Morgunblaðið - 02.03.2005, Síða 31
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2005 31
www.infrarex.com
Infrarex rafeindahitatæki. Eyðir
bólgu og er verkjastillandi f. t.d
liðagigt, slitgigt, brjósklos, vefja-
gigt, bakverk, axlameiðsl, slitna
hásin og tognun. Verð aðeins
6.999. Póstsendum um allt land.
Frír sendingarkostnaður.
Upplýsingar í síma 865 4015.
NÝTT NÝTT NÝTT
Viltu léttast hratt og örugglega?
Anna Heiða léttist um 35 kg, ég
um 25 kg, Dóra um 15, þú?
www.diet.is-www.diet.is
Hringdu! Margrét s. 699 1060.
Herbalife
Frábærar heilsu- og megrunar-
vörur. Aðstoð veitt ef óskað er.
www.slim.is - www.slim.is
Ásdís - 699 7383.
Einbýlishús á Amager í Kaup-
mannahöfn. Ertu á leið til Kaup-
mannahafnar um páskana? Erum
með gott hús með 3 svh. og 2
baðh. til leigu frá 22. mars til 27.
mars. Upplýsingar í síma 0045
26182958.
Dáleiðsla - sjálfstyrking
Ggegn óvissu og óöryggi.
Reykingastopp, afsláttur fyrir
hjónafólk.
Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslu-
fræðingur. Sími 694 5494.
Leoncie, hin frábæra söngkona
vill skemmta um land allt með
heitustu powerpop-smellina sína.
Radio rapist, Ást á pöbbnum,
Wrestler o.fl. Diskurinn fæst í
Skífubúðum og Tólf tónum.
Bókunasími 691 8123.
www.leoncie-music.com.
Íbúðar- og sumarhús
úr völdum norskum kjörviði.
- Náttúruvæn fúavörn.
RC hús - þekkt fyrir gæði -
Grensásvegi 22, Reykjavík,
sími 511 5550,
netf. rchus@rchus.is
Tékknesk postulínsmatarsett.
Mikið úrval - frábært verð.
Slóvak Kristall, Dalvegi 16b,
201 Kópavogi,
s. 544 4333 og 820 1071.
Brjóstahaldarar í miklu úrvali.
Yfir 50 teg. Verð aðeins 1.300.
Allt Smart,
Laugavegi 46, sími 551 1040.
Bókhalds- og uppgjörsþjón-
usta. Bókhald - Vsk. & launaupp-
gjör - Ársuppgjör - Skattframtöl
- Stofnun ehf/hf. Ódýr og góð
þjónusta. Sími 692 6910.
Toyota Corolla Wagon árg. '97,
ek. 125 þ. Tilboðsverð 450 þús.
1600 vél. Dráttarkúla. Sumar- og
vetrardekk. Skoðaður '06. Lítur
vel út að utan sem innan. Uppl.
í símum 896 3082 og 5687 7877/
oeo@hi.is
Tilboðsverð MMC Lancer GLXI
sjálfskiptur. Árg. '92. Ek. 160 þús.
Ný vetrardekk, rafm. í rúðum. Hiti
í sætum o.fl. Góður bíll. Verð 160
þús. Uppl. í síma 891 8891.
Suzuki Grand Vitara 8/2000. Ek-
inn 82 þús. km, V6, 2500cc, sjálf-
skiptur, hraðastillir, loftkæling,
álf., geislaspilari o.fl. Einn eig-
andi, reyklaust faratæki. Verð
1.620 þús. eða staðgreiðsla 1.490
þús.
Upplýsingar hjá Toppbílum,
Funahöfða 5, sími 587 2000.
MMC Pajero Sport 2001. 3000
cc slagrými. Ek. 113 þús. km.
Sjálfsk., 4x4. CD, álfelgur, rafm.
í öllu. Loftkæling. ABS. 5 dyra,
skráður 5 manna. Verð 2 milljónir.
Uppl. í s. 699 1933.
Land Cruiser 90 VX dísel árg.
'00, ekinn 97 þús., ssk., 33" breytt-
ur, leður. Aukasæti, ný dekk o.fl.
Toppeintak. Engin skipti.
Verð 2.990.000. Sími 693 7307.
Ökukennsla Reykjavíkur ehf.
Ökukennsla akstursmat.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza,
696 0042/566 6442.
Gylfi K. Sigurðsson
Nissan Almera,
892 0002/568 9898.
Snorri Bjarnason
Toyota Avensis, bifhjólak.
892 1451/557 4975.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat,
892 4449/557 2940.
Vagn Gunnarsson
Mersedes Benz,
894 5200/565 2877.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '02,
863 7493/557 2493.
FJARLÆGJUM STÍFLUR
VALUR HELGASON ehf.
Sími 896 1100 - 568 8806
Röramyndavél til að skoða og
staðsetja skemmdir í frárennslislögnum
DÆLUBÍLL
úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum,
niðurföllum, þak- og drenlögnum
SM Kvótaþing ehf. auglýsir:
Fiskiskip til sölu
27,9 brl. stálbátur, smíðaður í Njarðvík 1992,
lengdur 1996. Aðalvél: Mitsubishi DAF, 350
hö. árgerð 1998. Báturinn selst með veiðileyfi
í aflamarkskerfi og jöfnunarsjóði (8,4 t.).
