Morgunblaðið - 02.03.2005, Page 28
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
LILJU HALLDÓRSDÓTTUR,
Hlíf 1,
Ísafirði.
Anna Gunnlaugsdóttir,
Hákon Guðmundsson, Ingigerður Traustadóttir,
Katrín Guðmundsdóttir, Kristján Ragnarsson
og fjölskyldur þeirra.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
HERDÍSAR JÓNU GUÐNADÓTTUR.
Guðni Erlendsson, Steinunn Skúladóttir,
barnabörn og langömmubörn.
28 MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Katrín Krist-jánsdóttir fædd-
ist í Eyvík á Tjör-
nesi 16. janúar
1907. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Hlíð á Akureyri
sunnudaginn 20.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar Katrínar
voru hjónin Kristján
Sigfússon bóndi, f.
20. september 1865,
d. 26. febrúar 1921
og Jakobína Jósías-
dóttir, f. 11. október
1868, d. 10. desem-
ber 1948. Systkini hennar voru
Karl, lengi alþingismaður, f. 10.
maí 1895, d. 1978, Rannveig, f.
1900, d. 2000 og Sigfús, f. 1902,
d. 1936.
Katrín giftist 24. október
1935 Erlingi Davíðssyni frá
Stóru-Hámundarstöðum á Ár-
skógsströnd, f. 11. apríl 1912, d.
17. júlí 1990. Foreldrar hans
voru Davíð Sigurðsson bóndi og
hreppstjóri, f. 26. okt. 1872, d.
1951 og kona hans María Jóns-
dóttir, f. 3. maí 1872, d. 1950.
Katrín og Erlingur eignuðust
fjóra syni, þeir eru:
1) Davíð, f. 23.
ágúst 1936. 2) Jak-
ob Kristján, f. 10.
september 1939;
maki Valgerður
Jónsdóttir, f. í Dals-
húsum á Egilsstöð-
um 29. júní 1941
(þau slitu samvist-
ir). Börn þeirra eru
Erlingur, f. 7. maí
1962, Katrín, f. 17.
mars 1966 og Jón
Ríkhard, f. 4. júní
1967. 3) Sigfús Karl
(tvíburi Kristjáns),
f. 10. september 1939, maki
Soili Hellman-Erlingsson, f. í
Helsinki í Finnlandi 19. mars
1945. Dætur þeirra eru Jana
Kristín, f. 2. nóvember 1967, og
Andrea Kristín, f. 26. ágúst
1974. 4) Bergur, f. 21. júlí 1943,
maki Gunnhildur Gunnarsdóttir,
f. á Akureyri 4. febrúar 1945.
Dóttir þeirra er Hildur, f. 5.
ágúst 1978. Barnabarnabörnin
eru nú tíu.
Katrín verður jarðsungin frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Sem barn naut ég þeirrar bless-
unar að búa nálægt ömmu minni
og afa og trítlaði ég því ófáar ferð-
irnar í Lögbergsgötuna til þeirra.
Þar var ég alltaf aufúsugestur og á
þaðan ótal ljúfar minningar. Þótt
afi minn væri í augum lítillar
hnátu sennilega stórfenglegasti og
voldugasti maður veraldar fór þó
ekki milli mála að eldhúsið var ríki
ömmu og þar réð hún lögum og
lofum. Ósjaldan hreiðraði ég um
mig í horninu í borðkróknum um-
vafin kleinuilm og lét móðan mása
um heima og geima. Alltaf hafði
amma nægan tíma til að hlusta á
vangaveltur lítillar tátu. Ekki
spillti fyrir að það var á vísan að
róa að fá eitthvað góðgæti og
mjólkurglas hjá ömmu. Amma
Katrín átti líka matjurtagarð sem
var í mínum augum risavaxinn og
feikimerkilegur. Uppskerutími
rabbabarans var mikið tilhlökkun-
arefni en þá brettum við amma
upp ermarnar og slitum upp af
miklum móð. Amma var svo óspör
á þakkirnar að ég þóttist þess full-
viss að ég hefði unnið þrekvirki og
velti jafnvel fyrir mér að gera
rabbabaratínslu að ævistarfi mínu
þar sem ég væri sérdeilis hæfi-
leikarík á þessu sviði. Er ég eltist
lærðist mér að hæfileikarnir lágu
hjá ömmu og afa sem lögðu sig
fram við að leyfa mér að upplifa
heiminn á eigin forsendum og deila
með mér gleðinni yfir þeim töfrum
sem því fylgdu.
Ég kveð þig nú, kæra amma
Katrín, með hlýhug og þakklæti.
Hvíl í friði.
Hildur.
Elsku amma.
Þegar farið er að rifja upp kem-
ur í ljós að síðustu 10–15 árin
dvaldir þú á heimili fyrir aldraða.
Alltaf varstu líkamlega mjög vel á
þig komin og hljópst upp og niður
stiga eins og unglamb. Hins vegar
bilaði heyrnin og svo minnið og því
má segja að þú hafir verið fangi í
eigin hrausta líkama. Loksins
færðu nú hvíldina sem þú beiðst
svo lengi eftir.
Þú varst alla tíð sívinnandi við
að halda gott heimili og við minn-
umst öll með hlýju áranna í Lög-
bergsgötunni þar sem þið afi
bjugguð alla okkar barnæsku.
Eins og flestra kvenna af þinni
kynslóð var eldhúsið að miklu leyti
þinn vinnustaður. Mikill gesta-
gangur var hjá ykkur afa og því
var oftast nóg að gera hjá þér.
