Morgunblaðið - 25.01.2005, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2005 31
MINNINGAR
✝ Gísli Brynjólfs-son fæddist á
Króki í Norðurárdal
3. nóvember 1918.
Hann andaðist á
Landspítalanum við
Hringbraut laugar-
daginn 15. janúar
síðastliðinn, 86 ára
að aldri. Foreldrar
hans voru Brynjólfur
Bjarnason bóndi, f. á
Skarðshömrum í
Norðurárdal í Mýra-
sýslu, 8. október
1882, d. 18. nóvem-
ber 1962, og Arndís
Ágústína Klemenzdóttir, f. í
Fremri-Hundadal í Dalasýslu 22.
apríl 1888, d. 24. september 1955.
Gísli átti fjögur alsystkini, sem öll
voru fædd á Króki en þau voru:
Lilja, f. 1917, Haraldur, f. 1921,
Ragnheiður, f. 1923, d. 1969, og
Hjörtur, f. 1924, d. 2004. Hálfsyst-
ir, sammæðra var María Ólafsdótt-
ir, f. 1905, d. 1979.
20. maí 1950 kvæntist Gísli Odd-
nýju Daníelsdóttur frá Fossseli í
Hrútafirði, f. 5 apríl 1927. Foreldr-
ar hennar voru Daníel Ágúst
Böðvarsson, f. á Geithól í Hrúta-
firði 1. ágúst 1883, d. 9. mars 1973,
og Elínbjörg Jónsdóttir, f. á Fossi í
Hrútafirði 2. júlí 1894, d. 22. okt.
1977. Gísli og Oddný bjuggu lengst
af á Tómasarhaga 19 í Reykjavík
en síðustu árin í Hraunbæ 164.
Þór, f. 20. desember 1984. Unnusta
Ragnars Þórs er Ásta Lára Jóns-
dóttir, f. 25. apríl 1982. 4) Signý, f.
26. maí 1961, gift Ingvari Ágústi
Þórissyni, f. 25. febrúar1961. Þau
eiga tvö börn: Evu Dögg, f. 27. des-
ember.1982 og Þóri, f. 29. nóvem-
ber 1988. 5) Kristín, f. 2. maí 1963,
í sambúð með Halldóri Kvaran, f.
4. maí 1961. Þau eiga tvö börn,
Örnu Liv, f. 24. febrúar1998, og
Einar, f. 19. október 1999. Með
fyrri sambýlismanni sínum, Hall-
dóri B. Péturssyni á Kristín tvö
börn, Brynju, f. 3. febrúar 1986, og
Pétur, f. 5. september 1990. 6)
Ragnheiður, f. 7. júní 1968, gift
Hauki Haraldssyni, f. 27. febr-
úar1966. Þau eiga tvö börn, Unni
Dís, f. 8. júlí 1991 og Hjört, f. 1.
janúar 1993.
Gísli hóf þátttöku á almennum
vinnumarkaði 1927, þá kúskur í
vegavinnu í Norðurárdal um 6
vikna skeið. Hann vann í vega-
vinnu á unglingsárum og var vetr-
armaður í Fornahvammi. 1940 tók
hann bílpróf í Borgarnesi og
tengdust störf hans þaðan í frá
vörubílum. Veturinn 1941 flutti
Gísli til Reykjavíkur. Á hernáms-
árunum ók hann vörubílum m.a.
fyrir Lýsi hf. en uppúr 1950 stofn-
aði hann ásamt félögum sínum Ís-
arn hf. sem hafði umboð fyrir
Scania-vörubíla. Við það fyrirtæki
starfaði hann til 1993. Gísli hóf
ungur veiðar á fugli og fiski
frammi í Norðurárdal til búdrýg-
inda. Síðar urðu veiðarnar áhuga-
mál og yndisauki.
Gísli verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Börn þeirra eru: 1)
Daníel Bergur, f. 31.
ágúst 1950, kvæntur
Helgu Björk Jónsdótt-
ur, f. 18. ágúst 1955.
