Morgunblaðið - 02.03.2005, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2005 11
FRÉTTIR
ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra
ávarpaði ársfund Samtaka sjávarútvegsins í
Þýskalandi sem fram fór í Berlín fyrir
skömmu.
Í ræðu sinni gerði Árni að umtalsefni
hvernig nýjar reglur og lög hins opinbera
geta í sviphendingu breytt umhverfi sjáv-
arútvegsins og tók hann sem dæmi þegar
Evrópusambandið setti nýjar reglur um inn-
flutning á mjöli sem komu illa við íslenska
hagsmuni. Ráðherra benti á að helsta svarið
sem Íslendingar hefðu til að bregðast við nýj-
um aðstæðum og nýjum kröfum og tryggja
þannig eins og best verður á kosið öryggi út-
flutningstekna væri að hafa alltaf til reiðu
allar hugsanlegar upplýsingar um efnainni-
hald fisks héðan frá Íslandi. Þá væri einnig
nauðsynlegt allra hluta vegna að hafa trú-
verðugt skipulag á fiskveiðunum en núorðið
leggja stórfyrirtæki á borð við McDonalds,
Carrefour, Unilever og Waitros mikið upp úr
því.
Klaus Hartmann, lengst til hægri, Matthias Keller, Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra,
Haraldur Grétarsson og Ólafur Davíðsson sendiherra.
Nauðsyn að upplýsa
um efnainnihald
LOÐNUSJÓMENN tóku gleði sína á ný um
síðustu helgina en þá varð vart við loðnu út af
Vestfjörðum og heldur betur lifnað yfir veið-
inni. Veiðar undan Suðurlandi hafa verið afar
dræmar síðustu vikuna og því var vestangöng-
unni tekið fagnandi. Enn á eftir að veiða um
325 þúsund tonn af ríflega 800 þúsund tonna
heildarkvóta vertíðarinnar.
Loðnuflotinn er nú nánast allur kominn á
miðin út af Vestfjörðum í gær, um 40 sjómílur
vestur úr Dýrafirði og hafa skipin fengið full-
fermi hvert af öðru. Loðnan stendur þó djúpt
og nokkuð erfið við að eiga, að sögn Krist-
björns Árnasonar, skipstjóra á Sigurði VE.
„Það virðist þó talsvert magn hér á ferðinni. Þó
ekki nærri eins mikið og fyrir þremur árum
þegar við urðum síðast varir við vesturgöngu,“
sagði Kristbjörn. Hann sagði loðnuna nokkuð
góða, hún væri með um 20% hrognafyllingu en
loðnan hrygnir jafnan þegar hrognafyllingin er
orðin um 26%. Loðnan væri átulaus og því góð
til frystingar. „Þetta getur bjargað vertíðinni
fyrir horn. Hún hefur eiginlega aldrei farið al-
mennilega af stað og vonandi verður þetta til
að bjarga því sem bjargað verður. Það er aftur
á móti erfitt að segja til um hvað verður um
þessa loðnu sem er hér á ferðinni, hvort hún
gengur suður eftir og inn í Breiðafjörð og
Faxaflóa eða hopar aftur norður. Það ræðst
mest af föllum,“ sagði Kristbjörn skipstjóri.
Öll skip HB Granda með fullfermi
Skip HB Granda eru búin að veiða tæp 100
þúsund tonn af loðnu á vertíðinni. Ingunn AK
landaði fullfermi á Akranesi í gær, um 2.000
tonnum. Svanur RE landaði í gær fullfermi í
Reykjavík, um 1.300 tonnum og Víkingur AK
landaði í gær fullfermi í Þorlákshöfn, rúmum
1.400 tonnum. Faxi RE landaði fullfermi á
Vopnafirði, 1.400 tonnum og Sunnubergi NS
landaði í Bolungarvík en þangað er aðeins um
fjögra klukkustunda sigling af miðunum.
Á vef HB Granda kemur fram að nú eru um
40 þúsund tonn eru nú eftir af þeim kvóta sem
fyrirtækið hefur til ráðstöfunar sem gerir um
sex veiðiferðir á hvert skip.
Á Akranesi og Vopnafirði er nú verið að
vinna í hrogn. Í aðdraganda vertíðarinnar var
unnið að endurbótum á vinnslubúnaði fyrir
hrognatöku á báðum stöðunum, m.a. til að auka
afköst hrognavinnslunnar, að því er segir á vef
HB Granda.
Góð loðnuveiði úr vesturgöngu
Skipin fylla sig
hvert af öðru
ÚR VERINU
NORRÆNA grunnskólamódelið er
eitt það öflugasta í heimi, m.a. þar
sem það tryggir meiri jöfnuð meðal
nemenda en þekkist víða erlendis.
