Morgunblaðið - 25.01.2005, Side 32

Morgunblaðið - 25.01.2005, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku bestasta Maja amma mín. Nú ertu farin frá mér og ég fæ ekki að sjá þig aftur og halda utan um þig fyrr en ég fæ sjálf að fara. Þú varst alltaf besta vinkona mín og yndislegasta amma sem hægt er að hugsa sér. Alltaf varstu til staðar þegar ég þurfti á þér að halda. Þú varst alltaf til í að hlusta og tala við mig þegar mér leið illa og þegar mér leið vel. Þegar ég var á Mallorca þá hringd- ir þú alltaf í mig til að vita hvort allt væri í lagi og hvort ég væri nú ekki öruggulega að borða nóg. Svo end- aðirðu alltaf símtölin á að segja mundu að biðja alltaf bænirnar með ömmu á kvöldin og amma elskar þig. Ég man hvað þú varst ánægð þegar ég fór út og hvað þú hlakkaðir nú til að fá mig heim til Íslands aftur og hvað þú varðst ánægð þegar ég fékk út úr prófunum mínum. Það er sama hvaða minning kemur upp í hugann, allar eru þær yndisleg- ar og fullar hlýju og kærleik sem streymdi alltaf frá þér. Það fyllir hjarta mitt gleði að hugsa um brosið þitt, augun, hláturinn, faðmlagið og bara um þig. Mér fannst alltaf svo gott að fá að kúra hjá þér og aldrei svaf ég betur en þegar bestasta amma í heiminum svaf og hraut við hliðina á mér. Ég man eftir laginu sem þú og afi sunguð alltaf fyrir okk- ur. Við fengum að kúra í fanginu og fá klapp á eyrað og ruggað og sungið lagið Við skulum róa á selabát. Þetta er besta minning í heimi. Elsku bestasta amma mín. Ég elska þig af öllu mínu hjarta og ég mun aldrei gleyma þér né því sem þú hefur kennt mér um ævina. Farðu nú og kysstu og knúsaðu hann Óskar afa fyrir mig og vonandi skemmtirðu þér vel í afmælinu hans sem þú ákvaðst KRISTÍN MARÍA MAGNÚSDÓTTIR ✝ Kristín MaríaMagnúsdóttir fæddist í Stóra Rima- koti í Ásahreppi í Rangárvallasýslu 17. júní 1921. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut að kvöldi föstudagsins 14. jan- úar síðastliðins og var jarðsungin frá Háteigskirkju 24. janúar. að þú yrðir að drífa þig í. Þú varst alltaf best og verður það alltaf. Þín Eygló Björk. Vinan góða, þér um ljóssins leiðir lífið eilíft kærleiksfaðm sinn breiðir, þótt tjaldbúð lífs þíns hvíli hér, himins til vér leitum eftir þér. Hjartans þakkir fyrir aðstoð alla. er í kærleik léstu í skaut oss falla, öll þín gæði, er ávalt nutum vér, eilíflega Drottinn launi þér. Fyrir dagsól dýrðarlandsins góða dauðinn hverfur eins og þokumóða, og fyrir andans sjónum skín, elskulega vina, sæla þín. (ÁJ) Elsku Mæja mín, mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum og þar sem ég trúi að dauðinn sé ekki endalok alls veit ég að hugsanir mínar ná til þín. Fyrsta orðið sem mér kemur í hug þegar ég hugsa um þig er tryggð, þú tókst mér svo einstaklega vel frá upp- hafi, þú varst mér og fjölskyldu minni tryggur vinur, við vorum svo lánsöm að njóta umhyggju þinnar og elsku og taka þátt í þínu lífi og barnanna þinna, verða hluti af fjölskyldu þinni, það er mér mjög dýrmætt. Mig langar að þú vitir hversu vænt mér þótti um þig og hversu kær þú varst mér og fjölskyldu minni. Ég finn til sárrar sorgar nú er þú ert horfin okkur hér á jörðu, að vita að við göngum ekki að þér vísri á Háaleit- isbrautinni, mér fannst þú aldrei gömul, þú varst Mæja, án aldurs og ég held að mér hafi fundist að þú yrðir alltaf til staðar. Huggun er það harmi gegn að þú þurftir ekki að verða öðrum háð eða láta aðra „hafa fyrir þér“, það var þér ekki að skapi. Ég sé þig fyrir mér komna til Guðs- ríkis þar sem ástvinir þínir