Þau eiga þrjú börn, a)
Ágúst Brynjar, f. 19.
janúar 1978, sambýlis-
kona Þorbjörg Hlín
Sigurðardóttir, f. 24.
júlí 1979, óskírður
sonur þeirra, f. 12.
nóvember 2004. b)
Birgi Má, f. 2. septem-
ber 1983. c) Oddnýju
Björk 19. júlí1986. 2)
Brynjólfur, f. 13. júlí
1953, var kvæntur Huldísi Þor-
finnsdóttur, f. 10. febrúar 1955.
Þau eiga tvö börn, a) Bryndísi, f.
22. júlí 1975, hún á tvær dætur,
Agnesi Eir, f. 1. október 1993 og
Huldísi, f. 26. september 2003 og b)
Gísla, f. 4. júlí 1979. Stjúpsonur
Brynjólfs er Vífill Þór Marinósson,
f. 27. desember 1972, kvæntur
Rakel Dögg Þorvarðardóttur, f.
26. desember 1976, þau eiga tvö
börn, Söru Ósk, f. 11.4. 2000 og
Tristan Ismael, f. 28.1. 2002. 3)
Arndís, f. 22. janúar 1955, gift Ás-
geiri Sigurðssyni, f. 18. desember
1954. Þau eiga þrjú börn: a) Guð-
nýju Ingu, f. 30. mars 1978, gift
Hjörleifi S. Jónssyni, f. 11. septem-
ber 1978, dóttir þeirra er Gunn-
hildur, f. 8. ágúst 2004. b) Ásdísi
Elínu, f. 28. mars 1980. c) Ragnar
Í dag kveð ég elskulegan tengda-
föður minn.
Ég hef verið þeirrar blessunar að-
njótandi að hafa fengið að vera part-
ur af tilveru þinni síðustu 28 árin og
er sá tími mér mjög eftirminnilegur.
Þú varst ekki bara tengdafaðir minn
heldur líka vinur og félagi þar sem
ég var svo heppinn að við náðum vel
saman og áttum mörg sameiginleg
áhugamál og nefni ég sérstaklega
lax- og skotveiðina.
Til margra ára vorum við saman
við laxveiðar í nokkrum ám og er
mér þó sérstaklega minnisstætt
þegar við veiddum saman í Norður-
ánni en þar varst þú svo sannarlega
á heimavelli því þar þekktir þú
hvern veiðistað eins og lófann á þér
og alltaf veiddum við vel saman. Svo
er það sælureitur ykkar hjóna á
Þingvöllum en ég og mín fjölskylda
fengum líka tækifæri til að hjálpa til
við endurbyggingu á aðstöðu ykkar
þar, en þar var oft tekið til hendinni
við uppbyggingu og lagfæringar og
eyddum við þar saman mörgum
stundum. Ekki mátti maður koma
þar við nú seinni árin án þess að
þiggja gestrisni ykkar og helst varð
maður að rölta niður að vatninu og
sjá hvort maður gæti ekki krækt í
einn eða tvo silunga, það var nánast
skylda. Nú seinni árin var farið að
draga af þér en við hjónin vissum
hversu gaman þú hafðir af að ferðast
þannig að við reyndum á hverju ári
að fara með ykkur hjónin í smá
ferðalag um landið til að leyfa ykkur
að njóta tímans og að við fengjum
líka tækifæri til að njóta samveru
ykkar. Minnisstæðasta ferðin með
ykkur hjónum var ferð okkar til Eg-
ilsstaða, þar þekktir þú marga staði
og kunnir margar sögur á leiðinni
okkur til skemmtunar. Ég kveð þig
með þessum orðum með söknuði og
þú munt lifa í minningum okkar.
Þinn tengdasonur
Ásgeir Sigurðsson.
Elsku afi, nú ertu farinn frá okkur
og kominn á betri stað.
Ég man hvað mér þótti gaman að
fara í heimsókn til þín og ömmu,
hvort sem það var á heimili ykkar
eða uppi í sumarbústað. Þið tókuð
ávallt vel á móti mér með alls kyns
kræsingum og mikilli hlýju.
Er mér minnistæður sá dagur er
ég var í heimsókn hjá ykkur ömmu
uppi í sumarbústað þegar þú hjálp-
aðir mér og Evu frænku við að saga
og pússa litla trékubba sem við síð-
an máluðum græna og höfðum fyrir
litlu krókódílabörnin okkar. Þú
varst alltaf til í að leggja fram hjálp-
arhönd ef þess þurfti og fékk maður
oft að njóta góðvildar þinnar.
