Morgunblaðið - 02.03.2005, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2005 15
ERLENT
Nýbýlavegi 14, Kópavogi. Sími 554 4443.
rafport@rafport.is www.rafport.isAu
gl
.
Þó
rh
ild
ar
13
90
.4
2
Fljótvirkasti
miðaprentarinn
QL-550
• Miðar á bréf, pakka o.fl.
• Prentar miða úr Office
• Prentar merkiborða
• Allt að 62mm breidd
• 50 miðar á mínútu
• USB tenging
• Windows hugbúnaður
• Sjálfvirk klipping
• Heilar lengjur eða staðlaðar
• Ámiða úr plasti fyrir CD/DVD
STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum
eru að kanna hvernig þau geta
stutt tilraunir Evrópuríkjanna til
að fá Írani til að hætta við hugs-
anlegar áætlanir um að koma sér
upp kjarnorkuvopnum.
Scott McClellan, talsmaður
Hvíta hússins, sagði í fyrrakvöld,
að George W. Bush forseti væri
nú að skoða ýmsar tillögur, sem
hann hefði haft með sér heim úr
Evrópuferðinni. Eru fréttaskýr-
endur sammála um, að taki
Bandaríkjastjórn upp beinan
stuðning við Evrópuríkin í þessu
máli, jafngildi það meiriháttar
stefnubreytingu.
Ekki hefur verið gefið upp í
hverju tillögurnar eru fólgnar en
McClellan sagði þó, að hugsanleg
aðild Írans að Heimsviðskipta-
stofnuninni, WTO, væri ein þeirra.
Washington Post sagði einnig frá
því á mánudag, að hugsanlega yrði
Írönum boðnir varahlutir og að-
stoð við að endurnýja flugvélaflot-
ann, farþegavélar, sem flestar eru
orðnar gamlar og beinlínis hættu-
legar.
Rice ræðir við
Evrópumenn
McClellan lagði áherslu á, að
enn hefðu engar ákvarðanir verið
teknar og sagði, að líklega myndi
Condoleezza Rice, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, eiga viðræð-
ur um þessi mál við evrópska koll-
ega sína í London en þar sat hún í
gær ráðstefnuna um Mið-Austur-
lönd. Hún lýsti sig fylgjandi frum-
kvæði Evrópuríkjanna, sagði að
enn væri hægt að leysa málin með
diplómatískum aðferðum.
Adam Ereli, talsmaður banda-
ríska utanríkisráðuneytisins, opn-
aði einnig fyrir möguleika á, að
teknar yrðu upp beinar viðræður
milli Írans og Bandaríkjanna en
ríkin hafa engin samskipti haft frá
því í gíslatökunni í Teheran árið
1979.
Samskiptin
við Íran
sett í annan
farveg?
Washington. AFP.
DAGBLÖÐ í flestum ríkjum Mið-Austurlanda
túlkuðu í gær afsögn líbönsku stjórnarinnar
sem sigur fólksins og lexíu fyrir ríkisstjórnir í
öðrum löndum á þessum slóðum.
Fjölmiðlar í Ísrael gerðu mikið úr afsögn rík-
isstjórnar Omars Karamis, forsætisráðherra
Líbanons, og sögðu hana sigur fyrir lýðræðið
og sýna, að Sýrlandsstjórn væri að missa þau
tök, sem hún hefði haft á nágrannaríkinu. Í
Jórdaníu sagði óháða dagblaðið Al Arab Al
Yawn, að um væri að ræða lexíu, sem rík-
isstjórnir í arabalöndum ættu að draga réttan
lærdóm af.
Í Líbanon fögnuðu langflestir fjölmiðlar af-
sögninni sem sigri fyrir fólkið en létu um leið í
ljós nokkurn ótta við framvinduna á næstunni.
Í Sýrlandi ríkti aftur á móti þögnin ein að því
undanteknu, að sagt var, að afsögn líbönsku
ríkisstjórnarinnar, sem var höll undir Sýrlend-
inga, væri aðeins „líbanskt innanríkismál“.
„Í fyrsta sinn í sögunni hefur samtakamáttur
almennings hrakið frá völdum ríkisstjórn í
arabaríki,“ sagði ísraelska dagblaðið Yediot Ah-
aronot og í leiðara blaðsins sagði, að atburð-
irnir í Líbanon væru vissulega fagnaðarefni
fyrir Ísraela en þar fyrir utan gætu þeir orðið
vísir að raunverulegri lýðræðisþróun í Mið-
Austurlöndum. Ísraelska blaðið Haaretz sagði,
að yfirráð Sýrlendinga í Líbanon væru að fjara
út.
„Vilji fólksins hefur unnið áfangasigur og nú
ríður á, að það haldi sínum friðsamlegu mót-
mælum áfram. Framhaldið mun ráðast af póli-
tískum þroska þjóðarinnar,“ sagði Jordan Tim-
es, blað, sem er gefið út á ensku í Jórdaníu, en
það varaði einnig við afskiptum vestrænna
ríkja, einkum Bandaríkjanna, af líbönskum
málefnum. „Allur þessi heimshluti stendur á
öndinni. Eins og Írak er til vitnis um, er ekki
hægt troða lýðræði upp á einn eða neinn.“
Umskiptunum fagnað
Afsögn líbönsku stjórn-
arinnar kölluð sigur
fólksins og lexía fyrir
aðra ráðamenn
Beirut. AFP.
AP
Líbanskir stjórnarandstæðingar lesa fréttir blaðanna um afsögn stjórnarinnar. Víðast hvar í Mið-
Austurlöndum var henni fagnað sem hugsanlegum vísi að lýðræðisþróun í þeim heimshluta.
MYNDBANDI af frönsku blaðakon-
unni Florence Aubenas, sem hvarf í
Írak í byrjun janúar, var komið til al-
þjóðlegra fréttastofa í Bagdad í gær.
Á myndbandinu biður Aubenas um
hjálp og segist ekki vera heilsu-
hraust.
Aubenas er 43 ára og starfar við
dagblaðið Liberation. Hún og íraskur
túlkur hennar hurfu 5. janúar í Bagd-
ad og hefur ekkert spurst til þeirra
síðan fyrr en myndbandið fannst í
gærmorgun. Ekki er ljóst hvenær
myndin var tekin upp.
Á myndbandinu sést Aubenas ein.
Hún er afar þreytuleg og tekin, segir
heilsu sína lélega og að hún líði einn-
ig sálrænar kvalir.
Hún biður um hjálp og beinir orð-
um sínum sérstaklega til franska
þingmannsins Didier Julia en hann
reyndi án árangurs í fyrra að fá tvo
franska blaðamenn leysta úr haldi í
Írak. „Þetta er áríðandi. Þú verður
að hjálpa mér. Þetta er áríðandi
herra Julia. Hjálpaðu mér!“ segir
Aubenas m.a.
Aubenas hefur mikla reynslu af
fréttamennsku á viðsjárverðum
svæðum. Hún hefur áður skrifað
fréttir fyrir Liberation frá Kosovo,
Alsír, Rúanda og Afganistan.
Gísl í Írak biður um hjálp
Reuters
Florence Aubenas á myndbandinu.
Fréttir
í tölvupósti