Morgunblaðið - 02.03.2005, Page 14

Morgunblaðið - 02.03.2005, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ATBURÐIR í Mið-Austurlöndum um helgina og þar áður kosningar í Írak og Palestínu hafa orðið til þess að auka mjög væntingar um að lýðræði sé loks að skjóta rótum í stöðnuðum löndum araba. Friðsamleg mótmæli almenn- ings á götum úti í Beirút í Líbanon minna helst á fjöldafundina sem nýlega brutu á bak aftur einræðisöfl í Úkraínu. Á laugardag lýsti Hosni Mubarak Egyptalandsforseti því óvænt yfir að í næstu forsetakosningum í haust yrði séð til þess að kjósendur fengju að velja á milli tveggja eða fleiri frambjóðenda. „Loksins mun skoðun mín fá eitthvert vægi,“ sagði Ali Samman, fréttaskýrandi á egypska dagblaðinu Al-Ahram sem er hálf-opinbert mál- gagn stjórnvalda. En margir minna samt á að langt sé enn í land þótt mikil gerjun eigi sér stað. Sagan muni sýna hvort um sé að ræða um- rót sem fjari út eða raunveruleg umskipti. Og ekki má gleyma því að komist á lýðræði má gera ráð fyrir að víða séu öfgasinnar líklegir til að fá mikið fylgi í kosningum. Fyrir rúmum áratug voru haldnar frjálsar þingkosningar í Alsír en þegar fyrri umferðin þótti sýna skýrt að aft- urhaldssamir íslamistar myndu fá meirihluta ákvað herforingjastjórnin að aflýsa seinni um- ferð kosninganna. Forsetakosningarnar í Pal- estínu í janúar gengu að mörgu leyti vel fyrir sig, að sögn erlendra eftirlitsmanna. Skömmu síðar voru sveitarstjórnarkosningar á Gaza og þar fengu öfgafullir bókstafstrúarmenn í Ham- as-samtökunum meirihluta í helstu borgunum. Þykir sumum þau tíðindi slæmur fyrirboði en takist að semja um frið er gert ráð fyrir Palest- ínumenn fái sitt eigið ríki – og grundvöllur þess verði lýðræði. Frelsið og klerkarnir í Íran Frelsið getur haft óvæntar afleiðingar í Mið- Austurlöndum. Í grein í The Los Angeles Times er rifjað upp að stjórn Jimmy Carters Banda- ríkjaforseta á áttunda áratug síðustu aldar fékk keisarann í Íran til að slaka á einræðisklónni og draga úr harðstjórninni. Sumir ráðgjafar Cart- ers töldu að ajatollah Ruhollah Khomeini yrði ljúfur trúarleiðtogi sem á bak við tjöldin myndi stuðla að lýðræði kæmust menn hans til valda. Niðurstaðan varð að keisarinn flúði land og við tók einveldi klerkaklíku undir forystu Khomein- is sem stutt hefur hryðjuverk víða um heim og kúgað eigin þjóð ekki síður en keisarinn. Hæpið er samt að draga of mikla lærdóma af þróun í Íran sem er ekki arabaland og auk þess að mestu byggt sjía-múslímum en ekki súnn- ítum eins og flest arabalönd. Áður var minnst á Líbanon en þar var að vísu fyrir hendi nokkur lýðræðishefð sem skortir átakanlega í flestum arabalöndum. Sýrlandsstjórn hefur áratugum saman haft her í Líbanon, hefur í reynd drottn- að yfir stjórnmálalífinu og notfært sér aðstöð- una til að sölsa undir sig drjúgan hluta af efna- hagnum. En henni er vandi á höndum. Sýrlenska valdaklíkan með forsetann, Bashar al-Assad, í fararbroddi óttast fátt meira en að lýðræðisbylgjan vaxi og grafi undan áratuga- löngu einræði Baath-flokksins. Klíkan er úr röð- um alavíta, sérstakrar greinar íslams sem margir múslímar líta á sem trúvillinga. En alavítar eru aðeins 10% þjóðarinnar og