Morgunblaðið - 17.03.2005, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2005 45
DAGBÓK
Alvarlegar raskanir í þroska – helstu mis-munagreiningar“, er yfirskrift ráð-stefnu sem Greiningar- og ráðgjaf-arstöð ríkisins stendur fyrir á Grand
hóteli á morgun kl. 9–16. Á ráðstefnunni verður
farið yfir helstu mismunagreiningar alvarlegra
þroskaraskana og þá þætti sem koma til aðgrein-
ingar. Markmiðið er að veita þátttakendum meiri
þekkingu á þeim ólíku þáttum sem þarf að átta sig
á við greiningu og skipulagningu íhlutunar fyrir
börn með alvarlegar þroskaraskanir. Íhlutun sem
er byggð á nákvæmri og markvissri greiningu,
getur skipt sköpum fyrir barnið og fjölskyldu þess
og verið þjóðfélagslegur ávinningu til framtíðar.
Á ráðstefnunni verður farið yfir helstu raskanir
í þroska. Meðal annars verður fjallað um þroska-
hömlun og raskanir á einhverfurófi auk umfjöll-
unar um heilkenni óyrtra námserfiðleika. Stefán
Hreiðarsson, barnalæknir og sérfræðingur í fötl-
unum barna, mun fjalla um taugaþroska barna og
tengsl hans við mismunandi frávik. Dr. Elín Þöll
Þórðardóttir kemur frá Kanada og mun fjalla um
málhamlanir barna. Einnig verður Ólafur Guð-
mundsson, yfirlæknir á Barna- og unglingageð-
deild, með umfjöllun um geðræna erfiðleika barna
og tengsl við þroskafrávik. Að lokum fjallar dr.
Tryggvi Sigurðsson um mikilvægi markvissrar
greiningar sem forsendu fyrir íhlutun.
Íris Böðvarsdóttir, sálfræðingur á Greining-
arstöð, segir þekkingu á þroskafrávikum og þýð-
ingu þeirra fyrir framtíð barna hafa aukist með
auknum rannsóknum og betri greiningartækjum.
„Við erum orðin betri í því að þekkja einkenni og
áhættuþætti þroskafrávika. Stöðug aukning í
fjölda tilvísana á Greiningarstöð segir okkur að
sérfræðingar eru orðnir meðvitaðri um þroskafrá-
vik og nauðsyn þess að framkvæma ítarlega og
þverfaglega athugun á barninu sem grunn fyrir
íhlutun. Í framtíðinni má búast við að þekking
okkar eigi eftir að aukast enn frekar og þá horfi
ég sérstaklega til þekkingar á tengslum þroska-
frávika og geðraskana. En þetta gæti þá ekki bara
þýtt að snemmgreiningar verði vandaðri heldur
einnig líklegt að þeim fjölgi. Með þessu er verið að
vinna mikilvægt forvarnarstarf til framtíðar.“
Hvað felst í hugtakinu mismunagreining?
„Með mismunagreiningu á þroskafrávikum er
átt við það að greina í sundur raskanir í þroska,
sem geta haft svipuð einkenni að hluta. Mis-
munagreining felst í því að fella einkenni barnsins
að þekktum hópi þroskafrávika og fá þannig sem
réttasta mynd af erfiðleikum barnsins, þörfum
þess og framtíðarhorfum. Þetta er mjög mik-
ilvægt fyrir rétta íhlutun og þjálfun. Mörg ein-
kenni þroskafrávika skarast talsvert og því ekki
alltaf auðvelt að setja nafn á hlutina en nákvæm
þverfagleg athugun byggð á nýjustu þekkingu er
það besta sem við höfum í dag.“
Þroskamál | Ráðstefna Greiningarstöðvar um mismunagreiningar á þroskaröskun
Íris Böðvarsdóttir er
fædd á Eyrarbakka árið
1973. Hún lauk BA-
prófi í sálarfræði frá
Háskóla Íslands 1997
og Cand. Psych. í sál-
arfræði frá Háskólanum
í Árósum og embættis-
prófi 2001. Hún hefur
starfað sem sálfræð-
ingur m.a. á Skólaskrif-
stofu Austurlands,
Miðstöð heilsuverndar Barna, Heilbrigð-
isstofnun Suðurlands og á Greiningar- og ráð-
gjafarstöð ríkisins auk þess sem hún starfar
sjálfstætt fyrir barnaverndar- og félagsmála-
yfirvöld.
Íris er í sambúð með Karli Þór Hreggviðssyni
sjávarútvegsfræðingi og á tvö stjúpbörn.
Meiri meðvitund um þroskafrávik
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Áður fyrr á ullarfötum
VÍSURNAR Áður fyrr á ullarfötum
sem birtust í Velvakanda fyrir
nokkru eftir fyrirspurn hefi ég aldr-
ei séð fyrr. En við að lesa þær skaut
upp í hug minn slitrum úr löngu
gleymdum dönskum texta:
För gik jeg med drengene í haven
sing, sing, sing, með drengene í haven.
Nu går jeg með börnene í maven
sing, sing, sing det gör jo ingenting.
För gik jeg með grever og baroner,
sing, sing, sing með grever og baroner.
Nu går jeg með byens lassaroner
sing, sing, sing det gör jo ingenting.
Lagið við þetta rifjaðist upp líka
og hef ég verið að raula það und-
anfarna daga.
Edda.
Að mála sig út í horn
RÍKISSTJÓRNIN reiknar ekki
með að verða endurkosin, ef marka
má aðgerðir stjórnarflokka og ein-
stakra ráðherra á þessu síðasta kjör-
tímabili.
