Morgunblaðið - 25.01.2005, Síða 40
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Risaeðlugrín
© DARGAUD
HEY, ÞÚ! STANSAÐU!
FYRSTA VIÐVÖRUN
?
HALLÓ! HALLÓ...
HALLÓ... HÁLLÓ ?
GÚRKA 1 KALLAR Á GÚRKU 5...
SVARAÐU GÚRKA 5
GÚRKA 5 HLUSTAR... TALAÐU GÚRKA 1
ÉG HEF KOMIÐ AUGA Á GAUR SEM ÉG STÖÐVAÐI. HANN VAR Á RÖLTI UM NÁTTÚRUNA Á MJÖG
GRUNNSAMLEGAN HÁTT. ÉG BIÐ UM AÐSTOÐ VIÐ AÐ ATHUGA PAPPÍRANA HANS OG LÚBERJA HANN
EF ÞÖRF KREFUR. SVARAÐU!
framhald ...
HVAR
ER
SNOOPY?
HANN VERÐUR HJÁ
LÆKNINUM YFIR NÓTT...
EN HANN VERÐUR GEYMDUR
Í LITLU BÚRI... HVERNIG
HELDUR ÞÚ AÐ HONUM LÍÐI?
HÉRNA SITUR
STRÍÐSHETJAN Í
FANGELSI ÓVINARINS
KALVIN! AF HVERJU ERTU
EKKI AÐ FYLGJAST MEÐ?!
GEIMKÖNNUÐURINN,
SPIFF, VAR KRÓAÐUR AF
AF SLÍMUGRI GEIMVERU
MEÐ SNERPU OG HRAÐA
NÆR SPIFF AÐ STÖKKVA Í
ÁTT AÐ LOFTLOKUNNI
GÓÐ
TILRAUN!
Dagbók
Í dag er þriðjudagur 25. janúar, 25. dagur ársins 2005
Þegar síðastiáramótasprengju-
gnýrinn kvað við í
fjarska í þriðju viku
janúar, vonaði Víkverji
að þetta væri nú allra
síðasta bomban sem
færi í loftið um þessi
áramót. Víkverji var
orðinn langþreyttur á
þessu sprengjuveseni
sem í raun hefur staðið
yfir í eina 30 daga ef
allt er með talið.
Kostnaðurinn var
geysilegur við þau
nokkur hundruð tonna
sem sprengd voru um
áramótin. Sá kostnaður er lítilfjör-
legur í samanburði við þann kostnað
sem á annan tug fórnarlamba flug-
eldaslysa þurftu að greiða. Á annan
tug manns slösuðust á augum, hönd-
um og í andliti við meðferð flugelda.
Þegar fyrstu fréttir voru að berast
um þessi slæmu slys, vonaði Víkverji
að það kæmi ekki stór hrina af þess-
um slysum þetta árið. En það var
öðru nær. Hvert flugeldaslysið rak
annað og virtist engan endi ætla að
taka.
Það sem eftir lifir árs taka við alls
konar afmælishátíðir og opnanir á
hinu og þessu sem kalla á flug-
eldasýningar. Víkverja finnst þessi
rakettudýrkun vera
komin út í öfgar. Alltaf
gerist sama sagan um
áramótin, dýralæknar
koma í viðtöl og segja
hvað það sé mikilvægt
að passa upp á gælu-
dýrin svo þau fríki ekki
út. Síðan koma deild-
arlæknar af spítölum
og brýna fyrir fólki að
fara varlega með flug-
eldana. Það hefur tak-
mörkuð áhrif og næst
heyrist frá þeim þegar
fjölmiðlarnir hringja í
þá til að spyrja um líð-
an sjúklinga eftir flug-
eldaslysin. Svona er þetta búið að
ganga í mörg ár. Er ekki nóg komið?
Það þarf ekki að banna flugelda. Það
er nóg að hætta þessari vitleysu.
x x x
Kunningi Víkverja hefur heillast afsérkennilegri íþrótt er ísklifur
heitir. Mikið frost í vetur gerði helstu
ísklifursvæði landsins að hreinni
paradís og þá fékk kunninginn sér
forláta ísaxir. Daginn eftir kom asa-
hláka sem ekki sér fyrir endann á.
Kannski er hægt að nota axirnar á
meðan til að komast óslasaður yfir
svellbunkana sem myndast hafa á
gangstéttum borgarinnar?
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Reykjanesbær | Málverkasýning Kristínar Gunnlaugsdóttur var opnuð í
Listasafni Reykjanesbæjar í Duushúsum að viðstöddu fjölmenni síðastliðinn
laugardag. Yfirskrift sýningarinnar er „… mátturinn og dýrðin, að eilífu …“
en þetta er tíunda einkasýning listamannsins. Flest verkin eru unnin á ár-
unum 2001–2004.
Yngsta kynslóðin lét sig ekki vanta við opnunina, þar á meðal þessar tvær
stúlkur sem blöðuðu í sýningarskránni um leið og þær skoðuðu verkin, eins
og vera ber.
Sýning Kristínar er opin daglega frá kl. 13–17.30 og stendur til 6. mars.
Máttur og dýrð að eilífu
Morgunblaðið/Hilmar Bragi
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Varpa áhyggjum þínum á Drottin, hann mun bera umhyggju fyrir þér,
hann mun eigi að eilífu láta réttlátan mann verða valtan á fótum.
(Sálm. 55, 23.)