Morgunblaðið - 19.02.2005, Side 63

Morgunblaðið - 19.02.2005, Side 63
Ókeypis krakkaklúbbur Sýnd kl. 5 og 8. LEONARDO DiCAPRIO Tilnefningar til Óskarsverðlauna þ.á.m. Besta mynd, leikstjóri,og aðalleikari. 11 Sýnd kl. 1.30, 3.40, 5.50, 8 og 10.15. H.L. Mbl. ÓÖH DV. Baldur Popptíví  Ó.H.T Rás 2Kvikmyndir.is Sýnd kl. 1.30 og 3.15. Ísl tal ATH! VERÐ KR. 500  Kvikmyndir.is.  S.V. Mbl. VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Ein vinsælasta grínmynd allra tíma þrjár vikur á toppnum í USA! Sýnd kl. 2, 5, 8 og 11. B.i. 12 ára. TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR KL. 2 - AÐEINS 400 KR.   ER ÓSKARSVERÐLAUNABÍÓIÐ 5 STÓRKOSTLEGAR MYNDIR TILNEFNDAR TIL 17 ÓSKARSVERÐLAUNA. UPPLIFÐU BESTU MYNDIR ÁRSINS! "Ein snjallasta mynd ársins...Ógleymanleg... ljúf kvikmyndaperla." SV MBL "Fullkomlega ómissandi mynd." SV MBL Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14. Sýnd kl. 3.20, 5.40 og 8. Sýnd kl. 5.30 og 10.20. Sýnd kl. 3, 8 og 10.20. B.i.16 ára. FRUMSÝND SKILNAÐUR leikaraparsins Brads Pitts og Jenni- fer Aniston reynist Madame Tussauds-vaxmynda- safninu í Lundúnum dýr. Hann kostar safnið alls um 10.000 pund en upphæðin samsvarar tæpum 1,2 milljónum íslenskra króna. Vaxstyttur af Pitt og Aniston voru þær fyrstu sem tengdar voru saman í safninu, að því er Contactmusic.com segir frá. Heimildamaður segir um málið: „Skilnaðurinn hlýtur að fá yfirmenn safnsins til þess að hugsa sig tvisvar um þegar kemur að frægum hjónum. Brad þarf nú að fá nýjan handlegg og móta þarf búk Jennifer upp á nýtt. Þau verða sett í safnið að nýju á sama svæði en nokkur fjarlægð verður höfð á milli þeirra,“ segir heimildamaðurinn. „Og þótt víst sé að allir myndu glaðir vilja að Brad og Jennifer leystu úr ágreiningi sínum og tækju saman að nýju, myndu yfirmenn Madame Tussauds áreiðanlega ekki verða jafnánægðir,“ var bætt við. Ætla saman á Óskarinn Þrátt fyrir að verið sé að aðskilja vaxmyndirnar ætla Brad og Jennifer saman á Óskarsverðlauna- afhendinguna í lok mánaðarins. Þau staðhæfa þó að þau ætli ekki taka saman aftur. Þau hafi verið góðir vinir síðan þau ákváðu að skilja í janúar ætli einfaldlega saman á Óskarshátíðina til að sanna að þau séu ekki reið út í hvort annað. „Þau vita að ef þau fara með einhverjum öðrum þá verður allt vitlaust, svo þau ætla að mæta sam- an sem vinir,“ sagði meintur vinur þeirra. Fólk | Skilnaður Brads og Jen dýr fyrir Madame Tussauds Kostar safnið meira en milljón Reuters Brad og Jen virtust hamingjusöm saman á Emmy-verðlaunahátíðinni í fyrra. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 63 EFNIN sem bræðurnir bresku voru að framleiða á síðustu plötu sinni, Come With Us, virkuðu alls ekki og maður var hreinlega tilbú- inn að afskrifa þá fyrir fullt og allt, lýsa því yfir að þeirra tími væri liðinn. En svona á að bregðast við slíku mótlæti! Blása til gagn- sóknar, sanna það fyrir misvitrum efasemdarmönnum, hver það er sem er með puttana á púlsinum, hver það er sem tilfinningu hefur fyrir því hvað virkar og hvað ekki. Chemical Brothers voru slík séni hér fyrir um áratug á fyrstu tveim- ur plötunum Exit Planet Dust og Dig Your Own Hole og nú á sinni nýjustu plötu sína þeir að efna- blandan þeirra getur ennþá virkað sé hún rétt notuð. Bræðurnir hafa m.ö.o. ekki verið meira spennandi í lengri tíma. Nægir þar að benda á fyrstu smáskífuna „Galvanize“ því til sönnunar – hreint frábært lag með verulega viðeigandi vísunum í arabíska danstónlist, sem gerir það ennþá meira spennandi og hættu- legra, einhvern veginn. Það er held- ur ekki eina lagið sem virkar á þessari fínu ellefu laga dansplötu. Tim Burgess sýnir enn og aftur hversu vel hann á heima í svona tónlist í „The Boxer“ og broddurinn er beittur í „Believe“ og „Come In- side“. Efnin eru aftur orðin hættuleg. TÓNLIST Erlendar plötur The Chemical Brothers – Push the Button  Skarphéðinn Guðmundsson Efnin virka enn á ný

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.