Morgunblaðið - 02.03.2005, Page 9

Morgunblaðið - 02.03.2005, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2005 9 FRÉTTIR SENDINEFND á vegum íslenskra stuðningsmanna skákmeistarans Bobbys Fischers fór til Japans í gær, að ósk Fischers og stuðnings- manna hans þar. Erindi nefndar- innar er m.a. að leita fundar með japönskum ráðuneytum dómsmála og utanríkismála síðar í vikunni, að því er segir í fréttatilkynningu. Verði skákmeistarinn enn í haldi í byrjun næstu viku hefur nefndin verið beðin um að koma fram á al- þjóðlegum fréttamannafundi í Tók- ýó næstkomandi mánudag og gera þar meðal annars grein fyrir mik- ilvægum upplýsingum sem ekki hafa áður birst opinberlega. Einn nefndarmanna, Sæmundur Pálsson, er þegar kominn til Jap- ans. Í gær fóru þeir Garðar Sverr- isson, fyrrverandi formaður Ör- yrkjabandalags Íslands, og tveir fyrrverandi forsetar Skáksam- bands Íslands, þeir Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur, og Einar S. Einarsson, fyrrverandi forstjóri VISA. Sendinefndin flaug til Kaupmannahafnar í gær og gisti þar í nótt. Í dag verður förinni hald- ið áfram til Tókýó en flugið þangað tekur meira en hálfan sólarhring. Ferð nefndarinnar og allur kostnaður er greiddur af fjölmörg- um íslenskum aðilum sem sýnt hafa málstað Fischers velvilja. Málið vekur mikla athygli Að sögn Guðmundar G. Þórarins- sonar er mikill áhugi á máli Fisch- ers erlendis. Í gærmorgun hringdi t.d. BBC til að afla frétta af málinu. Verði af blaðamannafundi með nefndarmönnum í Japan um mál Fischers sé ljóst að alþjóðlegar sjónvarpsstöðvar á borð við CNN og BBC, auk annarra fjölmiðla, muni mæta þar. Guðmundur segir það talið sýna alvöru málsins að frá Íslandi komi tvær sendinefndir í kjölfar frumkvæðis Davíðs Odds- sonar, sem vakið hafi heimsathygli. „Allt málið er þannig vaxið, telja lögfræðingar Fischers, að bæði stjórnvöldum í Japan og Bandaríkj- unum muni ekki þykja mjög þægi- legt að mikil athygli sé vakin á því.“ Guðmundur taldi ekki að för sendinefndarinnar til Japans dræg- ist á langinn. John Bosnitch, stuðn- ingsmaður Fischers í Japan, hefði sagt að þeir byndu miklar vonir við að Fischer yrði leystur úr haldi fyr- ir 9. mars, sem er afmælisdagur hans. Einskonar Jón Hreggviðsson Garðar Sverrisson sagðist vona að ekki þyrfti að halda blaðamanna- fund um mál Fischers í Japan næst- komandi mánudag. Þeir byndu von- ir við að Fischer yrði sleppt úr haldi fyrir þann tíma. En ef til blaða- mannafundar kæmi mundu stuðn- ingsmenn Fischers tala hreint út og opinbera upplýsingar sem hefðu hingað til legið í þagnargildi. Garð- ar vildi ekki tilgreina hverjar þær upplýsingar væru. „Við gerum ráð fyrir að Fischer verði kominn með íslenskt vegabréf í hendur, þegar við komum til Japans.“ Garðar hefur verið í sambandi við Fischer símleiðis og sagði að hann bæri sig vel eftir aðstæðum – væri eins konar Jón Hreggviðsson. „Það er baráttuhugur í honum. Hann er auðvitað orðinn gríðarlega þreyttur eftir þessa ómannúðlegu og órétt- mætu meðferð, sem við lítum á sem brot á mannréttindum. Hann er í reynd, þrátt fyrir öll formsatriði, ekkert annað en fórnarlamb og fangi skoðana sem ekki teljast vera pólitískt réttar hér og nú.