taka fagn- andi á móti þér, þú á milli Óskars þíns og Eyglóar þinnar, björt og áhyggju- laus, þau leiða þig um og allt er svo fallegt, bjart og friðsælt. Elsku Mæja mín, þakka þér fyrir það sem þú varst, ég mun aldrei gleyma þér, ég óska þér blessunar í þínum nýju heimkynnum. Elsku Sævar, Ella og fjölskylda og Anna og fjölskylda, ég veit að þið eruð sorgmædd núna en ég veit að þið hugsið rétt, að þetta hafi verið það besta úr því sem komið var, þið gerð- uð allt sem hægt var að gera fyrir hana mömmu ykkar, ást ykkar til hennar var mikil og aðdáunarverð, hún er ekki horfin ykkur, hún lifir í ykkur og börnunum ykkar, við skul- um hætta að gráta, samfagna henni heldur, hún fékk þá ósk sína uppfyllta að „láta ekki hafa fyrir sér“. Bergljót. Elsku Maja mín. Mikið er ég fegin að fá að kynnast þér. Þú sýndir öllum einstaka umhyggju og hafðir alltaf áhuga á því sem við vorum að gera. Mikið er ég líka þakklát þér hve vel þér tókst til í uppeldinu. Hún Anna Maggý, yngsta dóttir þín og lang- besta vinkona mín, ber þess merki að hennar fyrirmynd var hennar góða móðir. Betri fyrirmynd er ekki hægt að hugsa sér. Mikið er ég glöð að eiga allar minn- ingarnar um þig, sem streyma nú upp í hugann. Við höfum ferðast víða sam- an, hist við ýmis tækifæri og talað saman í síma. Það kemur bros á vör þegar ég rifja upp þegar þú baðst mig alltaf um að tala ekki lengi við þig í símann, því að það væri svo dýrt að hringja utan af landi til þín til Reykja- víkur. En þannig myndir þú líka vilja að við myndum eftir þér. Brosandi. Mikið er ég ánægð að þú, Maja amma, passaðir barnabörnin fyrir dætur þínar og líka Anton Inga með Arnari Má þegar þeir voru í sama bekk. Þannig kynntist ég fjölskyld- unni þinni. Mikið er nú gott að þú fékkst að hafa síðustu dagana eins og eftir pöntun. Það er skrýtið og óraunveru- legt að þú sért farin en eigingirni að unna ekki þreyttum líkama hvíldar. Þegar ég kom síðast til þín heim fékk ég að lesa ljóð með þér inn við rúm og þú sýndir mér jólakúlurnar þínar í stofunni. Tveimur dögum síðar varst þú komin á spítalann. Þar háðu líf- færin mikla baráttu en heilinn hélt sínu striki allan tímann. Elsku Maja mín. Ég skal gera allt sem ég get til að styrkja börnin þín og barnabörnin sem þú elskaðir meira en allt annað. Ég þakka þér fyrir að hafa haft okkur mæðgin líka undir þínum verndarvæng. Ef það er rétt sem þú sagðir svo oft að Guð launi okkur á himnum þá er mikið að gera hjá honum núna, að þakka þér fyrir hvað þú hefur alltaf verið góð við alla sem á vegi þínum urðu. Nú ert þú frjáls eins og fuglinn. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Þín Steinunn og Anton Ingi. Dauðinn er hluti af lífinu og þegar einhver deyr sem manni þykir vænt um, er erfitt að sætta sig við það. Elsku Maja, þinn tími var kominn og tími okkar til að kveðja þig, og langar mig að þakka þér fyrir þann kærleik, gleði og samlyndi sem þú sýndir okkur. Þótt við hefðum viljað hafa þig hér lengur hjálpar það okkur að sætta okkur við brottför þína að þessi góði andi sem alltaf var í kring- um þig og þú sem móðir innrættir fjölskyldu þinni, mun endurspeglast í börnum þínum og barnabörnum. Minnumst þess líka að trúað fólk treystir því að sá sem lifir með Guði í þessu lífi muni eiga það samfélag áfram eftir dauðann en sá sem hafnar Guði og vilja hans í þessu lífi er um leið að hafna því að lifa með honum eftir dauðann. Við munum allt sem þú varst að gefa okkur og erum sátt við að þú sért núna í betri stað. Mary Carmen, Albert og Gabriela. Þau