Morgunblaðið - 02.03.2005, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Hella | Kynntar hafa verið tillögur
að breytingu á Suðurlandsvegi í
gegn um Hellu á Rangárvöllum.
Vegurinn verður færður aðeins til og
sett á hann hringtorg hvort við sinn
enda þorpsins.
Skipulagsmál líðandi stundar var
yfirskrift kynningarfundar um
skipulagsmál sem Rangárþing ytra
efndi til á Hellu um helgina. Þar var
meðal annars kynnt tillaga að deili-
skipulagi miðbæjar Hellu sem felur í
sér breytingu á legu Suðurlands-
vegar.
Of hraður akstur
Að sögn Ólafs E. Júlíussonar,
skipulags- og byggingarfulltrúa
Rangárþings ytra, er allt of hröð um-
ferð í gegn um Hellu og tilheyrandi
slysahætta. Hann segir að Vegagerð-
in telji öruggast að ná hraðanum nið-
ur með því að setja upp hringtorg.
Flest slysin hafa orðið á fyrstu
gatnamótunum á Hellu, sem komið
er að þegar ekið er austur yfir brúna
á Ytri-Rangá. Gert er ráð fyrir að
þau færist heldur fjær ánni og aðeins
suður fyrir núverandi veg. Þar komi
hringtorg. Vegurinn á síðan að liggja
samsíða núverandi þjóðvegi í gegn
um þorpið og að öðru hringtorgi við
iðnaðarhverfið í austurhluta þorps-
ins.
Eigendur þjónustufyrirtækja hafa
áhyggjur af verri tengingu við þjóð-
veginn, meðal annars vegna færslu
gatnamótanna fjær brúnni. Ólafur
byggingarfulltrúi segir að Vegagerð-
in telji nauðsynlegt vegna öryggis
vegfarenda að færa gatnamótin fjær
brúnni, einungis þannig hafi öku-
menn tíma til að hægja á sér áður en
í hringtorgið er komið.
Nýtt hesthúsa- og íbúðarhverfi
Á kynningarfundinum kom fram
sú tillaga að hringtorgið yrði fært
vestur fyrir brúna, á gatnamót
Þykkvabæjarvegar og að gatnamót
Árbæjarvegar yrðu einnig tengd því
hringtorgi. Ólafur segir að þessi hug-
mynd sé allrar athygli verð og geti
vel komið til greina í framtíðinni.
Hann segir þó að haldið verði
áfram með skipulagsferlið. Tillagan
verði kynnt eins og hún er núna og
óskað eftir athugasemdum. Segir
Ólafur að nú liggi fyrir fjárveiting
sem hann áætlar að muni duga til að
gera annað hringtorgið og telur hann
skynsamlegt að byrja á eystra torg-
inu. Það myndi drepa niður hraða
umferðarinnar að austan, áður en
bílarnir koma inn í þorpið, enda telur
Ólafur að hraðinn á bílunum að aust-
an sé meiri en að vestan. Telur hann
unnt að ráðast í bráðabirgðaaðgerð-
ir, svo sem blikkandi ljós eða hraða-
hindrun til að nota þar til vestara
hringtorgið kemur.
Á fundinum um helgina voru einn-
ig kynntar hugmyndir um nýtt hest-
húsahverfi á Hellu, skammt frá
mótssvæði hestamanna á Gadd-
staðaflötum. Þar er gert ráð fyrir
húsum fyrir 1.400 til 1.500 hesta og
stækkunarmöguleikum í framtíðinni.
Ólafur segir að staðurinn sé afar
hentugur, meðal annars vegna ná-
lægðar við Aldamótaskóginn, og
skemmtilegar reiðleiðir séu út frá
svæðinu.
Þá var kynnt deiliskipulag nýjasta
íbúðarhverfisins á Hellu en það er
nefnt Öldur II. Í því verða lóðir fyrir
27 íbúðir í einbýlis-, par- og rað-
húsum. Ólafur segir að á næstunni
verði lóðirnar auglýstar en þær verði
byggingarhæfar fyrir sumarið.
Tvö hringtorg á Suðurlandsveg
Morgunblaðið/Óli Már Aronsson
Kynning Íbúar skoðuðu kort og teikningar sem lágu frammi á kynning-
arfundi um skipulagsmál á Hellu.
(;
0'
7
7
!
<
73
7
LANDIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
NÝ og fullkomin stóla- og kláfalyfta
verður tekin í notkun í Bláfjöllum
næstkomandi sunnudag. Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti Íslands,
mun ræsa lyftuna laust eftir kl. 11.
Stjórn skíðasvæðanna tók ákvörð-
un um kaup á lyftunni sl. sumar og
var strax ráðist í framkvæmdir og
hefur hópur starfsmanna, erlendra
sem innlendra, unnið að uppsetn-
ingu lyftunnar. Lyftan er sögð vera
sú fullkomnasta sem sett hefur verið
upp hér á landi og biðraðir því heyra
sögunni til fyrir skíða- og brettafólk
á Bláfjallasvæðinu en lyftan flytur
um 2.400 manns á klukkustund og
tekur hver ferð um 2,5 mínútur í
stað 5 mínútna nú. Í tilefni af opnun
verður frítt í lyftur í Bláfjöllum á
opnunardaginn, 6. mars, og fjöl-
breytt dagskrá í boði, m.a verða
flutt ávörp, leiktæki verða fyrir
börnin við alla skíðaskála, ókeypis
skíðakennsla, skíðakynning í Ár-
mannsskála í Suðurgili og stórsvigs-
braut fyrir almenning í Eldborg-
argili á vegum skíðadeildar Fram.
