Morgunblaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2005 33 UMRÆÐAN Í DAG verður kosið milli tveggja mjög hæfra frambjóðenda til embættis rektors Háskóla Íslands. Há- skóli Íslands stendur á vissum tímamótum. Innlend samkeppni hefur aukist sem og kröfur nemenda til þeirrar þjónustu sem þeim stendur til boða. Við þessar að- stæður þarf Háskóli Íslands traustan stjórnanda og sterkan leiðtoga. Að okkar mati er starf rektors fyrst og fremst stjórnunar- og leið- togastarf. Reynsla af stjórnun er því mikilvæg fyrir verðandi rekt- or. Ágúst Einarsson hefur mjög víðtæka stjórnunarreynslu, bæði innan skólans sem utan. Sú reynsla mun án nokkurs vafa koma sér vel fyrir Háskóla Ís- lands verði hann næsti rektor. Ágúst hefur einnig þann ákjós- anlega eiginleika að vera í senn kröfuharður stjórnandi sem setur sjálfum sér og öðrum skýr mark- mið og farsæll leiðtogi sem drífur aðra með sér. Sem leiðtogi er Ágúst réttsýnn og sanngjarn í garð þeirra sem hann vinnur með, hann á auðvelt með að virkja starfsmenn til þátt- töku, er afar hvetjandi og er ein- staklega laginn við að sætta ólík sjónarmið. Hann leggur mikið upp úr liðsvinnu og hvetjandi starfs- umhverfi. Þetta eru eiginleikar sem ekki eru mörgum gefnir en eru að okkar mati mikilvægir fyrir nútíma stjórnanda og leiðtoga. Við sem þetta skrifum höfum báðir langa reynslu úr atvinnulíf- inu. Höfum báðir unnið undir stjórn stjórnenda með mismun- andi stjórnunarstíl og verið sjálfir stjórnendur. Við höfum einnig starfað undir stjórn Ágústar í rúm fjögur ár. Ágúst hefur sýnt það og sannað að hann er góður stjórn- andi og sterkur leiðtogi. Hann gerir miklar kröfur til sjálfs sín, leggur sig fram við að setja sig inn í mál, ber virðingu fyrir ólík- um skoðunum og sjónarmiðum, styður og hvetur samstarfsfólk áfram, er fljótur að greina aðal- atriði frá aukaatriðum og síðast en ekki síst þá kemur hann hlutum í verk. Það er því ekki nokkur vafi í okkar huga að Háskóli Íslands myndi njóta krafta Ágústar verði hann næsti rektor skólans. Ágúst Einarsson næsti rektor Háskóla Íslands Gylfi Dalmann Aðalsteinsson og Þórhallur Guðlaugsson fjallar um kjör rektors við Háskóla Íslands ’Ágúst hefur sýnt þaðog sannað að hann er góður stjórnandi og sterkur leiðtogi.‘ Gylfi Dalmann Aðalsteinsson Gylfi Dalmann er lektor í viðskiptafræði. Þórhallur er lektor í viðskiptafræði. Þórhallur Guðlaugsson AF LEIÐARA Morgunblaðsins sl. þriðjudag að dæma er það stefna íslensks skipaiðnaðar að tryggja eigin hag með því að koma í veg fyrir að verk séu unnin þar sem það er hag- kvæmast. Þess í stað verði ástunduð sérstök verndarstefna fyrir at- vinnugreinina. Þessi ályktun blaðsins er dregin af viðbrögðum skipaiðnaðarins við ný- legri ákvörðun um að semja við pólska skipasmíðastöð um endurbætur á Tý og Ægi. Sem betur fer er hér mikill misskiln- ingur á ferðinni. Meginmarkmið ís- lensks skipaiðnaðar er að standast alla eðlilega samkeppni en tryggja jafnframt að greinin sitji í raun við sama borð og er- lendir keppinautar. Enginn áhugi er á að vernda greinina fyrir erlendri samkeppni umfram það sem tíðkast meðal helstu samkeppnisþjóða okkar. Jöfn staða við keppinauta okkar er og verður sú krafa sem gerð er til ís- lenskra stjórnvalda. Tæpast getur það kallast verndarstefna að fá að sitja við sama borð og keppi- nautarnir. Þess