fluttu í blokkina okkar á Háa- leitisbrautinni í janúar þegar ég var á tíunda ári, og mikið óskaplega varð ég glöð þegar ljóst var að þar með flutti æskuvinkona mín í húsið. Anna dóttir Mæju var jafnaldra mín og átti eftir að verða mín besta vinkona. Ég vissi ekki þá hversu mikill heimagangur ég átti eftir að verða á heimili þeirra, en allt frá fyrstu stundu var ég velkomin þangað. Mæja var heimavinnandi, töluvert eldri en mamma mín, Óskar heitinn á sjó og því yfirleitt fjarri heimilinu, og mér er minnistætt hvað mér fannst það notalegt að mamma Önnu var alltaf heima þegar við kom- um úr skólanum, – ég segi við, því yf- irleitt fórum við Anna allt saman og samferða, í skólann og úr skóla og einnig allt annað. Mér fannst frábært að koma upp til Önnu vinkonu, því þar tók Mæja alltaf hlýlega á móti okkur og yfirleitt beið okkar smurt brauð, nýbakaðar kleinur, pönnukökur eða annað bakkelsi. Og þannig er minn- ingin um Mæju; hún var til staðar með útbreiddan faðm, tók öllum vel og spurði ávallt: „Hvað má bjóða þér? .... Má alls ekki bjóða þér eitthvað?“ ....og var í raun eyðilögð ef boðið var afþakkað. Hún vildi öllum vel og gerði vel við alla. Svona liðu bæði grunnskólaárin og menntaskólaárin og Mæja breyttist ekki neitt, hún var alltaf sama ynd-Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, STEINÞÓR BENEDIKTSSON bóndi, Kálfafelli, Suðursveit, lést á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands laugardaginn 22. janúar. Benedikt Þór Steinþórsson, Ragnheiður Magnúsdóttir, Bjarni Steinþórsson, Hrefna Guðmundardóttir, Unnsteinn Ingi Steinþórsson, Svava Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, ARI GUÐMUNDSSON, Lækjargötu 1, Hvammstanga, lést á Heilbrigðisstofnun Hvammstanga þriðju- daginn 18. janúar. Útför hans fer fram frá Hvammstangakirkju fimmtudaginn 27. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Hvammstangalæknishéraðs eða Heilbrigðisstofnun Hvammstanga. Sigríður Þórhallsdóttir og aðrir aðstandendur. Elskulega móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MUNDA PÁLÍN ENOKSDÓTTIR, Sogni, Ölfusi, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands sunnudaginn 16. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Kærleikssjóð Sogns, Geðhjálp eða önnur góðgerðarfélög. Sérstakar þakkir til allra sem önnuðust hana, starfsfólks Sogns, Sjúkra- húss Suðurlands, krabbameinsdeildar Landspítalans, ættingja, vina og annarra velunnara hennar. Fyrir hönd aðstandenda, Kristján V. Halldórsson, Elísabet Egilsdóttir, Kári Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, SKARPHÉÐINN JÓHANNSSON, Garðvangi, Garði, áður Njarðvík, lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur þriðjudaginn 18. janúar. Jarðarförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 26. janúar kl. 14.00. Þórdís Skarphéðinsdóttir, Álfheiður Skarphéðinsdóttir, Ólafur E. Þórðarson, Jensa S. Skarphéðinsdóttir, Wolfgang Quellmann, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR EINARSDÓTTIR, Ásbraut 3, Kópavogi, lést á Landspítala við Hringbraut aðfaranótt sunnudagsins 23. janúar. Útför fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 28. janúar kl. 13.00. Gunnhildur Gunnarsdóttir, Magnús Gunnarsson, Aðalheiður Magnúsdóttir, Sigurbjörn Þorkelsson, Gunnar K. Magnússon, Katla Kristjánsdóttir og barnabarnabörn. Erfidrykkjur Salur og veitingar Félagsheimili KFUM & KFUK Holtavegi 28, 104 Reykjavík. Upplýsingar í síma 588 8899. www.kfum.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.