Morgunblaðið - 02.03.2005, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2005 37
MENNING
!
"
# $ !
% $ $&
' () !!
# *
+ ,!$
$&
"
#
-" . /
0)
1$ "
$2
3 ) +
"4 #
$ 5
$2 #$ $
"4 $ ) " 6 78
# 9
/" :;
+ !
< =(> 9
/" # 5
64 #
?"
@9 AB
?C !
" # 9
/"
%
D+
! 9 4 #E
')
,
ÞAÐ ER svolítið skondið að fara á
sýningu í Banananas, en þar þarf að
mæla sér mót við við listamanninn
sem opnar fyrir manni inn í sýn-
irýmið, sem þó er úti undir berum
himni á horni Laugavegar og Bar-
ónsstígs. Listamaðurinn Steingrímur
Eyfjörð byrjar á því að rétta við mál-
verkin á veggjunum sem höfðu fokið
aðeins til, býður veitingar og tekur til
við að útskýra verkin.
Grunnur sýningarinnar byggist á
þremur eldri teikningum sem hann
sýndi á Nýlistasafninu fyrir nokkrum
árum og nýjum verkum sem eru
„eins konar generasjón eða kópía af
þeim í annarri útfærslu“. Eldri verk-
in sýna svartan texta á appels-
ínugulum grunni, bæði handskrif-
aðan af listamanninum en aðallega
gerðan með tilbúnum fonti (old engl.)
sem líkist því letri sem við þekkjum
úr gömlu skinnhandritunum. Inn-
setningin samanstendur af þessum
teikningum ásamt málverkum þar
sem textabrot úr þeim eru stækkuð
upp á striga, litlu lauflausu linditré,
áprentuðum auglýsingabolum frá
áfengisfyrirtæki með viðbótarþrykki
frá listamanninum og skjámynd sem
varpað var á stærsta tjaldið á opn-
uninni. Þá var sýndur kafli úr Sieg-
fried eftir Fritz Lange þar sem Sig-
urður Fáfnisbani drepur drekann og
baðar sig í blóði hans til að engin
vopn bíti á hann. Laufblað af lindi-
trénu fellur hins vegar á bak hans og
skapar þar veikan blett, en linditré
mun hafa verið tákn ástarinnar í
gömlu Evrópu.
Samkvæmt viðtali við listamanninn
sem Haraldur Jónsson tók, og dreift
var til áhorfenda á einblöðungum,
fjallar sýningin m.a. um goðsöguna
og er eins konar fornleifauppgröftur
á þjóðararfinum.Um leið fjallar hún
um „ameríkaníseríngu“ og aðrar inn-
fluttar menningarafurðir, ásamt
markaðsvæðingu listarinnar í formi
mjög sýnilegrar kostunar frá áfeng-
isinnflytjanda sem býður upp á Mart-
iny Dry og Vodka til að skála í minn-
ingu Kalda stríðsins, tíma sem
listamaðurinn álítur að hafi verið
mjög skapandi í mannkynssögunni.
Steingrímur Eyfjörð er einn þeirra
íslensku listamanna sem fjalla um fé-
lagsleg og menningarleg málefni í
myndlist sinni, þar sem hann beitir
persónulegu sjónarhorni og mynd-
máli. Verk hans í Banananas koma
sjónrænt vel út í rýminu, en inni-
haldslega er sýningin fullflókin og
brotakennd til að virka sem heild-
stætt verk. Hið hráa og (eðlilega)
kalda sýningarrými ýtir undir þá til-
finningu að hér sé um utangarðslist
að ræða og ljær sýningunni róm-
antískt andrúmsloft andófs og upp-
reisnar. Steingrímur hoppar fimlega
fram og til baka yfir þá ímynduðu
línu sem skilur að utangarðs-
listamenn og þá vel þekktu og við-
urkenndu, og vekur þannig athygli á
að flestir „viðurkenndir“ myndlist-
armenn þjóðarinnar eru þrátt fyrir
allt svo til óþekktir meðal þjóðarinnar
og utangarðs í menningarapparatinu.
Titill sýningarinnar, Undir lindi-
trénu, er írónískur og kómískur í
senn vegna þess að trjásprotinn á
sýningunni er pínulítill og staðsettur
undir sýningartjaldinu. Hins vegar
mun tréð vera ósvikið linditré, sem á
líklega bæði eftir að stækka og bera
ríkuleg lauf.
MYNDLIST
Gallerí Banananas
Sýningunni er lokið.
Steingrímur Eyfjörð
Þóra Þórisdóttir
Undir linditrénu
„Verk Steingríms Eyfjörð í Banananas koma sjónrænt vel út í rýminu, en
innihaldslega er sýningin fullflókin og brotakennd til að virka sem heild-
stætt verk,“ segir Þóra Þórisdóttir meðal annars í umsögn sinni.
