sagðir glottandi: Nei, Ronald Reagan! Þú taldir það ekki eftir þér að ræða ítarlega við mig um helstu málefni líðandi stundar og slík upphefð féll auðvitað í frjó- an jarðveg hjá móttækilegum 7 ára gutta. Eins man ég vel að þér þóttu hlutirnir stundum svo dæma- laust fyndnir að þú misstir málið fyrir hláturskasti. Eftir á sagðirðu gjarnan „Ég skal segja ykkur það“ á meðan þú þurrkaðir hláturtárin. Líkt og með okkur öll barnabörn þín, tengjast minningar af þér gjarnan sveitinni svokölluðu. Þar lagðirðu gjarnan kapal að morgni dags, gengi hann upp myndi gesti bera að garði þann daginn og öf- ugt. Þetta þótti mér alltaf mögnuð athöfn og í minningunni reyndist kapallögnin ávallt sannspá! Þegar kom að matmáls- og kaffitímum vonaðist ég alltaf til að á boð- stólnum væri brauð með skarfa- kálssalati og e.t.v. Óskarína í eft- irrétt. En öll áttum við afkomendur þínir okkar uppá- haldskökur úr þinni smiðju sem fyrir vikið hétu í höfuðið á okkur. Okkar síðasti fundur fyrir fáein- um vikum mun seint líða mér úr minni. Eftir hefðbundna umræðu um málefni líðandi stundar, skál- uðum við í púrtvíni og þú varst yf- irfull af fjöri og lauflétt í lund. Að því loknu kvaddirðu mig einsog venjulega, með virktum líkt og komið væri að hinstu kveðjustund. Nema að þessu sinni hafðirðu víst rétt fyrir þér. Óskar Þór Axelsson. Þegar Jóna Svanhvít Hannes- dóttir kveður nú þennan heim í hárri elli er okkur sem þekktum hana þakklæti efst í huga. Fyrst ber að meta það að hún skyldi fá að halda sálarkröftum og reisn til hinstu stundar. Henni tókst líka að vera fremur veitandi en þiggjandi á sinni löngu ævi, studdi foreldra sína á þeirra efri árum og var svo ævinlega reiðubúin til að standa nærri sínum mörgu afkomendum, skylduliði og vinum. Hún var frá- bær heim að sækja enda var gest- kvæmt hjá þeim hjónum þegar þau dvöldu allt sumarið í sumarbú- staðnum við Vatnsenda sem þau kölluðu á Goðalandi. Ekki var held- ur í kot vísað að koma til þeirra Óskars á heimili þeirra í bænum og svo til hennar einnar því að hún lifði ekkja ríflega þriðjung ævinn- ar. Þegar ævi Jónu hallaði og hún hætti sjálf að standa fyrir mann- fagnaði var prýði að henni í sam- kvæmum þar sem hún sat uppá- búin og létt í máli við þá sem að henni viku. Fyrir utan óþrjótandi umhyggju Jónu fyrir fjölskyldu og samferða- mönnum minnast margir hennar fyrir natni og smekkvísi við garð- rækt. Það má efast um að víða hafi verið til garðar á borð við hennar á Goðalandi, a.m.k. ekki nema hjá at- vinnumönnum. Þegar þau reistu bústaðinn í stríðsbyrjun var landið lyngmói og grjótholt en þegar komin var rækt í landið og Jóna enn með fullu þreki taldi hún rúm- lega 1.000 tegundir blómplantna, trjáa og runna í garði sínum. Hún fór svo sem þrisvar yfir landið allt á hverju sumri til þess að herja á illgresið og hafði varla lokið þriðja arfastríðinu þegar suðaustanrok í ágúst eyðilagði oft fínasta blómann. Bóndinn var ekki stór- tækur í garðvinnunni, hafði stund- um á orði að allmikið fé færi ofan í moldina! En með góðu samþykki hans flutti Jóna heim frá garð- yrkjustöðvum ófáa blómakassa á hverju vori. Aftur á móti gaf hún gestum og gangandi eins mikið af plöntum og þeir þurftu til þess að flikka upp á garða sína og þá fengu menn nú ekki að taka upp veskið. Vonandi höfum við þakkað fyrir okkur. Jóna var jafnlynd og hafði þægi- lega nærveru eins og sagt er. Hún kunni líka að kætast og sjá spaugi- legu hliðarnar. Móðir mín og hún náðu vel saman, t.d. í