Nánari upplýsingar á skrifstofu SM Kvóta-
þings ehf.
Gáski 960d
7,26 brl. plastbátur, árgerð 2000. Vél: Caterpillar
238 hö, árgerð 2000. Útbúinn til línuveiða.
Nánari upplýsingar á skrifstofu SM Kvóta-
þings ehf.
SM Kvótaþing ehf.,
Tunguhálsi 19, 110 Reykjavík,
sími 577 7010, fax 577 7011,
kvotathing@kvotathing.is
www.kvotathing.is
Atvinnuhúsnæði
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
ÚU T B O Ð
Flugþjónustusvæðið á Keflavíkur-
flugvelli — svæði A, gatnagerð
og lagnir
Útboð nr. 13762
Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. utanríkisráðu-
neytisins, óskar eftir tilboðum í gatnagerð og
lagnir á svonefndu svæði A á Flugþjónustu-
svæðinu á Keflavíkurflugvelli. Gera skal götur
með fráveitulögnum og vatnslögnum, fullgerðar
með slitlagi, gangstéttum umferðarmerkjum
og málun. Leggja skal fráveitulagnir frá svæðinu
til tengingar við aðalholræsi.
Helstu magntölur eru:
Gröftur í götustæði 8500 m3
Hreinsun á klöpp 700 m2
Bergskering í götustæði 500 m3
Gröftur í skurðum 1750 m
Fylling í vegkassa 5000 m3
Fylling í skurði 1500 m
Skólplagnir 1130 m
Holræsabrunnar 29 stk
Regnvatnslagnir 1000 m
Malbik 5000 m2
Gangstéttar 660 m2
Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en
10. ágúst 2005.
Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 3.500
hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík.
Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum föstu-
daginn 18. mars 2005 kl. 15.00 að viðstöddum
þeim bjóðendum sem þess óska.
Tilboð/Útboð
RANNSÓKN í Þýskalandi
sýnir að vörur sem þróaðar
hafa verið úr efnum sem
finnast í jarðsjónum í Bláa
lóninu skila mjög góðum ár-
angri við meðferð psoriasis-
sjúklinga, bæði þegar þær
eru notaðar einar sér og
eins þegar þær eru notaðar
sem hluti af fjölþættari með-
ferð.
Þessar niðurstöður voru
kynntar á ráðstefnu í Bláa
lóninu um helgina, þar sem
meðal annars voru á meðal
þátttakenda um tuttugu
þýskir húðlæknar. Rann-
sóknina framkvæmdi pró-
fessor Ulrich Amon og
kynnti hann niðurstöðurnar,
sem meðal annars sýna fram
á að vörurnar draga úr
hreistursmyndun og ertingu
í húðinni og geta haft fyr-
irbyggjandi áhrif gegn
psoriasis.
Grímur Sæmundsen,
framkvæmdastjóri Bláa
lónsins, sagði að prófessor
Amon væri yfirlæknir á einu
stærsta psoriasis-heilsuhæli
í Þýskalandi rétt fyrir utan
Nürnberg sem gæti hýst um
160 sjúklinga í einu. Hann
hefði notað vörur sem þró-
aðar væru í Bláa lóninu sem
hluta af þeirri meðferð sem
psoriasis-sjúklingar gengju í
gegnum á heilsuhælinu.
Niðurstöður hans sneru
annars vegar að því hvernig
sjúklingunum líkaði við vör-
urnar og hvaða áhrif þeir
teldu að þær hefðu. Hins
vegar væri um að ræða
fyrstu niðurstöður af
ákveðnum rannsóknum þar
sem blandað væri saman
vörum frá Bláa lóninu, leysi-
meðferðum og fleiri þáttum.
Báðar niðurstöðurnar væru
mjög lofandi og sýndu að
þær grunnvörur sem hefðu
verið þróaðar úr jarðsjónum
í Bláa lóninu og efnasam-
setningu hans fyrir psorias-
is-sjúklinga væru mjög
áhrifaríkar. Þarna væri um
að ræða baðsölt, kísileðju og
rakakrem, en þessar vörur
hefðu verið notaðar sem
meðferðarvörur í Bláa lón-
inu frá byrjun. Almennt tal-
að sýndi það sig að þessar
vörur skiluðu mjög góðum
árangri bæði einar sér og
sem einn þáttur í fjölþættari
meðferð.
Góð viðbrögð
Grímur sagði að þeir
hefðu verið að þreifa sig
áfram með samstarf við
þýska húðlækna hvað þetta
snerti í á annað ár. Mark-
aðssetning þessara vara úr
Bláa lóninu væri þannig ný-
hafin, en þeir hefðu ákveðið
að einbeita sér að Þýska-
landi til að byrja með áður
en þeir hæfust handa á öðr-
um markaðssvæðum „Það
sem komið hefur fram til
þessa lofar mjög góðu. Við
fáum mjög góð viðbrögð frá
þýskum húðlæknum hvað
snertir þessar vörur okkar
úr Bláa lóninu og áhrifamátt
þeirra,“ sagði Grímur að
lokum.
Húðlæknar
kynna sér vörur
úr Bláa lóninu