Morgunblaðið - 25.01.2005, Page 49

Morgunblaðið - 25.01.2005, Page 49
STÓRU stjörnurnar slást nú um að fá að vera með í nýjum gamanþætti sem Ricky Gervais, höfundur og aðal- leikarinn í Office-þáttunum vinsælu, undirbýr. Áður hafði verið tilkynnt að landar Gervais, Jude Law og Kate Winslet, hafi grátbeðið hann um gestahlutverk og fengið að lokum og nú eru Hollywood-stjörnurnar einnig farnar að suða í honum. Þeim sem orðið hefur ágengt eru m.a. Samuel L. Jackson og Ben Stiller. Gervais staðfesti í samtali við BBC um helgina að þeir fengju að vera með. Gervais segist hafa sett sjálfur saman lista með nokkrum af skærustu stjörnum kvik- myndanna og allir væru búnir að segja já sem hann hefði beðið um að taka þátt í þáttunum nýju. „Við vild- um fá alvöru goðsagnir, sem við teljum okkur þó um leið geta umbreytt,“ segir Gervais. „Við vild- um ekki fá bara eitthvað frægt fólk, ekki ein- hverja sigurvegara í veruleikaþáttum, held- ur einhverja sem við vitum að verði frægir eftir 20 ár. “ Gervais sagði að fleiri þekkt nöfn muni koma við sögu en vildi ekki gefa þau upp að svo stöddu. Gervais sagði að Stiller og Jackson muni koma til með að leika brengl- aðar útgáfur af sjálfum sér og að brandararnir um þá yrðu ansi rætnir. Gervais er að klára að skrifa gam- anþættina, sem verða sex talsins, ásamt meðhöfundi sínum, Stepehn Merchant. Þar mun Gervais leika bitran og svekktan atvinnulausan leikara sem gerir lítið annað en að bölsótast út í stjörnurnar. Banda- ríska útgáfan af Office-þáttunum hefur göngu sína í mars, um svipað leyti og ný myndasaga eftir Gervais kemur þar út, sem heitir Flanimals. Nú þegar er búið að selja kvikmynda- réttinn á sögunni. Sjónvarp | Nýtt frá Office-höfundi Stjörnurnar slást um skrifstofustjórann Stjörnusníkir: Jólasveinninn Gervais getur valið úr stjörn- um til að vinna með. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2005 49 Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn SÝND Í LÚXUS VIP KL. 6. TIL AÐ RÁÐA DULMÁLIÐ ÞARF HANN AÐ BRJÓTA ALLAR REGLUR. Snillingurinn Jerry Bruckheimer kemur hér með fyrstu stórspennumynd ársins sem sló rækilega í gegn í USA og var 2 vikur í toppsætinu! illingurin Jerry Bruckheimer kemur hér með fyrstu stórspennumy d ársins sem sló rækilega í gegn í USA og var 2 vikur í toppsætinu! FRÁ FRAMLEIÐENDUM „PIRATES OF THE CARIBBEAN“ Hvað er málið með Alfie? Pottþétt rómantísk gamanmynd með JudeLaw sem nýlega var kosinn kynþokkafyllsti karlmaðurinn. Frábær tónlist.ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6.15 og 8.30.  Ó.H.T. Rás 2. . .  H.L. Mbl. fyrir besta frumsamda lagið. Epísk stórmynd sem fólk verður að sjá. Frá leikstjóranum Oliver Stone. STÆRSTA ÞJÓÐSÖGN ALLRA TÍMA VAR SÖNN Epísk stórmynd sem fólk verður að sjá. Frá leikstjóranum Oliver Stone. STÆRSTA ÞJÓÐSÖGN ALLRA TÍMA VAR SÖNN Kvikmyndir.is Ian Nathan/EMPIRE Kvikmyndir.is Ian Nathan/EMPIRE ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.30. KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. 14 ára. AKUREYRI Sýnd kl. 8. AKUREYRI Sýnd kl. 10. ÁLFABAKKI 3.45 og 6. Ísl.tal. 3.45, 6, 8.15 og 10.30. Enskt tal. KRINGLAN kl. 5.45.Ísl.tal. AKUREYRI kl. 5.40. Ísl.tal. YFIR 32.000 ÁHORFENDURI .  H.L. Mbl.  DV  Rás 2  Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 10 0 10 1 10 2 10 3 10 4 10 5 10 6 E N N E M M / S ÍA / N M 14 6 6 4 - í gó›um málum GRÍNMYNDIN Are We There Yet? fór beint í efsta sætið á lista yfir þær bíómyndir sem fengu mesta aðsókn í norður- amerískum kvikmyndahúsum um helgina. Myndin er með rapparanum Ice Cube í aðal- hlutverki og er einskonar vega- mynd þar sem Ice Cube er á ferð með tveimur óþekkum krökk- um, sem hann reynir að umbera vegna þess að hann vill koma sér í mjúkinn hjá móður þeirra. Myndin verður sýnd á næstunni í Smárabíói og Regnboganum Körfuboltamyndin Coach Carter, með Samuel L. Jackson í aðalhlutverki, féll niður í annað sætið i og gamanmyndin Meet the Fockers fór niður í þriðja sætið en sú mynd er nú orðin næsttekjuhæsta leikna gamanmynd sögunnar í Bandaríkjunum á eftir Home Alone, en á þeim fimm vikum, sem liðnar eru frá frumsýningu myndarinnar, nema tekjur af sýningu hennar 248 milljónum dala. Endurgerð gömlu John Carpenters B-myndarinnar Assault on Precinct 13 með Lawrence Fishburne og Ethan Hawke fór beint í 6. sætið en þrátt fyrir ró- lega byrjun hefur sú mynd fengið góða dóma gagnrýnenda og verður tekin til sýninga hér á landi í næsta mánuði. Bíóaðsókn | Vinsælast vestra Ice Cube á toppnum Ice Cube þarf að koma sér í mjúkinn hjá krógum nýju kærustunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.