Morgunblaðið - 02.03.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2005 41
Disneyhetjurnar Bangsímon, Grísli, Tígri og
félagar lenda í stórkostlegu nýju ævintýri!
J A M I E F O X X
HELVÍTI VILL HANN,
HIMNARÍKI VILL HANN EKKI,
JÖRÐIN ÞARFNAST HANS
Magnaður spennutryllir með
Keanu Reeves og Rachel
Weisz í aðalhlutverki.
HELVÍTI VILL HANN,
HIMNARÍKI VILL HANN EKKI,
JÖRÐIN ÞARFNAST HANS
Magnaður spennutryllir með
Keanu Reeves og Rachel
Weisz í aðalhlutverki.
ÁLFABAKKI
kl. 3.45 og 6.30. Ísl tal
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.20.
KRINGLAN
Sýnd kl. 5.30, 8, 9.15 og 10.30. B.i. 16.
KRINGLAN
kl. 5.30. Í.t./ kl. 7. E.t.
Yfirnáttúrulegur spennutryllir af bestu gerð sem
vakið hefur gríðarleg viðbrögð og slegið
rækilega í gegn í USA og víðar.
Varúð: Ykkur á
eftir að bregða.
B.i 16 ára
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.45 og 6. m. ísl. tali.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8.15 og 10.30.
KRINGLAN
kl. 6, 8.15 og 10.30.
AKUREYRI
Sýnd kl. 8 og 10.20.
Kvikmyndir.is
Mbl.
DV
Mbl.
DV
T I L N E F N I N G A R T I L Ó S K A R S V E R Ð L A U N A
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.45 og 6.
ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8.15 og 10.30.
ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8.15.
Hljómsveitirnar sem taka þátt í ár.
Sigurvegari síðustu tilrauna - Mammút.
Rætt við upphafsmenn keppninnar.
Fyrstu sporin á Músíktilraunum -
hljómsveitir og tónlistarmenn sem
allir þekkja.
Skrýtin nöfn hljómsveita.
Sérblað um Músíktilraunir 2005
fylgir Morgunblaðinu 7. mars
næstkomandi.
Hljómsveitakeppnin Músíktilraunir hefur verið
ein helsta uppákoma í tónlistarlífinu í rúma tvo
áratugi. Hundruð hljómsveita hafa tekið þátt í
gegnum árin, en að þessu sinni keppa fimmtíu
hljómsveitir með hátt í þrjú hundruð ungum
tónlistarmönnum af öllu landinu.
Umsjónarmaður: Árni Matthíasson - 569 1145
Umsjón auglýsinga: Katrín Theódórsdóttir - 568 1139
Panta þarf auglýsingar fyrir kl. 16
miðvikudaginn 2. mars
auglýsingar 569 1111
músíktilraunir
NÝJASTA útgáfan í einhverri vin-
sælustu tölvuleikjaröð sögunnar,
knattspyrnustjóraleiknum Champ-
ionship Manager 5, kemur út fyrir
PC 18. mars. Nýrrar útgáfu af
þessum vinsæla og ávanabindandi
leik er jafnan beðið með gífurlegri
óþreyju enda ekki einasta að búið
sé að uppfæra stöðu mála í heimi
knattspyrnunnar heldur innihalda
nýjar útgáfur jafnan nýja eig-
inleika, meiri snerpu og betra við-
mót. PS2 og XBOX-útgáfur verða
svo gefnar út í vor. Leikurinn er
gerður af Beautiful Game Studios
(BGS), sem er í London.
Championship Manager var
fyrst gefinn út árið 1992 og hefur
þessi tölvuleikjaröð nú selst alls í
meira en 5 milljónum eintaka.
Championship Manager 5 gengur
eins og fyrri útgáfur út á að
leikmenn velja sér lið til að
stjórna en hægt er orðið að
stýra nær öllum félagsliðum
í hinum vestræna heimi,
hvort sem er í ensku úrvals-
deildinni eða hollensku
þriðju deildinni. Sjá þarf um
kaup og sölu á leikmönnum,
þjálfun, samskipti við fjöl-
miðla og setja upp leikkerfi.
Fullyrt er í tilkynningu frá
framleiðendum að Champ-
ionship Manager 5 verði sá
besti og fullkomnasti hingað
til, sá leikur þar sem leik-
menn komast næst því að
stýra alvöruknattspyrnuliði.
