Morgunblaðið - 25.01.2005, Qupperneq 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Sýndu foreldrum og yfirfólki hvers kon-
ar þolinmæði þessa dagana. Þú verður
líklega fyrir gagnrýni og ert að sama
skapi gagnrýninn á aðra, hrútur góður.
Best er bara að þegja.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Ekki gera lítið úr heimspekilegum við-
horfum eða trúarskoðunum einhvers í
dag. Ekki heldur þola öðrum slíka með-
ferð á þér sjálfum.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú verður hugsanlega fyrir vonbrigðum
með skiptingu á tilteknum hlunnindum
eða verkefni og áttir kannski von á
meiru. Gættu þess að þú fáir sanngjarna
meðferð.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Sýndu nánum vinum eða maka einstaka
þolinmæði í dag. Fólk í kringum þig er
líklega áhyggjufullt, jafnvel gagnrýnið.
Ekki taka það inn á þig.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ekki er ósennilegt að þú hafir áhyggjur
af einhverju sem tengist vinnunni. Sam-
starfsfólk er kannski gagnrýnið eða fjar-
lægt. Það líður hjá, láttu sem ekkert sé.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Ekki gera of miklar kröfur til barnanna í
dag. Þú ert kannski vonsvikin yfir ein-
hverju, meyja, og freistast til þess að
láta það bitna á smáfólkinu. Sýndu frek-
ar umburðarlyndi og skilning.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þetta er ekki rétti dagurinn fyrir sam-
ræður innan fjölskyldunnar. Ekki biðja
um hjálp eða fá eitthvað lánað, gerðu það
sem þú þarft upp á eigin spýtur.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú finnur fyrir áhyggjum í dag, en
áhyggjum er líkt við ruggustól, hann
hreyfist, en kemst ekki áfram. Veltu því
fyrir þér.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Peningar eru furðulegt fyrirbæri. Við-
horf okkar til þeirra og tilfinning fyrir
ríkidæmi hefur lítið með það að gera
hvað við eigum. Blankheit dagsins í dag
birtast í allt öðru ljósi í næstu viku.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Ekki láta gagnrýnisraddir telja úr þér
kjark. Fólk virðist í einstaklega nei-
kvæðum stellingum þessa dagana. Nei-
kvæðnin kemur til af því að fólk vill
breytingar á tilteknu ástandi.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Reyndu að leiða hjá þér efasemdir um
sjálfan þig sem láta á sér kræla. Hugs-
anlegt er að einhver tali ógætilega við
þig, þetta ástand líður senn hjá.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Samræður við vin sem er eldri en þú
gætu reynst erfiðar í dag. Þú þarft ekki
að standa undir væntingum annarra,
þær eru alfarið þeirra mál.
Stjörnuspá
Frances Drake
Vatnsberi
Afmælisbarn dagsins:
Fólki finnst þú áhugaverð manneskja og
það ertu svo sannarlega. Líf þitt einkenn-
ist af fjölbreytni og stundum er skammt
stórra högga á milli þegar fjármálin eru
annars vegar. Þú þykir bæði hugmynda-
og hæfileikarík manneskja.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Myndlist
Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn Sig-
urbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíumálverk.
Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli – Stefnumót
lista og minja.
Gallerí Humar eða frægð! | Ásdís Sif Gunn-
arsdóttir sýnir vídeóverk sem hún hefur
unnið að sl. ár ásamt nýrri vídeóinnsetningu
fyrir sýninguna. Í vídeóinnsetningum sínum
vinnur Ásdís með sækadelíu, ljóðrænu, drasl
og gersemar en verk hennar sameina kven-
lega, ljóðræna hryggð og norrænan gálga-
húmor. Opið 12–18 daglega.
Gallerí Sævars Karls | Hulda Vilhjálms-
dóttir – Hver er að banka á hurðina?
Kannski barnið í landslaginu?
Gerðuberg | Sigríður Salvarsdóttir í Vigur
sýnir listaverk úr mannshári í Boganum,
Gerðubergi frá 21. janúar til 13. mars. Sjá
nánari upplýsingar á www.gerduberg.is.
Rosemarie Trockel sýnir ljósmyndir, skúlp-
túra, teikningar og myndbönd.
Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný olíu-
málverk í forkirkju Hallgrímskirkju.
Hrafnista Hafnarfirði | Tryggvi Ingvarsson,
rafvirkjameistari og heimilismaður á Hrafn-
istu, sýnir útsaum og málaða dúka í Menn-
ingarsalnum á fyrstu hæð.
Kaffi Sólon | Sigríður Valdimarsdóttir –
Snjókorn.
Kunstraum Wohnraum | Alda Sigurð-
ardóttir – Landslagsverk.
