Morgunblaðið - 17.03.2005, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 17.03.2005, Qupperneq 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 17. MARS 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi KJALAR ehf., félag í aðaleigu Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa, hefur eignast 55,7% hlut í Keri hf., sem er aðaleigandi Olíufélagsins hf. Félagið átti áður 41% í Keri. Kjalar keypti bæði mestan hlut Vogunar (áður Hvals hf.) eða rúm 11% og allan 2% hlut Fisk- veiðihlutafélagsins Venusar í Keri. Kristján Loftsson og Árni Vilhjálmsson hafa farið fyrir þessum félögum. Mikil átök hafa verið um eignarhluti í Keri að undanförnu eftir að Fjárfestingarfélagið Grettir keypti 34,02% í félaginu. Fram kom í fréttaskýr- ingu í Morgunblaðinu um seinustu helgi að Ólaf- ur, Árni og Kristján ætluðu að standa þétt saman inni í Keri og halda meirihlutanum. Eftir þessi viðskipti á Vogun 5% hlut í Keri, Kjalar 55,7%, stjórnendur 4,4% og Grettir rúm 34%. Kaupverðið í viðskiptunum er ekki gefið upp en Ólafur sagðist í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi vera ánægður. „Nú erum við búnir að gera alveg klár- an meirihluta í félaginu,“ sagði hann. Í yfirlýs- ingu í gær segjast Ólafur og Kristján vilja með þessum viðskiptum styrkja stöðu Kers og tryggja rekstrarlegan stöðugleika félagsins. Með kaupunum hafi verið eytt þeirri óvissu sem skap- ast hafi með nýjum eigendum sem komið hafa að Keri að undanförnu. „Meirihlutinn lá alveg fyrir. 66% hluthafa hafa staðið saman og munu gera það áfram, en það er einn með kláran meirihluta,“ segir Ólafur. Spurður hvort áhugi sé á að eignast stærri hlut í Keri segir Ólafur: „Við erum alveg tilbúnir til þess, verði okkur boðið það og ef menn eru að tala um einhverja skynsemi í þeim viðskiptum.“ Félag í eigu Ólafs Ólafssonar í Samskipum hefur eignast 55,7% í Keri „Einn með kláran meirihluta“ Ólafur Ólafsson FLUGFARGJÖLD til útlanda hafa hækk- að um 4,4% milli ára, samkvæmt undirvísi- tölu neysluverðs í mælingum Hagstofu Ís- lands. Er þá miðað við mars árið 2004 og sama mánuð í ár. Hækkun frá febr- úar sl. nemur 2,5% en hæst eru gjöldin jafnan um hásumarið og lækka gjarnan að hausti. Tekur Hagstofan mið af nokkrum algengum flugfargjöldum hjá Ice- landair og Iceland Express. Þegar leitað er skýringa á þessari hækk- un hjá flugfélögunum benda þau á hækkun eldsneytisverðs, en þotueldsneyti er nú 65% hærra á heimsmarkaði en fyrir ári. Félögin segja lækkun dollars síðan hafa dregið úr hækkunarþörfinni en frá því í mars 2004 hefur gengi dollars lækkað um 17%./8 Flugfargjöld 4,4% hærri en fyrir ári            N 2 , 2 N N O * G  ) N 2    5-( 6  & ' 54$   (9/5(     :('L: $;7 H ' VEL VAR mætt á opnum fundi í BÚR- húsinu við Grandagarð í gær þar sem rammaskipulag Mýrargötu-Slippsvæðisins var kynnt en þar er gert ráð fyrir um 500 nýjum íbúðum og 15 þúsund fermetra at- vinnuhúsnæði. Reiknað er með 3–5 hæða byggð að jafnaði en að á ákveðnum stöðum yrði leyfð allt að 6–7 hæða byggð. Íbúar á svæðinu gerðu ýmsar at- hugasemdir við rammatillöguna, sér í lagi við hæð bygginga, að ekki væri gert ráð fyrir íbúðum í byggingum við höfnina o.fl. Richard Briem verkefnisstjóri sagði at- hugasemdir við hæð bygginga á svæðinu ekki fyllilega réttmætar. Í tillögunni væri útgangspunkturinn einmitt að sýna þeirri byggð sem fyrir er tilhlýðilega virðingu. Þannig væri gert ráð fyrir 2–3 hæða húsum á Nýlendugötunni og á svæðinu ofan Mýr- argötu sem væri í takt við hæð húsa sem þegar væru þar. Byggingar hækkuðu síðan þegar nær drægi sjónum þar sem landið lækkaði, þannig gætu verið sex hæða bygg- ingar neðst án þess að þær stæðu upp úr. Þá benti Richard og á að á Slippsvæðinu þyrfti að kaupa upp lóðir, rífa þar og hreinsa til og byggðin þar þyrfti að bera þessar aðgerðir. Morgunblaðið/Jim Smart Hvert sæti var setið á kynningarfundinum þar sem kynntar voru helstu niðurstöður rammaskipulagstillögunnar. Opinn fundur með íbúum um uppbyggingu á Mýrargötu-slippsvæðinu Byggðinni sem fyrir er sýnd virðing  Áhyggjur/28 