Morgunblaðið - 25.01.2005, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2005 39
FRÉTTIR
GUÐMUNDUR Á. Björnsson út-
skrifaðist frá Háskólanum í Ósló 9.
desember síðastliðinn eftir að hafa
varið dokt-
orsritgerð 10.
september.
Fyrsti and-
mælandi dóm-
nefndar var dr.
Oliver H.G.
Wilder-Smith,
prófessor við
læknadeild Há-
skólasjúkrahúss
St. Radboud, Hollandi, annar and-
mælandinn var dr. Per Skjelbred,
prófessor við Ullevål háskóla-
sjúkrahús og formaður dómnefndar
var dr. Anne Merete Aass, prófess-
or við tannlæknadeild Háskólans í
Ósló. Aðalleiðbeinandi Guðmundar
var dr. Lasse A. Skoglund, prófess-
or við lyfjafræðideild tann-
læknadeildar Háskólans í Ósló.
Heiti doktorsritgerðarinnar er
„The postoperative course follow-
ing third molar surgery used for
testing of anti-inflammatory
drugs“.
Bráðabólguferli eftir endajaxla-
aðgerðir veldur meðal annars sárs-
auka, bólgu og minnkaðri hreyfi-
getu kjálkans (kjálkastjarfi).
Þessar aðgerðir henta vel til þess
að rannsaka hvernig verkjalyf og
bólgueyðandi lyf virka við raun-
verulegar klínískar aðstæður í mót-
setningu við tilraunaaðstæður.
Þrátt fyrir það hafa fáar greinar
birst sem kanna ferlið eftir þessar
aðgerðir. Flestar rannsóknir kanna
aðeins eitt af þessum viðbrögðum
líkamans eftir aðgerðirnar eða í
mjög takmarkaðan tíma.
Rannsóknin staðfesti að það eru
stórar einstaklingsbundnar breytur
eftir aðgerðirnar og einnig að sárs-
auki, bólga og minnkuð hreyfigeta
hafa sérstætt og að hluta til að-
skilið ferli. Í samanburði við para-
cetamól sýndu þessi þrjú NSAID-
lyf óvænta niðurstöðu miðað við
það sem venjulega er talin vera
verkun þeirra á bráðabólguferlið.
Íbuprófen og naproxen virkuðu
ekki betur en paracetamól á bólgu
og sársauka, en ketóprófen virkaði
mun betur en paracetamól bæði á
bólgu og sársauka. Kortlagning
bráðabólgu eftir endajaxlaaðgerðir
nýtist við þróun lyfja og við að
bæta klínískar rannsóknaaðferðir.
Rannsóknarverkefnið áréttar mik-
ilvægi þess að lyf séu rannsökuð á
mönnum við þær aðstæður sem á
að nota þau við og ekki heimfæra
verkun lyfja frá einöngruðum til-
raunaaðstæðum með takmarkað
klínískt gildi.
Guðmundur Á. Björnsson er
fæddur í Reykjavík 1962. Hann
varð stúdent frá Menntaskólanum
við Sund 1982, lauk cand. odont
gráðu í tannlækningum frá tann-
læknadeild Háskóla Íslands 1988.
Starfaði sem tannlæknir í Reykja-
vík, á Selfossi og í Búðardal á ár-
unum 1988–1990. Stundaði fram-
haldsnám í munn- og
kjálkaskurðlækningum við tann-
læknadeild Háskólans í Ósló á ár-
unum frá 1990–1995. Lauk sér-
fræðiprófi í desember 1994 og til
vors 1995 starfaði hann við kjálka-
skurðlækningadeild Háskólans og
Háskólasjúkrahússins í Árósum.
Vorið 1995 var Guðmundi úthlut-
aður styrkur til rannsóknastarfa
við Háskólann í Ósló en honum
lauk 1999. Í dag starfar Guð-
mundur við munn- og kjálka-
skurðlækningar og rekur stofu í
Reykjavík ásamt því að vera í
hlutastarfi við Landspítala – há-
skólasjúkrahús.