Listasafn ASÍ | Valgerður Guðlaugsdóttir –
Á skurðarborði Augans.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Birgir
Snæbjörn Birgisson – verk úr tveimur mynd-
röðum, Snertingar og Ljóshærðar starfs-
stéttir. Elías B. Halldórsson – Olíuljós. Verk
úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og
Ingibjargar Guðmundsdóttur á neðri hæð.
Listasafn Reykjanesbæjar | Kristín Gunn-
laugsdóttir – … mátturinn og dýrðin, að ei-
lífu …
Listasafn Rvk., Ásmundarsafn | Maðurinn
og efnið – yfirlitssýning á verkum Ásmundar
Sveinssonar.
Listasafn Rvk., Hafnarhús | Þórður Ben
Sveinsson – Borg náttúrunnar. Bjargey
Ólafsdóttir – Láttu viðkvæmt útlit mitt ekki
blekkja þig. Erró – Víðáttur. Brian Griffin –
Áhrifavaldar.
Tjarnarsalur Ráðhúss Rvk. | Sören Solsker
Starbird – Er sálin sýnileg? Ljósmyndasýn-
ing.
Þjóðmenningarhúsið | Bragi Ásgeirsson (f.
1931), grafíklistamaður, listmálari, myndlist-
arkennari og listgagnrýnandi, er myndlist-
armaður mánaðarins í samstarfi Þjóðmenn-
ingarhússins og Skólavefjarins. Í
Þjóðmenningarhúsinu er sýning á verkum
Braga, bæði í veitingastofu og í kjallara.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd Kópavogs | Opið kl. 16–
18. Fatamóttaka og úthlutun á sama tíma.
Söfn
Þjóðmenningarhúsið | Í Þjóðmenningarhús-
inu er hafin sýningaröðin Tónlistararfur Ís-
lendinga. Kynntar eru nýjar rannsóknir á
tónlistararfinum og útgáfa efnis á geisla-
diskum. Fyrsta sýningin fjallar um Silf-
urplötur Iðunnar sem Kvæðamannafélagið
Iðunn og Smekkleysa gáfu nýlega út á fjór-
um geisladiskum ásamt riti.
Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóð-
minjasafnsins, Þjóð verður til–menning og
samfélag í 1200 ár. Opið alla daga nema
mánudaga frá kl. 11–17. Fyrsta fimmtudag
hvers mánaðar er opið til kl. 21.
Fyrirlestrar
Norræna húsið | Á fundi Sagnfræðinga-
félags í Norræna húsinu kl. 12.05 flytur Hall-
fríður Þórarinsdóttir erindið Mál valdsins –
vald málsins og spyr: Hvað býr að baki þeirri
fullyrðingu að nauðsynlegt sé að vernda ís-
lenska tungu fyrir erlendum ágangi sem
kunni að spilla henni?
Raunvísindadeild HÍ | Ríkharður Fr. Frið-
riksson heldur meistaraprófsfyrirlestur við
jarð- og landfræðiskor raunvísindadeildar
Háskóla Íslands í Öskju fimmtudaginn 27.
janúar kl. 17. Fyrirlestur Ríkharðs nefnist Úr-
komuleiðréttingar byggðar á snjómælingum
og fjallar um notkun snjómælinga til leið-
réttingar á hefðbundnum úrkomumæl-
ingum.
Málþing
Askja – náttúrufræðihús HÍ | Málþingið:
Hættur á hafsbotni verður haldið í Háskóla
Íslands, Öskju, 26. janúar kl. 16–18. Fjallað
verður um jarðfræðilegan ramma nátt-
úruhamfaranna í Asíu 26. desember sl. og
hættu á tsunami-flóðbylgjum við Ísland. All-
ir velkomnir.
Ráðstefnur
Nordica hótel | Samtök upplýsingatækni-
fyrirtækja efna til ráðstefnu 25. janúar kl. 9–
12.30 á Nordica hóteli. Á ráðstefnunni verð-
ur dregin upp mynd af tækifærum og fram-
tíðarsýn upplýsingatækniiðnaðar. Wilfried
Grommen, framkvæmdastjóri stefnumót-
unar hjá Microsoft í Evrópu, flytur erindi á
ráðstefnunni.
Útivist
Ferðafélagið Útivist | Útivist blótar þorrann
á Leirubakka í Landsveit 28.–30. janúar.
Útivist verður með jeppaferð í Kerlingarfjöll
28.–30. janúar. Fararstjóri er Jón Viðar Guð-
mundsson.
