Morgunblaðið - 02.03.2005, Page 24

Morgunblaðið - 02.03.2005, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN É g er að hugsa um að tjalda. Já, tjalda. Mínu eigin tjaldi, á minni eigin lóð á Suðurlandsund- irlendinu. Mér finnst gaman að tjalda. Landið mitt er stórt. Það er fjórir hektarar. Tjaldið mitt er líka stórt. Það er 300 fermetrar að grunnfleti. Það er úr dýru og óeld- fimu efni, þannig að hætta á elds- voða er hverfandi. Þarna, á lóð minni á Suður- landsundirlendinu, er gott að vera. Skammt frá tjaldinu ætla ég að koma fyrir ferðasalernum, enda er ekki við hæfi að fólk sé að ganga örna sinna úti í náttúrunni. Hvað þá inni í tjaldinu. Fyrstu helgina í júní ætla ég að bjóða frænku minni, Ólöfu Bjarnadóttur úrsmið, í heim- sókn í tjaldið. Með í för verð- ur eiginmaður hennar, Frið- rik Ólafsson prestur. Þetta verður yndisleg og róleg kvöldstund. Við hittumst oft, frændsystkinin og Friðrik, og spilum Matador. Frið- rik er mikill reykingamaður. Hann keðjureykir; einu sinni kláraði hann tvo pakka af Marlboro- sígarettum, sem hann segir vera unaðslega uppfinningu, á meðan við kláruðum Matadorspilið. Mér er alveg sama. Ólöf og Friðrik eru vinir mínir og ég met vináttu þeirra svo mikils að ég er reiðubúinn að sætta mig við sígar- ettureykinn. Ég ætla ekki að taka tjaldið nið- ur eftir þessa dásamlegu kvöld- stund. Nei, ég ætla að leyfa því að standa. Næstu helgi, aðra vikuna í júní, ætla ég að fá gamla skóla- félaga mína úr Viðskiptaháskól- anum í Tromsö í heimsókn. Við höfum haldið hópinn samvisku- samlega og þeir hafa komið hingað á u.þ.b. sjö ára fresti síðan við út- skrifuðumst. Það er alltaf glatt á hjalla þegar þeir koma til landsins. Norskur húmor eins og hann ger- ist bestur. Við erum sjö talsins og skipt- umst á að halda boð fyrir hópinn. Þeir munu sem sagt heiðra mig með nærveru sinni aðra vikuna í júní. Ég ætla að bjóða þeim upp á dýrindis kampavín og norskar kjötbollur, enda hafa þeir alltaf á orði að heimsóknirnar hingað rétt- lætist af kjötbollunum mínum. Þeir hafa svo mikla minnimátt- arkennd gagnvart Svíum. Fimm þeirra reykja eins og strompar. Ég læt mér það í léttu rúmi liggja, enda eru þeir sannir vinir mínir. Ég meina, þetta eru Norðmenn! Er til yndislegri fé- lagsskapur? Allar sögurnar, kímnigáfan, sprellið. Hvílíkur draumur. Algjörlega reyksins virði. Helgina eftir, sem samkvæmt nákvæmum útreikningum mínum verður í þriðju viku júnímánaðar, færist nú heldur betur fjör í leik- inn. Þá ætla ég að halda heilt ætt- armót í fallega og stóra tjaldinu mínu á Suðurlandsundirlendinu. Kjartan Ólafsson frændi minn, sem er alltaf hrókur alls fagnaðar, ætlar að vera veislustjóri og Eyj- ólfur Ólafsson frömuður, sem kvæntur er Bjarndísi Magn- úsdóttur afasystur minni, ætlar að leika af fingrum fram á harm- óníku. Það er hrein unun að hlýða á Eyjólf. Hann setur sér þá reglu að hann megi aldrei spila lag. Öll tónlist verður að vera spunnin á staðnum. Hann hittir ekki alltaf á nóturnar, eða fylgir tónfræðinni, en hann er frjór og hugmyndarík- ur harmóníkuleikari. Samtals verða 36 ættingjar mínir í tjaldinu. Auðvitað er allur gangur á því hvort þeir hafa ánetj- ast nikótíninu, en ætli það sé ekki um helmingurinn sem reykir ansi mikið. Kannski er þetta ættgengt. Ættingjar mínir eru hrifnir af síg- arettureyknum. Að sjálfsögðu býð ég þeim upp á