Íslensku grunnskólarnir eru því ein-
stök verðmæti sem ber að standa
vörð um. Tilraunaskólar á grunn-
skólastiginu eru til þess ætlaðir að
auðga skólakerfið og eru því mikil-
vægt innlegg. Mikil fjölbreytni er nú
þegar ríkjandi meðal grunnskólanna
í höfuðborginni, sem er jákvætt þar
sem það gefur for-
eldrum kost á að velja
skóla í samræmi við
sína lífssýn og ekki
síst út frá þörfum
barna sinna. Það sam-
ræmist ekki sýn jafn-
aðarmanna að inn-
heimta skólagjöld á
grunnskólastigi.
Þetta er meðal þess
sem fram kom á fjöl-
mennum fundi sem
Samfylkingarfélagið í
Reykjavík stóð fyrir
um skólamál í borg-
inni sl. helgi. Frum-
mælandi á fundinum
var Stefán Jón Haf-
stein, formaður fræðsluráðs Reykja-
víkur, og fór hann yfir stefnu borg-
aryfirvalda í skólamálum.
Hann sagði það grunnstefnuna að
í hverfum borgarinnar væru heima-
skólar sem nemendur viðkomandi
hverfis hefðu forgang í, en að nem-
endum væri heimilt að sækja um í
hvaða öðrum skóla borgarinnar sem
þeim hugnaðist. Stefán gerði því
næst greiðslur borgarinnar til skól-
anna að umtalsefni. Hann benti á að
ekki fylgdi ein ákveðin krónutala
með hverjum nemanda heldur væri
skilgreint ákveðið þjónustujafnræði
til að tryggja öllum nemendum sömu
þjónustuna.
Benti hann á að sú þjónusta væri
misdýr eftir skólum og væri ódýrust
290 þúsund kr. á nemanda en dýrust
360 þúsund kr. Sagði hann að ef
þetta kerfi væri ekki við lýði væru
dýrustu skólarnir einfaldlega ekki
rekstrarhæfir.
Hvað einkareknu grunnskólana í
borginni varðaði sagði Stefán um
það litlar og óhagkvæmar rekstrar-
einingar að ræða að borgin myndi
sjálf ekki setja upp slíka skóla og
reka. Varðandi nýlegt samkomulag
borgarinnar við Landakotsskóla
sagðist Stefán furða sig á því að þau
stórpólitísku tíðindi sem í því fælust
hefðu ekki fengið meira vægi í um-
ræðunni.
Hann sagði samkomulagið fela í
sér að Landakotsskóla gæfist kostur
á að reka skólann á eigin forsendum,
þ.e. eftir sinni hugmyndafræði, en að
skólinn skuldbyndi sig til að taka við
fleiri nemendum og fullnýta pláss sín
við skólann. Mun borgin
greiða meira til skólans,
en á móti mun Landa-
kotsskóli ekki innheimta
skólagjöld.
Nefndi hann einnig að
viðræður væru í gangi
við forsvarsmenn Wal-
dorfskóla um að stækka
skólann.
Í máli Snorra Trausta-
sonar, skólastjóra Wal-
dorfskólans, kom fram
að grunnskólinn væri ein
af mikilvægustu stofnun-
um samfélagsins, m.a.
sökum þess að hún mót-
aði hugsun og alla hegð-
un einstaklingsins meira
en foreldrarnir sjálfir. Í framhaldinu
gerði Snorri núgildandi aðalnám-
skrá, sem er frá árinu 1996, að um-
talsefni.
Hann sagði að markmið hennar
hefði verið að auka frelsi skóla og
auka dreifstýringu, en að hin 900
blaðsíðna uppskrift að frelsi sem fæl-
ist í aðalnámskránni væri hins vegar
alltof heftandi. Hann sagði það ein-
kenni á námskránni að hún yki sam-
keppni milli nemenda og skóla, t.d.
með samræmdum prófum, sem hann
benti á að væri í algjörri mótsögn við
aðalnámskrána frá 1989 þar sem
áherslan var á mannrækt og það að
rækta einstaklinginn. „Nú virðist
áherslan fremur vera á að undirbúa
nemandann til að taka þátt í atvinnu-
lífinu.“
Snorri gagnrýndi þá þróun sem
orðið hefði til þess að skólastjórar
þyrftu í síauknum mæli að einbeita
sér að fjármálum skólans á kostnað
þess að geta einbeitt sér að faglega
starfinu innan skólans. „Í starfi
skólastjórans hefur fókusinn snúist
frá því að sinna nemandanum og
mæta þörfum hans í það að sinna
mennta- og fræðsluyfirvöldum.“
Kjartan Valgarðsson markaðs-
stjóri lagði í framsögu sinni áherslu á
að rétt væri farið með hugtök í um-
ræðunni um grunnskólann. Áréttaði
hann í því samhengi að orðið einka-
skóli væri notað yfir einkavædda
skóla sem hið opinbera greiddi lítið
sem ekkert til og benti hann á að
slíkir skólar væru ekki til á Íslandi,
því allir einkareknir skólar eða sjálf-
stætt starfandi skólar á Íslandi
fengju umtalsvert fjármagn frá hinu
opinbera. Að mati Kjartans snýst að-
alatriðið í grunnskólamálum um það
að þar eigi jöfn tækifæri að ríkja.
