Morgunblaðið - 02.03.2005, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Anna BirnaGrímólfsdóttir
fæddist í Stykkis-
hólmi 21. október
1951. Hún lést á
heimili sínu 21. febr-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hennar eru
Grímólfur Andrés-
son, úr Hrappsey á
Breiðarfirði, f. 23.
febrúar 1909, d. 4.
febrúar 2005, og
Þuríður Valgerður
Björnsdóttir, úr Arn-
ey á Breiðarfirði, f.
18. júní 1917. Anna Birna var
yngst fjögurra systkina.
Anna Birna giftist 31. maí 1969
Eiríki Steinþórssyni úr Reykjavík.
Foreldrar hans voru
Steinþór Eiríksson,
f. 8. október 1904, d.
4. mars 1994, og
Guðríður Steindórs-
dóttir, f. 12. október
1916, d. 26. ágúst
2001.
Anna Birna og Ei-
ríkur eignuðust
þrjár dætur, þær
eru; 1) Þuríður Val-
gerður, maki Guð-
rún Erla Sigurðar-
dóttir, 2) Guðríður,
sonur hennar Eirík-
ur Jóhannsson, og 3) Þóra Björk.
Útför Önnu Birnu fer fram frá
Seltjarnarneskirku í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Elsku hjartans móðir mín, þetta
er svo vont, ég veit ekki hvernig mér
líður, ég er svo tóm. Stoð mín og
stytta er farin langt fyrir aldur fram,
við áttum eftir að upplifa svo margt
saman. Það er svo margt sem ég vil
segja en get ekki sagt heldur geymi í
mínu hjarta, þú ert og verður ávallt
efst í huga mínum.
Elsku pabbi, Gurrý, Þóra, Eirík-
ur, Guðrún og amma, Guð gefi okkur
styrk til að takast á við sorgina.
Elsku mamma mín, ég kveð þig
með miklum söknuði.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þín dóttir
Þuríður V. Eiríksdóttir.
Elsku besta fallega mamma mín. Í
dag er komið að ákveðnum leiðar-
lokum í lífinu en taugin á milli okkar
á hana verður ekki klippt, hún er ei-
líf. Hjartað er aumt og mér finnst
eins og það sé búið að fjarlægja part
úr líkama mínum. En á sama tíma
megum við þakka fyrir að þjáning-
um þínum sé lokið og þú búin að öðl-
ast fyrra heilbrigði á ný. Við megum
þakka fyrir allar yndislegu minning-
arnar sem eftir lifa minningar um
þig sem frábært foreldri og ekki síst
ömmu. Þakka þér fyrir allt sem þú
ert búin að kenna okkur, samheldni
ykkar pabba fyrir velferð okkar og
utanumhaldið um fjölskylduna.
Styrkur þinn lá svo víða þú ætlaðir
að sigra þetta stríð sem hjálpaði
okkur hinum svo mikið í þessu langa
og erfiða verkefni, þitt góða skap og
gleði, greind þín og gáfur, æðruleysi
þitt, baráttuandi þinn og viljastyrk-
ur við þennan illvíga sjúkdóm var
aðdáunarverður, þú ert hetjan mín.
Ég vil þakka þér enn og aftur hvað
þú varst frábært foreldri og ekki síst
góður vinur, og Eiríkur litli ekki lítið
heppinn að eiga ykkur að. Ég er svo
glöð hvað við vorum náin, allt sem
við gerðum saman í lífinu enda oft
gert góðlátlegt grín að okkur að við
værum eins og hirðingjar sem ferð-
uðumst saman í hjörðum, oftast 7
saman og stundum fleiri. Eftirá að
hyggja voru þetta örlögin, okkur var
ekki úthlutaður lengri tími saman.
Að lokum gastu ekki meir og
kvaddir okkur í friði með örverpið
þitt sofandi í fanginu, það hlýtur að
vera yndislegt fyrir móður.