Morgunblaðið/Golli
laun (15 hópar, 108 mánuðir): Annað
svið, 4 mánuðir, Deconstructive
Dance Company, 4 mánuðir, Fimb-
ulvetur, 8 mánuðir, Frú Emilía, 10
mánuðir, Hið lifandi leikhús, 7 mán-
uðir, Hlutafélag sf., 5 mánuðir, Ís-
media ehf., 10 mánuðir, Kómedíuleik-
húsið, 4 mánuðir, Kvenfélagið
Garpur, 5 mánuðir, Landnámssetur
Íslands, 14 mánuðir, Leikfélagið
Regína, 5 mánuðir, Möguleikhúsið, 6
mánuðir, Nútímadanshátíð í Reykja-
vík, 16 mánuðir, Sokkabandið, 8 mán-
uðir, Stoppleikhópurinn, 2 mánuðir.
60 ára og eldri
Listasjóður veitti einnig sérstök
framlög til eftirtalinna listamanna
sem fengu listamannalaun áður fyrr
og voru 60 ára eða eldri við gildistöku
laganna um listamannalaun, sbr. 9.
gr. laga nr. 35/1991 og ekki fengu
starfslaun. Styrkurinn jafngildir
starfslaunum í einn mánuð: Agnar
Þórðarson, Benedikt Gunnarsson,
Bragi Ásgeirsson, Einar Bragi Sig-
urðsson, Eiríkur Smith, Elías B.
Halldórsson, Gísli J. Ástþórsson,
Gísli Sigurðsson, Guðmundur Jóns-
son, Gunnar Dal, Hjörleifur Sigurðs-
son, Hörður Ágústsson, Jón Ásgeirs-
son, Kjartan Guðjónsson, Ólöf
Pálsdóttir, Sigurður Hallmarsson,
Sigurður A. Magnússon.
Úthlutunarnefndir voru að þessu
sinni skipaðar sem hér segir: Úthlut-
unarnefnd Launasjóðs rithöfunda:
Kristín Ástgeirsdóttir, formaður,
Ástáður Eysteinsson og Kristín Við-
arsdóttir. Úthlutunarnefnd Launa-
sjóðs myndlistarmanna: Kristinn G.
Harðarson, formaður, Olga S. Berg-
mann og Benedikt Kristþórsson. Út-
hlutunarnefnd Tónskáldasjóðs: Árni
Harðarson, formaður, Karólína Ei-
ríksdóttir og Guðmundur Óli Gunn-
arsson.
Í desember 2003 skipaði mennta-
málaráðherra í stjórn listamanna-
launa. Skipunin gildir frá 1. janúar
2004 til 14. nóvember 2006. Stjórnina
skipa Guðrún Nordal, formaður, til-
nefnd af Bandalagi íslenskra lista-
manna, Baldur Símonarson, varafor-
maður, skipaður án tilnefningar, og
Mist Þorkelsdóttir, tilnefnd af
Listaháskóla Íslands. Varamenn eru:
Guðbjörg Arnardóttir, tilnefnd af
Bandalagi íslenskra listamanna,
Katrín Fjeldsted, skipuð án tilnefn-
ingar, og Ragnheiður Skúladóttir, til-
nefnd af Listaháskóla Íslands. Stjórn
listamannalauna hefur yfirumsjón
með sjóðunum og úthlutar fé úr
Listasjóði. Listasjóður er almennur
sjóður en sinnir einkum öðrum list-
greinum en þeim sem falla undir sér-
greindu sjóðina þrjá sem fyrst eru
taldir. Allir sjóðirnir veita starfslaun,
svo og náms- og ferðastyrki.
Umsóknarfrestur færður fram
Vakin skal athygli á því að ákveðið
hefur verið að færa skilafrest um-
sókna til starfslauna listamanna fram
um einn mánuð á hausti komanda, til
að unnt verði að tilkynna fyrr nið-
urstöður. Skilafrestur fyrir starfs-
laun listamanna verður því 15. októ-
ber nk.
ÓALGENGT er að áhugaleikfélög
frumflytji erlend leikverk á Ís-
landi. Leikfélag Húsavíkur hefur
verið einna iðnast við þessa iðju og
varð til að mynda fyrst til að
kynna íslenskum leik-
húsgestum bæði
Gaukshreiðrið og
Halta Billa þó þær
frumsýningar hafi
ekki farið jafnhátt og
hinar sem fylgdu í
kjölfarið í heldri hús-
um. Það er alltaf
áhætta fyrir leikfélag
að grípa efnivið sem
lítt eða ekki er kynnt-
ur enda kjósa flestir
að róa á öruggari mið.
Húsvíkingar hafa iðu-
lega hitt í mark með
þessum sýningum sín-
um og víst má telja að
svo verði einnig að þessu sinni.
