Morgunblaðið - 02.03.2005, Side 34

Morgunblaðið - 02.03.2005, Side 34
34 MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Metnaði þínum eru engin takmörk sett í dag. Gættu þess að stíga ekki óvarlega til jarðar í viðleitni þinni til þess að ná árangri. Ekkert er þess virði að traðka á náunganum fyrir. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú hefur fullan hug á því að gera ferðaáætlanir og leggja land undir fót í dag. Einnig má vera að þér komi til hugar að setjast aftur á skólabekk. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburinn er rausnarlegur í garð barna sinna og ástvina í dag. Einnig gæti hann tekið upp á því að styðja við listiðkun af einhverju tagi. Það er góðra gjalda vert, en ekki fara yfir strikið. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Einhver kýs að vera stór í sniðum varðandi eitthvað sem tengist heim- ilinu. Kannski er það krabbinn sjálf- ur eða annar fjölskyldumeðlimur. Njóttu þess að lyfta þér upp, en ekki setjast ölvaður bakvið stýri. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þér tekst að koma gríðarlega miklu í verk í vinnunni í dag. Þú ert til í að leggja allt þitt af mörkum. Þú vinnur baki brotnu og finnur til gleði yfir góðu dagsverki. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þig langar mest til þess að lyfta þér upp í dag. Allt sem tengist ást, róm- antík, gleðskap, afþreyingu og listum fær byr undir báða vængi á næst- unni. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú fyllist metnaði og framkvæmda- gleði heima fyrir í dag. Gættu þess að fara ekki yfir strikið og eyða of miklu í fjölskyldumeðlim eða heimilið. Nú er auðvelt að vera of stór í sniðum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn er afar kraftmikill í dag en verður að gæta þess að haga sér ekki gáleysislega. Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú talar. Ekki gefa of fögur fyrirheit. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Skildu peningana þína eftir heima í dag og farðu gætilega ef þú þarft að fara í verslunarferð. Þú ert svo sann- arlega til í að spreða núna. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Drífðu þig út og njóttu þess að hreyfa þig. Þú ert að springa úr fjöri í dag. Þig langar kannski til þess að sann- færa einhvern um eitthvað. Það tekst. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú kemur miklu í verk með því að vinna í einrúmi í dag. Þú fyllist krafti og ert næstum því óstöðvandi. Sam- ræður við einhvern hinum megin á hnettinum gleðja þig. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Notaðu daginn til þess að eyða tím- anum með vinum og félögum. Þú nýt- ur þess að vera innan um aðra núna. Aðrir sækjast eftir þínum félagsskap líka. Stjörnuspá Frances Drake Fiskar Afmælisbarn dagsins: Þú ert einstaklega athugul persóna og bæði staðföst og varkár að eðlisfari. Tryggð við fjölskyldu og vini er þér mikilvæg. Þú óttast ekki að skera þig úr fjöldanum og leggur mikið á þig í því sem þú fæst við. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Café Rosenberg | Svavar Kristinsson leik- ur á gítar og syngur eigin lög í bland við valin tökulög kl. 22–01. Hafnarborg | Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran syngur á hádegistónleikum Hafnarborgar í dag kl. 12, við undirleik Antoníu Hevesi, en hún er einnig listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar. Tónleikarnir eru í boði Hafnarborgar og aðgangur er ókeypis. Myndlist Gallerí Sævars Karls | Ættarmót fyrir hálfri öld. Sigurður Örlygsson sýnir olíu- málverk – 100 andlit úr fjölskyldu sinni. Gallerí Tukt | Erna Þorbjörg Einarsdóttir – Verk unnin með blandaðri tækni. Hrafnista Hafnarfirði | Steinlaug Sig- urjónsdóttir sýnir olíu- og vatnslitamyndir í Menningarsalnum á fyrstu hæð. Kaffi Sólon | Óli G. Jóhannsson sýnir óhlutlæg verk. Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1930–1945 og Rúrí – Archive– end- angered waters. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Blaða- ljósmyndarafélag Íslands – Mynd ársins 2004 á efri hæð. Ragnar Axelsson – Framandi heimur á neðri hæð. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Hörður Ágústsson – Yfirlitssýning í vest- ursal. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur Örn Friðriksson – Markmið XI Samvinnu- verkefni í miðrými. Yfirlitssýning á verk- um Kjarvals í austursal. Nýlistasafnið | Jean B. Koeman – Socles de Monde. Samsýningin Tvívíddvídd. Grams – Sýning á vídeóverkum úr eigu safnsins. Thorvaldsen Bar | Ásta Ólafsdóttir – Hugarheimur Ástu. Listasýning Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós- myndari – Heitir reitir. Söfn Þjóðmenningarhúsið | Handritin, Þjóð- minjasafnið – Svona var það, Heimastjórn- in 1904. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi (1895–1964) er skáld mánaðarins en í ár eru 110 ár liðin frá fæðingu hans. Á sýn- ingunni eru ljóð Davíðs, skáldverk og leik- rit. Einnig handrit að verkum og munir úr hans eigu. Blaðaumfjöllun um Davíð og ljósmyndir frá ævi hans prýða sýninguna. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til –menn- ing og samfélag í 1200 ár. Ómur Landið og þjóðin í íslenskri hönnun. Ljós- myndasýningarnar Hér stóð bær og Átján vóru synir mínir í álfheimum... Opið frá kl 11–17. Mannfagnaður Maður lifandi | Hláturæfing kl. 17.30 og síðan taka þátttakendur lagið saman. Ásta Valdimarsdóttir og Kristján Helga- son stjórna æfingunni. Fundir GSA á Íslandi | Fundir fimmtudögum kl. 20.30 Tjarnargötu 20. GSA er hópur fólks sem hefur leyst vandamál sín tengd mat. Iðnó | Ný þverpólitísk samtök ungs fólks verða stofnuð í dag kl. 12. Gestir fund- arins verða nokkrir af þeim ungu þing- mönnum sem standa að frumvarpi um lækkun áfengisgjalds og afnám einkasölu á bjór og léttvíni. Allir velkomnir. ITC–Fífa | Ræðukeppni kl. 20.15, í sal Safnaðarheimilis Hjallakirkju í Álfaheiði 17, Kópavogi. Allir velkomnir. Uppl. www.sim- net.is/itc itcfifa@isl.is og Guðrún í síma 6980144. ITC Korpa | Fundur kl. 20 í Safn- aðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3, Mosfellsbæ. Gunnjóna Una Guðmunds- dóttir félagsráðgjafi segir frá niðurstöðum rannsókna á áfrifamætti bænarinnar. Krabbameinsfélagið | Stuðningshópur um krabbamein í blöðruhálskirtli verður með rabbfund sinn í húsi Krabbameinsfélags- ins í Skógarhlíð 8 í Reykjavík í dag kl. 17. Gunnjóna Una Guðmundsdóttir verk- efnastjóri hjá Krabbameinsfélaginu fjallar um rannsóknir á áhrifamætti bænarinnar. Fyrirlestrar Háskólinn á Akureyri | Á Félagsvís- indatorgi fjallar Sæunn Kjartansdóttir sál- greinir um sálgreiningu sem meðferð- arform, hvað greinir hana frá annarri viðtalsmeðferð og í hverju notagildi henn- ar felst. Erindið verður flutt kl. 12 í stofu L201 á Sólborg. Kennaraháskóli Íslands | Friðrik Diego flytur erindið, Um tengireglu í algebru í Skriðu, Kennaraháskóla Íslands kl. 16.15. Fjallað er stuttlega um tengireglu sem grundvallaratriði í grunnskólareikningi. Síðan er greint frá niðurstöðum stærð- fræðilegrar rannsóknar tveggja stærð- fræðikennara við skólann. Landbúnaðarháskóli Íslands | Dr. Carlo Leifert prófessor í vistfræðilegum land- búnaði við Newcastle-háskóla flytur fyr- irlestur um umhverfis- og heilsufarsáhrif lífrænna ræktunaraðferða í Landbún- aðarháskólanum á Hvanneyri kl. 13.15. Fundarstjóri er Stefán Gíslason verkefn- isstjóri. Náttúrufræðistofnun Íslands | Ólafur Eggertsson, jarðfræðingur á Rann- sóknastöðinni Mógilsá, flytur erindið: Fornskógur í Fljótshlíð, varð hann Kötlu að bráð?, kl. 12.15, í sal Möguleikhússins á Hlemmi. Hrafnaþing eru öllum opin. Nán- ari upplýinsgar á: www.ni.is. Námskeið www.ljosmyndari.is | 3 daga ljósmynd- anámskeið fyrir stafrænar myndavélar. Fyrri hópur 7., 9. og 10. mars og seinni hópur 14., 16. og 17. mars. Verð kr. 14. 