Mig lát, Jesús, með þér deyja,
minn þú dauða sigrað fékkst,
stríðið, er ég átti að heyja,
í það fyrir mig þú gekkst.
Lát mig burt frá löstum deyja,
lífs á meðan hlýt ég þreyja,
lát mig deyja lífs með þér,
lif þú aftur svo í mér.
(Valdimar Briem.)
Nú ertu komin á góðan stað í
bjálkahúsið sem afi og Eggert smíð-
uðu handa þér, umvafin fallegum
blómum og grænum grundum og
búin að hitta alla hina.
Söknuðurinn er óbærilegur en við
pössum hvort annað í fjölskyldunni
eins og við lofuðum þér.
F.h. fjölskyldunnar þakka ég
göngudeild krabbameinsdeildar
LSK og Helga Sigurðssyni lækni,
líknardeild LSH í Kópavogi og
Heimahlynningu og því yndislega
starfsfólki fyrir góða umönnun.
Hvíl í friði elsku mamma mín.
Þín elskandi dóttir,
Guðríður.
Elsku mamma mín.
Það er erfitt að sætta sig við að þú
sért farin og komir aldrei aftur þó
svo að vissum öll að þú ættir ekki
mikinn tíma eftir með okkur. Þú
barðist hetjulega og af miklum
krafti og styrk við þennan hræðilega
sjúkdóm. Þú gafst aldrei upp, leist
bara á sjúkdóminn sem verkefni
sem þú ætlaðir að komast í gegnum
og auðvitað tókum við fjölskyldan
þátt í þessu verkefni og reyndum að
gera þetta auðveldara. Stundum
varð ég sár út í þig þegar þú talaðir
um dauðann og tímann þegar þú
værir farin, líkt og þegar þú talaðir
um hvaða sálma þú myndir vilja láta
syngja í jarðarförinni þinni og eitt-
hvað sem þú vildir kenna mér áður
en þú færir. Þessum umræðum
fylgdu oftast mörg tár og ég bað þig
alltaf að hætta að tala um þetta en
núna er ég mjög þakklát fyrir að þú
skulir hafa rætt þetta því annars
hefði höggið sem ég varð fyrir við
fráfall þitt verið svo miklu meira, að
ég held, þótt mikið væri og ég er
sterkari fyrir vikið.
Þú varst vön að baka smákökur
fyrir jólin og þú gerðir ekki bara
eina tegund heldur svona átta til tíu
tegundir. Síðustu jólin þín varstu
komin í hjólastól og ég vissi að þú
myndir ekki getað bakað en þig sár-
langaði til þess, svo að ég ákvað bara
að gera það undir þinni leiðsögn. Við
bökuðum saman átta tegundir og
skemmtum okkur vel. Svo þegar þér
fannst þú ekki vera með puttana
nægilega mikið í hlutunum baðstu
pabba bara að sækja göngugrindina
og svo varstu bara í henni svo þú sæ-
ir örugglega allt sem fram færi á
borðinu.
Þú vildir alltaf hafa yfirsýn yfir
allt, vita að allt gengi vel og öllum
liði sem best þó að þú gætir líka ver-
ið ansi ströng og oft fannst mér ég
ekki mega gera neitt, en eftir því
sem ég eldist og þroskast sé ég alltaf
betur og betur að þú varst aðeins að
hugsa um velferð mína. Stundum
var ég handviss um að þú værir
mennskur lygamælir með augu í
hnakkanum.
Á hverjum degi sest ég hjá mynd-
inni af þér inni í stofu við kertaljós
og í gegnum huga minn þjóta ótal
minningar sem enginn getur tekið
frá mér og þær mun ég ávallt geyma
í huga mínum og hjarta. Það er erfitt
að rifja upp þessar minningar, það
tekur svo sannarlega á sál og hjarta,
ég ætla alltaf að geyma þær og þeg-
ar ég eignast börn ætla ég endalaust
að segja þeim sögur af þér og láta
þau vita að þú varst og munt alltaf
vera fyrirmynd mín og hetja í lífinu.