garðrækt- arhugleiðingum. Hvorug gleymdi meðan þær lifðu ferðalagi suður til Sviss að heimsækja okkur börnin sín vorið 1966. Og kynni af Jónu gera vissa bókmenntagrein mark- lausa fyrir mér því sá sem hefur átt hana fyrir tengdamóður finnur ekki púðrið í klassískum tengda- mömmusögum. Bjarni Ólafsson. JÓNA SVANHVÍT HANNESDÓTTIR ✝ Anna Magnús-dóttir fæddist í Flögu í Villinga- holtshreppi 17. apríl 1929. Hún andaðist á lungnadeild LSH í Fossvogi 14. janúar. Foreldrar hennar voru hjónin í Flögu, þau Magnús Árna- son hreppstjóri frá Hurðarbaki í Vill- ingaholtshreppi, f. 18. október 1887, d. 23. desember 1973, og Vigdís Stefáns- dóttir frá Selalæk á Rangárvöllum, f. 13. október 1891, d. 14. mars 1977. Anna var börn, þau eru: 1) Magnús, f. 19. nóvember 1958, kvæntur Krist- björgu Guðmundsdóttur f. 19. jan- úar 1963. Þau eiga þrjú börn, Rúnar Má, f. 7. ágúst 1989, Bjarka Frey, 14. mars 1997 og Önnu Vig- dísi, f. 2. júlí 2002. 2) Guðbjörg, f. 9. júní 1963, í sambúð með Þor- steini M. Þorsteinssyni. Þau eiga þrjú börn, Árna Þór, f. 8. desem- ber 1987, Davíð Örn, f. 2. ágúst 1990 og Önnu Rún, f. 11. desem- ber 1992. 3) Brynjar Þór, f. 20. júlí 1967. Anna ólst upp í Flögu. Hún stundaði nám við Húsmæðraskóla Reykjavíkur veturinn 1953-54. Árið 1958 hófu Anna og Árni hjú- skap að Bugðulæk 17 í Reykjavík. Árið 1971 fluttu þau að Sunnuflöt 25 í Garðabæ þar sem hún bjó til dauðadags. Útför Önnu fer fram frá Garða- kirkju á Álftanesi í dag og hefst athöfnin klukkan 13. næst yngst níu systk- ina. Systkini Önnu eru: 1) Árni, f. 1917, 2) Guðrún, f. 1919. 3) Stefanía, f. 1921. 4) Brynjólfur f. 1922, d. 1983. 5) Sigríður, f. 1924, d. 1987. 6) Guð- ríður, f. 1926. 7) Grímur, f. 1927. 9) Unnur, f. 1930. Upp- eldisbróðir Önnu var Stefán Jónsson f. 1934. Anna giftist 6. apríl 1958 Árna Þórarins- syni frá Kolsholti í Villingaholtshreppi, f. 2. septem- ber 1922. Þau eignuðust þrjú Í dag kveðjum við Önnu frænku í hinsta sinn. Af mörgu er að taka og margs er að minnast er við lítum yfir farinn veg. Lífshlaup hennar, allt frá því systkinin í Flögu bjuggu í gamla bænum og gengu í sauðskinnskóm og fram til dagsins í dag. Minning- arnar hrannast upp. Anna var næst yngst af systkinun- um frá Flögu, ekki nema 11 mán- uðum eldri en móðir okkar. Sá litli aldursmunur gerði þær mjög sam- rýndar og samgangurinn því mikill milli heimilanna. Ófáar voru heim- sóknirnar í Bugðulækinn og síðan á Sunnuflötina. Það var gott að koma til Önnu, hún var góður gestgjafi sem tók á móti okkur með miklum myndar- brag. Hún var hjartahlý og lét sér umhugað um velferð allra sem í kringum hana voru og á umhyggj- una var hún óspör. Anna var glað- lynd og glettin og kom auga á hið spaugilega í tilverunni. Minnisstæð eru okkur öll ferða- lögin sem farin voru vítt og breitt um landið með Önnu og fjölskyldu, um byggð jafnt sem óbyggð ból og fararskjótarnir ekki af verri endan- um. Flaga, ættaróðal systkinanna hef- ur alla tíð verið sá staður sem tengdi okkur saman og nú síðustu árin voru sumarbústaðir fjölskyldnanna á jörðinni hlið við hlið, en þar naut Anna sín vel, enda oft glatt á hjalla. Við vitum að í veikindum Önnu síð- ustu ár lagði hún mikið á sig til að geta verið með stórfjölskyldunni á árlegum ættarmótum okkar, þar varð hún eins og lítil stelpa á ný og rifjaði upp æskuárin. Það er alltaf sárt að kveðja hvern þann sem manni þykir vænt um en minningin um skemmtilegt ferðalag yljar okkur um hjartarætur um alla framtíð. Við vottum Árna, Magnúsi, Guð- björgu, Brynjari og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu ástkærrar móður- systur. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Systkinin af Álfhólsvegi 31, Haukur, Alma og Valur. Fyrir rúmum þrjátíu árum hitti ég Önnu Magnúsdóttur í fyrsta skipti. Ég sé hana enn fyrir mér þar sem hún situr í grasbrekku skammt frá heimili mínu með yngsta barnið sitt, Brynjar, í fanginu. Sá stutti hafði meitt sig, Anna strauk ljósan kollinn og lét einhver huggunarorð falla. Við tókum tal saman og upp frá þeim degi átti ég vináttu Önnu vísa. Hún varð mín góða grannkona sem ég gat alltaf leitað til. Allnokkur ár voru á milli okkar og við áttum rætur í mjög ólíkum jarðvegi. Ég var alin upp í þéttbýli en Anna í sveit og að sumu leyti vorum við börn tvennra tíma. Anna var í mínum huga hin dæmigerða, myndarlega, íslenska húsmóðir í bestu merkingu þeirra orða. Allt heimilishald á heimili hennar og Árna í Garðabænum var með miklum myndarbrag og bar með sér að Anna var vön að taka til hendinni bæði utan dyra og innan. Allt sem hún tók sér fyrir hendur virtist leika í höndunum á henni hvort sem um var að ræða hannyrðir eða garðyrkju. Hún kom sér til dæmis upp myndarlegum matjurta- garði þar sem hún ræktaði bæði kartöflur og alls konar grænmeti. Í garðinum var líka lítið gróðurhús þar sem hún forræktaði plöntur sem síðan áttu eftir að skreyta garðinn hennar. Sjálf var ég óvön allri slíkri vinnu en Anna gaf mér ýmis góð ráð og var óþreytandi að leiðbeina mér. Hún hafði reyndar ekki erindi sem erfiði en það var ekki henni að kenna. Miklu frekar óþolinmæði minni og klaufaskap. Stundum rölti hún yfir götuna til þess að sjá hvern- ig mér hefði tekist til og gat oft ekki annað en hlegið að öllum axarsköft- unum sem ég gerði. Hláturinn var samt aldrei meinlegur og öll okkar samskipti einkenndust af mikilli hlýju. Þegar í ljós kom að undan myndarlegu gulrótarkálinu mínu komu örmjóar gulrætur í kippum skellihló hún svo að tárin runnu nið- ur kinnarnar á henni. Daginn eftir mætti hún svo til mín með fullan poka af því albesta grænmeti sem ég hafði nokkru sinni smakkað. Einu sinni sem oftar kom hún líka færandi hendi og gaf mér hrossabjúgu sem hún hafði verið að búa til og í annað skipti mætti hún með hrokaðan disk af nýbökuðum pönnukökum til mín þar sem ég lá heima í fótbroti. Þann- ig var Anna. Hún var aldrei ánægð- ari en þegar hún gat hlynnt að ein- hverjum. Anna var einstaklega elsk að börnunum sínum og óþreytandi að segja mér frá þeim og barnabörn- unum eftir að þau komu til sögunn- ar. Hún talaði um þau öll af mikilli ást og hlýju og vildi allt fyrir þau gera. Þau bera líka foreldrum sínum gott vitni. Það var alltaf notalegt að koma á heimili Önnu og Árna og þau tóku mér alltaf með sömu mildu kímninni. Árni var reyndar ekki síður dugleg- ur við að liðsinna okkur hjónum með ýmislegt en Anna. Fljótlega komst hann til dæmis að því að smíðar lágu ekki neitt sérstaklega vel fyrir hús- ráðendum á Sunnuflöt 34 og þótti því sjálfsagt að liðsinna okkur með ýmislegt smálegt. Ég á eftir að sakna vinar í stað við fráfall Önnu en eftir sitja allar hlýju og góðu minn- ingarnar sem ég mun ylja mér við um ókomna framtíð. Við hjón send- um Árna og fjölskyldu hans sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning minnar góðu grannkonu Önnu Magnúsdóttur. Gullveig Sæmundsdóttir. ANNA MAGNÚSDÓTTIR Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.