Morgunblaðið - 17.03.2005, Side 37

Morgunblaðið - 17.03.2005, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2005 37 MINNINGAR svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Inga Margrét, Helga, Kristín, Ásta Jóna, Ólöf og Jónas. Elsku amma mín. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þú hefur gefið mér margt og þú áttir hlut í að gera mig að þeirri persónu sem ég er í dag. Fyrir það er ég þér að eilífu þakklát, elsku amma. Sólveig Hrönn. Elsku amma mín. Ég elska þig og mun gera það. Ég veit að þú ert alltaf hjá mér og ferð aldrei frá mér. Ég sakna þín og mun sakna þín að eilífu. En ég veit að þú munt gera það sama og ég en viltu varð- veita okkur. Ég veit að þú munt gera það. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaður Jesú mæti. (Höf. ók.) Besta amma í heimi. Ég elska þig. Bjarndís Helga. Elsku amma mín. Ég sakna þín núna og mun alltaf muna eftir þér og elska. Takk fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig. Guð blessi þig og alla uppi hjá þér. Ég sakna þín svo mikið, elsku amma mín. Amma er langbesta amma í heimi Amma mín er falleg og góð. Elska þig svo mikið. Hafðu þetta hjá þér. Indriði Hrannar. Elsku amma, mín. Eftir löng og ströng veikindi hefurðu loks fengið frið. Ég sit og syrgi þig en innst inni veit ég að þetta var þín ósk. Ég held bara fast í minningarnar og veit í mínu hjarta að þú hjálpar mér í gegnum þennan missi. Öll silkiblómin, blöðruföndrið, púsluspilin, laufabrauðið, þú að kenna mér að leggja kapal, allar okkar kjaftastundir í eldhúsinu og Dótakassinn, sem ég veit að enginn gleymir. Það er ótrúlegt að sjá sitt eigið barn leika sér með jafn mikilli gleði með sama dótið og ég lék mér með þegar ég var lítil. Enn man ég hversu hamingjusöm þú varst þegar Viktor minn upp- götvaði dótakassann og mundi svo eftir honum næst þegar hann kom í heimsókn. Og eins þegar ég og Inga frænka sátum með börnin okkar að skoða dótið í síðustu heimsókn minni til Íslands. Þrátt fyrir kynslóðaskipti mun enginn gleyma dótakassanum. Við áttum yndislegar stundir síð- ast þegar ég var á landinu og þær minningar held ég fast í. Ég vildi óska að okkar stundir hefðu verið fleiri undanfarin ár en símtölin urðu þeim mun fleiri í stað- inn og það var gott að geta fylgst með ykkar lífi á þann hátt og gefið ykkur fréttir af okkar lífi. Ég hugsaði líka til ykkar afa dag- lega. Ég mun alltaf hugsa til ykkar daglega. Elsku afi minn, þinn missir er mikill og ég bið Guð að veita þér styrk til að komast í gegnum þenn- an missi. Elsku pabbi, Jónas, Arnþór, fjöl- skyldur og aðrir aðstandendur, ég sendi ykkur mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Elsku amma mín, takk fyrir allt sem þú hefur gefið og kennt mér. Ég mun aldrei gleyma þér. Ég elska þig! Elísabet. Minningarnar um Ingu frænku, eða Ingu Blöndal eins og ég kallaði hana oftast, eru margar og skemmtilegar. Þær voru ófáar heimsóknirnar til hennar með mömmu, oft eftir skóla og þá var ekki verra að fá súkkulaðiköku beint úr ísskápnum. Það var alltaf gaman að koma og spjalla við Ingu frænku, sem hafði alltaf mikinn áhuga á því sem ég tók mér fyrir hendur. Fastur liður var að fara í Stóra- gerðið á Þorláksmessu, annars hefðu jólin ekki komið. Þó að klukkan væri orðin margt biðu þau alltaf með konfekt og jóla- öl á borðum og hangikjötslykt ilm- aði um húsið. Ég kveð Ingu frænku mína og þakka fyrir allar góðu stundirnar. Hennar verður sárt saknað. Helga Marín Gestsdóttir. Hjónin Jónas