900. Nánari uppl. og skráning á www.ljos- myndari.is. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar- og fataúthlutun í dag kl. 14–17 á Sól- vallagötu 48. Svarað í síma 5514349 þri.– fim. kl 11–16. Tekið við vörum og gjöfum þri.–mið. kl.11–16 netfang mnefnd@mi.is. Tungumálamiðstöð HÍ | Alþjóðlega þýskuprófið TestDaF verður haldið í Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands 12. apríl. Prófgjaldið er 10.000 kr. og skráning fer fram í Tungumálamiðstöð HÍ til 10. mars. Nánari upplýsingar: Tungumála- miðstöð HÍ, Nýja Garði: 525 4593, ems@hi.is og www.testdaf.de. 80 ÁRA afmæli. Í dag, 2. mars, eráttræður Sveinn Kristinsson, blaðamaður og skákmeistari, Þóru- felli 16, Reykjavík. Hann er að heiman ásamt eiginkonu sinni, Jóhönnu Jóns- dóttur, skrifstofumanni og húsmóður. Þau hjón óska öllum vinum velfarn- aðar. Árnaðheilla dagbók@mbl.is ÖLLUM er hollt að hlæja, enda eru það forn sannindi að sú athöfn lengir lífið. Færri vita þó að hægt er að æfa sig í hlátri og stunda hann með góðu fólki. Í því skyni verður haldin hláturæfing kl. 17.30 í dag í heilsumiðstöðinni Maður lifandi að Borgartúni 24. Æfingin stendur í um hálfa klukkustund, en síðan taka þátttakendur lagið saman. Það eru þau Ásta Valdimarsdóttir og Kristján Helgason sem stjórna æfingunni að þessu sinni og bjóða þau alla sem vilja æfa sig í hlátrinum velkomna. Hláturæfing í Maður lifandi Morgunblaðið/ÞÖK Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 hélt, 4 skip, 7 kindurnar, 8 lagarmál, 9 hófdýr, 11 hjara, 13 veit, 14 nær í, 15 kyrtil, 17 haka, 20 burt, 22 maskar, 23 heysætum, 24 dýrið, 25 stjórnar. Lóðrétt | 1 mjög gott, 2 eykst, 3 grassvörður, 4 skemmtun, 5 sjúga, 6 yf- irbygging á skipi, 10 nún- ingshljóð, 12 nóa, 13 knæpa, 15 samtala, 16 munntóbak, 18 sett, 19 sár, 20 Ísland, 21 hæðir. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 himbrimar, 8 spurð, 9 lygna, 10 una, 11 Agnar, 13 nenna, 15 flóðs, 18 hnoss, 21 Týr, 22 flana, 23 örmum, 24 skapanorn. Lóðrétt | 2 Iðunn, 3 býður, 4 illan, 5 angan, 6 espa, 7 hata, 12 arð, 14 enn, 15 fífl, 16 ómark, 17 stamp, 18 hrönn, 19 ormur, 20 sumt.  60 ÁRA afmæli. Í dag, 2. mars, ersextugur Þorsteinn Ólafsson, viðskiptafræðingur og fyrrverandi forstjóri Norræna verkefnaútflutn- ingssjóðsins (NOPEF), Vatnsholti 10, Reykjavík. Þorsteinn er að heiman í dag. 1. c4 c6 2. e4 d5 3. cxd5 cxd5 4. exd5 Rf6 5. Da4+ Rbd7 6. Rc3 g6 7. Rf3 Bg7 8. Bc4 0–0 9. d3 a6 10. Da3 b6 11. 0–0 Bb7 12. He1 He8 13. Rg5 b5 14. Bb3 Rb6 15. d6 e6 16. Rge4 Rbd7 17. Rxf6+ Rxf6 18. Db4 Bc6 19. Bg5 h6 20. Bh4 g5 21. Bg3 Db6 22. Re4 Rh5 23. Hac1 Rxg3 24. Rxg3 Hed8 25. h4 Be8 26. hxg5 hxg5 27. Dg4 Hxd6 28. Dxg5 Dd8 29. Dg4 Kf8 30. Rh5 Bxb2 31. Hc5 Db6 32. Hg5 Dd4 33. Rf4 e5 34. Hg8+ Ke7 Staðan kom upp á sterku skákmóti sem lauk fyrir nokkru í Bermúda. Pent- ula Harikrishna (2.632) hafði hvítt gegn Lenier Dominguez (2.661). 35. Bxf7! Bxf7 svartur hefði orðið mát eftir 35. … Kxf7 36. Dg7#. 36. Hxa8 Hf6 37. He4 Db6 38. Dg7 Kd7 39. Ha7+! Hvíta stað- an er nú léttunnin enda svarti kóng- urinn kominn á hrakhóla og biskupapar svarts nýtur sín ekki. 39. … Dxa7 40. Dxf6 Kc8 41. Re6 Dd7 42. Rc5 Dd5 43. Dxa6+ Kd8 44. Dxb5 Bd4 45. Db8+ Ke7 46. Dc7+ og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Í FRÉTT blaðsins um fyrirtækið TM Software sl. sunnudag sagði að fyrirtækið hefði hafið innleiðingu á Theriak-hugbúnaði. Hið rétta er að 6 sjúkrastofnanir í Þýskalandi hafa hafið innleiðingu á hugbúnaðinum. Um er að ræða sérhæfða hugbún- aðarlausn fyrir heilbrigðissvið. Beð- ist er velvirðingar á þessu. Sex stofnanir nota búnaðinn LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.