Morgunblaðið - 19.02.2005, Side 68

Morgunblaðið - 19.02.2005, Side 68
ALLSÉRSTÆÐIR fiðlutónleikar undir heitinu „Kynslóðabil fiðlunnar“ verða haldnir í dag á Nýja sviði Borgarleikhússins. Þar mun Hildigunnur Halldórsdóttir leika fjögur verk á tvær gerðir af fiðlum, annars vegar barokkfiðlu og hins vegar fiðlu með nútímastillingu. Fiðlusmiðurinn Hans Jóhannsson smíðaði barokkfiðluna sem er nákvæm eftirlíking nútíma- fiðlunnar, sem smíðuð var af Enrico Catenari árið 1694. Munurinn liggur í stillingunum á fiðlunum en barokkhljóðfæri bera með sér þýðari blæ en þau með nútímastillingum, enda var á þau leikið í mun smærri sölum. Eru tónleikarnir tilraun til að bera þessa tvo hljóðheima saman./59 „Kynslóðabil fiðlunnar“ Hans Jóhannsson og Hildigunnur Halldórsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Heilsukoddar Heilsunnar vegna Opi› í dag laugardag frá kl. 11-16 ÞEIR sem safna vildarpunkt- um í flugi sem vinnuveitandi hefur greitt fyrir verða að telja ígildi punktanna fram til skatts segir í svari Indriða H. Þorlákssonar ríkisskattstjóra vegna fyrirspurnar um skatt- lagningu flugferða sem fást fyrir vildarpunkta. Ríkisskatt- stjóri svarar því til að ekki sé hægt að líta á söfnun vildar- punkta sem lið í samningi um afsláttarkjör þegar vinnuveit- andi greiðir flugferðir. Afsláttarkjörin felist nánar tiltekið í því að kaupandi safnar fyrir afslættinum t.d. punktum með því að haga viðskiptum sínum með ákveðnum hætti og öðlast á grundvelli samningsins rétt til úttektar á meiri þjón- ustu án þess að greiða fyrir hana sérstaklega. Úttekt á t.d. flugferð gegn „afhendingu“ punkta sem liður í slíkum af- sláttarkjörum feli að mati ríkisskattstjóra ekki í sér skattskyldar tekjur í hendi samningsaðila heldur sé um að ræða afslátt sem veittur sé eft- ir á. Punktasöfnun ekki liður í samningi um afsláttarkjör Þegar um það er að ræða að vinnuveitandi greiði fyrir kostnað vegna ferðar einstak- lings en einstaklingurinn fær punktana til sín persónulega sé ekki unnt að líta á slíka punktasöfnun sem lið í samn- ingi um afsláttarkjör. Í því til- viki skoðast vinnuveitandinn sem kaupandi þjónustunnar og þeir vildarpunktar sem safnast hjá einstaklingum renna því til vinnuveitandans sem þriðja manns. Í því tilviki verði að líta á flugferð, eða annað sem afhent er gegn vildarpunktum, sem gjöf til handa einstaklingnum enda hafi þeir punktar ekki safnast vegna samnings ein- staklingsins og seljandans um afsláttarkjör. Slíkar gjafir skoðast sem skattskyldar tekjur í hendi gjafþega sbr. lög um tekjuskatt og eignaskatt. Segir ríkisskattstjóri að telja beri tekjur sem þessar fram á skattframtali. Um eftirlitsþátt- inn í þessu sambandi segir Indriði H. Þorláksson við Morgunblaðið að almennt byggi skattstjóri á upplýsing- um framteljenda sjálfra og sé því treyst að þær séu réttar. „Hins vegar kann alltaf að reyna á það í eftirlitsaðgerðum að hlutirnir séu skoðaðir nánar. Upplýsingar eru e.t.v. fyrir hendi um að ekki sé allt með felldu þá gildir sama. Um þetta gildir það sama og annað þ.e. að ekki er í gangi nein skipuleg söfnun á þessum upplýsingum. Við treystum á að menn geri grein fyrir þessu eins og öðrum tekjum eða hlunnindum.“ Vildarpunktar vegna vinnuferða skattlagðir JÓNAS Sen, tónlistargagnrýnandi Morgunblaðs- ins, gagnrýnir Íslensku óperuna harðlega í grein í Lesbók í dag. Hann telur að listræn stefna óperunnar sé vanhugsuð. Ekki séu aðstæður í Gamla bíói til þess að sýna stórfenglegar óperur á borð við Toscu sem krefjist mikils sviðsrýmis og voldugrar hljómsveitar. „Ef þær aðstæður eru ekki fyrir hendi þá er tilgangslaust að auka opinbera styrki til að stuðla að „uppbyggingu samfelldrar, fjöl- breyttrar og metnaðarfullrar óperustarfsemi á vegum Íslensku óperunnar“ eins og það var orð- að á heimasíðu menntamálaráðuneytisins haustið 2001. Það er einfaldlega verið að eyða pening- unum í vitleysu; þá er risaeðlunni svo sann- arlega betur komið fyrir kattarnef,“ segir Jónas. Jónas gagnrýnir einnig einhæft val á söngv- urum og leggur til að Íslenska óperan móti framsæknari listræna stefnu með því að taka upp virkara samstarf við íslensk tónskáld, til dæmis Björk. „Ég er líka viss um að Björk gæti samið óperu,“ segir Jónas og bætir við: „Það yrði örugglega áhugaverðara verk en Tosca úr ferðaútvarpi og á sviði sem er varla stærra en skókassi.