Sambýlingar eftir Tom Griffin
er raunsæisleg smámynd af fjórum
einstaklingum sem ekki geta séð
um sig sjálfir af mismunandi
ástæðum og búa í vernduðu um-
hverfi sambýlis undir leiðsögn um-
sjónarmanns. Líf þeirra er hvers-
dagslegt, enda eru
hversdagslegustu hlutir gjarnan
illleysanleg verkefni fyrir félagana.
Fyrir vikið gerist ýmislegt í verk-
inu frá sjónarhóli þeirra þó fléttan
sé af fátæklegasta tagi. Reyndar
held ég að höfundurinn hefði getað
leyft sér örlítið svipmeiri átök án
þess að missa sig yfir í melódrama.
Sú litla togstreita sem vistmenn-
irnir lenda í við umheiminn og
hver annan leysist allajafnan á
óþarflega áreynslulausan hátt. En
kostir verksins eru líka umtals-
verðir: skýrt teiknaðar og nær-
færnar myndir af aðalpersónunum
þar sem raunsæi og skop vega
spennandi salt. Verkið er frábær
efniviður fyrir góða leikara til að
fara á kostum. Leikfélag Húsavík-
ur teflir fram firnasterku liði í
helstu hlutverkum og allir eiga
góðan dag. Það sem gerir samt út-
slagið um áhrifin er að hópnum og
Oddi Bjarna, leikstjóra sýning-
arinnar, hefur tekist að halda hár-
réttu jafnvægi milli skopgervingar
persónanna og virðingar fyrir
þeim. Samkvæmt leikskrá sóttu
þau sér mikla hjálp frá sérfræð-
ingum og aðstandendum þroska-
heftra og skilar sú nálgun, að við-
bættum hæfileikum og leikgleði,
alveg óvenju sterkum heildarsvip.
Og vegna þess hve jafnvægið er
gott þá leika þau sér við að þeyta
áhorfendunum um allan tilfinn-
ingaskalann, frá stjórnlausum
hlátri yfir í nístandi þögn og aftur
til baka. Fötlun persónanna er
aldrei misnotuð til að vekja hlátur,
heldur eru þær mótaðar af slíkri
natni að það er jafnsjálfsagt að
hlæja að þeim og hverjum öðrum
persónum sem er lýst á sannferð-
ugan hátt.
Sigurður Illugason
dregur upp nákvæma
og úthugsaða mynd af
þráhyggjusjúklingnum
Arnold. Þorkell
Björnsson er frábær-
lega skýr sem Lucien,
sem aftur er talsvert
langt frá því að vera
skýr, og Gunnar Jó-
hannsson heillar alla
sem hin elskulega fitu-
bolla Norman, ekki
bara hana Sheilu, sem
Guðný Þorgeirsdóttir
léði yndislega heið-
ríkju. Hjálmar Bogi
Hafliðason fer næmlega með krefj-
andi hlutverk geðklofans Barrys,
hefur minni tök á að búa til skop-
takta en félagarnir en kemst inn í
kvikuna í átakamestu senu verks-
ins þegar hann tekur á móti föður
sínum sem Hörður Þór Benón-
ýsson lýsti miskunnarlaust. Yfir fé-
lögunum vakir hinn dálítið lífsleiði
Jack sem Kristján Halldórsson
lýsti með fallegri næmi. Í smærri
hlutverkum voru Sigurjón Ár-
mannsson, Hilda Kristjánsdóttir,
Katrín Ragnarsdóttir og Guðrún
Kristín Jóhannsdóttir og stóðu sig
öll með prýði.
Sviðsetning Sambýlinga hefur
tekist verulega vel. Verkið gerist
að mestu á heimili fjórmenning-
anna, en einnig bregður fyrir
stuttum senum frá öðrum stöðum
og einnig eiga persónurnar það til
að rjúfa fjórða vegginn og ávarpa
áhorfendur beint. Oddi Bjarna hef-
ur tekist að láta þessa þætti flæða
mjúklega, vel studdur af verulega
snjallri leikmyndalausn Vigfúsar
Sigurðssonar þar sem hliðaveggir
við sviðsbrún taka á sig hinar ólík-
ustu myndir án þess að trufla
raunsæið í meginhluta rýmisins.
Sambýlingar sýnir Leikfélag
Húsavíkur í sínu besta formi. Af-
burðagóður leikur, metnaðarfull
umgjörð og vönduð leikstjórn skila
sýningu sem snertir hjartað og
tryllir hláturtaugarnar. Hlý, heið-
arleg og fyndin.
LEIKLIST
Leikfélag Húsavíkur
Höfundur: Tom Griffin, þýðandi og leik-
stjóri: Oddur Bjarni Þorkelsson. Sam-
komuhúsinu á Húsavík 27. febrúar 2005.
Sambýlingar
Þorgeir Tryggvason
Oddur Bjarni Þorkelsson
Hlý, heiðarleg
og fyndin