Jöfn tækifæri í skólamálum
„Við berum sem samfélag sameig-
inlega ábyrgð á að í skólamálum ríki
jöfn tækifæri og að nemendur geti
fengið góða og haldbæra menntun,“
sagði Kjartan og lagði í þessu sam-
bandi áherslu á að í sínum huga væri
aukaatriði hverjir rækju skólana.
Hvað varðaði samskipti borgaryf-
irvalda við einkareknu skólana sagð-
ist hann hafa ýmislegt við þau að at-
huga. Hann benti á að augljós
ágreiningur væri um hvað ætti að
borga mikið með hverjum nemanda.
Gerði hann í framhaldinu skólagjöld
að umtalsefni og sagði það ekki sam-
rýmast sínum hugmyndum um jöfn
tækifæri að grunnskólabörn greiddu
skólagjöld, auk þess sem óljóst væri
hvaða inntökureglur giltu í einka-
reknu skólunum.
Kjartan sagði það sína skoðun að
borgaryfirvöld ættu að fagna einka-
reknu skólunum og greiða meira
með þeim, með því skilyrði þó að
skólunum væri óheimilt að krefjast
skólagjalda og að beitt væri t.d. hlut-
kesti við inntöku sæktu fleiri börn
um inngöngu en hægt væri að taka
við.
Reyna að tala íslenska
skólakerfið niður
Að framsögum loknum fóru fram
afar líflegar umræður. Arthur
Morthens, forstöðumaður þjónustu-
sviðs Fræðslumiðstöðvar, sagði
nafngift grunnskólans ekki tilviljun
þar sem um væri að ræða grunninn
að jöfnuði og velferð í samfélaginu.
Sagði hann grunnskólann annan
tveggja mikilvægustu jöfnuðarkerfa
samfélagsins. Hann minnti á að nor-
ræna grunnskólamódelið væri í dag
talið það öflugasta í heimi og vitnaði í
því samhengi til bæði niðurstaðna
PISA-könnunarinnar og þess að
fyrrum Austur-Evrópulönd kysu að
horfa í norður í leit að fyrirmynd að
sínu grunnskólakerfi.
Sagði hann ýmsa í gegnum tíðina
hafa tekið að sér, meira að segja á
launum frá hinu opinbera, að tala ís-
lenska grunnskólakerfið niður með
að markmiði að sannfæra íslensku
þjóðina um að það væri lélegt til þess
að opna fyrir möguleika á einkarekn-
um grunnskólum. Gagnrýndi hann í
því sambandi fálæti íslenskra stjórn-
valda yfir þeim niðurstöðum PISA-
könnunarinnar að hér á landi væri að
finna einhvern mesta jöfnuð í skóla-
kerfinu. Minnti hann að lokum á að
grunnskólar Reykjavíkurborgar
væru alls ekki eins einsleitir og
margir vildu vera að láta og tók und-
ir með Stefáni Jóni um að þar væri
mikið frelsi til m.a. þróunarstarfs.
Eiga foreldrar að hafa val?
Í framhaldi veltu nokkrir fundar-
gesta upp þeirri spurningu hvaða
forsendur foreldrar raunverulega
hefðu til að velja börnum sínum
grunnskóla og hvort þeir ættu að
hafa slíkt val. Kennari úr Breiða-
gerðisskóla spurði hvort foreldrar
væru fyrst og fremst að horfa til nið-
urstaðna samræmdu prófanna.
Benti hún á að foreldrar í t.d. Bol-
ungarvík hefðu ekki val um fleiri en
einn grunnskóla og spurði hvort þeir
fengju þá verri þjónustu en foreldrar
á höfuðborgarsvæðinu. Hvað sam-
ræmdu prófin varðar hélt kennarinn
því fram að þau segðu ekkert um
skólastarfið og raunverulegt inni-
hald þess. Gagnrýndi hann einnig
foreldra fyrir að hafa ekki nægan
skilning á því að lærdómur fælist
ekki einvörðungu í því að sitja við
borð allan daginn. Sagði hann al-
gengt viðhorf foreldra að því lengur
sem nemendur sætu við borð sín
þeim mun betra og þeir hefðu t.d.
ekki skilning á vettvangsferðum sem
mikilvægum hluta af skólastarfinu.
Greinilegt var að flestir sem tóku
til máls á fundinum voru sammála
um að grunnskólar borgarinnar
væru mjög fjölbreyttir og voru flest-
ir á því að það væri til góðs þar sem
foreldrum gæfist kostur á að velja
skóla í samræmi við sína lífssýn.
Morgunblaðið/Jim Smart
Deilt var um einkarekstur skóla í Reykjavík á fundi Samfylkingarinnar um síðastliðna helgi.
Hugnast ekki
skólagjöld
Stefán Jón Hafstein
silja@mbl.is