Foreldrar Guðmundar eru Björn
Guðmundsson flugstjóri sem nú er
látinn og Þorbjörg Rósa Guð-
mundsdóttir, fyrrverandi versl-
unarmaður og húsmóðir. Eiginkona
Guðmundar er Sæunn Gísladóttir
íþróttakennari og háskólanemi.
Guðmundur og Sæunn eiga þrjú
börn.
Doktor í
tannlækn-
ingum
KOSIÐ verður til stúdentaráðs og háskólaráðs Há-
skóla Íslands 9. og 10. febrúar næstkomandi. Til-
kynnt hefur verið hverjir munu skipa framboðslista
Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, og
Röskvu, samtaka félagshyggjufólks. Síðasta ár hef-
ur Vaka haft meirihluta í stúdentaráði og stjórnað
starfi SHÍ.
Kosið er um níu fulltrúa til stúdentaráðs til
tveggja ára en alls sitja átján fulltrúar í ráðinu.
Helmingi þeirra er skipt út árlega og það framboð
sem nær meirihluta atkvæða í kosningum stjórnar í
krafti meirihluta síns. Tveir stúdentar eru kosnir til
setu í háskólaráði til tveggja ára og sitja þeir einnig
fundi stúdentaráðs.
Framboðslisti Röskvu til stúdentaráðs:
Ásgeir Runólfsson, véla- og iðnaðarverkfræði
Dögg Proppé Hugosdóttir, heimsp./hagfr./
japanska
Atli Bollason, bókmenntafræði
Dagbjört Hákonardóttir, lögfræði
Atli Rafnsson, sagnfræði, trúarbragðafræði
Kristín Tómasdóttir, sálfræði/kynjafræði
Lára Kristín Unnarsdóttir, íslenska/
viðskiptafræði
Hrafn Harðarson, véla- og iðnaðarverkfræði
Lára Jónasdóttir, stjórnmálafr./félagsfræði
Ásta Ósk Hlöðversdóttir, umhverfisverkfræði
Hallgrímur Jónas Jensson, hagfræði
Anna Margrét Sigurðardóttir, stærðfræði
Elín Birna Skarphéðinsdóttir, hjúkrunarfræði
Þormóður Geirsson, lyfjafræði
Fanney Birna Sigurjónsdóttir, félagsráðgjöf
Hlynur Bárðason, líffræði
Sigursteinn Másson, uppeldis- og
menntunarfræði
Valgerður B. Eggertsdóttir, lögfræði.
Framboðslisti Röskvu til háskólaráðs:
Anna Pála Sverrisdóttir, lögfræði
Hrafn Stefánsson, stjórnmálafræði
Helga Tryggvadóttir, læknisfræði
Finnur Dellsén, stærðfræði/heimspeki
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, stjórnmálafræði
Dagný Ósk Aradóttir, lögfræði
Torfi Stefán Jónsson, sagnfræði
Erna Hrönn Ólafsdóttir, táknmálsfræði
Arna Huld Sigurðardóttir, hjúkrunarfræði
Eva María Hilmarsdóttir, franska
Magnús Már Guðmundsson, stjórnmálafr./
sagnfræði
Grétar H. Gunnarsson, guðfræði
Framboðslisti Vöku til stúdentaráðs:
Andri Heiðar Kristinsson, verkfræði
Stefanía Sigurðardóttir, viðskiptafræði
Sigurður Örn Hilmarsson, lögfræði
Karl Jónas Smárason, sálfræði
Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, stjórnmálafræði
Hafþór Snjólfur Helgason, landfræði
Þorgeir Arnar Jónsson, enska og stjórn-
málafræði
Sæunn Björk Þorkelsdóttir, viðskiptafræði
Helena Sigurðardóttir, verkfræði
Gunnlaugur Már Briem, sjúkraþjálfun
Ágúst Stefánsson, lögfræði
Þóranna Halldórsdóttir, táknmálsfræði
Guðfinna Alda Ólafsdóttir, sálfræði
Þorvarður Atli Þórsson, stjórnmálafræði og
hagfræði
Katherine Elizabeth Leroy, jarðfræði
Elínborg Kristjánsdóttir, lyfjafræði
Ari Tómasson, verkfræði
Jarþrúður Ásmundsdóttir, viðskiptafræði
Framboðslisti Vöku til háskólaráðs:
Bryndís Harðardóttir, hagfræði
Einir Guðlaugsson, verkfræði
Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir, lögfræði
Friðrik Rúnar Garðarsson, læknisfræði
Huld Hafliðadóttir, félagsráðgjöf
Nanna Ýr Arnardóttir, líffræði
Elmar Geir Unnsteinsson, heimspeki
Eyrún Björk Jóhannsdóttir, stjórnmálafræði
Jenný Lind Hjaltadóttir, hjúkrunarfræði
Ólöf Daðey Pétursdóttir, spænska
Heimir Pétursson, stjórnmálafræði
Sigrún Helga Jóhannsdóttir, lögfræði
Kosið til stúdentaráðs í Háskóla Íslands 9. og 10. febrúar
Framboðslistar Vöku og Röskvu kynntir
KRISTÍN Birna Ólafsdóttir,
frjálsíþróttakona og Ingimundur
Ingimundarson handknattleiks-
maður eru útnefnd Íþróttamaður
ÍR 2004 og fór útnefningin fram
við athöfn í ÍR heimilinu sl.
