Morgunblaðið - 02.03.2005, Page 22

Morgunblaðið - 02.03.2005, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Ámeðan félagarnir gáfu fé í söfnunstóru hjálparsamtakana eftirjarðskjálftann og flóðbylgjunasem gekk yfir hluta Asíu um síð- ustu jól fór Davíð Skírnisson sjálfur til Indónesíu til þess að taka þátt í uppbygg- ingunni. Davíð er 26 ára og af íslenskum ættum, og hefur starfað sem hjúkrunar- fræðingur í Bergen í Noregi undanfarin ár. Davíð tók sér frí úr vinnu til þess að fara til Indónesíu, og er nú að snúa aftur til Noregs til þess að safna fé og fleira fólki til þess að starfa með nýstofnuðum hjálpar- samtökum sem hann stofnaði ásamt kunn- ingja sínum, Tony Brown, og þremur öðr- um einstaklingum sem voru í Indónesíu í sömu erindagjörðum og þeir. Davíð var í Kuala Lumpur í Malasíu á leið til Noregs þegar Morgunblaðið náði sambandi við hann í seinustu viku, en hann hafði þá verið í sex vikur á eyjunni Súmötru og í Aceh- héraði, þar sem eyðileggingin er gríðarleg. Eftir komuna til Indónesíu stofnaði Dav- íð ásamt félögum sínum fjórum samtökin Tsunami Relief Action. „Þetta hjálparstarf hefur undið verulega upp á sig, þetta er bara upphafið,“ segir Davíð, en nafni sam- takana hefur nú verið breytt úr Tsunami Relief Action í Relief Action International. Það var er gert vegna þess að þeir fimm einstaklingar sem standa að samtökunum eru sammála um að þó áherslan núna sé á hjálparstarf eftir flóðbylgjuna sé stefnt að því að samtökin starfi áfram í framtíðinni og láti til sín taka víðar um heim. „Þegar næsta alda skellur á einhverri strönd veit ég að ég mun ekki geta setið heima og sagt „nei, ætli ég sitji ekki bara hérna“.“ Lífið breyttist Davíð segir að það sé erfitt að segja hvers vegna hann ákvað að fara til Indónesíu. „Í rauninni fannst mér ekki að ég hefði neitt val, ég sá að ég gæti í raun- inni gert eitthvað til að hjálpa. Ég talaði við kung-fu kennarann minn, Bandaríkja- manninn Tony Brown, og hann sagði mér að hann væri að fara. Í fyrstu var ég að hugsa um að fara til að hann væri ekki einn þarna, en á því augnabliki breyttist líf mitt,“ segir Davíð. „Ég var vanur að halda að ég væri frjáls maður vegna þess að ég hefði alltaf val um hvað ég gæti gert. Óteljandi tækifæri og þessa fjar starfsmann manna. Og þess að fór „Við búu og höfum Þeir hafa s sem hjálpa svo þetta fólkinu. Þe ég. Ég hel verið fátæk en þetta va húsum, ke skóla og há Davíð se samtök ein sé það nauð manna. „A lokað, þar h anfarin ár að sjá hvítt lokað, en þ og þau gek ið af penin kexkökur það voru þa það var ly sem þurfti leiðir sem ég gat farið gáfu frelsistilfinn- inguna, en á sekúndubroti var allt það val horfið, það var einn vegur sem ég þurfti að ganga, en mér hefur aldrei fundist ég vera svona frjáls. Á sama tíma fann ég fyrir miklu öryggi, og hefur alltaf fundist að ég væri öruggur síðan ég tók þessa ákvörðun.