Morgunblaðið - 02.03.2005, Page 40
40 MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ÁLFABAKKI
kl. 3.45, 6, 8.15 og 10.30
GOLDEN GLOBE
VERÐLAUN
Besti leikari - Jamie Foxxti l i i i
J A M I E F O X X
Sýnd kl. 7.45 og 10.30. B.i. 12 ára.
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI
Kvikmyndir.is.
S.V. Mbl.
J.H.H. Kvikmyndir .com
KEFLAVÍK
kl. 8 og 10.10.
HELVÍTI VILL HANN,
HIMNARÍKI VILL HANN EKKI,
JÖRÐIN ÞARFNAST HANS
Magnaður spennutryllir með
Keanu Reeves og Rachel
Weisz í aðalhlutverki.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 5.30, 8 og 10.30. B.i 16.
SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5.30, 8 OG 10.30.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
KÓRINNI
Sýnd kl. 5.30. E. tal.
Mbl.
DV
2 T I L N E F N I N G A R T I L Ó S K A R S V E R Ð L A U N A• BESTA ERLENDA MYNDIN • BESTA LAGIÐ
S.V. MBL.
Besti Leikari - Jamie Foxx
Besta hljóðblöndun
Kvikmyndir.is
H.L. Mbl.
LEONARDO DiCAPRIO
Sýnd kl. 6 og 9.10.
Hlaut tvenn Golden Globe verðlaun
Kvikmyndir.is
Besta mynd ársins
Besti Leikstjóri - Clint Eastwood
Besta Leikkona - Hillary Swank
Besti Leikari í aukahlutverki - Morgan Freeman
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14.
DV
Forsýning kl 8.
Tilnefnd til
3 Óskarsverðlauna
Bubbi Morthens er ótrúleg-ur maður. Nýjasta útspilhans, að selja Sjóvá og
Íslandsbanka réttinn að lög-
unum sínum, hefur ábyggilega
fengið marga til að gapa en um
leið hafa margir alveg ábyggi-
lega yppt
öxlum.
Svona lagað
er nefnilega
nákvæmlega
það sem
hefði mátt búast við frá Bubba
Morthens – eða ekki. Maðurinn
er algjörlega óútreiknanlegur.
Á mánudaginn var undirrit-
aður samningur þess efnis að
Sjóvá, fyrir tilstilli Íslands-
banka, kaupir hugverkasjóð
Bubba sem þýðir á mannamáli
að lög Bubba og allar þær
tekjur sem þeim fylgja renna nú
til Sjóvár. Bubbi fékk greidda
nokkra tugi milljóna fyrir pakk-
ann, en nákvæm fjárhæð liggur
ekki fyrir.
Í þessum pistli verður ekkistigið fram með rassvasa-
kommúnisma og galað um það
að þetta séu svik við alþýðuna
og hina sönnu listsköpun. Hvað
þá að tengsl viðskipta og lista
verði dásömuð og að við stönd-
um frammi fyrir nýjum veru-
leika þar sem bisnessmenn og
listamenn ganga góðglaðir sam-
an hönd í hönd. Fyrir sumum
var Bubbi einfaldlega að selja
djöflinum sálu sína en fyrir öðr-
um er Bubbi skynsemdarmaður
sem var með þessu að treysta
afkomu sína, enda hefur hann
lifað af tónlist sinni svo til ein-
vörðungu síðastliðin tuttugu og
fimm ár og ætti að vita best
sjálfur hvað þarf að gera til að
halda sér á floti. Myndin sem
fylgir þessari grein gæti eins
verið úr einhverjum farsa.
Spillti en fyrrum hjartahreini
listamaðurinn að selja glottandi
hákarli hluti sem eru ómet-
anlegir eðlis síns vegna.
Hlutirnir eru auðvitað ekki
svona einfaldir en þessi atburð-
ur vekur óneitanlega spurn-
ingar. Hvað þýðir það að fyr-
irtæki leggi út í svona
fjárfestingar? Kannski fara
listamenn að haga listsköpun
sinni í auknum mæli á þann
veg, að hún hugnist einhverju
stórfyrirtækinu. Eða getur ver-
ið að svona samningar treysti
starfsgrundvöll listamanna og
tryggi áframhaldandi sköpun?
Aukaafurð af þessari sölu var
kostulegur Kastljóssþáttur sem
sendur var út á mánudags-
kvöldið. Þorgils Óttar Mathie-
sen, línumaðurinn snjalli sem
gerði garðinn frægan með FH
og íslenska landsliðinu og nú-
verandi forstjóri Sjóvár, var
mættur og viðhafði orð eins og
„fjármagnsflæði“ og „eigna-
trygging“ og fleiri tækniorð og
var fremur þurr á manninn.
Bubbi sat brattur við hliðina á
honum og fór á kostum eins og
venjulega. Sagði að samning-
urinn þýddi að nú gæti hann
borgað skuldirnar án þess að
svitna, benti á að Michaelangelo
hefði verið gerður út af auð-
mönnum og að þetta málið
rokkaði fyrst og síðast feitt.
Bubbi var stórkostlega kok-
hraustur og sjarmerandi um
leið, eins og hann á vanda til.
Þessir tveir menn voru jafn-
ólíkir og svart og hvítt.
Það sem rokkar mest við
þetta mál er að Bubba gæti ekki
verið meira sama um hvað öðr-
um finnst. Hann gerir það sem
honum sýnist og glottir við
tönn. Þetta er eins og þegar
Kurt heitinn Cobain, sem var
glúrnari en margir halda, var
spurður af einhverjum blaða-
manninum af hverju hann væri
farinn að spila tónlist sína á
íþróttaleikvöngum. Cobain hafði
lýst því yfir snemma á ferlinum
að slíkt myndi hann aldrei gera,
áleit slíkt athæfi vera tákn um
að hann væri þá búinn að selja
sig, vera svokallað „sell out“.