þriðjudaginn.
Kristín Birna er er ein efnileg-
asta og fjölhæfasta frjáls-
íþróttakona landsins um þessar
mundir. Hún er landsliðskona í
sjöþraut og varð Íslandsmeistari
kvenna í þeirri grein í júní og
hafði áður sett Íslandsmet í sex-
þraut ungkvenna 19–20 ára og
21–22 ára innanhúss í febrúar.
Ingimundur byrjaði að æfa
handbolta með Þrótti 1987 en
hefur æft og leikið með ÍR síðan
1988. Fyrsta meistaraflokksleik-
inn með ÍR lék hann 1996 og hef-
ur síðan verið einn af burðar-
ásum ÍR, ef frá eru talin tvö ár
þegar hann barðist við erfið
meiðsli. Ingimundur hefur leikið
15 A-landsliðsleiki og skorað í
þeim um 30 mörk og þess má
geta að Ingimundur verður með
íslenska landsliðinu á HM í Túnis
í janúar 2005. Ingimundur hefur
þjálfað yngri flokka hjá ÍR síð-
ustu 5 ár og er í dag þjálfari 2.
fl. karla og aðstoðarþjálfari í 3.
fl. karla.
Valin Íþróttamenn ÍR 2004
Ingimundur Ingimundarson
handknattleiksmaður.
Kristín Birna Ólafsdóttir
frjálsíþróttakona.
LÖGREGLAN í Reykjavík hefur
handtekið fjölda manna vegna
stórra innbrota í verslanir og
heimili. Þar á meðal eru tvö nýleg
innbrot í verslun Carls Bergmann.
Fyrra innbrotið átti sér stað 9.
desember þegar tveir menn brutu
rúðu í útihurð, fóru inn og stálu
skartgripum fyrir um 1,5 milljónir
kr. Þeir voru handteknir daginn
eftir og játaði annar þeirra sakir.
Hluti þýfisins fannst.
Rannsókn á seinna innbrotinu,
þar sem stolið var úrum fyrir
nokkur hundruð þúsund kr. og
framið var 19. janúar, leiddi til
handtöku sjö manna og voru þrír
þeirra að reyna að selja hluta
ránsfengsins þegar upp um þá
komst. Þrír aðrir voru í kjölfarið
handteknir við húsleit í tengslum
við málið. Sá sjöundi var síðan
handtekinn síðar sama dag vegna
tengsla hans við hina. Armbandsúr
fundust einnig hjá honum. Við
rannsóknina var lagt hald á bíl,
sem var í fórum mannanna, en
honum hafði verið stolið nokkrum
dögum áður og sett á hann önnur
skráningarnúmer.
Þýfi og fíkniefni finnast
Í tengslum við húsleitina var
maður handtekinn þegar þýfi úr
verslun við Klapparstíg fannst
hjá honum. Brotist hafði verið inn
í verslunina um síðustu helgi. Um
var að ræða fatnað að verðmæti
700 þúsund krónur. Honum hefur
verið skilað.