hlaðborð og í tilefni af þessum mikla viðburði ætla ég að opna bar í einu horni tjaldsins. Henrik Bjarnason frá Djúpu laug í Árnessýslu ætlar að gegna hlut- verki barþjóns, eins og honum er einum lagið. Ég hitti hann í Fern- unni í Borgarnesi fyrir jól, þar sem hann var að sniglast nærri klámblöðunum. Mér datt hann strax í hug sem kandídat í bar- þjóninn og minntist á það við hann. Þó með því fororði að marg- ir ættingjar mínir reyktu. Hann yrði að sætta sig við það. Henrik tók svona rosalega vel í það. Hann sagði þetta alltaf hafa verið draumastarfið, að fá að vera bak við barinn. Reykjarstybban væri nú eitthvað sem hann gæti sætt sig við. Fjórðu helgina í júní ætla ég að taka mér hvíld frá skemmt- anahaldi í tjaldinu, enda verður maður að gæta hófs í því eins og öðru. Samt ætla ég ekki að taka tjaldið niður, nei, það er af og frá. Fimmtu vikuna í júní ætla ég líka að gefa sveitungum mínum hvíld frá umgangi í kringum tjald- ið. Það er hins vegar bara lognið á undan storminum, því sjöttu vik- una í júní ætla ég að kóróna fjör- ugan (og nokkuð langan) júnímán- uð. Þá held ég einmitt ball fyrir sveitunga mína í tjaldinu. Það tek- ur sex hundruð manns og ég ætla að hafa opið hús, svo lengi sem pláss leyfir. Ég ætla að leigja hljómsveitina Samnorrænu hálf- vitarnir til að halda uppi fjörinu fram eftir nóttu og vonandi fara síðustu gestirnir ekki heim fyrr en morguninn eftir. Auk hljómsveitarinnar ætla ég að ráða 20 manns í vinnu. Barirnir verða sex talsins og tveir bar- þjónar á hverjum þeirra. Átta vaxtarræktarmenn munu sjá um öryggisgæslu og sjá til þess að allt fari vel fram og að allir gestir nái 18 ára aldurstakmarki. Þeir sjá líka um skemmtiatriði. Samkvæmt nýlegri könnun Fé- lagsvísindastofnunar reykja 38% Sunnlendinga þegar þeir fara út að skemmta sér um helgar. Þess vegna má fastlega búast við því að andrúmsloftið í tjaldinu verði reykmettað. Þetta þarf ég ekki að segja þeim sem ég ræð í vinnu, enda er það almenn vitneskja að fólk reykir mikið þegar það fer út að skemmta sér. Stigsmunur. Eðlis- munur? Friðrik er mikill reykingamaður. Hann keðjureykir; einu sinni kláraði hann tvo pakka af Marlboro-sígarettum, sem hann segir vera unaðslega uppfinningu, á meðan við kláruðum Matadorspilið. VIÐHORF eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is EINS og margir aðrir Reykvík- ingar hafa Heimdellingar þungar áhyggjur af stöðu einkareknu skólanna. R-listinn greiðir ekki jafnt með öllum reykvískum grunn- skólabörnum. Nemendur Ísaks- skóla, Tjarnarskóla, Landakots- skóla, Suðurhlíðarskóla og Waldorfskólans fá mun minna framlag en þeir skólar sem Reykjavíkurborg rek- ur og getur munað þar um 170.000 krón- um á hvern nemanda á ári. Foreldrar hvers þessara barna eru því sviknir um 170.000 krónur af R-listanum á ári hverju og munar um minna. R-listinn er sekur um að búa til stéttskipt skóla- kerfi þar sem for- eldrum og börnum þeirra er skipt í fyrsta og annan flokk eftir því í hvaða skólum þeir stunda nám. Hér er aðeins ein skólanefnd og eitt fræðsluráð fyrir alla skólana. Því má líkja við að um fjörutíu stórfyrirtæki, eða um það bil fjöldi grunnskólanna í Reykjavík, hefðu einn og sama vettvang ákvörðunartöku með jafnlitla yf- irsýn yfir reksturinn og þarfir við- skiptavina og því fylgir. Ein- hverjir kunna að hugsa sér að rekstur þessara fyrirtækja, sem