En af hverju var hann farinn að
spila á íþróttaleikvöngum allt í
einu?
„Tja ... ég skipti um skoðun,“
var svarið, klárt og kvitt.
Sjálfur er ég löngu orðinnsannfærður um að Bubbi
Morthens sé snillingur og er
annað hægt en að dást að ein-
urð þessa manns, hann segir
eitt og gerir svo eitthvað allt
annað daginn eftir en virðist
ávallt jafnheill engu að síður.
Og hver ætlar að dæma Bubba
Morthens? Það er minnisstætt
atriði í poppsögunni þegar kall-
að var „Júdas“ að Bob Dylan á
tónleikum, fyrir það eitt að
skipta úr kassagítar í rafmagns-
gítar. Margir sjá Bubba enn í
hyllingum sem verkalýðshetju
en Bubbi hefur fyrir löngu sýnt
og sannað að það er ekki hægt
að koma honum fyrir í ein-
hverri þægilegri rétt.
„Ég hef lengi verið að bíða
eftir því að íslenskt fyrirtæki
hefji framleiðslu á hnífum og
göfflum,“ sagði Bubbi í Kast-
ljósinu, eða eitthvað á þá leið,
eitt af mörgum gullkornum
hans þar. „Þá gæti ég selt þeim
„Stál og hníf“!“ Fékk einhver í
magann við að heyra þetta?
Bubbi byggir
’Bubbi hefur fyrirlöngu sýnt og
sannað að það er ekki
hægt að koma honum
fyrir í einhverri
þægilegri rétt.‘
AF LISTUM
Arnar Eggert
Thoroddsen
arnart@mbl.is
Morgunblaðið/Þorkell
„Hvernig gat þetta gerst?“ spyrja gömlu gúanórokkararnir sig líklega.
LEONARDO DiCaprio hefur löngum
staðið frekari vörð um einkalíf sitt en
mörg önnur Hollywood-stjarnan og
ætíð gert allt sem í valdi hans stendur
til að halda ástarlífi sínu leyndu.
Það vakti því þeim mun meiri at-
hygli er hann mætti með unga þokka-
dís uppá arminn á Óskarsverð-
launahátíðina á sunnudag. Staðfestist
þar með orðrómur sem verið hafði á
kreiki í langan tíma, að honum hefði
tekist að halda leyndu alvarlegu sam-
bandi sínu og brasilísku fyrirsæt-
unnar Gisele Bundchen í heil fjögur
ár. Þetta var nefnilega í fyrsta sinn
sem þau stíga saman fram í sviðsljósið
og það sem meira var þá töldu þeir
blaðamenn, ljósmyndarar og aðdá-
endur sem fylgdust grannt með
stjörnunum á rauða dreglinum sig
greina netta bumbu undir víðum hvít-
um Empire Line kjólnum sem
Bundchen klæddist.
DiCaprio, sem tilnefndur var til
Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í The
Aviator, lét sér heldur ekki nægja að
afhjúpa loksins kærustuna á Ósk-
arshátíðinni heldur tók hann einnig
móður sína Irmalin DiCaprio með og
var leikarinn vinsæli sýnilega stoltur
af mikilvægustu konunum í lífi sínu.
Fregnir götublaðanna í Bretlandi
herma reyndar að Leonardo hefði
næstum því misst af hátíðinni vegna
óhapps sem á að hafa hent hann á veit-
ingastað sem hann og fylgdarkonur
hans snæddu á fyrir hátíðina. Segir í
Daily Star að gulrót hafi staðið staðið
föst í hálsi hans og hann blánað í fram-
an. Hafi móðir hans því þurft að beita
hann Heimlich-björgunaraðferðinni,
til að ná gulrótinni uppúr hálsinum og
koma í veg fyrir að hann kafnaði.
Fólk | DiCaprio er með brasilískri fyrirsætu
Mætti með Gisele og
mömmu á Óskarinn
Reuters
Leikarinn Leonardo DiCaprio og
unnusta hans til fjögurra ára
Gisele Bundchen.
MORRISSEY, gamli Smiths-
söngvarinn, sem sneri aftur í fyrra
með sína sterkustu plötu í mörg ár,
You Are The Quarry, lætur ekki
deigan síga og ætlar að gefa út aðra
plötu í ár. Verður það tónleikaplata
sem hljóðrituð var á nýafstaðinni tón-
leikaferð hans um Bretland. Platan
mun heita því gegnsæja nafni Morr-
issey Live At Earl’s Court, einfald-
lega vegna þess að hljóðritunin var
gerð á tónleikum söngvarans í Earl’s
Court-tónleikasalnum í Lundúnum í
desembermánuði sl.
Það lá víst sérstaklega vel á karlin-
um á umræddum tónleikum og tók
hann gömul Smiths-lög, lögin „How
Soon is Now“, „Bigmouth Strikes
Again“, „There is a Light That Never
Goes Out“, „Last Night I Dreamt
Somebody Loved Me“ og „Shoplifters
of the World Unite“, sem öll verða á
plötunni, og nokkur af sínum ágætu
b-hliðarlögum sem hann hafði aldrei
áður tekið á tónleikum.
Alls verða átján lög á plötunni og
kemur hún út 4. apríl.
Tónlist | Morrissey gefur út tónleikaplötu
Smiths-lög
og b-hliðar
Reuters
Morrissey er í hörkuformi.