“/Lesbók Segir listræna stefnu Íslensku óperunnar vanhugsaða BJARKI Sveinbjörnsson, tónlistarráðunautur hjá Ríkisútvarpinu, segir að tilraunir hefjist með staf- rænar útvarpssendingar á Faxaflóasvæðinu fyrir páska. Klassíska útvarpsstöðin Rondó, sem er á tíðninni 87,7, verður send út með stafrænum hætti, en þegar fram í sækir verður hægt að ná öllum rásum RÚV á stafrænu formi. Til að nýta sér stafrænu útsendingarnar þarf sérstök tæki, en með þeim verður gert kleift að senda út margar stöðvar á sömu tíðni./61 RÚV gerir tilraunir með stafrænt útvarp SJÓNVARPSSTÖÐIN Skjár einn hefur tryggt sér einkaleyfi á að gera íslenska útgáfu af hinum bandarísku sjónvarpsþáttunum Bachelor og Bachelorette, sem sýndir hafa verið á stöðinni við allnokkrar vinsældir. Áætlað er að fyrsta þáttaröðin, þar sem íslensk- ur piparsveinn mun velja sér kvonfang úr röðum ungra íslenskra kvenna, hefji göngu sína í haust. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er áætl- að að hér verði um að ræða viðamesta verkefni sem Skjár einn hefur ráðist í./61 Íslenskur piparsveina- þáttur næsta haust BÖRNIN á Lindarborg og Barónsborg gengu í gær í kringum stóran stein íLýðveldisgarðinum við Hverfisgötu og sungu til álfanna sem þar kannski búa. Flest börnin heyrðu svo álfana svara með söng: „Já, ég heyrði þá syngja,“ segir Aron Heimir sem er fjögurra ára, „Stóð ég úti í tunglsljósi stóð ég út við skóg.“ Mikið líf og fjör var og ábyggilegt að álfarnir hafa haft gaman af. Leikskólabörn í Reykjavík fóru út af deildum sínum í gærmorgun til að leita að álfum og huldufólki til að færa þeim góðar gjafir eins og ljóð, sögur, dansa og fleira. Þessi tilbreytni í starfi leikskólanna tengist Vetarhátíðinni sem nú stendur yfir í höfuðborginni. Þar er boðið upp á menningarviðburði fyrir alla borgarbúa, hvort sem þeir eru stórir eða smáir, sjáanlegir eða ósýnilegir. Morgunblaðið/Þorkell Leikskólabörn í Reykjavík fóru í gær á álfaslóðir og sungu og fóru með ljóð og sögur. Álfaleitin var liður í Vetrarhátíð. Sungið fyrir álfana LÍTIÐ fannst af loðnu á miðunum suður af landinu í gær og óttast skipstjórar að vertíð- inni ljúki senn ef ekki skilar sér ný ganga upp á grunnið. Veður var gengið niður við suðurströndina í gær og var loðnuflotinn að leita austan við Vestmannaeyjar. En með litlum árangri, að sögn Jóns Axelssonar, skipstjóra á Júpiter. „Það finnst engin loðna og mér líst ekki á út- litið,“ sagði Jón þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Loðnan hefur þó oft verið dyntótt og skotið óvænt upp kollinum þegar hennar var síst von. „Það hefur mjög lítið magn gengið upp á landgrunnið á vertíðinni og það er búið að veiða það litla magn sem hefur þó skilað sér. Það bólar ekkert á annarri göngu og ef hún lætur ekki á sér kræla fljótlega er vertíðin bara búin. Okkur þótti vertíðin í fyrra fremur léleg en þessi stefnir í að vera ennþá verri,“ sagði Jón skipstjóri á Júpiter. Loðnukvótinn á yfirstandandi veiðitímabili hefur verið aukinn um 22.468 tonn. Heild- arkvóti íslenskra skipa á vertíðinni er því 803.256 tonn. Þessi viðbót er eftirstöðvar af leyfilegum afla erlendra veiðiskipa sem þau náðu ekki að veiða.Heildaraflinn á vertíðinni er nú orðinn um rúm 392 þúsund tonn og kvótinn því nærri hálfnaður. Óttast að loðnuvertíð sé lokið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.