Laugardalurinn | Stafganga í Laug-
ardalnum kl. 17.30, gengið frá Laugardals-
lauginni. Nánari uppl. á www.stafganga.is og
gsm: 6168595 og 6943571, Guðný Aradótt-
ir og Jóna Hildur Bjarnadóttir.
Fundir
Ýmir | Aðalfundur Karlakórs Reykjavíkur
fyrir árið 2004 verður haldinn í Tónlistar-
húsinu kl. 19.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 skjálfa,
4 varkár, 7 hænur, 8 fljót-
ur að læra, 9 illdeila, 11
magurt, 13 Ísland, 14 urg,
15 ómjúk, 17 heimshluti,
20 reykja, 22 stritið,
23 geigur, 24 öldu, 25 und-
in.
Lóðrétt | 1 bitur, 2 vesling-
ur, 3 nytjalanda, 4 þröng
leið, 5 losar allt úr,
6 líffærin, 10 matvands
manns, 12 gerist oft, 13
burt, 15 hörfar, 16 væskill-
inn, 18 brennur, 19 ákveð,
20 kvæði, 21 forar.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 bakþankar, 8 bugar, 9 notar, 10 iðn, 11 innar, 13
asnar, 15 stökk, 18 úfinn, 21 ætt, 22 undin, 23 annar, 24
grundinni.
Lóðrétt | 2 augun, 3 þorir, 4 nenna, 5 aftan, 6 obbi, 7 frár,
12 auk, 14 sef, 15 saum, 16 öldur, 17 kænan, 18 útati, 19
innan, 20 nart.
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði
dagsins er að finna á Staður og
stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
Í TILEFNI af 100 ára ártíð Íslandsvinarins
Daniels Willards Fiskes og sýningu um
hann í Landsbókasafni Íslands – Háskóla-
bókasafni er gestum safnsins boðið til
fjölteflis í fyrirlestrarsal safnsins í Þjóð-
arbókhlöðunni á morgun kl. 13. Á undan
mun Kristín Bragadóttir hafa nokkur að-
fararorð um ævi hans og störf og hinn
geysilega áhuga sem hann hafði á öllu því
sem kom Íslandi við.
Helgi Ólafsson stórmeistari teflir við
gesti. Þrenn verðlaun verða veitt. Áhuga-
samir eru beðnir að skrá sig hjá upplýs-
ingadeild safnsins eða á netföngin: emili-
as@bok.hi.is og kristbra@bok.hi.is
Fjöltefli í Þjóðarbókhlöðu
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Reykjavíkurmótið.
Norður
♠G104
♥DG10972 S/Enginn
♦ÁG4
♣K
Vestur Austur
♠D952 ♠K83
♥-- ♥K8654
♦107652 ♦D9
♣10432 ♣G65
Suður
♠Á76
♥Á3
♦K83
♣ÁD987
Símon Símonarson og félagar í sveit
Garða og véla urðu Reykjavíkurmeist-
arar á sunnudaginn, þremur stigum á
undan sveit Ferðaskrifstofu Vest-
urlands (Karl Sigurhjartarson). Esso-
sveitin (Guðm. Sv. Hermannsson) varð
þriðja. Í sveit Garða og véla spiluðu,
auk Símonar: Sverrir Kristinsson,
Friðjón Þórhallsson, Sigfús Örn Árna-
son, Hermann Friðriksson og Rúnar
Magnússon.
Spilið að ofan er frá síðustu umferð.
Yfirleitt létu NS-pörin duga að spila
geim í hjarta, en nokkur reyndu þó
slemmu. Sex hjörtu er spennandi
samningur, sem gæti unnist þrátt fyr-
ir slæma legu í trompinu. Hvernig
myndi lesandinn spila með spaða út
(gosi, kóngur og ás)?
Það er auðvitað forgangsverkefni að
henda spöðum blinds niður í lauf.
Byrjunin er því þessi: Lauf á kóng,
smátt hjarta á ás (betra en tígull á
kóng), ÁD í laufi og spöðum hent.
Tromplegan gerir það að verkum að
ekki þýðir að fría fimmta laufið og
sagnhafi spilar einfaldlega hjarta.
Austur tekur þann slag og styttir
blindan með spaða. Sagnhafi af-
trompar austur og fer svo heim á tíg-
ulkóng í lokastöðunni.
Tvö spil eru nú eftir á hendi: Í borði
er ÁG í tígli, en heima á sagnhafi einn
tígulhund og laufníu. Vestur hefur
orðið að hanga á lauftíunni, svo hann
er kominn niður á einn tígul. Ef sagn-
hafi staðsetur lauftíuna í vestur, þá er
rétta spilamennskan að spila tígli á ás-
inn og fella drottninguna aðra í bakið.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Fréttir
í tölvupósti