Þá voru sex menn handteknir í
gærmorgun eftir að húsráðandi í
vesturbæ kom að tveimur mönn-
um á heimili hans þar sem þeir
voru að aftengja tölvu. Þeir voru
þá búnir að bera út sjónvarp úr
húsinu. Hinir fjórir voru í sam-
kvæmi í nálægu húsi og tengdust
þeir mönnunum tveimur. Við hús-
leit hjá þeim fundust m.a. fíkni-
efni.
Nokkur stórinnbrot upplýst hjá lögreglu
15 manns handteknir
og þýfi endurheimt
SAUTJÁN ára gamall piltur
var fyrir helgi dæmdur til að
greiða 150.000 króna sekt fyr-
ir að hafa rúmlega 50 grömm
af hassi í fórum sínum, en
lögregla fann hassið í sjamp-
óbrúsa þegar hún leitaði í far-
angri hans á Ísafjarðarflug-
velli. Með brotinu rauf hann
skilorð en vegna þess hversu
ungur pilturinn er, magnið
ekki stórkostlegt og að hann
hefur leitað sér hjálpar vegna
fíkniefnavanda síns, var skil-
orðsdómurinn látinn halda
sér.
Í dómi Héraðsdóms Vest-
fjarða kemur fram að pilt-
urinn fékk skilorðsbundna
frestun ákæru til tveggja ára
í febrúar 2003, þegar hann
var 16 ára, vegna meints
þjófnaðar. Tveimur mánuðum
síðar var hann dæmdur til að
greiða sekt og sviptur öku-
rétti fyrir ölvunarakstur og
brot á lögum um ávana- og
fíkniefni. Í sama dómi var
ákvörðun refsingar frestað
skilorðsbundið í tvö ár vegna
þjófnaðarbrots. Í dómnum
var um skilorðsbindingu vísað
til þess að ákærði væri ungur
að árum og hefði farið í fíkni-
efnameðferð og væri að mati
meðferðaraðila að ná tökum á
vandamálum sínum. Hann var
síðan handtekinn með hassið í
brúsanum um einu ári síðar, í
júní 2004.
Erlingur Sigtryggsson
dómstjóri kvað upp dóminn.
Ólafur Hallgrímsson, fulltrúi
sýslumannsins á Ísafirði, sótti
málið. Björn Jóhannesson
hdl. var til varnar.
Faldi
hassið í
sjampó-
brúsa
VINNA sameiningarnefndar er á lokastigi og
verða endanlegar tillögur að öllum líkindum kynnt-
ar fyrir næstu mánaðamót, að sögn Róberts Ragn-
arssonar, verkefnastjóra í félagsmálaráðuneytinu.
Í haust voru kynntar tillögur um víðtæka samein-
ingu sveitarfélaga og gert ráð fyrir að sveitarfélög-
um fækkaði í 39 eftir sameiningu. Var sveitar-
stjórnum og almenningi veittur frestur til 1.
desember sl. til að gera athugasemdir við tillög-
urnar.
Að sögn Róberts er meirihluti sveitarfélaga
hlynntur þeirri tillögu sem nefndin kynnti í sept-
ember sl., eða 88 sveitarfélög. Sex sveitarfélög
hafna upphaflegum tillögum nefndarinnar en
leggja til að kosið verði um aðra sameiningartil-
lögu. Sem dæmi má nefna að Vatnsleysustrandar-
hreppur leggur til að frekar sé stefnt að samein-
ingu við Hafnarfjörð en önnur sveitarfélög á
Suðurnesjum, en ekki var gert ráð fyrir að Hafn-
firðingar greiddu atkvæði um sameiningu síns
sveitarfélags við önnur í upphaflegum tillögum
nefndarinnar. Tíu sveitarfélög hafna alfarið kosn-
ingu um sameiningu síns sveitarfélags við önnur og
þrjú sveitarfélög mæla ekki með kosningu um þá
tillögu sem nefndin lagði fram, enda þótt þau hafni
henni ekki alfarið skv. orðanna hljóðan í umsögn.
Átta sveitarfélög telja ekki forsendur til að
greiða atkvæði að svo stöddu með vísan til þess að
ekki er komin niðurstaða í viðræður ríkis og sveit-
arfélaga um skiptingu tekjustofna.
Meirihluti hlynntur tillögum um sameiningu