Elsku afi, mig langar að þakka
þér fyrir allar þær góðu stundir sem
við höfum átt saman í gegnum árin
og kveð ég þig með þessum orðum:
Ljúfar voru stundir
er áttum við saman.
Þakka ber Drottni
allt það gaman.
Skiljast nú leiðir
og farin ert þú.
Við hittast munum aftur,
það er mín trú.
Hvíl þú í friði
í ljósinu bjarta.
Ég kveð þig að sinni
af öllu mínu hjarta.
(Maren Jakobsdóttir.)
Brynja.
Í dag verður Gísli afi lagður til
hinstu hvílu, löngu og gæfuríku lífi
hans er lokið og langar okkur að
kveðja hann með nokkrum orðum.
Það eru margar ljúfar minningar
sem við systkinin eigum um afa. Í
gamla daga vorum við oft í heimsókn
á Tómasarhaganum og við þau tæki-
færi var afi iðinn við að gauka að
okkur ýmsu góðgæti, molar, heima-
tilbúnir klakar, brjóstsykur og ým-
islegt fleira, aldrei kom maður að
tómum kofunum. Eftirminnilegustu
stundirnar okkar með afa eru frá
Þingvöllum, þar sem amma og afi
tóku alltaf vel á móti okkur. Afi var
lunkinn veiðimaður og fór gjarnan
með okkur niður að vatni til að sýna
okkur réttu handtökin. Hvort sem
afraksturinn var síli í krukku eða
væn bleikja þótti honum aflinn alltaf
jafnmerkilegur. Afi var mikill nostr-
ari og er fallegur trjálundur hans og
ömmu við sumarbústaðinn þeirra á
Þingvöllum góður vitnisburður um
það. Á góðviðrisdögum fann maður
oft ömmu og afa í lautinni umvafin
gróðri að njóta veðurblíðunnar.
Gísli afi var mjög frændrækinn
maður, líklega einkenni hans kyn-
slóðar. Frá æsku okkar munum við
eftir alls kyns boðum, jólaboð, af-
mæli og þorrablót. Í þessum boðum
hittum við marga ættlingja okkar
sem við annars hefðum líklega ekki
hitt.
Afi og amma eignuðust sex börn
og nú á kveðjustund er stór hópur
afkomenda sem kveður góðan afa og
langaafa með söknuði. Afi gaf sér
alltaf tíma og sýndi öllu því sem
þessi skari af börnum var að gera
mikinn áhuga.
Elsku afi, við erum þakklát fyrir
þann tíma sem við höfum fengið að
eiga með þér og minninguna um þig
ætlum við að varðveita vel. Það er
svo skrítið hvernig hugurinn virkar,
hvaða hlutir eða staðir minna okkur
á þig, brjóstsykur, harðfiskur, Þing-
vellir, vesturbærinn, Ford-bílar og
margt fleira. En núna ertu farinn
frá okkur og við trúum því að þér líði
vel og að þú vakir yfir okkur, hver
veit kannski eruð þið Siggi afi ein-
hversstaðar að bera saman bækur
ykkar.
Guð geymi þig, elsku afi, og við
lofum að hugsa vel um ömmu.
Guðný Inga, Ásdís Elín og
Ragnar Þór Ásgeirsbörn.
Elsku afi.
Ég man hversu gott það var alltaf
að kíkja til þín og ömmu í heimsókn.
Sérstaklega þegar við vorum í sum-
arbústaðnum ykkar. Við smíðuðum
oft saman eða fórum saman niður að
vatni að veiða. Ég vil þakka þér fyrir
að hafa verið svona þolinmóður og
kennt mér að veiða en það er eitt
mitt helsta áhugamál nú í dag.
Minningar um þig geymi ég í hjarta
mínu um ókomna tíð.
Guð blessi þig.
Pétur.
Á hverju vori koma silungurinn,
krían og kjóinn. Eins öruggur vor-
boði á bernskudögum mínum var
Gísli föðurbróðir minn, sem renndi í
hlað á drossíunni. Hann hafði alltaf
tíma til að skjóta nokkrum orðum að
okkur krökkunum og ævinlega var
laumað að okkur Ópalpakka.Gísli
var kominn á æskustöðvarnar til að
liggja á grenjum.