Guðmundsson og Ólöf Bjarnadóttir á Eiðsstöðum í Blöndudal eignuðust níu börn. Þrjú dóu í æsku en sex voru á lífi þegar Jónas féll skyndilega frá haustið 1933, yngsta barnið sjö ára, það elsta 24 ára. Heimilið leystist upp og systkinin fóru hvert í sína átt. Faðir minn, Ragnar, sem var næstelstur, hélt til Danmerkur til náms og kom þaðan haustið 1940. Vorið eftir flutti hann til Siglufjarð- ar og átti ríkan þátt í því að þrjú systkina hans settust að í þessum norðlenska athafnabæ. Inga var í þeim hópi. Hún kom til Siglufjarðar árið 1942 og giftist Magnúsi Blöndal um sumarið. Þau byggðu sér fljótlega hús við Hóla- veg og hjá þeim hjónum var Ólöf móðir Ingu í fimmtán ár, þar til hún lést. Á Siglufirði fæddust synirnir þrír og þar ólust þeir upp. Þegar síldin brást flutti fjölskylda Ingu og Magnúsar til Reykjavíkur. Heimili þeirra var ávallt opið bræðrabörnunum frá Siglufirði, hvort sem var til lengri eða skemmri dvalar í höfuðborginni. Sí- fellt fleiri ættingjar komu til náms og starfs í Reykjavík og þótti Ingu þá ástæða til að afkomendur sæmd- arhjónanna á Eiðsstöðum kynntust betur og bauð öllum í þorrablót á heimili sínu snemma árs 1974. Hún hélt þessum sið um árabil, þar til yngra fólk tók við. Þessi ættarmót hafa verið ómetanleg til að efla samheldnina í ættinni. Inga ræktaði einnig samband við Guðmund föðurbróður sinn á vest- urströnd Bandaríkjanna og afkom- endur hans, bæði með bréfaskrift- um og heimsóknum. Á miðju síðasta ári var þess minnst í Eiðsstaðaættinni að hundr- að ár voru síðan Jónas og Ólöf voru gefin saman í hjónaband. Athöfn var í Dómkirkjunni í Reykjavík og síðan samkoma á kirkjuloftinu. Þrátt fyrir erfið veikindi og þrótt- leysi mætti Inga, gekk upp alla stig- ana og gleðin skein úr andliti henn- ar innan um allt skyldfólkið. Síðustu vikur og mánuði hrakaði heilsu Ingu frænku og nú hefur hún hitt systkini og foreldra í eilífðarland- inu. Blessuð sé minning hennar. Jónas Ragnarsson. Okkur varð snemma ljóst að hún Inga föðursystir okkar var engin venjuleg kona. Hún var ákveðin kona með stórt hjarta og ótrúlega mikinn viljastyrk. Reynsla Ingu af föðurmissi og upplausn fjölskyld- unnar á unglingsárunum hefur án efa hert hana í lífsbaráttunni sem framundan var. Hún var í okkar huga þessi einbeitta persóna sem hafði staðföst stefnumið, vílaði ekki hlutina fyrir sér heldur hélt ótrauð áfram vegferð sinni og glímu við verkefni dagsins. Innan stórfjölskyldunnar gegndi Inga leiðtogahlutverki. Um árabil hélt hún þorrablót á heimili sínu í Stóragerði fyrir afkomendur og tengdafólk hjónanna frá Eiðsstöð- um. Hún stóð líka fyrir stórum ætt- armótum í Blöndudalnum og hún var hvatamaður þess að stórfjöl- skyldan fengi land og byggði saman sumarbústað á æskustöðvum sínum og systkina sinna á bökkum Blöndu, við rætur Auðkúluheiðar. Inga naut sín vel í Blöndudalnum og þar fengu dugnaður hennar og þrautseigja út- rás í uppgræðslu landsins. Þær voru ófáar plönturnar sem Inga var búin að setja í jörðina í kringum sumarbústaðinn og prýða landið við heiðarræturnar til langframa við erfiðar gróðurfarslegar aðstæður. Á komandi árum munu trén fyrir norðan bera vitni um dugnað og atorku Ingu frænku. Það var skarð fyrir skildi þegar Eiðsstaðafjölskyldan hélt fjölmennt ættarmót fyrir norðan á síðasta sumri að Inga frænka treysti sér ekki norður vegna heilsu sinnar. Það var þó bót í máli að hún átti þess kost að taka þátt í helgistund og samveru í Dómkirkjunni um sama leyti, í tilefni af