Morgunblaðið - 02.03.2005, Síða 32

Morgunblaðið - 02.03.2005, Síða 32
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes ÉG ÆTLA AÐ NÁ ÞÉR NÚNA HJÁLP! HJÁLP! ÉG KAUPI ÞETTA EKKI ALVEG STRÁKAR ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ ÞETTA VÆRI TRÚVERÐUGRA EF VIÐ SNÉRUM Í SÖMU ÁTT HÆTTU BARA ÞESSU VÆLI ÉG FRÉTTI AÐ ÞÚ ÆTTIR AÐ VERA MEÐ RÆÐU Á 17. JÚNÍ MÉR FINNST AÐ ÞÚ ÆTTIR AÐ TALA UM JAFNRÉTTI KYNJANNA OG HVERNIG KONUNNI HEFUR VERIÐ MISBOÐIÐ ÖLL ÞESSI ÁR... ÉG MAN EKKI EFTIR AÐ HAFA SPURT ÞIG RÁÐA, VINA HOBBES ER ORÐINN DÁLDIÐ SKÍTUGUR. FINNST ÞÉR EKKI? ÞIÐ ÆTTUÐ BÁÐIR AÐ FARA Í BAÐ ÉG ER AÐ KOMA KALVIN, ÞÚ FERÐ Í BAÐKERIÐ UPPI HEPP- INN! NEMA ÞEGAR ÉG ER SKOLAÐUR MEÐ KÖLDU Litli Svalur © DUPUIS SMÁ HLJÓÐ KRAKKAR! VINUR OKKAR, HANN SVALUR, KOM MEÐ UNDRAPOKANN SINN Í DAG. ENGINN VEIT HVAÐ ER Í HONUM OG TIL ÞESS AÐ KOMAST AÐ ÞVÍ SKULUM VIÐ HVERT OG EITT STINGA HENDINNI OFAN Í POKANN OG GISKA. HVER VILL BYRJA? ÉG SKAL KENNARI! HEYRÐU, ÞAÐ MÁ EKKI SVINDLA ER ÞETTA ÆTT? NEI, EKKI NEMA ÞÚ SÉRT MJÖG SVÖNG ÞÚ NÆST ÖÖÖ? ER ÞETTA LIFANDI? EKKI LENGUR NÚ ÉG! Ö... BÍDDU, ÉG SKAL GISKA RÉTT... Ö... SKRÍTIÐ... GETUR ÞAÐ BITIÐ? PFFF! ÉG SAGÐI AÐ ÞAÐ VÆRI DAUTT NÚ ÉG ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ GISKA Á ÞETTA ÞETTA ER ERFITT ÉG VEIT EKKI JÆJA, ÉG SKAL SÝNA YKKUR HVAÐ ÞETTA ER, FYRST ENGINN GAT GISKAÐ RÉTT ÞETTA ER FÓTURINN HANS AFA! Dagbók Í dag er miðvikudagur 2. mars, 61. dagur ársins 2005 Fyrir nokkrum vik-um var brotist inn í einbýlishús við hlið- ina á Víkverja meðan húsráðendur voru í út- löndum. Í kjölfarið ákvað Víkverji að nú væri kominn tími til að fá sér öryggiskerfi í húsið sitt. Hann hringdi í Sec- uritas. Þar á bæ buð- ust menn til að koma og meta hvernig kerfi þyrfti að setja upp hjá Víkverja. Daginn eftir mætti starfsmaður og gekk um húsið og mat aðstæður. Í vikulokin var komið upp kerfi hjá Víkverja. Þjónustan var til fyrirmyndar. Um daginn gleymdi Víkverji að slökkva á kerfinu þegar hann fór fram úr og þegar hann rölti að tölvunni sinni glumdi ægilegur hávaði um húsið. Skelfingu lostinn þaut hann fram að töflunni og stimplaði inn lykilnúmerið og heim- ilismenn þustu nú fram einn af öðr- um. Síminn hringdi og örygg- isvörður spurði Víkverja í þaula um hvað væri á seyði. Eftir að hafa full- vissað hann um að í húsinu væri ekki bíræfinn innbrjótsþjófur skall á frið- ur í húsinu. Víkverji verður að segja eins og er að hann er nú öruggari en áður þegar hann fer úr húsi svo ekki sé nú tal- að um ef unglingarnir eru einir heima og kannski sofandi. x x x Dóttir Víkverja fékkeyrnabólgu um daginn og hún var sárkvalin og gat lítið sofið um nóttina þrátt fyrir að fá verkjastill- andi og nefdropa. Morguninn eftir fóru foreldrarnir með barn- ið til heimilislæknisins sem tók þeim ljúf- mannlega og leit í eyru dömunnar. Niðurstaðan var svæsin eyrna- bólga sagði hann. Þegar Víkverji var að fara með eldri börnin sín til lækn- is vegna sama kvilla fékk hann bara pensilín og þá var þetta búið. Nú er öldin önnur og miklu meiri varkárni ríkir þegar ávísa á slíku lyfi. Nú var ástand barnsins metið gaumgæfilega, sjúkrasaga litla barnsins skoðuð vel og öðrum kost- um einnig velt upp. Pensilín var þrautalendingin. Þó að Víkverja finnist rosalega sárt að horfa upp á barnið sitt þjást af verkjum kann hann vel að meta þessa varkárni læknisins. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is        Ingólfstorg | Þegar vora fer og viðvera sólarinnar lengist sífellt fara ýmsar lífverur á stjá og eru elskendur sérstaklega áberandi fuglategund á vordög- um. Tilhugalíf elskenda er af fjölbreyttasta tagi, en að deila ís í miðbænum er einmitt eitt af elstu og fegurstu minnum þess, þrátt fyrir að enn sé frost og kuldi úti. Þessir elskendur létu kuldann ekki aftra sér, létu félagsskapinn sér nægja til hlýju og sleiktu sólina og ísinn til skiptis. Morgunblaðið/Golli Elskendur vakna með vorinu MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Allt sé hjá yður í kærleika gjört. (I. Kor. 16, 14.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.