Nýja útgáfan á leiknum
er sögð vera talsvert breytt
– til hins betra væntanlega.
Notuð er glæný „leikjavél“
sem ku innihalda miklar
breytingar á hvernig leik-
irnir spilast, hvernig sett
eru upp leikkerfi og þjálfun.
CM5 mun innihalda sömu
dýpt og smáatriði sem áður,
en er þó með hraðari spilun,
auk þess sem styttri tíma
tekur að hlaða honum inn.
Gögn um leikmenn eru
fengin með ýmsum hætti –
frá aðdáendum liða, frá sérstökum
rannsóknarmönnum og einnig frá
fyrirtækjum, sem sjá um öflun
gagna um knattspyrnulið, á borð
við OptaTM – en þetta er gert til
að tryggja réttari gögn og raun-
verulegri.
Svo raunverulegur þykir þessi
leikur reyndar orðinn að sjálfir
knattspyrnustjórar stóru liðanna
hafa látið hafa eftir sér að þeir
laumist í hann. Meðal þeirra er t.d.
hinn gamalreynd Harry Redknapp,
stjóri Southampton, en hann hefur
viðurkennt að vera háður þessum
leikjum.
Haft er eftir John Webb, vöru-
stjóra Championship Manager hjá
Eidos: „Championship Manager 5
er risastórt skref fyrir seríuna. Við
hlustuðum á raddir þeirra sem
hafa spilað leikina í gegnum tíðina
og höfum lagað leikinn að því sem
aðdáendur CM vilja. Mikil áhersla
var lögð á að gera leikinn hraðari
og aðgengilegri.“
Að sögn Ólafs Þórs Jóelssonar,
vörustjóra Skífunnar, sem sér um
dreifingu á leikjunum hér á landi,
hafa selst í kringum 20 þúsund ein-
tök af Championship Manager-
leikjunum hérlendis. Þegar síðasta
útgáfan, Championship Manager
¾, kom út var miðnæturopnun í
verslunum Skífunnar og BT og
mynduðust langar raðir af hörð-
ustu aðdáendunum. Má því
búast fastlega við því að mið-
næturopnun verði einnig 18.
mars.
Nú hefur verið sett á lagg-
irnar netútgáfa af Champ-
ionship Manager. Það þýðir
að hægt er að spila leikinn á
Netinu, einn eða við aðra
netverja. Leikinn er að finna
á www.cm-online.com og
þarf að greiða áskrift að hon-
um.
Championship Manager
Online er sjálfstæð útgáfa í
þessari vinsælu leikjaröð þar
sem fjöldi leikmanna getur
spilað saman í einu á Netinu.
Hægt er að spila í stærri og
smærri deildum, þ.e. einn
gegn félögum sínum í
smærri deildum eða í stærri
deildum við fjölda manns
víða um heim, sem maður
veit engin önnur deili á en
þau að þeir eru eins gagn-
teknir af fótboltastjóradell-
unni alræmdu. Champion-
ship Manager Online er
hannaður af netleikjafyr-
irtækinu Jadestone í sam-
starfi við Beautiful Game
Studios, framleiðanda PC-útgáfu
Championship Manager.
Geta leikmenn valið að stýra
einu liði frá einu af sex Evr-
ópulöndum. Gefið hefur verið lof-
orð um að leikurinn verði upp-
færður reglulega í takt við
almenna þróun í knattspyrnuheim-
inum, auk þess sem til stendur að
bæta við löndum, deildum og leik-
mönnum. Þá verður hægt að nota
farsímann til að fylgjast með gengi
liðs síns með sms-skilaboðakerfinu.
Tölvuleikir | Knattspyrnustjóraleikurinn Championship Manager 5
Flautað til leiks 18. mars
!"
#
#
# !" $
% &
#
% &
'(&$)
%* )+,
#+,-
#+,-
.%&#/+)
0
.%&$)
#+,-
'(&$)
.%&$)
!" # $$%&$$'
(
# )& *
!
"#
Búast má við því að æstustu knattspyrnustjórar
tölvuheimanna leggi á sig að bíða í röð eftir CM5.
www.championshipmanager.com
Netleikurinn: www.cm-online.com
skarpi@mbl.is