hundrað ára hjúskaparafmæli foreldra hennar. Þar gafst kærkomið tækifæri til að rifja upp erfiðar en mikilvægar stundir í lífi fjölskyldunnar í krepp- unni miklu og jafnframt að gleðjast yfir gengi fjölskyldunnar á þeim áratugum sem eftir fóru. Við erum þakklát fyrir að hafa átt slíka frænku sem Inga var. Alltaf stóð heimili hennar okkur opið og þar áttum við öruggt athvarf. Inga var alltaf tilbúin að rétta okkur hjálparhönd og við nutum væntum- þykju hennar alla tíð. Hrakandi heilsa hennar breytti þar engu um, eins og t.d. á síðastliðnu hausti þeg- ar hún, fársjúk, var að hafa áhyggj- ur af heilsufari frænku sinnar. Inga háði hetjulega baráttu í erfiðum veikindum á liðnum árum. Þar sýndi hún glöggt hvílíkri þraut- seigju hún bjó yfir. En nú hefur hún fengið hvíld frá þessari baráttu. Við biðjum Guð að gæta hennar og gefa Magnúsi, sonum hans og fjölskyld- um þeirra huggun og styrk. Arnfríður Guðmundsdóttir, Jónas Guðmundsson. Skemmuvegi 48, Kópavogi. Simi 5576677 www.steinsmidjan.is Helluhrauni 10, 220 Hf. Sími 565 2566 www.englasteinar.is Englasteinar 15% afsláttur af öllum legsteinum út þessa viku Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, stjúpföður, tengdaföður, afa og bróður, KJARTANS RUNÓLFSSONAR bónda í Ölvisholti, Hraungerðishreppi. Guð blessi ykkur öll. Arnleif Margrét Kristinsdóttir, Sif Elín Kjartansdóttir, Tor Magne Nevestveit, Anna Guðrún Kjartansdóttir, Bjørn Gjærum, Halla Kjartansdóttir, Berglind Sigurðardóttir, Jónína Hulda Gunnlaugsdóttir, Steinn Þórarinsson, Jón Elías Gunnlaugsson, Þórhildur Rúnarsdóttir og barnabörn, Ögmundur Runólfsson og fjölskylda, Sveinbjörn Runólfsson og fjölskylda. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulegrar eiginkonu, móður, tengda- móður, ömmu og langömmu, SOFFÍU EINARSDÓTTUR, Furugrund 54, Kópavogi. Sérstakar þakkir til hjúkrunarþjónustunnar Karitasar fyrir umönnun og vináttu. Björn Helgason, Helgi Björnsson, Einar Björnsson, Alda Ásgeirsdóttir, Björn Ragnar Björnsson, Gréta Mjöll Bjarnadóttir, Soffía Björnsdóttir, Herbert Eiríksson, Arndís Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HANSÍNA ÞORKELSDÓTTIR frá Siglufirði, sem lést miðvikudaginn 9. mars sl., verður jarðsungin frá Digraneskirkju í Kópavogi föstu- daginn 18. mars kl. 11.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð hjúkrunarþjónustunnar Karitas, sími 5515606, eða Minn- ingarsjóð krabbameinslækningadeildar LSH, sími 5431151. Unnur Einarsdóttir, Rafn Baldursson, Guðrún Einarsdóttir, Hjörtur Páll Kristjánsson, Þorkell Einarsson, Rut Marsibil Héðinsdóttir, Gerður Einarsdóttir, Þorsteinn Sveinbjörnsson, Ólafur Hjalti Einarsson, Sólveig Victorsdóttir, Sveinn Ingvar Einarsson, Karin Margareta Johanson, Pálmi Einarsson, Jóhanna Einarsdóttir, Gísli Guðmundsson, Ari Einarsson, Berglind Jónsdóttir, Snorri Páll Einarsson, Elín Lára Jónsdóttir, Unnur Helga Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRN ÓLAFSSON, Krosseyrarvegi 9, Hafnarfirði, sem lést laugardaginn 12. mars, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 22. mars kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en bent er á hjúkrunarþjón- ustuna Karitas og Líknarsjóð krabbameinsdeildar 11E á Landspítala. Elín Jónsdóttir, Gyða Björnsdóttir, Brynjar Viðarsson, Jón R. Björnsson, Auður Erla Gunnarsdóttir, Andri B. Björnsson, Anna Helga Björnsdóttir Elín Anna, Anna Margrét, Birna, Andrea Helga og Rebekka.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.