Assad veit að keppinautar þeirra, einkum súnn- ítar, munu velgja honum undir uggum ef hann lætur undan Líbönum (og þrýstingi Banda- ríkjamanna og Frakka) og dregur herliðið á brott frá Líbanon. Lýðræðiskosningar í Sýr- landi gætu orðið til að fella valdaklíku Assads. Bandaríski miðausturlandafræðingurinn Juan Cole bendir á að þótt lýðræðisvakning í Líbanon geti orðið til að Sýrlendingar verði að hörfa með her sinn sé ekki víst að það bæti áróð- ursstöðu Ísraels. „Eftir að Bandaríkjamenn hverfa með her sinn frá Írak munu yfirráð Ísr- aela á Vesturbakkanum og Gaza verða síðustu dæmi umtalsverðs hernáms í Mið-Aust- urlöndum,“ segir Cole. Hann segir enn fremur að sagan muni leiða í ljós hvort stjórn George W. Bush Bandaríkja- forseta ætli sér að standa við stóru orðin og stuðla að raunverulegu lýðræði í löndum þar sem hún hefur átt góð samskipti við einræð- issinna og harðstjóra. Hann nefnir sem dæmi Alsír og Túnis í Norður-Afríku og Úsbekistan í Mið-Asíu þar sem ráðamenn eru sakaðir um pyntingar og lýðræðisreglur eru hunsaðar. Bush hefur árum saman lagt áherslu á að stuðla verði að því að lýðræði komist á í löndum araba, hann hefur m.a. sagt að Írak eigi að verða „viti frelsis og lýðræðis“. Ella verði ekki hægt að komast fyrir rætur átaka og hryðju- verka sem séu skortur á frelsi, lýðræði og efna- hagsframförum. Stöðnunin sem einkennt hafi flest arabalönd í pólitísku tilliti sé líka ein helsta orsök þess að ekki hafi tekist að leysa deilur Palestínumanna og Ísraela. Deilt er um það hve mikil áhrif endurtekin hvatningarorð forsetans til ráðamanna í vinaríkjum Bandaríkjanna, Sádi-Arabíu og Egyptalandi, hafi haft á þróun mála að undanförnu en ljóst er að í sumum lönd- unum hafa þau skipt sköpum. Og fréttamenn segja að víða í arabískum einræðislöndum hafi menn fylgst með kosningunum í Írak af miklum áhuga þótt almennt forðist þeir að segja að orð eða gerðir Bandaríkjamanna hafi átt þátt í lýð- ræðisumskiptunum þar. Arabar vilja eins og aðrar þjóðir helst trúa því að þeir ráði sjálfir eigin örlögum en láti ekki vestræn stórveldi stjórna sér. Kosið í fornum einræðislöndum „Ég er búinn að fást of lengi við málefni Mið- Austurlanda til að fara nú að hrópa að við séum búnir að sigra,“ sagði háttsettur embætt- ismaður í bandaríska utanríkisráðuneytinu um þróun mála að undanförnu, ekki síst í Egypta- landi sem er lang-fjölmennasta arabaríkið. Ekki er um að ræða eitt dæmi um lýðræð- isteikn heldur mörg. Írakar gengu að kjörborð- inu í janúar og þrátt fyrir hótanir hryðjuverka- manna var kjörsóknin um 58%. Til samanburðar má geta þess að í síðustu kosn- ingum í Bretlandi 2001 var hún 59%. Og þótt múslímalandið Afganistan sé á jaðri Mið- Austurlanda og ekki arabaland er rétt að minna á að kosningarnar þar í fyrra gengu framar von- um. Kosningar hafa verið haldnar eða boðaðar í Flóaríkjunum Bahrein og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Haldnar hafa verið fyrstu um- ferðir eins konar sveitarstjórnarkosningar í helsta vígi fornra einræðisstjórnhátta í Mið- Austurlöndum, konungsríkinu Sádi-Arabíu. Konur fengu að vísu ekki að greiða atkvæði en ráðamenn landsins segja nú að það fái þær að gera í næstu