grunnskólarnir eru, sé einsleitur og því mikið hagræði að því að skipulag þeirra og rekstur sé á hendi eins aðila. Það er misskiln- ingur, því skólarnir eru þjón- ustustofnanir sem eiga að geta veitt hverju og einu skólabarni þjónustu með tilliti til þarfa þess, en eiga ekki að steypa krakkana í eitt sameiginlegt mót eins og nú- verandi miðstýring gerir. Að auki má velta fyrir sér hvort stjórnmálamenn séu virkilega bet- ur til þess fallnir að reka og skipuleggja um fjörutíu stórfyr- irtæki heldur en allir sem koma með öðrum hætti að rekstri skól- anna og stjórnun, kennarar, for- eldrar og nemendur til samans? Stefna Sjálfstæðisflokksins Í síðustu landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins er skýrt kveðið á um valfrelsi í kaflanum um grunnskóla: „Vinna ber að frekari valddreif- ingu og fjölbreytni með auknu sjálfstæði skóla. Gefa þarf gras- rótar- og þróunarstarfi innan skólanna aukið vægi. Tryggja ber valfrelsi grunnskólanema á milli skóla líkt og gert hefur verið á framhaldsskólastigi. Auðvelda verður samlögun þeirra nemenda að skólakerfinu sem ekki hafa ís- lensku að móðurmáli með það fyr- ir augum að tryggja velferð þeirra og vellíðan. Nauðsynlegt er að bæta sérfræði- og greiningarstarf, ekki síst á fyrstu skóla- stigum. Landsfundur hvetur til að aukin áhersla verði lögð á þessa þætti í kenn- aranámi. Koma þarf á auknum tengslum foreldra og skóla og leggja áherslu á for- eldraábyrgð. Efla þarf forvarnarstarf.“ Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað lagt fram tillögur til úrbóta á gölluðu kerfi R-listans en án árangurs. Sjálf- stæðisflokkurinn leggur til val- frelsi-ávísanakerfi sem gerir ráð fyrir því að allir nemendur fái greidda sömu upphæð frá sínu sveitarfélagi og foreldrar, í sam- ráði við börn sín, geti síðan valið skóla, óháð því hver rekur skól- ann. Best væri að allar hömlur milli hverfa og sveitarfélaga yrðu lagðar niður til að samkeppni meðal skólanna yrði að veruleika. Þannig myndu góðir kennarar fá góð laun, foreldrar fá val um það nám sem best hentar börnum þeirra og nemendur bestu mennt- un sem völ er á hverju sinni. Ekki er verið að leggja til einkavæðingu heldur að opnað sé fyrir að einkaaðilar, til dæmis kennarar, skólastjórar, einkafyr- irtæki, foreldrar og félagasamtök, geti bundist samtökum um að starfrækja skóla – ekki í gróða- skyni, heldur af hugsjón. Eins og staðan er í dag er þetta ekki hægt, þrátt fyrir mikinn vilja hjá Reykvíkingum, vegna þeirra afla sem eru við völd í borginni. Reynsla nágrannaþjóða Eins og fram kemur í skýrslu Verslunarráðs Íslands frá við- skiptaþingi 2004 stunda um 70% hollenskra barna nám við sjálf- stætt starfandi skóla, foreldrar geta valið á milli opinberra og sjálfstæðra skóla án tillits til efna- hags en þó er kostnaður við hol- lenska menntakerfið nálægt OECD-meðaltali. Það er því rangt, eins og oft er haldið fram, að einkaskólarnir hleypi upp kostnaði við menntakerfið. Í Dan- mörku og Svíþjóð eykst aðsókn í einkaskólana sífellt og Svíar hafa afnumið höft milli hverfa og sveit- arfélaga. Þar að auki hafa sveit- arfélög verið skylduð til að styðja einkaskólana. Það er athyglisvert fyrir okkur Reykvíkinga að bera saman menntakerfi félagshyggju- fólksins í R-listanum við kerfi ná- grannaþjóða okkar, einkum Sví- þjóð þar sem félagshyggjan hefur löngum verið sterkari