“ Einar S. Einarsson sagði að í dag yrði haldinn blaðamannafundur í Tókýó með Sæmundi Pálssyni og John Bosnitch. Sá fundur ætti að verða á ljúfum nótum í tilefni af endurfundum gamalla vina sem væru að hittast eftir 33 ára aðskiln- að. Einar sagðist binda vonir við að Sæmundur fengi, hugsanlega í fylgd einhvers úr sendiráðinu, að færa Fischer vegabréfið í fangelsið. Einar minnti á að þótt Fischer fengi vegabréfið væri hann ekki þar með sjálfkrafa laus úr prísundinni. Japönsk stjórnvöld þyrftu að sleppa honum úr haldi. „Vonandi vinnum við skákina í ferðinni,“ sagði Einar S. Einarsson. Sendinefnd stuðningsmanna Fischers farin til Japans Morgunblaðið/Jim Smart Einar S. Einarsson, Guðmundur G. Þórarinsson og Garðar Sverrisson eru farnir til Japans að vinna að lausn Bobbys Fischers skákmeistara. Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Flottir frakkar og úlpur Nýjar dragtir og stuttkápur ÞAÐ TÓKST! John Milton Fogg á Íslandi Okkur tókst að fá þig til að snúa blaðinu við! Okkur tókst líka að fá John Milton Fogg, einn fremsta sérfræðing heimsins á sviði netvensla- viðskipta (network marketing), til að koma og halda hnitmiðaða ráðstefnu til að lýsa starfs- umhverfi, fjölþættum möguleikum, gefa góð ráð og innsýn í hvað framundan er á þessu sviði - sem margir telja að sé með framsæknustu viðskiptaleiðum sem í boði eru í heiminum í dag. Þetta er tækifæri sem þú mátt ekki missa af! Og verðið ætti ekki fæla þig frá, því það kostar aðeins kr. 5.000 inn á þessa ráðstefnu. Skráðu þig strax! Slóðin er: http://radstefna.questnet.is Ráðstefnan með John Milton Fogg er á Grand Hótel Reykjavík núna á laugardaginn 5. mars kl. 13.00. Frekari upplýsingar, ef svo ber undir, eru veittar í síma 898 0125 eða e-mail gislirr@simnet.is Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Prag þann 15. mars. Nú getur þú kynnst þessari fegurstu borg Evrópu á einstökum kjörum. Þú getur valið um úrval góðra hótela í hjarta Prag og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða í Prag allan tímann. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 19.990 Flugsæti með sköttum til Prag, 2 fyrir 1 tilboð, út 15. mars, heim 18. mars. Netbókun. Verð kr. 9.990 Flugsæti aðra leið með sköttum Út 15. mars, heim 18. mars. Netbókun. Gisting frá kr. 3.700 Verð á mann í tvíbýli á Hotel ILF, pr. nótt með morgunmat. Netbókun. Völ um góð 3ja og 4 stjörnu hótel. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800.- Fegursta borg Evrópu Prag 15. mars frá kr. 9.990 Hittir Bobby Fischer í dag SÆMUNDUR Pálsson, vinur og stuðnings- maður skákmeistarans Bobbys Fischer, ætlar að fara í íslenska sendiráðið í Tókýó í dag og einn- ig að heimsækja Bobby Fischer. Sæmundur kom til Japans í gærmorgun ásamt ferðafélögum sín- um, þeim Friðrik Guðmundssyni og Kristni Hrafnssyni. Ferðalagið frá Reykjavík til Tókýó tók þá tæpa tvo sólarhringa. Miyoko Watai, unn- usta Fischers og forseti japanska skák- sambandsins, tók á móti þeim félögum í Tókýó. Sæmundur lét vel af sér þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gærmorgun, en þá var komið kvöld að japönskum tíma. Sæmundur sagðist stefna að því að byrja daginn í dag á því að fara í íslenska sendiráðið. Eftir það ætlaði hann í inn- flytjendabúðirnar þar sem Fischer er í haldi. Hann bjóst við að fá að sjá Fischer í gegnum gler, líkt og unnusta Fischers hefur orðið að láta sér nægja. „Hún hefur aldrei fengið að hitta hann öðru- vísi í sjö og hálfan mánuð,“ sagði Sæmundur. „Hún hefur aldrei fengið að snerta hendur hans eða neitt. Þetta er strangara en mörg fangelsi hjá okkur.“ AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 FRÉTTIR mbl.is Sæmundur Pálsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.