Nokkru síðar kom hann aftur fúl-
skeggjaður, almæltur á tungu tóf-
unnar, á leið heim eftir útivistina.
Gísli var meðalmaður á hæð, sam-
svaraði sér vel, alltaf með derhúfu,
nefið beint, ennið hátt. Fas hans yf-
irvegað og stafaði frá honum ró-
semd, öryggi og hlýju. Augun blá og
í þeim þetta glettnisblik og hlýja.
Fas hans allt fremur lágstemmt og
ég minnist þess ekki að hafa heyrt
hann hækka röddina.
Gísli var maður farsæll í starfi og
einkalífi. Mesti auður hans var fjöl-
skyldan og samfylgdin við Oddnýju í
meira en 50 ár. Ég minnist þess í
gamla daga að þau hjón héldust oft í
hendur, en það var ekki algeng sjón
í Borgarfirðinum á þeim tíma. Síðast
er ég hitti þau saman héldust þau
enn í hendur.
Heimili þeirra hjóna á Tómasar-
haganum var í áraraðir ókeypis hót-
el fyrir langa röð af bróðurbörnum
úr Norðurárdalnum, fyrst til gist-
ingar í höfuðborgarferðum og síðar
til skemmri heimsókna. Viðmótið
alltaf það sama, hlýja og gestrisni í
fyrirrúmi hjá þeim hjónum báðum.
Gísli var alinn upp við sporð
Holtavörðuheiðar og lærði ungur að
meta náttúruna, ekki aðeins gjafir
hennar; fisk í vatni og fugl á heiði
heldur einnig fegurð hennar. Hann
var ekki áhugamaður um veiðar
heldur fagmaður og jafnvel þeir af-
komendur hans er fisknastir teljast,
laumuðust til að hringja af bakka ár
eða stöðuvatns til að leita ráða ef
hann var tregur að taka.
Eftir að hann hætti að liggja á
heiðum úti í félagsskap tófunnar
naut hann samvista við náttúruna í
sumarbústaðnum á Þingvöllum. Þar
hlúði hann að gróðri og dyttaði að.
Hann var öðrum fremri í að rækta
sinn garð – mættu sem flestir það af
honum læra.
Kveðja frá krökkunum frá
Hraunsnefi.
Hjördís Hjartardóttir.
GÍSLI
BRYNJÓLFSSON
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir,
ÓLÖF ANNA ÓLAFSDÓTTIR
frá Ísafirði,
Sæviðarsundi 15,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítala háskólasjúkra-
húsi í Kópavogi laugardaginn 22. janúar.
Ólafur G. Viktorsson, Guðný Tryggvadóttir,
Steinar Viktorsson, Jórunn Andreasdóttir,
Bergljót Viktorsdóttir, Eysteinn Yngvason,
Hafsteinn Viktorsson, Borghildur Ísfeld Magnúsdóttir,
Júlíus S. Ólafsson, Sigríður Classen,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
GUÐRÍÐUR FRIÐGEIRSDÓTTIR,
Nausti,
Stöðvarfirði,
lést föstudaginn 21. janúar síðastliðinn.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Björn Pálsson.
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og
afi,
SIGURJÓN ODDSSON SIGURÐSSON
verkstjóri hjá Vegagerðinni,
Holtateigi 3,
Akureyri,
lést á heimili sínu sunnudaginn 23. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Ester Bára Sigurðardóttir,
Sólveig Sigurjónsdóttir, Sigurður Jónsson,
Sigurður Sigurjónsson, Hildur Níelsen,
Sævar Geir Sigurjónsson, Heiðdís Björk Helgadóttir
og barnabörn.
Elskuleg systir okkar og frænka,
SVAVA SKÚLADÓTTIR,
áður til heimilis
í Hátúni 10a,
Reykjavík,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
sunnudaginn 23. janúar.
Aðstandendur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR
frá Ási,
Hraunbæ 152,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ mánu-
daginn 10. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Ásrún M. Auðbergsdóttir, Kristján Willatzen,
Auður M. Auðbergsdóttir, Elliði N. Ólafsson,
Anna H. Auðbergsdóttir, Hálfdán Guðmundsson,
Arnheiður R. Auðbergsdóttir, Jakob S. Þórarinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.