Morgunblaðið - 02.03.2005, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 02.03.2005, Qupperneq 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. GRÉTAR Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir ljóst að kostnaður ríkisins við samning BHM sé nokkru meiri en samið hafi verið um á almenn- um vinnumarkaði. Hann segir að ASÍ eigi eftir að fara yfir samninginn og kveðst ekki vilja bregðast við honum að öðru leyti að sinni. ASÍ og Samtök atvinnulífsins munu meta for- sendur kjarasamninga, sem gerðir voru á síð- asta ári, í haust. Verður þá bæði horft til verð- bólgu og launaþróunar í landinu. Grétar sagði að viðbrögð ASÍ í haust réðust ekki síður af verðbólguþróun. „Verðlagsþróun er komin í allt annan farveg en menn sáu fyrir þegar samningarnar voru gerðir. Við erum núna í 4,5% verðbólgu og ætli láti ekki nærri að verðbólga þyrfti að vera í kringum núll til að þetta náist inn fyrir þau mörk sem var miðað við í kjarasamningum.“ Viss ávinningur fyrir ríkið Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði ljóst að 20% kostnaðarhækkun á þremur og hálfu ári væri við mörk þess sem lagt hefði verið til grundvallar þegar kjarasamningar voru gerðir á almennum markaði á síðasta ári. Hins vegar yrði að horfa til þess að með þess- um samningi hefði náðst fram viss ávinningur fyrir ríkið. Það hefði verið nauðsynlegt að koma gerð stofnanasamninga hjá ríkinu í skilvirkari farveg. Eins væri jákvætt að ná fram sam- ræmdri launatöflu fyrir félögin. Þetta ætti að auðvelda samningsaðilum að ná fram markmið- um í jafnréttismálum. Kostnaður vegna BHM meiri en ASÍ samdi um  Lágmarkslaun meinatækna/6 „VIÐ höfum tapað einni orrustu en það þýðir ekki að við höfum tapað stríðinu,“ sagði Ragnar Stefánsson, íbúi í Svarfaðardal, að loknum fundi bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar síðdegis í gær, en á fundinum var samþykkt með fimm atkvæðum gegn fjórum til- laga þess efnis að allir skólar í Dalvíkurbyggð verði sameinaðir í tvo kennslustaði, á Dalvík og í Ár- skógsskóla, þannig að frá og með næsta hausti verður Húsabakka- skóli í Svarfaðardal lagður niður. Íbúar í Svarfaðardal mótmæltu kröftuglega, óku á dráttarvélum, með aftanívagna og mykjudreif- ara þar sem komið hafði verið fyrir slagorðum, horn voru þeytt af kappi og við safnaðarheimili Dalvíkurbyggðar, þar sem bæj- arstjórnarfundurinn fór fram, var sungið og menn hrópuðu í kór: „Lifi Húsabakkaskóli“ þegar bæj- arfulltrúar gengu til fundar. Ragnar Stefánsson, sem hafði orð fyrir Svarfdælingum, sagði nær að efla skólastarf í Dalvík- urbyggð, gott skólastarf í Húsa- bakkaskóla væri lífæð samfélags- ins og hefði áhrif á allt byggðarlagið. „Með þessum mót- mælum reynum við að koma í veg fyrir lokun skólans, en þar er skólahald til mikillar fyr- irmyndar. Við vonum að tekið verði í útrétta sáttahönd okkar.