Nú virðist vera um að gera að
nota valdið til að koma ár sinni fyrir
borð, í hvaða skilningi sem er. For-
sætisráðherra, sem hefur haft sjö ár
til að leggja fram frumvarp um að
afnema allar gagnslausar þingskip-
aðar nefndir, gerir ekkert til þess,
en spyr á Alþingi: „Hvenær hefur
einhver vitað til að nefndir kæmu
einhverju í verk?“ til að afsaka það
að ríkisstjórnin hafi ekki farið að
lögum.
Að lögum skal samt farið, þegar á
að ráða fréttastjóra RÚV (nýta skal
úreltu lögin, áður en þeim verður
breytt, og ríkisstjórnarsetuna, sem
ekki stendur til boða að eilífu), til að
planta algjörlega óþekktum manni í
ábyrgðarstöðu hjá RÚV.
Menntamálaráðherrann hneyksl-
aðist á hegðun starfsmanna RÚV,
sem þótti sér misboðið. Hvað mundi
hann (hún) segja, ef hún þyrfti að
ráða í skólastjórastöður eftir um-
sögn drukknaðra sjómanna?
Þórhallur Hróðmarsson.
Lyklar týndust
BÍLLYKLAR og húslyklar týndust
5. febrúar sl. líklega á planinu við
Kringluna, leikhúsmegin. Skilvís
finnandi hafi samband við Rögnu í
síma 564 3820.
Silkitrefill týndist
SILKITREFILL, vínrauður með
kögri og munstri, týndist sl. föstu-
dag, líklega í Firðinum Hafnarfirði,
Smáralind eða á Seltjarnarnesi.
Skilvís finnandi hafi samband í síma
464 3532 eða 696 0205. Fundarlaun.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
70 ÁRA afmæli. Föstudaginn 18.mars verður sjötugur Svavar
Reynir Benediktsson, Asparfelli 6,
Reykjavík. Af því tilefni bjóða hann og
eiginkona hans, Sigríður Sigurð-
ardóttir, vinum og vandamönnum til
veislu í hátíðarsal hestamannafélagsins
Fáks í Reiðhöllinni í Víðidal, kl. 20.30
föstudagskvöldið 18. mars.
50 ÁRA afmæli. 20. mars nk. verð-ur fimmtug Þórdís Ásgerður
Arnfinnsdóttir, Miðhúsum. Af því til-
efni tekur hún og fjölskylda hennar á
móti gestum í Valfelli, Borgarhreppi,
18. mars frá kl. 20.
SAUÐKINDIN, Leikfélag Mennta-
skólans í Kópavogi, frumsýnir leik-
ritið Kaffi Kash í dag, fimmtudag.
Verkið er spunaverk unnið af leik-
hópnum undir stjórn Gunnars I.
Gunnsteinssonar, leikstjóra. Alls
taka um 18 leikarar þátt í sýning-
unni ásamt fjölda nemenda sem að-
stoða við uppsetninguna.
Verkið gerist á kaffihúsi í nú-
tímanum og verða sýningargestir
partur af sýningunni þar sem þeir
eru auðvitað staddir á kaffihúsinu
Kaffi Kash. Í verkinu fléttast
nokkrar sögur saman en þær eiga
allar eitthvað sameiginlegt. Per-
sónurnar þurfa að grípa til ör-
þrifaráða til þess að bjarga sér úr
peningavandræðum og þá er spurt;
hversu langt er manneskjan tilbúin
að ganga fyrir peninga? Eða ást-
ina? En kynlíf? Tilgangur verksins
er ekki að svara þessum spurn-
ingum heldur til að vekja fólk til
umhugsunar.
Verkið er sýnt í Félagsheimili
Kópavogs, Fannborg 2. Sýningar
verða, auk frumsýningar, 18., 21.,
22. og 31. mars og hefjast allar
sýningar kl. 20.
Sauðkindin frumsýnir Kaffi Kash
Morgunblaðið/Ómar
��������� �� ��� ��������� � ���������� �� ��� ���������
����� ��� ���� � ���������
F
A
B
R
IK
A
N
����������� �� ����������������� �
��������� ������
�������� ������� ������������� ����������������
����������������������
���� ����� ����� �����������
����� �� ���������� �������������� �� ������
������������� ��� ����������
���� ���������� �� ���� ����������
��� ����� ������� ��������� � ���������� ������
��� ���������������� � ��� �����
����� ����� �������� ��� �����
������������������
��� ����� �������� ����� ��������� � ���������� ���
��������� � ��������� �� ���� ��� ��������������
� ����������
������������� ��� ���� ���� ������������� ������� ��������
������ �� ���������������� ��������� � ����������
���������������
��������� � ���������� ��������� �� ����������� ��� ���� ��� �����
���� ����������� � ������������
����� ����������� �� ����������������� � ���������
�������� ���������� �� ��������� � ���������
�������
HLJÓMPLATAN Áfangar – Stages inniheldur
verk eftir Leif Þórarinsson, Jón Nordal, Pál
Pampichler Pálsson, Áskel Másson og Atla
Heimi Sveinsson. Hljómplatan er gefin út í
samstarfi Íslenskrar tónverkamiðstöðvar og
Smekkleysu, en hún inniheldur fimm verk
fyrir klarinettu, selló, píanó og fiðlu, verk
sem spanna tæpan aldarfjórðung í íslenskri
tónlistarsögu. Verkin eru flutt af þeim Sig-
urði Ingva Snorrasyni klarinettuleikara,
Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara, Önnu
Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara og
Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleikara.
Áfangar í klarinettutónlist