Það sem mér finnst erfiðast að
trúa er að þú verður ekki hjá mér
þegar ég verð tvítug, ekki á keppn-
inni og hjálpa mér að velja allt fyrir
hana eins og allar hinar mömmu-
rnar, ekki þegar ég útskrifast úr
MR, ekki þegar ég gifti mig og
hjálpar mér að klæða mig í kjólinn
og ekki þegar ég eignast fyrsta
barnið mitt en ég vona og innst inni
veit ég að þú verður hjá mér allar
þessar stundir, fylgist með mér,
passar mig og styður mig eins og
þér einni var lagið þó að þú verðir
ekki þar í eigin persónu.
Það er stöðugt verið að segja við
mig að ég sé alveg eins og þú
mamma … og veistu hvað …ég gæti
ekki verið ánægðari, að líkjast þér
er heiður því þú varst stórmerkileg,
falleg og greind kona. Það skein af
þér góðmennskan. Ég er svo þakklát
fyrir þann tíma sem ég fékk að eiga
með þér.
Ég veit að núna líður þér miklu
betur því núna ertu orðin frísk, kom-
in til pabba þíns, ömmu og afa á
Reyni og allra hinna. Það var ynd-
islegt að fá að sofa í örmum þínum
eins og ungbarn þegar þú kvaddir
þennan heim, þá stund mun ég muna
alla tíð.
Við sjáumst aftur mamma mín,
það veit ég. Elska þig óendanlega
mikið.
Litla stelpan þín,
Þóra Björk.
Elsku besta Anna mín. Enn í dag
trúi ég því ekki að þú sért farin yfir
móðuna miklu. Það er svo ótrúlegt
að svona falleg, sterk, og gefandi
kona sé tekin frá okkur. Stórt gat er
á mínu hjarta en minningarnar eru
svo margar og allar svo góðar og
ljúfar enda mun ég varðveita þær
vel um ókomna tíð. Þrátt fyrir þín
veikindi þá gat ekkert stöðvað þig.
Það varst þú sem réðst ferðinni en
ekki sjúkdómurinn. Þar með gerðir
þú það sem þú ætlaðir þér hverju
sinni. Okkar síðasta fjölskylduferð
sem við fórum öll saman í var til
Danmerkur þar sem þú arkaðir um
eins og ekkert væri að hrjá þig. Allt-
af sama hetjan. Hetjan okkar. Ég
hef aldrei kynnst hjónum eins og
ykkur Eiríki. Ást ykkar og hjóna-
band var einstakt enda varðveittuð
þið það svo fallega. Alltaf voruð þið
að huga að því að allir væru saman,
sem ein heild, sem ein fjölskylda
hvert sem farið var hvort það var til
útlanda eða á ferðalög hér heima.
Þegar þið voruð að hugleiða að fara í
ferðalag út á land hringdir þú alltaf
til okkar með þín hugljúfu orð: ,,Vilj-
ið þið ekki koma með okkur það
verður rosalega gaman.“
Við Rúrý vildum að sjálfsögðu
ekki missa af þeim ferðum enda
sáuð þið hjónin um að gera þær allar
svo eftirminnilegar. Það lýsir því
best þegar við fórum öll saman í
Þórsmörk árið 2003. Við vorum öll 7
að sjálfsögðu saman ásamt hundin-
um okkar Neró. Þá sagði Þóra við
mig: ,,Guðrún, þegar þú giftist Rúrý,
vissir þú þá að þú giftist allri fjöl-
skyldunni?“
Þetta segir allt um hvernig þú
hélst utan um alla ungana þína.
En elsku Anna mín ég vil enn og
aftur þakka þér fyrir allt sem þú
gerðir fyrir mig, allan stuðninginn,
hjálpina og fyrir að fá þann heiður
að ganga inn í fjölskylduna þína sem
þú hélst svo mikið utan um.