SAMNINGUR hefur verið gerður milli líftæknifyrirtækisins Urðar, Verðandi, Skuldar (UVS) og Roche Diagnostics í Basel í Sviss um samstarf á sviði krabbameins- rannsókna, sem einkum mun bein- ast að rannsókn á líffræðilegum eiginleikum krabbameinsæxla. Þórunn Rafnar, framkvæmda- stjóri rekstrar hjá UVS, segir að þessi samningur skipti miklu máli fyrir fyrirtækið. Hún segir að á undanförnum árum hafi fyrirtæk- ið unnið að krabbameinsrannsókn- um á Íslandi með samstarfsaðilum sínum sem séu Landspítali há- skólasjúkrahús, samstarfslæknar og Krabbameinsfélag Íslands. Á þessum tíma hafi tekist að byggja upp rannsóknarefnivið sem sé ómetanlegur fyrir þær rannsóknir sem hér um ræði, enda sé hann farinn að vekja töluverða athygli erlendis. UVS sé þannig að verða eftirsóttur samstarfsaðili í svona alþjóðlegt rannsóknarverkefni. Leita sameinda Samstarfsverkefnið miðar að því að leita sameinda sem geta sagt fyrir endurkomu tiltekinna krabbameina og staðfest gildi sameinda sem áður hafa fundist. UVS var stofnað árið 1998 og er í eigu íslenskra fjárfesta. Hjá fyr- irtækinu starfa um 25 manns. „Í stórum dráttum gengur verk- efnið út á að leita leiða til að bæta meðferð við krabbameini. Það er vel þekkt að ákveðin krabbameins- lyf geta virkað vel hjá sumum sjúklingum en haft lítil áhrif í öðr- um tilfellum. Ástæður þess að lyfin hafa svona mismikla virkun eru ekki þekktar og það er meðal ann- ars það sem við erum að skoða í þessu samstarfi,“ sagði Þórunn. Hún sagði að ef hægt væri að finna líffræðilegar ástæður þess að æxli svara lyfjameðferð misvel yrði hægt að gera meðferð miklum mun markvissari en áður. Þannig yrði mögulegt að meta fyrirfram hvaða lyf mundu gagnast hvaða sjúklingi best, gefa strax þau lyf sem væru líkleg til að verða árang- ursríkust og hlífa sjúklingum við meðferð með lyfjum sem kæmu að takmörkuðu gagni. Þá gætu nið- urstöður einnig leitt til þróunar nýrra lyfja. „Við lítum á þetta sem einstakt tækifæri til að leggja okk- ar lóð á vogarskálarnar í barátt- unni við krabbamein. Roche er öfl- ugt rannsóknarfyrirtæki á sviði krabbameins og það er talsverður ávinningur bæði fyrir þá og UVS af þessu samstarfi,“ sagði Þórunn. UVS og Roche gera með sér samstarfssamning HARALD Andresen, forstjóri norræna lág- fargjaldaflugfélagsins Sterling, er þeirrar skoðunar að það sé hagkvæmt að sameina Iceland Express og Sterling. Í samtali við Við- skiptablað Morg- unblaðsins í dag segir Harald Andresen m.a. „Sterling er nú þegar í mjög góðu samstarfi við önnur nor- ræn lágfargjaldaflugfélög eins og Norwegi- an og Fly Nordic og ég er þeirrar skoðunar að niðurstaða nýrra eigenda verði sú að sameina Iceland Express og Sterling. Það er ekki þar með sagt að það gerist strax … en ég tel einfaldlega að það séu svo miklir möguleikar til hagræðingar fólgnir í slíkum samruna.“ Fram kemur að aðrir fjárfestar hafi verið að skoða Sterling. Félagið hefur vaxið mjög ört undanfarin ár. Það hafi 16% markaðs- hlutdeild í Evrópu meðal lágfargjaldaflug- félaga og sé stærst á Norðurlöndum. Mark- aðssókn félagsins hafi reynst því mjög kostnaðarsöm, og því hafi félagið undanfar- in þrjú ár tapað um 100 milljónum dönskum á ári, eða um einum milljarði króna. Ekki þurfi lengur að kosta jafn miklu til og áður, heldur eigi menn nú að einbeita sér að því að halda markaðshlutdeildinni./B4 Hagkvæmt að sameina Ice- land Express og Sterling    VEÐURSTOFAN spáir fremur mildu veðri í páskavikunni, ríkjandi austan- og suðaustanáttum og hita fyrir ofan frost- mark á láglendi. Úrkoma verður öðru hvoru alla vikuna, en þó einna síst suðvest- an- og vestanlands. Spáin gildir frá pálmasunnudegi til páskadags eða í heila viku Á vef Veðurstofunnar kemur fram að þessi spá segi til um veðurútlit almennt séð alla vikuna, en geri ekki greinarmun milli einstakra daga. Hún sé fengin með tölvuútreikningum frá evrópsku reikni- miðstöðinni í Reading á Englandi, en þar sé heildarútlit vikunnar fundið út með lík- indadreifingu. Milt veður í páskavikunni ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.