“ Áður en Davíð tók þá ákvörðun að fara sjálfur á eigin vegum hafði hann rætt við aðila frá öllum stóru hjálparsamtökunum sem hann vissi um í Noregi og boðið fram krafta sína. Hann viðurkennir að fólk spyrji hann stundum af hverju hann hafi ekki gef- ið peninga eins og aðrir og látið það nægja. „Svarið er einfalt, ég átti enga peninga til að gefa. Alls staðar þar sem ég kom var sagt við mig að samtökin þyrftu peninga, ekki fólk. Það vildi enginn að ég færi á þeirra vegum. En eftir að ég hef fengið reynsluna af því að starfa þarna verð ég að segja að það er ekki nóg af fólki að vinna, en það er nóg til af peningum,“ segir Davíð. „Einu skiptin sem ég sé fólk frá Rauða krossinum eða Sameinuðu þjóðunum er þegar þau koma á bílunum sínum, stoppa, fara út úr bílunum og taka myndir, og keyra svo burtu aftur. Við förum að morgni dags í þorpin með lyf sem við fáum hjá samtökunum Mercy Malaysia, og erum all- an daginn í þorpunum. Við sjáum aldrei neinn frá stóru samtökunum, það eina sem við sjáum eru fánar samtakana öðru hverju.“ Boðið starf hjá SÞ Davíð er greinilega ósáttur við hvernig sum hjálparsamtökin starfa, og segir hann mörg dæmi um það að starfsmenn hjálp- arsamtaka búi á þægilegum hótelum og fljúgi á hamfarasvæðin að morgni dags, og fljúgi svo aftur til baka til að gista á hót- elunum á næturnar. „Mér var boðið starf hjá einum slíkum hópi á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þar hefði ég getað þénað 10 þús- und bandaríkjadali [600.000 krónur] á sex vikum, skattfrjálst. Þeir ætluðu að sjá mér fyrir gistingu, fríi í Jakarta [höfuðborg Indónesíu] aðra hverja viku, þeir eru með norskan kokk, loftkælingu og fleira í þeim dúr.“ Þessu starfstilboði var hafnað, enda seg- ir Davíð að það sé hægt að gera margt bet- ur með því að vinna með heimamönnum á þeirra forsendum, ekki með því að hafa Fór einn til Indónesíu til að hjálpa til v Nóg af pening of fáir hjálpars Hvað rekur ungan mann til þess að fara á eigin vegum til Indónesíu til að vinna við uppbyggingu eftir flóðbylgjuna miklu? Brjánn Jónasson spjallaði við Davíð Skírnisson, sem segir að líf hans hafi breyst á augnabliki. „Heimame okkur fyrir Magnús Árni Magn-ússon, aðstoðarrektorog nýráðinn deild-arforseti við nýja fé- lagsvísinda- og hagfræðideild Við- skiptaháskólans á Bifröst, segir námið upprunnið við Oxford- háskóla í Englandi og sé vel þekkt í hinum enskumælandi heimi undir skammstöfuninni PPE (Philo- sophy, Politics and Economics). „Við vorum búin að velta fyrir okkur í nokkur ár að fara af stað með nýtt grunnnám og miðað við stað þriggja ef þeir kjósa, að taka sumarönn. „Við st að því að taka árlega inn f nemendur í hverja deild e kröfurnar eru stúdentspró höfum við hér við skólann greinadeild, sem er eins á irbúningsnám fyrir háskól og þaðan munu einhverjir endur koma,“ segir Magnú Kennarar munu koma ú kennara á Bifröst og einni lendis frá. „Við erum ágæ sett hvað hagfræðinga og það sem við erum búin að gera hér síðustu árin hentaði þetta nám okkar áherslu, sem er fé- lagsvísindi og stjórnun,“ segir Magnús Árni og bætir við að þær greinar sem þegar eru kenndar við skólann, viðskiptafræði og lög- fræði, teljist til félagsvísinda. Hin nýja félagsvísinda- og hag- fræðideild er stofnuð samhliða þeirri breytingu í öllum deildum skólans að bjóða upp á heilsárshá- skóla, en í því felst að nemendur geta lokið námi á tveimur árum í Gjörbreytt landsla háskólamenntunar Nýtt grunnnám við Viðskiptaháskólann á Bifröst er samsett úr h speki, hagfræði og stjórnmálafræði. Námsbrautin sem er til BA-g er við nýstofnaða félagsvísinda- og hagfræðideild skólans. Sigríð Dóra Gísladóttir talaði við Magnús Árna Magnússon deildarforse LEIKARAR ÞJÓÐLEIKHÚSSINS Málefni Þjóðleikhússins hafa verið ífréttum undanfarna daga. Ífyrradag var tilkynnt að sjö leik- arar leikhússins hefðu ákveðið að losa leikarasamninga sína að fyrra bragði auk þess sem samningum þriggja leikara, sem fengu fastan samning í leikhúsinu leikárið 2002 til 2003 eða síðar, var sagt upp. Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri hafði á fundi með leikurum leikhússins 25. febr- úar tilkynnt að þeim tíu leikurum, sem hefðu stystan starfsaldur við leikhúsið, yrði sagt upp. Eftir fundinn sagði Tinna að uppsagnirnar væru ákveðið innlegg í komandi kjaraviðræðum Þjóðleikhússins við Leikarafélag Íslands og bætti við: „Ég tel að yfirleitt sé leiklistarfólk sammála því að það sé gott að hafa ákveðinn sveigj- anleika í ráðningu listamanna við lista- stofnun á borð við Þjóðleikhúsið.“ Tinna hefur lagt til að ræddur verði sá möguleiki í komandi kjaraviðræðum við Leikara- félagið að komið verði á tímabundnum samningum til eins, tveggja eða þriggja ára í senn. Sagði hún að víða erlendis væri fyrirkomulagið á þá leið að ráðning lista- manna væri í beinum tengslum við ráðn- ingu leikhússtjóra svo hann geti að ein- hverju marki valið sér sína listrænu samverkamenn. Í Morgunblaðinu í gær ítrekaði þjóðleikhússtjóri að markmið sitt með þessum aðgerðum væri að búa til ákveðinn hreyfanleika og þar með sveigj- anleika í starfi Þjóðleikhússins sem gæti orðið að hefð til framtíðar. Þar nefnir hún þann möguleika að samningar við leikara verði til fimm ára, líkt og skipunartími þjóðleikhússtjóra, „þannig að sjálfkrafa losnuðu hér ákveðið margir samningar um leið og þjóðleikhússtjóraskipti verða“. Í Morgunblaðinu í gær er rætt við sex af leikurunum tíu og lýsa þeir allir yfir því að þeir séu sáttir við þessar aðgerðir þjóð- leikhússtjóra. Þeirra á meðal er Sigurður Sigurjónsson, einn ástsælasti leikari þjóð- arinnar. „Þetta eru bara ákveðin vatna- skil og er allt gert í mesta bróðerni,“ segir hann. „Enda eigum við glæsilegan þjóð- leikhússtjóra sem kemur mjög sterkur til starfa og ég styð hana heils hugar í því sem hún hefur verið að leggja fyrir okk- ur.“ Það er ljóst að sú staða sem verið hefur í Þjóðleikhúsinu hefur skapað ákveðinn vanda. Vissulega er atvinnuöryggi mikil- vægt, en um leið getur það ekki verið lista- manni hollt að fá fastan samning upp úr tví- tugu og vera á honum út starfsævina. Ekki er annað að sjá en nokkur ánægja ríki með niðurstöðuna, sem var tilkynnt á mánudag. Augljóst er að skapa þarf sveigjanleika í rekstri leikhússins með föstum kjarna leik- ara og hreyfanlegum ytri hring. Í viðtali við Morgunblaðið 24. september á liðnu ári sagði Tinna Þjóðleikhúsið vera stofnun í eigu þjóðarinnar og „hún á að þjóna fólkinu bæði með því að skemmta því, mennta það og upplýsa, ögra því og í einu orði sagt vera framúrskarandi í öllu listrænu tilliti. Þetta eru þær væntingar sem gerðar eru til Þjóðleikhússins“. Tinna Gunnlaugs- dóttir er með þessum aðgerðum að skapa sér forsendur til að standa undir þessum vænt- ingum og það er góðs viti að hún skuli njóta stuðnings til þess í leikhúsinu. Þar fyrir utan er ljóst að umræddir leikarar hafa síður en svo sagt sitt síðasta orð á sviði Þjóðleikhúss- ins. STEFÁN JÓN OG STEFNA MORGUNBLAÐSINS Stefán Jón Hafstein, formaður mennta-ráðs Reykjavíkurborgar, skrifaði grein í Morgunblaðið á mánudag og svar- aði þar Reykjavíkurbréfi