Nú er það í okkar verkahring að
hlúa að hvert öðru og vera öll saman
eins og þú varst búin að kenna okkur
svo vel.
Elsku tengdamamma, nú ert þú
komin til föður þíns og veit ég vel að
Neró minn er í góðum höndum hjá
ömmu sinni.
Minning um einstaka baráttu-
konu, svo ljúfa, fallega og góða lifir í
hjörtum okkar allra.
Elsku Þuríður, Eiríkur, Rúrý,
Gurrý, Þóra, Eiríkur og fjölskyldur,
Guð gefi okkur styrk til að takast á
við sorgina.
Þín tengdadóttir
Guðrún E. Sigurðardóttir.
Elsku amma, þú varst frábær og
góð. Ég mun alltaf muna eftir hvað
þú varst góð amma og dugleg og
sterk, sama hvað þú varst veik þá
hafðir þú alltaf meiri áhyggjur af
öðrum en þér. Ég er þakklátur fyrir
það að hafa alltaf getað komið til þín
á hverjum degi því þú varst alltaf til
staðar, ég mun alltaf muna eftir þér,
elsku amma mín.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Saknaðarkveðjur,
þinn ömmustrákur
Eiríkur.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Anna Birna og Eiríkur bróðir
minn voru ung að árum þegar þau
bundust órjúfandi tryggðaböndum
og stofnuðu til búskapar, nýbakaðir
foreldrar. Þannig kom hún inn í líf
okkar fjölskyldunnar, og þakklæti
og ljúfar minningar koma upp í hug-
ann þegar við kveðjum hana í dag,
eftir hartnær fjögurra áratuga sam-
fylgd.
Hún hlaut í vöggugjöf svo ótal
marga góða eiginleika og bar gæfu
til að vefa þeim við lífsvef sinn.
Það var ljóst í upphafi sambúðar
þeirra að þar fór fædd húsmóðir og
kjarnakona.
Allt lék í höndum hennar svo
aðdáunarvert var. Atorkusöm,
áræðin, samviskusöm, hress og
skemmtileg eru kannski lýsingar-
orðin sem fyrst koma í hugann. Það
var aldrei lognmolla í kringum hana,
gengið til verka og þau afgreidd,
sama hvað hún tók sér fyrir hendur.
Stundum var haft á orði að þar
væru breiðfirsku kjarnagenin í
gangi.
Sjálf var hún glæsileg kona sem
eftir var tekið, og bar sig af reisn.
Utan heimilis vann Anna Birna
m.a. í Fellaskóla og í snyrtivörudeild
Hagkaupa, þar sem hún naut sín vel
og lýsti umhverfið. Einnig hafa þau
Eiríkur verið með eigin atvinnu-
rekstur og vann hún að honum með
skörungsskap.
Lífsaga Önnu Birnu og Eiríks er
einstök; hamingjusöm og einstak-
lega samhent, lánsöm með dætur
sínar þrjár og dótturson sem alinn
er upp í skjóli þeirra.
Á samferð okkar í gegnum lífið
höfum við átt ótalmargar samveru-
stundir, margt hefur verið brallað; á
Reynimelnum, í Hveragerði, í nánu
sambýli í Flúðaseli. Útilegur og
sumarbústaðaferðir þar sem fjöl-
skyldurnar nutu sín.
Þegar minningabrotunum er rað-
að saman verður úr ein samfelld
veisla.
Anna Birna reyndist foreldrum
mínum yndisleg og hugsunarsöm,
ekki síður en eigin foreldrum. Sjálfri
mér; góður vinur bæði í gleði jafnt
sem sorg.
Líklega hefur reisn hennar aldrei
snortið okkur jafndjúpt og núna síð-
ustu mánuði þegar ljóst var að
hverju stefndi, ekki síst 15. febrúar
síðastliðinn þegar hún helsjúk var
við útför föður síns, aðeins sex dög-
um áður en hún lést sjálf.