kosningum. Jórdanir hafa lengi getað kosið sér þing en að vísu er það háð tak- mörkunum hve langt það má seilast inn á vald- svið konungs og beinar og óbeinar skorður eru settar við tjáningarfrelsinu þar eins og í öðrum arabalöndum. Nokkur tilslökun hefur orðið í konungsríkinu Marokkó þótt konungurinn sé enn að mestu einráður. Túnis er líklega að mörgu leyti dæmigert, þar er að vísu kosið en þess vandlega gætt að stjórnarandstaðan fái ekki tækifæri til að ógna valdhöfunum að ráði. Umskipti í heimi araba? Reuters Palestínumaður notaði teygjubyssu sína í gær til að skjóta grjótmola á ísraelska landa- mæraverði á Vesturbakkanum. Lýðræði hef- ur fengið byr í seglin í Mið-Austurlöndum, lýðræðiskosningar Palestínumanna í janúar eru dæmi um þá þróun. Fréttaskýring | Lýðræðiskosningar í Írak og Palestínu hafa breytt pólitísku landslagi í arabalöndum. Kristján Jónsson segir óljóst hvort um tímabundið umrót sé að ræða eða varanlega breytingu. ’Viðbrögð leiðtoga arabaríkj-anna hafa til skamms tíma ver- ið að ekki yrði tekið við skip- unum frá Vesturlöndum í þessum efnum þótt þessi harkalegu svör hafi að vísu oft- ast verið klædd í kurteislegan búning diplómatíunnar. ‘ kjon@mbl.is FORYSTUSVEIT Palestínumanna og fulltrúar alþjóðasamfélagsins sammæltust á fundi sem haldinn var í London í gær um „raunhæf skref“ sem sögð eru nauðsynleg ef sjálf- stætt ríki Palestínumanna á að geta orðið að veruleika. Gestgjafinn, breski forsætisráðherrann Tony Blair, lét þau orð falla í lok fundarins að samkomulag þetta væri ekki að- eins gert í þágu palestínsku þjóðar- innar eða Ísraela heldur alls heims- ins. Deilur Ísraela og Palestínumanna væru sár sem alla jarðarbúa sviði undan. Fulltrúar tuttugu og þriggja þjóða og sex alþjóðastofnana sóttu fundinn í London en hann var haldinn í því augnamiði að mjaka friðarferlinu í Mið-Austurlöndum af stað og nýta þau tækifæri sem virðast hafa gefist við fráfall Yassers Arafats í nóvem- ber og kosningu Mahmouds Abbas sem nýs leiðtoga Palestínumanna. Ísraelsk stjórnvöld áttu ekki full- trúa á fundinum en voru sögð fylgj- ast grannt með því sem þar fór fram. Palestínumenn hyggjast „koma sínum málum í lag“ Spilling í palestínsku heimastjórn- inni og getu- eða viljaleysi öryggis- sveita hennar til að takast á við öfga- hópa, sem staðið hafa fyrir árásum á ísraelska ríkisborgara, eru gjarnan talin standa í vegi fyrir friði og koma í veg fyrir úrbætur á aðstæðum pal- estínsku þjóðarinnar. Felur lokayfir- lýsing fundarins í London því í sér loforð af hálfu Palestínumanna um umbætur sem eiga að miða að úrbót- um í þessum efnum. Þá var þess kraf- ist að palestínsk yfirvöld hefðu hend- ur í hári þeirra sem stóðu fyrir tilræði í Tel Aviv sl. föstudag er varð fjórum að bana. En yfirlýsingin felur einnig í sér tilmæli til Ísraela um skref sem menn vilja að þeir stígi, auk þess sem kveðið er á um framlag alþjóðastofn- ana og erlendra ríkja; það lýtur bæði að eftirliti með öryggismálum og efnahagslegri aðstoð. Munu Banda- ríkin af hálfu alþjóðasamfélagsins hafa yfirumsjón með uppstokkun í öryggismálum á heimastjórnarsvæð- um Palestínumanna, að því er Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, greindi