blaðsins frá 20. febrúar. Í grein Stefáns Jóns koma fram ýmsar upplýsingar, sem benda til að hann og Morgunblaðið séu ekki lengur jafn- ósammála um skólamál í Reykjavík og hann hefur áður viljað vera láta. Stefán Jón upplýsir að foreldrum sex ára barna sé nú boðið að velja einhvern annan grunnskóla fyrir börn sín en hverf- isskólann og menntaráð hafi fyrir skömmu samþykkt reglur, þar sem kveð- ið sé á um rétt forráðamanna til upplýs- ingar og áfrýjunar um þetta efni. Þetta er nýmæli hjá Reykjavíkurborg og ber að fagna því. Hins vegar hefur farið sér- kennilega lítið fyrir kynningu og upplýs- ingum um þetta nýja valfrelsi hjá Reykja- víkurborg. Gera verður ráð fyrir að borgin kynni foreldrum nú rækilega hvaða kosti þeir eiga varðandi skólavist barna sinna. Stefán Jón vill ganga lengra í átt til sjálfstæðis skóla. Hann nefnir nokkra þætti, sem standi í vegi fyrir slíku, til dæmis of smámunasöm grunnskólalög, stýrandi aðalnámskrá og einhæfa kenn- aramenntun, gamaldags skorður í kjara- samningum kennara, skort á fjölbreytt- ara námsefni, of lítið aðhald og áhrif foreldra og einsleitni í uppbyggingu skólastarfs. Um allt þetta getur Morgun- blaðið verið sammála Stefáni Jóni. Hann segir jafnframt frá því í grein sinni að í nýjum skóla í Norðlingaholti verði áhugahópum eða fólki með ný- breytni í skólastarfi í huga gefinn kostur á að taka uppbyggingu skólans að sér. Slíkt væri sömuleiðis jákvætt skref í átt til þess að virkja hugmyndir og frum- kvæði einstaklinga og félagasamtaka í þágu góðrar menntunar. Stefán Jón sver af sér fjandskap við einkaskólana í Reykjavík, sem er líka já- kvætt út af fyrir sig, enda áttar hann sig væntanlega á því að í hans eigin flokki myndi rísa mikil reiðialda ef Reykjavík- urlistinn gerði út af við einkareknu skólana. En hann er við gamalkunnugt heygarðshorn þegar hann rifjar upp að framlög Reykjavíkurborgar til einka- reknu skólanna hafi verið hækkuð um heil 212% á nokkrum árum. Slíkar prósentu- tölur sýna aðeins hversu fráleitlega lág framlög borgarinnar voru með börnum, sem sóttu þá skóla. Hann heldur því fram að með þessum aðgerðum hafi mátt ætla að skólunum hefði verið tryggður rekstrargrundvöllur „enda dró það enginn í efa þá“. Það er ekki rétt; Morgunblaðið lýsti t.d. í for- ystugrein 5. júní 2003 verulegum efa- semdum um að þær breytingar, sem Reykjavíkurlistinn hafði þá kynnt á fram- lagi borgarinnar til einkaskólanna, dygðu til. Stefán Jón og Morgunblaðið virðast sammála um að stuðla eigi að valfrelsi og fjölbreytni í skólakerfinu. Blaðið og for- mann menntaráðs greinir hins vegar aug- ljóslega á um það hversu mikill hvati til samkeppni milli skóla skuli vera. Stefán Jón er andvígur því að fjárframlag borg- arinnar fylgi nemendum. Slíkt er hins vegar forsenda þess að raunveruleg sam- keppni skapist á milli skóla og þeir fái raunverulegan hvata til að standa sig og laða þannig að sér nemendur. Það vekur athygli að þrátt fyrir að Morgunblaðið og Stefán Jón Hafstein séu enn ósammála að þessu leyti er hann hættur að kalla stefnu blaðsins í skóla- málum „hægri-öfgastefnu í menntamál- um“. Það væri kannski líka svolítið hæpið eftir að ýmsir framámenn í hans eigin flokki, Samfylkingunni, hafa tekið upp sömu stefnu og Morgunblaðið hefur í þessum efnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.