vegna er það sérstakt um- hugsunarefni þegar leiðarahöf- undur Mbl. segir að íslenskur skipaiðnaður vilji halda umræddum verkefnum í landinu „burtséð frá því hver býður best“. Hér skjöplast leiðarahöfundi hrapallega. Meginstef í viðbrögðum við þeirri ákvörðun að færa þessi verk til Póllands byggjast einmitt á því að það sé hagkvæmast fyrir þann, sem borgar brúsann, að vinna þetta verk hér á landi. Leidd hafa verið fram mjög sterk rök fyrir því að kostnaður, sem af því leiðir að fara með verkin út, sé vanáætlaður og hafa virtir og reyndir útgerðarmenn tekið undir þá skoðun. Þess vegna er al- deilis óþarft að flækja þetta mál í orðalepp- um eins og verndar- stefnu og að menn séu á villigötum. Stað- reyndin er sú að ís- lenskur skipaiðnaður hefur verið að keppa um stór og smá við- gerðar- og viðhalds- verkefni við erlenda aðila og ennfremur flutt skip út til ná- grannalandanna með fjölbreyttum búnaði sem smíðaður er hér á landi. Þessi verk hafa borið hróður fyrir- tækjanna og starfs- manna þeirra víða og enginn kvartað yfir að þar færu aukvisar heldur þvert á móti kveða viðskiptavin- irnir upp úr um að þeir hafi fengið gott verk, gæði sem stand- ist ýtrustu kröfur og á eðlilegu verði í al- þjóðlegu samhengi. Því er næsta broslegt þegar leiðarahöfundur hvetur menn í grein- inni til meira sjálfstrausts enda þótt frekar væri hægt að vara þá við of- dirfsku við þær aðstæður sem greininni er gert að lifa við í okkar góða landi. Skipaiðnaðurinn sitji við sama borð og keppinautarnir Ingólfur Sverrisson gerir athugasemd við leiðara Morgunblaðsins Ingólfur Sverrisson ’Meginmark-mið íslensks skipaiðnaðar er að standast alla eðlilega sam- keppni en tryggja jafn- framt að greinin sitji í raun við sama borð og erlendir keppi- nautar.‘ Höfundur er deildarstjóri hjá Samtökum iðnaðarins. ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Kanarí 29. mars í 12 daga frá kr. 29.990 Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Þökkum ótrúlegar viðtökur. Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina til Kanarí í 12 daga á hreint ótrúlegu verði. Þú bókar ferðina og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Á Kanarí nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann. Bókaðu strax á www.heimsferdir.is Síðustu sætin Tryggðu þér ferð til Kanarí á lægsta verðinu Verð kr. 29.990 12 dagar Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn 2-11 ára í íbúð. Innifalið flug, gisting í 12 nætur og skattar. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800 Verð kr. 39.990 12 dagar Netverð á mann, m.v. 2 í íbúð/stúdíó. Innifalið flug, gisting í 12 nætur og skattar. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800 OPIÐ 9-18 OPIÐ HÚS Í DAG KL. 16-18.30 FLÓKAGATA 49A - NÝL. PARHÚS Í einkasölu nýlegt parhús á þessum vinsæla stað, 270 fm ásamt um 40 fm bílskúr eða samtals um 310 fm. Eignin skiptist m.a. í anddyri, gesta- snyrtingu, stofu, borðstofu, sól- stofu, sjónvarpshol, 4 svefn- herbergi, eldhús og baðher- bergi. Gott aukarými er í kjall- ara sem mætti nýta á ýmsan hátt, t.d. sem vinnuaðstöðu eða viðbótarherbergi með stiga á milli hæða. Fallega gróinn garður með verönd í suður. Verð 48,0 millj. LAUS FLJÓT- LEGA. Teikningar og nánari uppl. á staðnum í dag. Verið velkomin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.