frá. Á fundinum í gær fullvissaði Abb- as viðstadda um það að honum væri alvara er hann segðist ætla að stöðva ódæðisverk palestínskra öfgahópa og beita sér fyrir umbótum hjá pal- estínsku heimastjórninni. Hét hann því að Palestínumenn myndu „koma sínum málum í lag“. Abbas kvaðst vonast eftir því að fundurinn í London yrði til þess að skipulögð yrði formleg friðarráð- stefna í samræmi við ákvæði svo- nefnds „vegvísis til friðar“. Lýsti Michel Barnier, utanríkisráðherra Frakklands, því yfir af þessu tilefni að Frakkar væru reiðubúnir til að halda slíka ráðstefnu síðar á árinu. „Við ætlum að halda áfram og koma málum okkar í lag og takast á við ábyrgð okkar og skuldbinding- ar,“ sagði Abbas. „Við krefjumst að- eins eins; að aðrir takist sömuleiðis á hendur þær skuldbindingar sem veg- vísirinn felur í sér gagnvart þeim.“ Tony Blair sagði að markmið fund- arins hefði verið að tryggja að tvö ríki Ísraela og Palestínumanna geti þrifist hlið við hlið. Sagði Blair að sá árangur sem hefði náðst á fundinum væri ekki aðeins palestínsku þjóðinni til góða heldur allri veröldinni. Blair sagði að friður í Mið-Aust- urlöndum skipti alla íbúa jarðar máli. „Hvarvetna í heiminum ... er þetta það málefni sem veldur meiri mis- skilningi, sundrungu, áhyggjum og ótta en nokkurt annað,“ sagði Blair á fréttamannafundi síðdegis. „Úrlausn þess er einnig mikilvægur þáttur í því að tryggja öryggi og stöðugleika landa eins og Bretlands, Evrópusam- bandsins, alls heimsins. Mikið af því eitri sem við viljum fjarlægja úr sam- skiptum þjóða heims hefur þyrlast upp vegna þess að ekki hefur tekist að ná árangri í þessum efnum. Ef okkur tekst ætlunarverkið þá myndi ekki aðeins palestínska þjóðin eða Ísraelarnir njóta afrakstursins, eins mikilvægt og það nú er; við munum öll njóta ávaxtanna,“ sagði Blair. Ríki Palestínumanna verður að vera „lífvænlegt“ Almenn bjartsýni virtist svífa yfir vötnum á fundinum í gær. Kofi Ann- an, framkvæmdastjóri SÞ, lét þess einmitt getið að menn yrðu að grípa það tækifæri sem nú gæfist. „Staðan í dag felur í sér mikla möguleika. Það má greina að væntingar manna eru miklar. Menn eru sammála um að eftir mörg ár, er hafa einkennst af þjáningum, beiskju og örvæntingu, kunni betri tíð að vera innan seiling- ar,“ sagði Annan. Condoleezza Rice lagði m.a. áherslu á að Ísraelar yrðu að taka þátt í leit manna að varanlegum friði, þeir mættu ekki standa í vegi hans. Vísaði hún til áætlana um lokun land- nemabyggða á herteknu svæðunum á Gaza og á nokkrum stöðum á Vest- urbakkanum, hrósaði ísraelskum ráðamönnum fyrir þetta sögulega skref en sagði svo: „Ísrael má ekki grípa til neinna þeirra aðgerða sem skilyrða fyrir fram niðurstöðu frið- arsamkomulags og Ísraelar verða að hjálpa til við að tryggja að nýtt ríki Palestínumanna sé raunverulega líf- vænlegt.“ Sagði Rice að ekki gengi að slíkt ríki fælist í litlum skikum lands sem aðskildir væru hver frá öðrum. Samstaða um „raunhæf skref“ Blair segir að allir jarðarbúar myndu njóta ávaxta friðar milli Ísraela og Palestínumanna Reuters Mahmoud Abbas fylgist með Tony Blair á fundinum í London í gær. London. AFP, AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.