Það var alltaf gaman að koma til
ykkar í heimsókn og spjalla um
daginn og veginn og þiggja eitt-
hvað gott heimabakað s.s. kleinur,
kanelsnúða, ömmubollur eða vín-
arbrauð. Að sitja á tröppunni í
horninu eða á sokkabekknum, við
vegginn, undir klukkunni og
hlusta á ykkur ræða við gesti, eða
skrafa við þig og afa var okkur
öllum góð reynsla.
Þú varst falleg kona, lágvaxin,
með hár niður á mjóbak, sem allt-
af var nýtt í hnút á hnakkanum.
Þú varst ekki alltaf að faðma okk-
ur og kjassa því slíkt tíðkaðist
ekki innan fjölskyldunnar, en þú
tókst okkur alltaf vel og varst góð
við okkur. Við minnumst þín sér-
staklega í sambandi við allar sam-
komur innan fjölskyldunnar á há-
tíðis- og tyllidögum. Einnig voru
þær ófáar ferðirnar sem við fórum
með nesti til að tína ber eða til að
njóta útivistar.
Hin síðari ár heimsóttum við
þig á stofnun og þú varst alltaf
glöð og ánægð með heimsóknirnar
og eftir að við, ömmubörnin þín,
eignuðumst börn og þú varðst
langamma fannst þér alltaf jafn-
sniðugt að segja: „Ég get ekki
verið orðin langamma því ég er
svo stutt.“
Við kveðjum þig með þökk fyrir
samverustundirnar og vonum að
þín bíði góðar stundir annars
staðar.
Erlingur, Katrín og
Jón Ríkharð.
Lipur og létt á sér, með silf-
urhvítt hár í langri fléttu vafið í
hnút í hnakkanum, gleraugun
fremst á nefinu og prjónana á
flugi, svona minnumst við ömmu.
Lopapeysur, fallega mynstraðar,
vettlingar og leistar, ótal flíkur
sem ylja okkur enn, urðu til í
höndunum á henni. Í eldhúsinu,
niðri í þvottahúsi, úti í garði, á
leið til kaupmannsins með tösku á
hjólum, eða í stólnum sínum í stof-
unni með prjónana á lofti, amma
hafði alltaf eitthvað fyrir stafni.
Það var notalegt að heimsækja
ömmu og afa á Lögbergsgötunni,
sofa á bekknum í vinnuherberginu
hans afa innan um bækurnar
hans, vakna við stofuklukkuna,
sitja á tröppunni í eldhúsinu við
hliðina á frystikistunni, borða
ömmu-kleinur (bestu kleinurnar),
fylgjast með ömmu laga matinn
og hlusta á frásagnir hennar um
pabba og bræður hans þegar þeir
voru litlir. Í garðinum voru tínd
ber og rabarbari sem amma bjó til
sæta sultu úr. Amma las fyrir
okkur krakkana um ræningjana í
Kardemommubænum, og þegar
KATRÍN
KRISTJÁNSDÓTTIR
Fjarðarás 25, 110 Reykjavík • utfarir@utfarir.is
Sími 567 9110 • 893 8638 • Fax 567 2754 • www.utfarir.is
Útfararþjónustan
Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson
Útför bróður okkar,
INGÓLFS HALLDÓRSSONAR
frá Syðri-Steinsmýri
í Meðallandi,
er lést á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum
fimmtudaginn 24. febrúar, verður gerð frá
Prestbakkakirkju á Síðu, föstudaginn 4. mars
kl. 14.00.
Sætaferðir verða frá BSÍ sama dag kl. 10 árdegis.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Systkini hins látna.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR BJÖRN SVEINSSON,
verður jarðsunginn frá Digraneskirkju fimmtu-
daginn 3. mars kl. 13.
Ólöf Ólafsdóttir,
Guðlaug Björnsdóttir, Þór Magnússon,
Guðjón Björnsson, Friðrika Sigvaldadóttir
og barnabörn.
Ástkær faðir okkar, afi og langafi,
GUÐMUNDUR ÁRNI ÓLAFSSON
THORLACIUS,
sem lést föstudaginn 18. febrúar, verður
jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstu-
daginn 4. mars kl. 15.
Sigríður Thorlacius,
Guðmundur Thorlacius, Anný Dóra Hálfdánardóttir,
Dagný G. Thorlacius,
Ragnhildur Ragnarsdóttir, Jón Yngvi Gylfason,
Guðríður Thorlacius, Hannes Árnason,
Guðmundur Árni Hannesson.
Okkar elskulega,
SOFFÍA ÞURÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR
frá Túngarði á Fellsströnd,
Drápuhlíð 41,
Reykjavík
sem lést á líknardeild Landspítala Landakoti
aðfaranótt mánudagsins 28. febrúar, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn
4. mars kl. 15.00.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Guðfinna Ragnarsdóttir.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgunblað-
ið í fliparöndinni – þá birtist valkost-
urinn „Senda inn minningar/af-
mæli“ ásamt frekari upplýsingum).
Skilafrestur Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er
ekki unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með bil-
um - mælt í Tools/Word Count). Ekki
er unnt að senda lengri grein. Hægt
er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virðingu
sína án þess að það sé gert með
langri grein. Ekki er unnt að tengja
viðhengi við síðuna.
Undirskrift Minningargreinahöf-
undar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Minningar-
greinar