“ Upp úr samstarfi meiri- hlutaflokkanna í bæjarstjórn slitnaði vegna Húsabakkamálsins fyrr í vetur, en þeir náðu saman á ný. Tillagan sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar í gær gerir ráð fyrir að í stað þess að reka þrjá grunnskóla verði haustið 2006 einn nýr sameinaður grunn- skóli í Dalvíkurbyggð. Leiðin að því marki verður tekin í áföngum, fyrst nú næsta haust þegar kennsla barna í Húsabakkaskóla verður flutt í Dalvíkurskóla og þá verður skólastjórum í Dalvíkur- og Árskógsskóla sagt upp störf- um þannig að þeir ljúki störfum 1. ágúst á næsta ári og einn skóla- stjóri ráðinn auk tveggja aðstoð- arskólastjóra. Leitað verður eftir samstarfi við skólastjóra um að þeir annist undirbúning og ráð- gjöf við flutning barnanna og þá munu kennarar í Húsabakkaskóla að jafnaði eiga forgang í auglýst störf á vegum sveitarfélagsins. „Ég hef verið í stjórnmálum lengi og veit að ekki er alltaf hægt að gera öllum til geðs, en það er skylda okkar að reyna að ná fram sem bestri sátt í hverju máli,“ sagði Svanhildur Árnadótt- ir, forseti bæjarstjórnar Dalvík- urbyggðar. „Heildarhagsmunum sveitarfélagsins til framtíðar er betur borgið með því að sameina skólana,“ sagði Svanhildur, en kvaðst vel geta sett sig í spor þeirra íbúa Svarfaðardals sem nú sæju á bak skólanum, um mikið tilfinningamál væri að ræða. „Breytingar eru alltaf kvíðvæn- legar, en þeirra er oft þörf.“ Svarfdælingar mótmæltu flutningi skólahalds frá Húsabakka til Dalvíkur Svanhildur Árnadóttir, forseti bæjarstjórnar, kemur til bæjarstjórnarfundar þar sem Svarfdælingar mótmæltu vegna lokunar Húsabakkaskóla. Höfum tapað einni orrustu en ekki stríðinu Morgunblaðið/Kristján Sævar Freyr Ingason, lögreglumaður í Dalvíkurbyggð, tekur á móti bændum úr Svarfaðardal, sem mættu til bæjarins á dráttarvélum. OLÍUFÉLÖGIN Esso, Skeljungur og Olís hafa síðustu daga öll hækkað elds- neytisverð hjá sér. Atlantsolía ætlar, að sögn Huga Hreið- arssonar markaðs- stjóra, að meta stöð- una í dag en öll efni séu þó til hækk- unar vegna þróunar á heimsmarkaði. Félögin þrjú hækkuðu lítrann af bensíni um 1,5 til 3 krónur og lítrann af dísilolíu um 3 krónur. Esso hækkaði fyrst verð á eldsneyti á mánudag, bensínlítrann um 1,50 krónur, lítrann af dísil- og flotaolíu um 2,50 krónur og svartolíulítrann um eina krónu. Í gær hækkaði félagið verðið aftur, bensín um krónu á lítra og sömuleiðis flotaolíu og svartolíu um krónu. Skeljungur og Olís hækkuðu svo einnig eldsneytisverð í gær svipað og Esso. Eftir þessar breytingar er viðmið- unarverð á 95 oktana bensíni almennt 101,70 krónur í sjálfsafgreiðslu og lítr- inn af dísilolíu 49,20 krónur. Þrjú olíufé- lög hækk- uðu elds- neytisverð MIKILL áhugi er á lóðum á Völlum í Hafn- arfirði. 1.309 umsóknir bárust um þær 60 einbýlis- og raðhúsalóðir sem Hafn- arfjarðarbær auglýsti fyrir skömmu laus- ar til umsóknar en umsóknarfrestur vegna lóðanna rann út í fyrradag. Samkvæmt upplýsingum bæjarins verð- ur 46 lóðum úthlutað til einstaklinga og barst 1.151 umsókn um þær lóðir. Þá verð- ur fimm lóðareiningum úthlutað til lög- aðila en 158 verktakar skiluðu inn um- sóknum. Mikil fólksfjölgun hefur verið í Hafn- arfirði undanfarin ár og samkvæmt upp- lýsingum Hafnarfjarðarbæjar er reiknað með að bæjarbúum fjölgi um 3–4 % á árinu 2005. Mikill áhugi á lóðum á Völlum í Hafnarfirði VERÐ á mjólkurkvóta hefur hækkað um rúmlega 100 krónur lítrinn á hálfu ári. Þetta er tæplega 40% hækkun. Byrjað var að skrá opinberlega verð á mjólkurkvóta 1. september sl. Þá var með- alverðið 263 kr/ltr. Síðan hefur verðið hækkað nær stöðugt og í gær var það komið í 366 kr. Viðskipti það sem af er verðlags- árinu eru tæplega 3 milljónir lítra, en það eru um 2,7% heildarmjólkurkvótans. Mjólkurkvóti hækkar um 40% á hálfu ári

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.