Elsku bróðir minn, dætur, dótt-
ursonur, tengdafólk þitt og aðstand-
endur aðrir, megi Guð styrkja ykk-
ur.
Sveinbjörg Steinþórsdóttir.
Elsku Anna Birna.
Hetja. Stórglæsileg, falleg, það
eru ekki til nógu mörg og góð lýsing-
arorð til að lýsa þér því þú varst allt
það besta. En þú varst bara tekin of
snemma frá okkur. Afi hefur tekið
vel á móti stelpunni sinni, en mjög
stutt var á milli ykkar.
Heppin var ég að eiga þig sem
uppeldissystur. 12 ára gömul fékkst
þú óvænt ungbarn inn á heimilið
þitt. Og fórst þér það vel úr hendi að
passa mig. Þegar stóra ástin kom
inn í líf þitt þá fylgdi ég með á
stefnumótunum. Ekki fannst honum
Eika þínum það vera byrði þó að ég
væri oft með. Þið gáfuð mér bara ís á
Hressó og drösluðuð mér með.
Það er mjög erfitt að nefna þig,
Anna Birna, í einu orði án þess að
Eiki fylgi með. Því þið voruð eitt.
Þau bestu og yndislegustu hjón sem
ég þekki. Ást ykkar dafnaði og óx
með hverju árinu sem leið. Sam-
heldnin var þvílík. Og að koma inn á
ykkar heimili var yndislegt, alltaf
ríkti þar gleði, glettni og ástúð.
Oft fékk ég að gista hjá ykkur og
þá var fjör hjá okkur dætrum þín-
um. Mikill galsi og það kom oft fyrir
að þú þurftir að koma og reka á eftir
okkur að fara að sofa. Eitt sinn
mauluðum við Rúrý kex fram eftir
öllu kvöldi og allt rúmið útatað í
kexi. Nokkrum sinnum komst þú inn
og sagðir okkur að hætta þessu kex-
áti og fara að sofa. En alltaf laum-
aðist Rúrý fram og náði í meira.
Ekki tókst þú kexið í burtu þó þú
vissir að við myndum fá okkur
meira.
Þau skipti sem ég fékk að sitja í
bílnum ykkar vestur í hólm voru al-
veg meiriháttar. Mér fannst nefni-
lega svo frábært hvernig Eiki
keyrði. Afi minn keyrði alltaf miklu
hægar fannst mér.
Þegar ég var spurð hvort þú værir
systir mín svaraði ég afar stolt ,,já,“
og nennti ekki neinum útskýringum
á því.
Okkar síðasta samtal var á föstu-
dagseftirmiðdegi. Þá lofaði ég þér að
taka mynd af leiðinu hans afa og
koma með til þín og sýna þér. Mynd-
in er komin en því miður tókst mér
ekki að koma henni til þín. Það þykir
mér afar sárt.
Hvar sem þú komst var tekið eftir
þér. Slíkur var glæsileikinn. Alltaf
hress, alltaf kát.
Elsku Anna Birna, ég sakna þín.
Sakna þess að fá þig ekki lengur í af-
mælin til mín, sakna þess að hitta
þig ekki um jólin. Sakna alls.
Megi góður Guð gefa ykkur styrk,
Eiki, Rúrý, Gurrý, Þóra Björk, Ei-
ríkur og Guðrún Erla. Guð styrki
þig Þuríður amma (mamma).
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Guð geymi þig.
Hjördís Björg Andrésdóttir.
Leggur ósinn, fenna fjöll
fölnar rós og stráin,
vonarljósin eru öll,
eins og rósin, dáin.
(B.J.)
Þessi litla vísa kom upp í huga
minn þegar ég frétti lát Önnu Birnu
Grímólfsdóttur. Hún hafði barist við
ANNA BIRNA
GRÍMÓLFSDÓTTIR
Kársnesbraut 98 • Kópavogi
564 4566 • www.solsteinar.is
10-40% afsláttur
af legsteinum þessa viku