en hér. Á döfinni Eins og margir aðrir Reykvík- ingar hafa Heimdellingar þungar áhyggjur af stöðu einkareknu skólanna. Hinn 19. janúar síðast- liðinn var haldinn opinn fundur á vegum mennta- og menningar- málanefndar félagsins á Kaffi Sól- on sem var vel sóttur. Þar öttu kappi þeir Pétur Blöndal og Atli Gíslason um ávísanakerfið og fleira. Fimmtudagskvöldið 3. mars verður enn efnt til opins fundar til að kryfja þessi mál, þar sem frummælendur eru Guðrún Ebba Ólafsdóttir, borgarfulltrúi D- listans, og Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavík- ur. Fundarstjóri er Kristinn Már Ársælsson. Umræðuefnið að þessu sinni er almennt, eða menntamál í Reykjavík, með sérstakri áherslu á stöðu einkarekinna grunnskóla og eru allir hvattir til að mæta á Café Victor stundvíslega klukkan 20:00. Sótt að einkaskólum í Reykjavík Kári Allansson fjallar um skólamál ’Nemendur Ísaksskóla,Tjarnarskóla, Landa- kotsskóla, Suðurhlíð- arskóla og Waldorfskól- ans fá mun minna framlag en þeir skólar sem Reykjavíkurborg rekur…‘ Kári Allansson Höfundur er nemi og stjórnarmaður í Heimdalli. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is EINS OG fram hefur komið í fjöl- miðlum undanfarið, þá hefur sókn- arprestur okkar Garðbæinga átt undir högg að sækja, vegna aðfar- ar fámennrar klíku innan kirkj- unnar að honum. Það er tími til kominn að mál þetta komi upp á yfirborðið því það er komið heilt ár síðan þessi aðför hófst. En þetta fólk hefur gætt þess vand- lega að hafa allt á bakvið tjöldin enda hefur það ekkert haldbært á sóknarprestinn. Hann hefur ekk- ert brotið af sér. Á flestum vinnustöðum kemur upp ágreiningur en ég held að í fæstum tilvikum sé farið út í það að reka yfirmanninn, t.d. ef kenn- ara mislíkar eitthvað í fari eða stjórnarháttum skólastjóra, á þá að reka skólastjórann? Eða presti mislíkar eitthvað í fari eða stjórn- unarháttum biskups, á þá að reka biskup? Auðvitað ekki. Í flestum tilvikum hætta þessir óánægðu og annað fólk kemur í staðinn. Það er akkúrat það sem þetta óánægða fólk innan kirkjunnar í Garðabæ átti að gera. Það átti að leita sér að öðrum starfa, í stað þess að ráðast á sóknarprestinn og grafa undan einingu kirkjunnar. Þetta fólk, þá á ég við formann sókn- arnefndar, Matthías G. Pétursson, varaformanninn Arthur Farestveit og djáknann Nönnu Guðrúnu ásamt fylgifiskum, hefur unnið kirkjustarfinu miklu meira ógagn en það gerir sér grein fyrir. Þau hafa klofið sóknina í tvennt með þessu niðurrifsstarfi sínu í heilt ár. Er ekki mergur málsins sá að Arthúr og Nanna hafa aldrei get- að sætt sig við að það skyldi koma þarna nýr maður inn á „þeirra“ vinnustað með sjálfstæðar skoð- anir? Ekki veit ég hvenær Matth- ías snerist gegn prestinum, nema að valdagræðgin loks náð yf- irhöndinni. Hann þarf jú alltaf að vera aðalmaðurinn. Það er með ólíkindum að þessi klíka skuli hafa fengið að stunda þessa aðför, allan þennan tíma, án þess að biskup eða forysta kirkj- unnar geri nokkuð í málinu. Málið er orðið miklu meira og alvar- legra, en það þurfti að verða, vegna afskiptaleysis kirkjuforyst- unnar. Ég hvet alla Garðbæinga til að láta sig málið varða. Styðjum við bakið á sóknarpresti okkar. BJÖRGVIN ÓMAR HAFSTEINSSON, Blómahæð 2, Garðabæ. Málefni kirkjunnar í Garðabæ Frá Björgvini Ómari Hafsteinssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.