Morgunblaðið - 25.01.2005, Síða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
VÁKORT
Eftirlýst kort nr.
4539-8618-0017-6940
4507-4300-0029-4578
4543-3700-0047-8167
Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið
ofangreind kort úr umferð og
sendið VISA Íslandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000
VISA ÍSLAND
Álfabakka 16,
109 Reykjavík.
Sími 525 2000.
Ein vinsælasta myndin í
USA í 4 vikur samfleytt
l
l
Sýnd kl. 8 og 10.15.
S.V. Mbl.
Kvikmyndir.com
„Hressir ræningjar“
Fréttablaðið
OCEAN´S TWELVE
Kvikmyndir.is
H.J. Mbl.
M.M.J. Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 5.50.
S.V. Mbl.
H.L. Mbl..L. bl.
Sýnd kl. 6. ísl tal
Sýnd kl. 8.10 og 10.
Epísk stórmynd sem fólk verður að sjá.
Frá leikstjóranum Oliver Stone.
Kvikmyndir.is
Ian Nathan/EMPIRE
Kvikmyndir.is
Ian Nathan/EMPIRE
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 6, 8.30 og 10.10. B.i. 14 ára.
SÝND Í LÚXUS VIP KL. 8.30.
ÁLFABAKKI
kl. 3.45, 6, 8.15 og 10.30.
AKUREYRI
kl. 6 og 8.
KEFLAVÍK
kl. 8 og 10.10.
KRINGLAN
kl. 6, 8.15 og 10.30.
Sýnd í stóra salnum kl. 5.45 og 9.
FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTIÐ
H.L. Mbl.
"Frumleg og úthugsuð...persónur eru skýrar og forvitnilegar...
jafnhrollvekjandi og sannleikurinn sem felst í myndinni...
Sisto er mjög sannfærandi í aðalhlutverkinu." - H.L., Mbl
"Fru leg og úthugsuð...persónur eru skýrar og forvitnilegar...
jafnhrol vekjandi og sannleikurinn se felst í yndinni...
Sisto er jög sannf randi í aðalhlutverkinu." - .L., bl
Hjartans mál -
Le coeur des hommes
sýnd kl. 6. Enskur texti
Grjóthaltu kjafti -
Tais toi
sýnd kl. 8 og 10. Íslenskur texti
Einkadætur -
Filles Uniques
sýnd kl. 10.30. Enskur texti
Sýnd kl. 5.30 og 8. Ísl. texti.
22.01. 2005
10
8 2 9 2 2
9 3 1 7 8
19 23 30 36
35
19.01. 2005
3 4 7 32 36 45
5 30 30
54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80
LJÓST er að úrval verður kræsilegt
á væntanlegri kvikmyndahátíð sem
kvikmyndahúsin halda í sameiningu í
apríl næstkomandi. Í gær var til-
kynnt um sex myndir sem sýndar
verða á hátíðinni; sem myndir frá sex
löndum sem allar hafa vakið mikla
athygli.
Fyrst ber að nefna hina umdeildu
þýsku mynd Der Untergang (Til
hinstu stundar) eftir Oliver Hirsch-
biege (Das Experiment), en þar fer
ein fyrsta þýska myndin þar sem
reynt er að fjalla á hlutlausan hátt
um nazistaleiðtogann Adolf Hitler,
en hún byggist á endurminningum
einkaritara hans Traudl Junge sem
komu út á íslensku í fyrra. Bruno
Ganz (Himlen über Berlin, Börn
náttúrunnar) fer með hlutverk naz-
istaforingjans og hefur fengið mikið
lof fyrir, rétt eins og myndin sem
sýnd var við metaðsókn í heimaland-
inu á síðasta ári. Shi mian mai fu/
House of the Flying Daggers eða
Hús hinna fljúgandi rýtinga er nýj-
asta mynd frægasta leikstjóra Kín-
verja Zhang Yimous, mynd sem hef-
ur fengið mikið lof, enda þykir henni
svipa mjög til hinnar margrómuðu
bardagamyndar Hetju sem sló í gegn
á síðasta ári.
9 Songs (9 lög) er nýjasta mynd
einhvers áhugaverðasta kvikmynda-
gerðarmanns samtímans, Michaels
Winterbottoms (24 Hour Party
People), mynd sem vakið hefur afar
sterk viðbrögð enda þykir það gengið
lengra í opinskáum kynlífssenum en
áður hefur verið gert í mynd sem
ætluð er til „almennra“ kvikmynda-
sýninga. Þá verður sýnd nýjasta
mynd Davids O. Russels (Three
Kings), I Heart Huckabees (Ég
elska Huckabees) en hún er vægast
sagt stjörnum hlaðin mynd – Jason
Schwartzman, Isabelle Huppert,
Dustin Hoffman, Lily Tomlin, Jude
Law, Mark Wahlberg, Naomi Watts
– sem þykir einn af hápunktum síð-
asta árs. Auk þeirra hafa verið til-
kynntar taílenska verðlaunamyndin
Beautiful Boxer (Fallegi hnefaleika-
kappinn), bardagamynd sem sópað
hefur að sér verðlaunum, og kólumb-
íska myndin Maria, llena eres de
gracia/Maria Full of Grace (Þokka-
fulla María) sem unnið hefur til
fjölda alþjóðlegra verðlauna og þykir
líkleg til að hljóta Óskarstilnefningu.
