Morgunblaðið - 25.01.2005, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2005 33
MINNINGAR
islega Mæja sem mér þótti alltaf jafn
vænt um, þótt eflaust hafi ég ekki lát-
ið það nægilega í ljós.
Mæja kom þeirri hefð á að kalla
börn sín í mat á sunnudögum eftir að
þau fluttu að heiman, og þrátt fyrir að
fjölskyldur þeirra stækkuðu breytti
það engu um sunnudagssteikina á
Háaleitisbrautinni. Ilmurinn á stiga-
ganginum gaf til kynna að nú væri
Mæja með steikina í ofninum og von á
krökkunum. Mæju þótti þetta ómiss-
andi þáttur í lífinu og eflaust börnum
hennar og barnabörnunum líka. Ég
efast um að nokkurn tímann hafi orð-
ið undantekning á þessari hefð. Og nú
síðast um áramótin var það Mæja
sem kallaði á börn og barnabörn í mat
til sín af því að hana langaði mest til
að fá þau heim, ef þeim væri sama um
það, – og þrátt fyrir veikindi sín.
Eftir að ég flutti að heiman og var
ekki lengur daglegur gestur á heimili
þeirra fann ég þó alltaf að Mæja
fylgdist með mér og mínum högum,
fylgdist með börnum mínum fæðast,
vaxa og dafna, og spurði ávallt fregna
um bræður mína og föður allt fram á
síðustu daga. Og það var nú síðast
rétt fyrir jólin að við Mæja mættumst
á stigaganginum eins og svo oft áður,
– hún á heimleið frá börnunum sínum
og ég á minni leið til mömmu minnar,
og við spjölluðum saman, m.a.um
börnin mín og börnin hennar Önnu og
þá var ekki að sjá eða heyra að heils-
an væri farin að gefa sig þrátt fyrir þá
staðreynd, og þrátt fyrir að ég spyrði
um heilsu hennar. Og ekki hvarflaði
að mér að það væri síðasta skiptið
sem ég hitti Mæju. Ég heyrði hana
aldrei kvarta, hún var nefnilega ekki
vön því, þó að líðanin væri ekki sem
best, heldur þvertók hún fyrir allt
svoleiðis tal og var iðulega fljót að
breyta umræðuefninu yfir í eitthvað
annað, sem ekki snerist um hana
sjálfa. Og allt fram á síðasta dag á
spítalanum talaði hún þannig að ekk-
ert væri að, hún væri alveg að fara
heim.
Og eins og hún Mæja var frábær
mamma, held ég að barnabörnin
hennar hafi átt bestu ömmu sem
hugsast gat. Hún hafði óendanlega
gleði og ánægju af þeim Eygló Björk,
Óskari Þór, Arnari Má, Maríu Rós og
Lilju Maríu, og eins og gagnvart
börnum sínum var hún alltaf til taks
og öll fengu þau jafnan hlut af henni.
Ef þau voru ekki hjá henni, þá var
hún hjá þeim, enda göngufæri bæði til
Önnu og Ellu og þangað rölti Mæja
þótt hægt færi. Mæja var því í góðu
sambandi við börnin sín og fjölskyld-
ur þeirra og ferðaðist með þeim ekki
bara um landið þvert og endilangt
heldur einnig til útlanda, og það veit
ég að þeim Önnu og Pálmari þótti frá-
bært að hún vildi koma með þeim.
Mæja hafði hins vegar áhyggjur af
því að vera þeim til trafala. Þannig
var hún, vildi öllum vel, gerði öllum
vel, en lét lítið fyrir sér fara og sýndi í
verki væntumþykju sína gagnvart
náunganum. Nærvera Mæju var allt-
af góð, það stafaði frá henni einstök
hlýja.
Elsku Anna, Ella, Sævar og fjöl-
skyldur, við vottum ykkur innilega
samúð og vitum að minningin um
Mæju mun lifa með okkur öllum.
Fríða Halldórsdóttir
og fjölskylda.
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir
Einarsson
Sverrir
Olsen
Bryndís
Valbjarnardóttir
Oddur
Bragason
Guðmundur
Þór Gíslason
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, systir og amma,
ELÍN KATRÍN GUÐNADÓTTIR
frá Rifi,
sem lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi við
Hringbraut að kvöldi mánudagsins 17. janúar,
verður jarðsungin frá Búðakirkju, Staðarsveit,
miðvikudaginn 26. janúar kl. 14.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast
hennar, er bent á Slysavarnadeildina Björg, Hellissandi.
Bjarni Gunnarsson,
Helgi Már Bjarnason, Linda Rut Svansdóttir,
Rúna Lísa Bjarnadóttir,
Bjarki Heiðar Harðarson, Guðmunda Jónsdóttir,
Hafdís Magnúsdóttir, Magnús S. Magnússon,
Jóhanna Marteinsdóttir, Smári Hilmarsson
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELÍN LOFTSDÓTTIR,
Hásteinsvegi 64,
Vestmannaeyjum,
lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja laugar-
daginn 22. janúar.
Engilbert Gíslason, Bryndís Hrólfsdóttir,
Guðrún Gísladóttir, Stefán Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær eiginkona mín,
ANNA GARÐARSDÓTTIR,
Vorsabæ 3,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfara-
nótt laugardagsins 22. janúar.
Þorvarður Örnólfsson.
Kæru vinir.
Við sendum ykkur öllum innilegar þakkir fyrir
auðsýnda samúð og vináttu við andlát og
útför kærrar móður okkar,
GUÐRÚNAR JAKOBSDÓTTUR
fyrrum húsmóður
á Grund.
Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á Héraðs-
sjúkrahúsinu á Blönduósi fyrir frábæra umönnun síðastliðin 11 ár.
Lárus Þórðarson, Valdís Þórðardóttir,
Ragnhildur Þórðardóttir, Þorsteinn Tr. Þórðarson
og fjölskyldur.
Ástkær sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
HEIÐAR RAFN BALDVINSSON,
lést að kvöldi föstudagsins 21. janúar.
Útför verður auglýst síðar.
Aðstandendur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELMA NÍNA ÞÓRÐARDÓTTIR,
Espigerði 6,
er látin.
Ágústa Hreinsdóttir, Ernst Jóhannes Backman,
Anna Magnea Hreinsdóttir, Arnar Óskarsson,
Guðný Hreinsdóttir, Ásgeir Snæbjörnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elsku Dídí.
Þegar nóttin kemur
taktu henni feginshugar.
Hún mun loka hurðinni
að baki deginum
og lyfta byrði hans
af herðum þínum.
Hún, sem geymir fortíðina
og safnar óskunum,
mun vita
hvert skal leiða þig
og vídd hennar er önnur.
(Þóra Jónsdóttir.)
Heppin var ég að eiga þig að.
Elska þín, vinátta og stuðningur
hefur fylgt mér alla tíð, frá þeirri
stundu er ég var lögð í arma þína
nýfædd. Þá varst þú búin að vera
einkabarn foreldra okkar í tæp
fimmtán ár og hafðir lengi þráð að
eignast systkini.
Ég þakka samfylgdina Dídí mín,
en mér er orða vant og leita því í
ljóðakistu föður okkar og fæ lánuð
þrjú erindi úr ljóði eftir hann sem
tjáir hug minn til þín.
Hún mun í gegnum myrkrin lýsa
þín minning hlý og sólskinsbjört,
VALGERÐUR
FRÍMANN
✝ Valgerður Frí-mann fæddist á
Akureyri 9. desem-
ber 1935. Hún lést á
FSA 2. janúar síðast-
liðinn og var jarð-
sungin frá Akureyr-
arkirkju 11. janúar.
og hugljúf eins og vögguvísa,
er vorið hefur bezta gjört.
Hve björt hún var þín sól-
arsýn,
og sólskinsgjafi brosin þín!
Hve örðugt reyndist oss að
skilja,
hve angursár var hlutur
þinn,
er kveðjum við þig, hvíta
lilja,
við kumblið dökkt í hinzta
sinn.
Ó, sorgarinnar ljóðaljóð
var líka um þig, sem varst
svo góð.
En þótt við berum harm í hjarta,
oss huggun veri í sorg og neyð,
að inn í veröld yndisbjarta
þér engill dauðans fylgdi á leið,-
að bak við nótt og feigðarfjöll
við finnumst þó um síðir öll.
(Guðmundur Frímann.)
Þín systir,
Gunnhildur.
Elsku Dídí.
Við óskum þér góðrar ferðar og
vitum að þér líður vel. Það er sárt
að missa þig en við þökkum þér fyr-
ir þær stundir sem við fengum að
eiga með þér og fyrir þær minn-
ingar sem við eigum um þig. Jóla-
kaffið á aðfangadag verður ekki það
sama án þín.
Við sendum Kalla, dætrum,
tengdasonum og barnabörnum okk-
ar dýpstu samúðarkveðju.
Sverrir, Guðmundur,
Sindri og Helga Guðrún.
Elsku amma á Bar-
ón, mér finnst svo sárt
að vita að þú sért farin.
Það er skrýtið að hafa
þig ekki til staðar né
geta heimsótt þig lengur. Mínar
fyrstu minningar eru um þig á Bar-
ónsstígnum þar sem þú áttir heima.
Ég man að það var alltaf hlýtt og
gott að koma í heimsókn til þín. Kom
ég reglulega að heimsækja þig með
mömmu og pabba. Þó að þú hafir svo
síðar flutt af Barónsstígnum þá hélst
nafnið alltaf og þú varst kölluð amma
á Barón lengi vel og enn í dag af mér
og fleirum. Ég var þitt fyrsta barna-
barn í nokkuð mörg ár og það fannst
þér frábært, þú dekraðir alveg við
mig frá upphafi og varst alltaf að
ANNA SOFFÍA
REYNIS
✝ Anna Soffía Ein-arsdóttir Reynis
fæddist á Akureyri
30. janúar 1923. Hún
lést á heimili sínu í
Reykjavík 16. des-
ember síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Fossvogs-
kapellu 22. desem-
ber.
gefa mér einhvern
smávegis pening eða
sauma eitthvað á mig
enda með ólíkindum
gjafmild og góð amma.
Það voru þó ekki ver-
aldlegu gæðin hvers-
dagslega sem skiptu
þig máli heldur allt
fólkið þitt, hvort við
værum þæg og góð, og
hvort okkur liði nú
örugglega ekki vel og
værum búin að borða,
það var þér mjög mik-
ilvægt! Þú sýndir alltaf
áhuga á því sem við
vorum að gera og spurðir margra
spurninga um okkar daglega líf, allt
af einskærri umhyggju. Elsku
amma, ég vildi að ég gæti heyrt þig
hlæja og fíflast eins og þú varst vön –
með þinn frábæra húmor. Ég veit að
þú ert á betri stað og engin veikindi
að hrjá þig lengur. Mig langar samt
að geta haldið utan um þig einu sinni
enn en það verður að bíða betri tíma.
Vonandi líður þér vel og við sjáumst
síðar.
Þitt elsta ömmubarn,
Linda Einarsdóttir.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Skilafrestur Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram
eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Minningar-
greinar