Ný lyfta tekin í notkun í Bláfjöllum
Morgunblaðið/Golli
Getur flutt 2.400
manns á klukkustund
HÓPBÍLAR í Hafnarfirði
hlutu nýlega hvatningarverð-
laun ferðaþjónustunnar í Hafn-
arfirði sem voru veitt í tíunda
skipti. Tilnefnd fyrir góða
frammistöðu árið 2004 voru:
Fjörukráin, Horft í hamarinn,
Hópbílar, Leikfélag Hafnar-
fjarðar og Sveinshús í Krýsu-
vík. Með verðlaununum vill
nefndin hvetja ferðaþjónustu-
fyrirtæki til dáða og vekja at-
hygli á ferðaþjónustu í Hafnar-
firði.
Hlutu hvatn-
ingarverðlaun
Undir málflutning borgarstjóra
tók Björk Vilhelmsdóttir, borgar-
fulltrúi Vinstri-grænna í R-listan-
um, og þakkaði Steinunni Valdísi
kærlega fyrir að vinna vinnuna
sína í samræmi við samþykkt
borgarráðs.
Hrædd við
atkvæðagreiðslu
„Ef borgarstjóri sagði að hún
hefði haft fullt umboð til þessara
verka þá hlýtur að vera hægt að
greiða atkvæði um þetta hér í
borgarstjórninni,“ sagði Guðlaug-
ur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins. Síðar í um-
ræðunum bætti hann við: „Hér
þora menn ekki að greiða atkvæði
um þessa tillögu. Það liggur alveg
hreint og klárt fyrir.“
Hanna Birna Kristjánsdóttir,
einnig borgarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins, sagði að borgarfulltrúar
og borgarbúar hlytu að krefja
borgarfulltrúa Vinstri-grænna
svara um það af hverju allt þetta
upphlaup hefði verið innan þeirra
herbúða. „Hvað hafa Vinstri-græn-
ir verið að gagnrýna? Ég veit ekki
betur en að stjórn Vinstri-grænna
[í Reykjavík] hafi sagt að þeir
leggist eindregið gegn fyrirhug-
aðri sölu á hlut borgarinnar í
Landsvirkjun,“ sagði hún og að
síðan stæði Björk Vilhelmsdóttir
upp og þakkaði borgarstjóra kær-
lega fyrir að hafa borið málið
svona fram.
BORGARFULLTRÚAR Sjálf-
stæðisflokksins sögðu á borgar-
stjórnarfundi í gær að Steinunn
Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri,
treysti ekki borgarstjórn til að
taka afstöðu til viljayfirlýsingar,
sem hún undirritaði, um sölu á
hlut borgarinnar í Landsvirkjun.
Sjálfstæðismenn lögðu til að
viljayfirlýsingin yrði borin undir
atkvæði í borgarstjórn svo að
formleg afstaða borgarfulltrúa
væri ljós. Málið hefði ekki komið
til afgreiðslu í borgarstjórn eftir
að hafa átt sér langan aðdraganda.
Þetta væri stórt og mikilvægt mál
sem varðaði hagsmuni borgarbúa.
Var tillagan tekin til meðferðar en
vísað frá að tillögu borgarfulltrúa
R-listans.
Ótvírætt umboð
Steinunn Valdís sagði að umboð
sitt til að undirrita viljayfirlýs-
inguna hefði legið klárt fyrir og
verið samþykkt á fundi borgar-
ráðs. Það þyrfti því ekki sérstakt
umboð borgarstjórnar.
„Það væri í hæsta máta hlægileg
vinnubrögð ef það ætti að fara að
bera hér upp í hvert skipti sér-
staka tillögu um það að borgar-
stjóri nyti trausts í störfum sínum.
Ef borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins eru þeirrar skoðunar að
borgarstjóri hafi ekki haft þetta
umboð þá flytja þeir að sjálfsögðu
hér vantrauststillögu á borgar-
stjóra,“ sagði Steinunn Valdís.
Hanna Birna minnti á að í yf-
irlýsingu borgarstjóra hefði komið
fram að það væri ekki á verksviði
borgarinnar að hafa áhyggjur af
því hvað eigendur Landsvirkjunar
gerðu við fyrirtækið eftir að
Reykjavíkurborg losaði um eign-
arhlut sinn.
Standa með borgarstjóra
Björk sagði að sterk viðbrögð
Vinstri-grænna hefðu aðallega
komið fram í kjölfar yfirlýsingar
iðnaðarráðherra um hugsanlega
sölu Landsvirkjunar, sem væri
grunnþjónusta og ætti að vera í
opinberri eigu. Einhverjir hefðu
sagt að stoppa ætti ferlið en borg-
arfulltrúar R-listans stæðu með
þeirri samþykkt sem gerð var í
borgarráði og veitti borgarstjóra
umboð til undirritunar.
Steinunn Valdís sagði að efn-
isleg afstaða sjálfstæðismanna
hefði ekki komið fram í þessum
umræðum. Þeir skiluðu auðu og
hefðu ekkert til málanna að leggja.
Það ætti að gera þá kröfu til borg-
arfulltrúa að þeir ræddu málið á
efnislegum forsendum.
Ólafur F. Magnússon, borgar-
fulltrúi F-listans, ítrekaði að sinn
flokkur hefði aldrei samþykkt
ábyrgðir Reykjavíkurborgar vegna
Kárahnjúkavirkjunar ólíkt borgar-
fulltrúum Vinstri-grænna. For-
senda fyrir sölu á hlut borgarinnar
væri að losa hana undan þessum
ábyrgðum.
Sögðu borgarstjóra ekki
treysta borgarstjórn
Ræddu sölu Landsvirkjunar á fundi borgarstjórnar í gær