Þá hafa áður verið kynntar til leiks
nýjasta mynd Svíans Lukas Moody-
sons, Hola í hjarta mínu, Vond
menntun eftir Pedro Almódovar og
Garðríkið (Garden State) í leikstjórn
Zach Braff.
Hátíðin ber enska heitið Iceland
International Film Festival 2005.
Hún hefst 7. apríl og mun standa yfir
í þrjár vikur enda búist við því að á
fjórða tug mynda verði sýndar á há-
tíðinni. Sýningar verða í öllum
kvikmyndahúsum í Reykjavík og
einnig á Akureyri, Selfossi og í Kefla-
vík, sem er algjört nýmæli en kvik-
myndahátíðir hafa hingað til nær
eingöngu verið haldnar á höfuð-
borgarsvæðinu.
Kvikmyndir | Sex myndir bætast við hátíðina í apríl
Umdeild Hitler-mynd og
Hús hinna fljúgandi rýtinga
Skærasta stjarna kínverskrar kvikmyndagerðar núna, Zhang
Ziyi, fer með aðalhlutverkið í House of the Flying Daggers.
AP
Bruno Ganz þykir afar sannfærandi í hlutverki
Adolfs Hitlers í þýsku myndinni Der Untergang.
FYRIR helgina síðustu lá ljóst fyrir
hvaða skólar myndu mætast í átta
liða úrslitum í Gettu betur – spurn-
ingakeppni framhaldsskólanna.
Viðureignirnar fara fram í beinni
sjónvarpsútsendingu Sjónvarpsins
sem endra nær og verður sú fyrsta
háð miðvikudaginn 9. febrúar. Þá
eigast við keppendur úr Mennta-
skólanum við Sund og Framhalds-
skólanum á Laugum. Viku síðar, 16.
febrúar, keppa lið Menntaskólans í
Kópavogi og sigurliðið frá því síðast,
lið Verzlunarskóla Íslands. 23. febr-
úar keppa lið Menntaskólans á Egils-
stöðum og Menntaskólans á Akur-
eyri og 2. mars lið Borgarholtsskóla
og Menntaskólans við Hamrahlíð.
Sigursælasti skólinn frá upphafi,
Menntaskólinn í Reykjavík, féll úr
keppni í 16 liða úrslitum sem fóru
fram á Rás 2, er lið skólans beið lægri
hlut fyrir liði Borgarholtsskóla.
Gettu betur |
Sjónvarpskeppnin
hefst 9. febrúar
Morgunblaðið/Golli
Lið Verzlunarskóla Íslands lagði lið
Borgarholtsskóla í æsispennandi
viðureign í fyrra.
Sigurlið
Verzló
mætir MK
Bez, gamli gormadansarinn úr Manchester-sveitinni Happy Mondays, stóðu uppi sem
sigurvegari í veruleikaþættinum Big Brother, sem
fram hefur farið undanfarnar vikur í bresku sjón-
varpi. Þeir sem tóku þátt í keppninni voru smá-
stjörnur, sem fæstar eru þekktar utan Bretlands.
Bez hefur allt frá því á Happy Mondays-árunum
fyrir hálfum öðrum áratug verið virkur eiturlyfja-
neytandi og viðurkenndi eftir sigurinn að hafa
íhugað að smygla eiturlyfjum inn í húsið sem
keppendur þurftu að búa saman í innilokaðir með-
an keppnin stóð yfir en á end-
anum ekki lagt í það. Keppnin
fór þannig fram að sjónvarps-
áhorfendur kusu út keppanda í
viku hverri. Í sigurlaun fékk
Bez greidd 50 þúsund pund, eða
tæpar 6 milljónir króna.
Enski rithöfundurinn JK Rowling, höfundurbókanna um Harry Potter, eignaðist stúlku-
barn um helgina. Talsmaður Rowling staðfesti
þetta í fréttaþætti BBC, Newsround, í gær.
Þetta er annað barn Rowling og Neils Murrays,
eiginmanns hennar, en Rowling á einnig dóttur af
fyrra hjónabandi.
Næsta bók um Harry Potter kemur út 16. júlí í
sumar og verður gefin út samtímis í Bretlandi,
Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Nýja-Sjálandi
og Suður-Afríku. Von er á íslenskri þýðingu í
haust.
Fólk folk@mbl.is
Úrslitin úr enska boltanum
beint í símann þinn